Innlent

Fréttamynd

Æfðu notkun björgunarstóls

Áhöfn varðskipsins Týs hélt á dögunum björgunarstólsæfingu við Sveinseyri á Dýrafirði. Að sögn Thorbens J. Lund yfirstýrimanns tókst æfingin mjög vel og björguðust allir í land nema skipherrann, Sigurður Steinar Ketilsson, sem yfirgefur að sjálfsögðu aldrei skip sitt enda tryggur gæslumaður.

Innlent
Fréttamynd

Framkvæmdastjóri KEA hættur

Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, hefur sagt starfi sínu lausu þar sem stjórn félagsins samþykkti ekki að hann færi í fæðingarorlof. Andri og kona hans eiga von á tvíburum auk þess sem þau eiga fyrir fjögur börn undir níu ára aldri.

Innlent
Fréttamynd

Sveitasamfélag í borginni

Búið er í sjötíu og fimm íbúðum og húsum í Norðlingaholti en íbúum fer ört vaxandi. Blaðamaður tók hús á nokkrum þeirra og kannaði aðstæður og viðhorf frumbyggja í þessu nýja samfélagi.

Innlent
Fréttamynd

Skattar lækka um tvö prósent

Tekjuskattur lækkar um tvö prósentustig um næstu áramót samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þá er einnig hafin vinna við að lækka virðisaukaskatt og má búast við ákvörðun á næstunni um hversu miklar lækkanir er um að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgun gistinátta í júní

Fjöldi gistinátta á íslenskum hótelum jókst í júní síðastliðnum um átta prósent frá síðasta ári og fjölgaði þeim alls staðar nema á norður- og suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Leikarar vilja riftun

Nokkrir íslenskir aukaleikarar í kvikmynd Clints Eastwoods vilja rifta samningi sínum vegna leiks í myndinni. Leikararnir hafa leitað aðstoðar Verslunarmannafélags Suðurnesja.

Lífið
Fréttamynd

Hörð viðurlög við sprengjuhótunum

Allt að lífstíðarfangelsi liggur við sprengjuhótunum hér á landi. Enginn hefur verið handtekinn vegna sprengjuhótunarinnar á Leifsstöð í morgun en lögreglu grunar þó hver var að verki.

Innlent
Fréttamynd

Tveir slasaðir sjómenn sóttir

Tveir sjómenn slösuðust við störf sín í gær og hafa því þrír sjómenn slasast alvarlega í vikunni. Björgunarsveitarmenn frá Vík í Mýrdal sóttu annan sjómanninn á hjólabáti út í fiskibát undan ströndinni og þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hinn um borð í togarann Akureyrina vestur á Halamið í gærkvöld.

Innlent
Fréttamynd

Orlof sé fyrir almenna starfsmenn

Framkvæmdastjóri KEA hefur sagt starfi sínu lausu. Hann bað um að fá að fara í fæðingarorlof en stjórn KEA var því mótfallin. Stjórnarformaður KEA telur að lög um fæðingarorlof hafi fyrst og fremst verið sett til að tryggja réttarstöðu almennra starfsmanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skrifað undir kaupsamning Símans

Geir H. Haarde fjármálaráðherra undirritaði í dag kaupsamning fyrir hönd íslenska ríkisins við Skipti ehf. um kaup Skipta á 98,8 prósenta hlut ríkisins í Símanum. Kaupsamningurinn er gerður á grundvelli tilboðs sem Skipti ehf. gerðu í hlutabréf ríkisins í Símanum þann 28. júlí síðastliðinn, en það hljóðaði upp á 66,7 milljarða króna og var hæst þriggja tilboða sem bárust í eignarhlut ríkisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Deilt um háhýsi í Reykjanesbæ

Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar stendur fyrir byggingu allt að átta hæða verslunar- og íbúðarhúsnæðis í miðbæ Reykjanesbæjar. Deiliskipulag leyfir einungis þriggja hæða hús á þessum stað og hafa íbúar í nágrenninu mótmælt hugmyndinni og gagnrýna framferði formanns skipulagsráðs.

Innlent
Fréttamynd

Allir bæir á Vestfjörðum fá kvóta

Siglufjörður, Súðavík og Stykkishólmur fá mestan byggðakvóta í ár, eða 210 tonn hvert sveitarfélag. Á Vestfjörðum fá öll sveitarfélög úthlutað kvóta. Mest fær Súðavík 210 tonn og þar á eftir koma Bíldudalur og Ísafjörður með 140 tonn. Á Austfjörðum fær Breiðdalshreppur rúm 160 tonn og Raufarhafnarhreppur fær 95 tonn.

Innlent
Fréttamynd

Tugmilljóna útgjöld vegna mótmæla

Kostnaður vegna mótmæla við Kárahnjúka og á Reyðarfirði hleypur á tugum milljóna króna. Hluti kostnaðarins fellur á íslenska ríkið og gæti Ríkislögreglustjóri mögulega þurft aukafjárveitningu vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Tiltekin manneskja grunuð um hótun

Ákveðin manneskja liggur undir grun um sprengjuhótunina í Leifsstöð í nótt og er hennar nú leitað. Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra barst tilkynningin í nótt og var allt viðeigandi lið kallað út til sprengjuleitar um klukkan hálffjögur.

Innlent
Fréttamynd

Upplýsir ekki skoðun á ættleiðingu

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill ekki upplýsa hvaða skoðun hann hafi á því að samkynhneigðir fengju að ættleiða börn þó svo að málið heyri undir hans ráðuneyti.

Innlent
Fréttamynd

Einmannalegt í strætó

Nýja leiðakerfi strætó skilur ekki íbúa í Norðlingaholti út undan en leið 25 á sitt endastopp í hverfinu. Þeir sem taka vagninn þar geta verið mættir niður á Hlemmi rétt rúmum hálftíma síðar.

Innlent
Fréttamynd

Fasteignamat sumarhúsa hækkar

Fasteignamat á sumarhúsum og sumarhúsalóðum hefur að meðaltali hækkað um tæpan fjórðung. Fasteignamat ríkisins mat 8.800 sumarhús og eftir endurmatið er virði þeirra metið samtals 47 milljarðar króna. Meðalfasteignamat sumarhúsa eftir endurmatið er rúmar 5,3 milljónir. Fasteignamat tæplega 130 eigna lækkaði en mat tæplega 8700 eigna hækkaði eða stóð í stað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rannsókn hafi valdið ómældum skaða

Íslenskir hestaútflytjendur fagna því að loks sé komin niðurstaða í rannsókn þýskra tollyfirvalda á meintri skipulagðri glæpastarfsemi þeirra. Málið reyndist allt byggt á misskilningi en hefur valdið hestaút- og innflytjendum ómældum skaða, að sögn formanns Landssambands hestamanna.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn HSÍ fundar vegna Viggós

Stjórn Handknattleikssambands Íslands mun funda í dag og um helgina og fara yfir mál Viggós Sigurðssonar landsliðsþjálfara, en honum var fylgt út úr Leifsstöð af lögreglu eftir að hafa lent í útistöðum við flugþjón í vél Flugleiða síðasta sunnudag. Viggó var á leið heim frá Svíþjóð með ungmennalandsliðinu í handknattleik og segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, að sambandið líti atburðinn alvarlegum augum.

Sport
Fréttamynd

Mótmælendur látnir lausir

Þrettán mótmælendur, sem handteknir voru á byggingarsvæði álvers Alcoa á Reyðarfirði í fyrradag, voru látnir lausir laust eftir miðnætti í fyrrinótt að sögn lögreglu á Eskifirði.

Innlent
Fréttamynd

Ekki verkfall á Ljósanótt

Starfsmannafélag Suðurnesja fer ekki í verkfall í þessum mánuði og því verða áreiðanlega ljós á Ljósanótt í ár. Starfsmannafélagið vill leiðréttingar á nýju starfsmati sem gildir í kjarasamningi félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Braut hryggjarlið á torfæruhjóli

Ungur maður skaddaðist á hrygg þegar hann féll af torfæruhjóli sínu þar sem hann var á æfingabraut við Selvatn skammt frá Grindavíkurvegi um níuleytið í gærkvöld. Hann var fluttur á slysadeild þar sem í ljós kom að einn hryggjarliður var brotinn en ekki hafa frekari upplýsingar fengist um málið.

Innlent
Fréttamynd

Býst við auknum hrossaútflutningi

Landbúnaðarráðherra telur að hrossaútflutningur til Þýskalands muni aukast í kjölfar úrskurðar þýskra yfirvalda um að engin hrossamafía starfi hér á landi eins og haldið var fram fyrir nokkrum árum. Íslenskir hrossaútflytjendur segja úrskurðinn mikinn sigur.

Innlent
Fréttamynd

Samið um uppbyggingu safns

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði, undirrituðu í dag samning milli menntamálaráðuneytisins og Félags áhugamanna um minjasafn, fyrir hönd Síldarminjasafnsins á Siglufirði, um aðstoð við uppbyggingu Síldarminjasafnsins á Siglufirði.

Innlent
Fréttamynd

Handtekin vegna sprengjuhótunar

Kona á miðjum aldri var í gær handtekin á Akureyri fyrir að hafa hringt inn sprengjuhótun á Keflavíkurflugvöll í gærmorgun. Málið leystist hratt og örugglega að sögn Ellisifar Tinnu Víðisdóttur staðgengils sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, og telst nú upplýst og hefur konunni verið sleppt úr haldi.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 100 þúsund matarskammtar

Fiskverkendur á Dalvík bjóða gestum og gangandi upp á margvíslega fiskrétti á fiskideginum mikla sem haldinn er í dag. Fjöldi fólks var þegar mættur í bæinn í gær og því má búast við fjölmenni á fiskideginum mikla nú líkt og fyrri ár.

Innlent
Fréttamynd

Háspennulína sörguð í sundur

Háspennulína í Hallsteinsdal, skammt frá Skriðdal, þar sem mótmælendur hafa haldið til í tjöldum, var í nótt sörguð í sundur. Þeir sem hafa orðið varir við mannaferðir í Hallsteinsdal eru beðnir um að láta lögregluna á Egilsstöðum vita.

Innlent
Fréttamynd

Foreldrar teknir í kennslustund

Tuttugu nemendur hafa þegar verið innritaðir í nýja skólann í Norðlingaholti sem tekur til starfa í haust. Sif Vígþórsdóttir skólastýra gerir þó ráð fyrir að sextíu börn nemi við skólan á fyrstu önn.

Innlent
Fréttamynd

British Airways flýgur til Íslands

Samkeppni í flugi á milli Keflavíkur og London mun aukast verulega í mars þegar breski flugrisinn British Airways ætlar að taka upp áætlunarflug á milli Gatwick í London og Keflavíkur fimm daga í viku. Vélarnar fara frá Gatwick snemma á morgnana og héðan klukkan hálfellefu fyrir hádegi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sárfættir en sáttir

Þeir voru sárfættir en sáttir, tvímenningarnir sem hafa gengið hringveginn undir kjörorðinu „Haltur leiðir blindan“ þegar síðustu kílómetrarnir voru farnir í dag.

Lífið