Innlent

Fjölgun gistinátta í júní

Fjöldi gistinátta á íslenskum hótelum jókst í júní síðastliðnum um átta prósent frá síðasta ári og fjölgaði þeim alls staðar nema á Norður- og Suðurlandi. Eru því fjögurra prósenta aukning gistinátta fyrstu sex mánuði þess árs samanborið við sama tímabil á síðasta ári á landinu öllu en þó fækkar þeim sem gista á Austurlandi um heil tólf prósent og um fimm prósent á Suðurlandi. Fjölgun er í öðrum landshlutum en mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×