Innlent

Fréttamynd

Gekk eins og í lygasögu

Fyrsta þríburafæðingin í áratugi, þar sem börnin voru ekki tekin með keisaraskurði, gekk eins og í lygasögu segir Sveinborg Hauksdóttir sem fæddi þrjú börn á aðeins fimmtán mínútum, tvær stúlkur og einn dreng.

Innlent
Fréttamynd

Svarfdælingar vilja út

Íbúar í Svarfaðardal hafa sent öllum þingmönnum landsins áskorun um að endurskoða forsendur fyrir sameiningu sveitarfélaga og íhuga um leið möguleika á því að sveitarfélög, sem vilja ganga út úr sameiningu, geti gert það.  

Innlent
Fréttamynd

Olíufélögin taka við díselolíu

Leyfilegt var að kaupa 5000 lítra af olíu á hverja kennitölu áður en verðbreytingin átti sér stað um síðustu mánaðarmót og virðast allnokkrir hafa nýtt sér það og hamstrað olíu.

Innlent
Fréttamynd

Ofurölvi undir stýri

Lögreglan í Keflavík stöðvaði ökumann þar í bæ í gærkvöldi þar sem ökulag hans þótti ekki yfirvegað. Ökumaðurinn reyndist það ekki heldur og við blóðrannsókn kom í ljós að svo mikið áfengismagn var í blóði hans að hann hefði allt eins átt að vera sofnaður áfengisdauða. Honum var komið heim í háttinn að lokinni skýrslutöku.

Innlent
Fréttamynd

Viðey aðeins fyrir Sjálfstæðismenn

Össur Skarphéðinsson segir að tillögur sjálfstæðismanna í borginni um byggð í eyjunum við Reykjavík eigi að vera fyrir elítuna og fyrir þá sjálfa. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir Össur endurspegla vanda R-listans.

Innlent
Fréttamynd

Meðvitundarlaus eftir árás

Tveir menn á þrítugsaldri gengu í skrokk á manni fyrir utan skemmtistaðinn Krúsina í miðbæ Ísafjarðar um þrjúleytið aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var fluttur meðvitundarlaus á slysadeild sjúkrahússins á Ísafirði eftir árásina.<span lang="EN-US" style="COLOR: black; FONT-FAMILY: Helv; mso-ansi-language: EN-US"></span>

Innlent
Fréttamynd

Handfrjáls búnaður líka hættulegur

Fjórum sinnum meiri líkur eru á að ökumaður sem talar í farsíma undir stýri lendi í umferðarslysi en aðrir ökumenn. Virðist þá engu skipta hvort notaður er handfrjáls búnaður. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem birt var í <em>The British Medical Journal</em> fyrr í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Sílamávar aflífaðir

Lögreglan í Reykjanesbæ þurfti að aflífa um 40 sílamáva í Sandgerði síðdegis í fyrradag. Sílamávarnir höfðu fengið á sig grút sem óþekkt skip losaði í sjóinn úti fyrir Sandgerði.

Innlent
Fréttamynd

Líkamsárásarkæra á Blönduósi

Kona hefur kært aðra konu fyrir líkamsárás í félagsheimilinu á Blönduósi í nótt. Árásin er ekki talin vera alvarleg en svo virðist sem um smá stympingar hafi verið að ræða. Þá voru ellefu teknir fyrir hraðakstur í sérstöku verkefni Ríkislögreglustjóra í umdæminu í gærdag.

Innlent
Fréttamynd

Verið að fara yfir samninginn

Félagsmálaráðherra segir að verið sé að fara yfir lánasamning á milli Íbúðalánsjóðs og bankanna og vel geti verið að þar þurfi að skerpa einhverjar reglur.

Innlent
Fréttamynd

Aflífa þurfti 30 fugla í Sandgerði

Aflífa þurfti rúmlega þrjátíu fugla í Sandgerði í gær vegna grúts sem þeir höfðu leitað í við höfnina í bænum. Ljóst þykir að fiskveiðiskip hafi losað grútinn fyrir utan höfnina sem fuglinn hafi svo leitað í.

Innlent
Fréttamynd

Gistu í hellinum

Sjö skátar gengu ríflega 40 kílómetra til að safna peningum fyrir ferð á skátamót í London. Þeir gistu í 100 metra löngum helli.

Innlent
Fréttamynd

Brakandi efnahagslíf á Íslandi

Íslenskt efnahagslíf vex svo hratt að það brakar í því, segir sænska <em>Dagbladet</em> í grein um íslenskt kaupæði. Þar er fjallað um útrás íslenskra fyrirtækja, einkum Burðaráss og KB-banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íbúar Suðurgötu reiðir Strætó

Með breyttu leiðarkerfi Strætó, sem tekur gildi á laugardag, fjölgar ferðum strætisvagna um Suðurgötu í Reykjavík, íbúum götunnar til sárrar óánægju.

Innlent
Fréttamynd

Mega ekki bera vopn

Öryggisverðir hafa á sér mismikinn búnað eftir því hvar þeir starfa að sögn Snorra Sigurðssonar, þjónustustjóra hjá Securitas. Verðirnir mega ekki bera vopn lögum samkvæmt, en það má einungis lögregla að sögn Snorra.

Innlent
Fréttamynd

Bindisleysið kostaði hann leigubíl

Bindisleysi varð til þess að Örnólfur Thorlacius var næstum orðinn of seinn til að halda munnlegt stúdentspróf fyrir um fjörutíu árum. Hann rifjar upp söguna í kjölfar fréttar um bindislausa forkolfa íslensks viðskiptalífs. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

HM í sveskjusteinaspýtingum

Franskir dagar hefjst á Fáskrúðsfirði inan fárra daga. Markmið daganna er að minnast fiskimanna frá Frakklandi og sjósóknar þeirra hér við land en helsta bækistöð þeirra var á Fáskrúðsfirði. Meðal þess sem fram fer á hátíðinni er Íslandsmeistaramót í Pétanque og heimsmeistaramót í sveskjusteinaspýtingum.

Lífið
Fréttamynd

Atvinnulausum fækkar

Atvinnuleysi eykst í höfuðborginni en minnkar úti á landi samkvæmt útreikningum Vinnumálastofnunar fyrir síðasta mánuð.

Innlent
Fréttamynd

Þrír á slysadeild eftir slagsmál

Þrír voru fluttir á slysadeild í nótt með minniháttar meiðsl eftir slagsmál í miðbæ Reykjavíkur. Þá var einn tekinn með íblöndundarefni til að drýgja amfetamín.

Innlent
Fréttamynd

Unnið að viðbragðaáætlun

Unnið er að viðbragðaáætlun vegna hugsanlegra eldsumbrota undir Mýrdals- og Eyjafjallajöklum, jökulhlaupa til sjávar og jafnvel flóðbylgju í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Meðvitundarlaus eftir líkamsárás

Einn var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahúsið á Ísafirði eftir líkamsárás í miðbænum í nótt. Ekki er vitað hver upptök árásarinnar voru en tveir voru handteknir í tengslum við hana og gista þeir nú fangageymslur lögreglunnar. Sá sem slasaðist er til aðhlynningar á sjúkrahúsinu.

Innlent
Fréttamynd

Hætta vegna tjöru

Lögreglan í Borgarnesi þurfti um tíma að vakta kafla þjóðvegarins efst í Borgarfirði í fyrrakvöld eftir að klæðning verktaka fyrr um daginn misfórst með þeim afleiðingum að mikið magn tjöru sat á veginum.

Innlent
Fréttamynd

Minni hallarekstur en verið hefur

"Það má segja að þetta sé viðunandi árangur og vel innan skekkjumarka," segir Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga hjá Landspítala-Háskólasjúkrahúsi.

Innlent
Fréttamynd

Hollvinasamtök RÚV með varann á

Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins gera kröfu um að næsti útvarpsstjóri uppfylli strangar kröfur um hæfni og menntun en sem kunnugt er styttist í að Markús Örn Antonsson láti af því starfi til að taka við starfi sendiherra.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnin tekur málið upp

Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis telur Íbúðalánasjóð ekki hafa haft samráð við stjórnvöld þegar hann gerði lánasamning við bankana. Hann segist viss um að stjórnarflokkarnir muni taka þetta mál upp til að tryggja að það endurtaki sig ekki.

Innlent
Fréttamynd

Kastaðist tólf metra

Tvítugur maður slasaðist alvarlega í bílveltu við Gljúfurfoss, skammt frá Seyðisfirði, aðfaranótt sunnudags. Hann liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Reykjavík.<font face="Helv"></font>

Innlent
Fréttamynd

Munkaklaustur rís á Egilsstöðum

"Okkur sýnis að Egilsstaðir komi einna helst til greina eins og staðan er nú en það á þó eftir að koma betur í ljós," segir séra Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Stórveldi með þrjá starfsmenn

Ferskir vindar blása um starfsemi Kaupfélags Eyfirðinga í upphafi nýrrar aldar og félagið fer ótroðnar slóðir í markmiði sínu að bæta búsetuskilyrði og efla byggð í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Beinn atvinnurekstur KEA heyrir sögunni til en fjárhagslegur styrkur gerir rödd félagsins sterka.

Innlent
Fréttamynd

Yfirlýsing Össurar sögð heimskuleg

Oddvitar flokkanna sem standa að Reykjavíkurlistanum gefa lítið fyrir þá skoðun Össurar Skarphéðinssonar að Samfylkingin eigi að bjóða fram R-lista hvort sem samstarfsflokkarnir taki þátt í framboðinu eður ei. Árni Þór Sigurðsson segir yfirlýsinguna heimskulega.

Innlent