Innlent

Fréttamynd

Lúðvík gagnrýnir forsætisráðherra

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að Halldór Ásgrímsson eigi að dvelja annars staðar en í forsætisráðuneytinu. Guðni Ágústsson segir Samfylkinguna líta viljandi fram hjá staðreyndum og málið skaði KB banka.

Innlent
Fréttamynd

Hátt gengi ástæða lokunar

Fiskvinnslufyrirtækið Suðurnes hefur hætt störfum, en uppsagnir 45 starfsmanna taka þó ekki gildi fyrr en sumarleyfum þeirra, sem voru að hefjast, er lokið. Starfsfólki þess var tilkynnt um það á fundi á miðvikudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Tveir með 300 kíló af mat

Mikið af matvælum fannst í erlendum rútubíl sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun en aðeins einn ökumaður og einn farþegi voru skráðir þar um borð. Við fyrstu athugun fundust hátt í 300 kíló af ýmsum mat og er verið að leita nánar í bílnum og yfirheyra ferðalangana tvo.

Innlent
Fréttamynd

Spurður út í fjármagnið

Aðalsteinn Á. Baldursson vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið á fundi norrænna verkalýðsleiðtoga í matvælaiðnaði á dögunum, en þegar hann hafði lokið máli sínu var lítið spurt út í skýrslu hans, heldur höfðu norrænir verkalýðsleiðtogar mestan áhuga á því hvaðan íslenskir fjárfestar fengju fjármagnið.

Innlent
Fréttamynd

Óvíst hversu mörgum verði synjað

Menntamálaráðuneytið hefur engar upplýsingar um hversu margir komast ekki í nám í haust. Allir nýnemar sem sótt hafa um skólavist í framhaldsskóla eru komnir inn, segir Þórir Ólafsson, séfræðingur hjá menntamálaráðuneytinu. Hann segir þó menntamálaráðuneytið ekki hafa tölur um það hversu margir fengu neitun um skólavist í haust.

Innlent
Fréttamynd

Stríðstól streyma til Íslands

Stríðstól sem notuð verða í stórmyndinni <em>Flags of our Fathers</em> eru farin að streyma til Reykjanesbæjar. Undanfarna daga hafa flutningabílar komið með forngripi frá síðari heimsstyrjöldinni og hefur þeim verið raðað upp við „Hollywood-skemmuna“ eins og ramma-húsið á Fitjum er nú kallað.

Lífið
Fréttamynd

Vara við geymslu olíu

Almenningur er varaður við þeirri hættu sem af því getur skapast að geyma birgðir af dísilolíu í og við íbúðarhús í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra, Brunamálastofnun og Umhverfisstofnun.

Innlent
Fréttamynd

Barist um hvern einasta starfsmann

Rétt tæpur helmingur af öllu starfsfólki helstu og stærstu verktaka á Íslandi eru af erlendu bergi brotnir samkvæmt lauslegri úttekt Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Kári opnaði Nasdaq

DeCode, fyrirtækið sem fjöldi Íslendinga ætlaði að verða ríkur á, fagnar um þessar mundir fimm ára skráningarafmæli sínu á Nasdaq. Af því tilefni opnaði Kári Stefánsson markaðinn í New York í morgun, fyrstur Íslendinga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úttekt gerð á Íbúðalánasjóði

Félagsmálanefnd Alþingis hefur falið Ríkisendurskoðun að gera stjórnsýsluúttekt á Íbúðalánasjóði. Lánasýslu ríkisins og félagsmálaráðuneytið greinir á um hvort lánasamningar bankanna og Íbúðalánasjóðs séu ríkistryggðir.

Innlent
Fréttamynd

Ráða hverjum hleypt inn í landið

"Við fylgjumst með þegar svona atvik eiga sér stað og berist kvartanir tökum við þær alltaf alvarlega," segir Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Endurskoða lagalegan grundvöll SÍ

Endurskoða þarf lagalegan grundvöll Seðlabankans og gera hann betur í stakk búinn til að fylgjast með umsvifum manna í viðskiptalífinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ríkið getur sparað 200 milljónir

Ríkið getur sparað sem nemur 150-200 milljónum króna á ári í fjarskiptakostnað, að mati Ríkiskaupa, með nýjum rammasamningi við Og Vodafone um talsíma- og internetþjónustu fyrir ríkisstofnanir.

Innlent
Fréttamynd

Ganga þvert á markmið

Félagsmálanefnd Alþingis fundar nú vegna umdeildra samninga Íbúðalánasjóðs við banka og sparisjóði. Pétur Blöndal, einn nefndarmanna, sagði þegar hann brá sér af fundi að samningarnir gangi þvert á markmið Íbúðalánasjóðs.

Innlent
Fréttamynd

60 grömm af hassi fundust

Lögreglan á Akranesi handtók þrjá menn í gær, grunaða um fíkniefnamisferli. Við húsleit heima hjá þeim fundust rúmlega sextíu grömm af hassi sem einn þeirra viðurkenndi að eiga. Hann staðhæfir að það hafi verið ætlað til eigin neyslu en ekki sölu.

Innlent
Fréttamynd

Trjágeitungur heldur sínu striki

"Við höfum ekki ennþá orðið mikið vör við samdrátt í útköllum vegna geitungabúa," segir Ólafur Sigurðsson geitungabani. Ólafur segir álíka mikið af trjágeitungum og síðasta sumar. Hins vegar sé ljóst að stofn holugeitunga sé mun minni en síðustu ár.

Innlent
Fréttamynd

Piltur missti meðvitund

Tólf ára piltur missti meðvitund þegar hann féll út af trampolíni í Keflavík í gærkvöldi og féll á höfuðið til jarðar. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans þar sem hann komst til meðvitundar en dvelur þar enn til eftirlits.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi minka allt að sjötíu þúsund

Fjöldi minka á Íslandi gæti verið hvar sem er á bilinu 7.000 til 70.000. Kostnaður við minkaveiðar hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár án þess að nokkur vitneskja liggi fyrir um árangur af veiðunum. Vonast er til að rannsóknum á stofnstærð ljúki á næstu þremur árum.

Innlent
Fréttamynd

Tryggingabætur öryrkja skerðast

Öryrkjar sem hafa lagt fyrir viðbótarlífeyrissparnað missa hluta af tryggingabótum sínum óski þeir eftir að fá hann útborgaðan. Þegar skatturinn hefur einnig tekið sinn toll er ávinningurinn af sparnaðinum nær enginn. Öryrki sem fréttastofan ræddi við segir þetta ekkert annað en þjófnað.

Innlent
Fréttamynd

Pólverjunum meinað að tjá sig

Pólsku verkamennirnir fimm sem starfa fyrir fyrirtækið Sputnikbátar á Akranesi hefur verið bannað af leigumiðluninni í Póllandi að tjá sig um launamál sín að sögn Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags Akraness.

Innlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkað um 30%

Olíuverð til fiskiskipa hefur hækkað um þrjátíu prósent frá áramótum og nemur sú hækkun, umreiknuð á ársgrundvelli, þremur milljörðum króna miðað við þær 280 milljónir lítra sem flotinn notar á ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þyrlan sótti skipverja

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, og björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson frá Ísafirði voru kölluð út klukkan korter yfir tíu í morgun vegna tilkynningar um skipverja sem hafði fengið hjartaáfall um borð í skútu við mynni Dýrafjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Sex nýir eigendur í SPH

Að minnsta kosti fimmtán stofnfjárhlutir hafa skipt um hendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Sex nýir stofnfjáreigendur voru kynntir til sögunnar á stofnfjáreigendafundi SPH í gærkvöld.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dýralæknar vanir ferðamenn

"Dýralæknar eru vanir ferðamenn og hafa ekki kveinkað sér undan því hingað til að keyra heiðarnar á Íslandi," segir Guðni Ágústsson um gagnrýni starfsmanna Yfirdýralæknis á staðsetningu Landbúnaðarstofnunar á Selfossi. "Þetta er búið og gert og ég er sannfærður um að Selfoss er heppilegur staður fyrir stofnunina."

Innlent
Fréttamynd

Rætt við hæstbjóðanda

Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að gengið yrði til viðræðna við hæstbjóðanda í hlut borgarinnar í Vélamiðstöðinni ehf. sem borgin á í félagi við Orkuveitu Reykjavíkur. Þá var samþykkt tillaga um að byggja nýtt fimleikahús fyrir Ármann og Þrótt í Laugardal.

Innlent
Fréttamynd

Gerir grein fyrir samningunum

Guðmundur Bjarnason, forstöðumaður Íbúðalánasjóðs, er þessa stundina að gera félagsmálanefnd Alþingis grein fyrir umdeildum samningum Íbúðalánasjóðs við banka og sparisjóði, sem hafa farið leynt. Fjórir starfsmenn sjóðsins eru með Guðmundi.

Innlent
Fréttamynd

Á bátum í skólann

Miklar rigningar sem fylgt hafa í kjölfar fellibylsins Dennis á karabíska hafinu hafa orðið til þess að grunnskólabörn í Seaview skólanum á Jamaika hafa þurft að fara á bátum í skólann síðustu daga.

Erlent
Fréttamynd

Rjúpnaveiðar hefjast aftur í haust

Umhverfisráðherra hefur ákveðið að hefja rjúpnaveiðar á ný í haust. Þetta er byggt á niðurstöðu talningar Náttúrufræðistofnunar í vor þar sem fram kemur að rjúpnastofninn hafi meira en þrefaldast á tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Vel heppnuð mótmæli

Mótmælendur við Kárahnjúka telja mótmælaaðgerðir í gær vel heppnaðar. Þeir segjast ekki skilja ummæli talsmanns Impregilo um mótmælin og eru ekki par sáttir við það fyrirtæki.

Innlent
Fréttamynd

Sigldi utan í bryggjukant

Skaftafell, skip Samskipa, sigldi á bryggjukant nýju álversbryggjunnar á Reyðarfirði í gærkvöldi þegar það var fyrst flutningaskipa til að leggjast þar að eftir að framkvæmdum lauk. Nokkrar skemmdir urðu á bryggjukantinum og á skipinu ofan sjólínu en það getur þó haldið för sinni áfram að losun lokinni, án þess að viðgerð fari fram.

Innlent