Skattar lækka um tvö prósent 5. ágúst 2005 00:01 Tekjuskattur lækkar um tvö prósentustig um næstu áramót samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þá er einnig hafin vinna við að lækka virðisaukaskatt og má búast við ákvörðun á næstunni um hversu miklar lækkanir er um að ræða. Geir H. Haarde fjármálaráðherra undirritaði í gær fyrir hönd ríkisins samning um sölu Símans til Skipta ehf. undir forystu Exista og KB banka. Hann sagði við undirritun samningsins að söluverðmætinu yrði varið til hagsbóta fyrir allan almenning. Aðspurður um hvort peningunum yrði varið til skattalækkana sagði Geir: "Þetta eru peningar sem koma í eitt skipti og það er ekki hægt að verja þeim til varanlegrar ráðstöfunar, hvorki reksturs né annars þess háttar þannig að ég tel ekki raunhæft að nota þetta fjármagn til að fjármagna skattalækkanir sem ætlað er að séu varanlegar. Við erum með skattalækkunarprógramm í gangi sem gengur ágætlega þó að auðvitað megi og eigi að gera enn meira í þeim efnum, en við gerum það ekki með þessum peningum," sagði Geir. Aðspurður um hvort búast mætti við að á næstunni gerðist eitthvað í þeim málum sem snúa að skattalækkunum sagði Geir: "Ég reikna með því." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þegar hafin vinna sem snýr að því að lækka skattprósentu virðisaukaskatts og hefur verið rætt um að neðra skattþrep virðisaukaskatts lækki verulega. Neðra skattþrepið er fjórtán prósent og leggst einkum á matvæli. Þá mun þegar hafa verið ákveðið að leggja til að tekjuskattur lækki um allt að tvö prósentustig strax um næstu áramót, nái þær tillögur sem nú er unnið að fram að ganga. Búast má við því að tillögurnar verði á dagskrá fjárlaganefndar þegar þing kemur saman í haust. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Tekjuskattur lækkar um tvö prósentustig um næstu áramót samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þá er einnig hafin vinna við að lækka virðisaukaskatt og má búast við ákvörðun á næstunni um hversu miklar lækkanir er um að ræða. Geir H. Haarde fjármálaráðherra undirritaði í gær fyrir hönd ríkisins samning um sölu Símans til Skipta ehf. undir forystu Exista og KB banka. Hann sagði við undirritun samningsins að söluverðmætinu yrði varið til hagsbóta fyrir allan almenning. Aðspurður um hvort peningunum yrði varið til skattalækkana sagði Geir: "Þetta eru peningar sem koma í eitt skipti og það er ekki hægt að verja þeim til varanlegrar ráðstöfunar, hvorki reksturs né annars þess háttar þannig að ég tel ekki raunhæft að nota þetta fjármagn til að fjármagna skattalækkanir sem ætlað er að séu varanlegar. Við erum með skattalækkunarprógramm í gangi sem gengur ágætlega þó að auðvitað megi og eigi að gera enn meira í þeim efnum, en við gerum það ekki með þessum peningum," sagði Geir. Aðspurður um hvort búast mætti við að á næstunni gerðist eitthvað í þeim málum sem snúa að skattalækkunum sagði Geir: "Ég reikna með því." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þegar hafin vinna sem snýr að því að lækka skattprósentu virðisaukaskatts og hefur verið rætt um að neðra skattþrep virðisaukaskatts lækki verulega. Neðra skattþrepið er fjórtán prósent og leggst einkum á matvæli. Þá mun þegar hafa verið ákveðið að leggja til að tekjuskattur lækki um allt að tvö prósentustig strax um næstu áramót, nái þær tillögur sem nú er unnið að fram að ganga. Búast má við því að tillögurnar verði á dagskrá fjárlaganefndar þegar þing kemur saman í haust.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira