Innlent Gripnir með fíkniefni í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi handtók fjóra menn um tvítugt í nótt eftir að fíkniefni fundust í fórum þeirra. Mennirnir voru stöðvaðir við reglubundið eftirlit en við leit í bíl þeirra fundust um 50 grömm af hassi auk nokkurra e-taflna og annarra kannabisefna. Einn mannanna gekkst við að eiga efnin og viðurkenndi að hafa ætlað að koma þeim í sölu. Mönnunum var öllum sleppt að loknum yfirheyrslum. Innlent 13.10.2005 19:40 Styttist í ákvörðun í Texas "Það mun eitthvað fara gerast fljótlega í þessum málum því skrifstofa ríkisstjóra sagði ákvörðunar að vænta eftir fjórar til sex vikur og nú eru liðnar fjórar vikur," segir Einar S. Einarsson, talsmaður RJF-hópsins, sem vinnur að því að fá Aron Pálma Ágústsson leystan úr haldi í Texas í Bandaríkjunum. Innlent 13.10.2005 19:40 Leita manns á Þingvöllum Þyrla Landhelgisgæslunnar fór af stað rétt fyrir klukkan tvö til að aðstoða lögregluna á Selfossi og björgunarsveitir þar við að leita manns sem ekkert hefur spurst til síðan í gærkvöld. Maðurinn sást síðast á ferli við Þingvelli í gær samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar en lögreglan á Selfossi neitar að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Innlent 13.10.2005 19:40 Neita brotum á vinnulöggjöf "Það var algjörlega farið eftir vinnulöggjöf í þessum efnum, að höfðu samráði við lögfræðinga okkar," segir Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambands Íslands um fram komna stjórnsýslukæru til félagsmálaráðuneytis vegna framkvæmdar talningar atkvæða um kjarasamning sjómanna. Innlent 13.10.2005 19:40 Kamfýlóbakterbarátta vekur athygli Baráttan við kamfýlóbakter hefur tekist svo vel hér á landi að það hefur vakið athygli víða um heim. Innlent 13.10.2005 19:40 Amide fær leyfi fyrir nýju lyfi Actavis Group hefur fengið samþykki bandarísku Matvæla- og lyfjastofnunarinnar fyrir markaðsleyfi á lyfinu Loxapine í gegnum bandarískt dótturfélag sitt, Amide. Loxapine er geðdeyfðarlyf og notað til meðferðar á geðklofa. Í tilkynningu frá Actavis segir að lyfið sé góð viðbót við lyfjaúrval Amide á Bandaríkjamarkaði en þó er ekki búist við því að tekjur af sölu lyfsins muni hafa veruleg áhrif á afkomu félagsins árið 2005. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:40 Með talsvert magn fíkniefna Þrír menn hafa verið ákærðir eftir að í ljós kom að þeir höfðu fíkniefni undir höndum í Kópavogi rétt fyrir miðnætti á miðvikudagskvöld. Fjórir menn voru handteknir í tengslum við málið en einum var leyft að fara án ákæru. Innlent 13.10.2005 19:40 Áfall ef R-listi býður ekki fram "Þegar R-listinn tók við völdum 1994 ríkti ófremdar ástand í boarginni, meðal annars í skóla-, dagsvistar- og atvinnumálum. R-listinn hefur gerbreytt stöðunni," segir Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarmanna í R-listanum. Innlent 13.10.2005 19:40 Færeyingar vilja aðild að EFTA Færeyingar vilja sækja um að aðild að Norðurlandaráði og EFTA en Færeyingar lúta enn yfirráðum Dana og hafa aðeins sjálfsstjórn og utanríkismál landsins eru í höndum Dana. Erlent 13.10.2005 19:40 Guðni svarar dýralæknum Guðni Ágústsson furðar sig á gagnrýni dýralækna á ráðningu forstjóra Landbúnaðarstofnunar og ákvörðun um staðsetningu stofnunarinnar. "Þetta eru ákvarðanir sem ég hef tekið og þær standa," segir Guðni. "Ég er ekki síst undrandi á því að hæfni Jóns Gíslasonar sé dregin í efa." Innlent 13.10.2005 19:40 Mismunun verði afnumin með öllu Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hvetur þingmenn til þess að afnema alla mismunun á grundvelli kynhneigðar í ályktun sem félagið samþykkti í janúar síðastliðnum og ítrekar nú í tilefni umræðu síðustu daga. Í ályktun SUS segir að í lögum um staðfesta samvist og lögum um tæknifrjóvganir séu ákvæði sem fela í sér þessa mismunun og það sé ekki líðandi. Innlent 13.10.2005 19:40 Minni útleiga leiði til betri hags Útvegsmenn, sem þessa dagana þiggja ókeypis byggðakvóta frá stjórnvöldum, leigja margfalt það magn út úr sveitarfélögunum þannig að með því einu að draga úr útleigunni myndi hagur í héraði væntanlega vænkast. Innlent 13.10.2005 19:40 Gríðarlegar breytingar í Sandvík Sandvíkursvæðið, þar sem hluti stórmyndar Clints Eastwood verður myndaður, hefur tekið gífurlegum breytingum á aðeins örfáum dögum. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort hægt verði að skila svæðinu eins og það var áður en tökur hófust. Innlent 13.10.2005 19:40 Fundi lauk án árangurs Öllum á óvörum lauk viðræðunefnd R-listaflokkanna fundi sínum nú fyrir fáeinum mínútum, án nokkurs árangurs. Nefndarmenn geta engu svarað um það hvert framhaldið verður. Þrátt fyrir þessi snautlegu lok segir í sameiginlegri yfirlýsingu að vilji sé fyrir áframhaldandi samstarfi. Innlent 13.10.2005 19:40 Björguðu bát með snarræði Snarræði bátsverja kom í veg fyrir að hraðfiskibáturinn Eyjólfur Ólafsson GK sykki í nótt. Þeir brunuðu beina leið upp í fjöru. Innlent 13.10.2005 19:40 Maður sem leitað var að fundinn Maðurinn sem leitað var að á Þingvöllum er fundinn heill á húfi. Um var að ræða erlendan ferðamann sem var einn á ferð með kajak og hafði fengið sér veiðileyfi í Þingvallavatni í dag, en lögregla hafði verið beðin um að leita hans vegna þess að bíll hans hafði verið yfirgefinn í allnokkurn tíma. Bæði björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út til að leita mannsins um klukkan tvö í dag en hann fannst fljótlega sem fyrr segir. Innlent 13.10.2005 19:40 Endurgreitt ef efi vaknar Það kostar 29.900 krónur að sitja sjö klukkustunda námsstefnu með fyrirlesaranum Brian Tracy í Háskólabíói í október. Innlent 13.10.2005 19:40 R-lista viðræður í strand Nefnd, sem rætt hefur samstarf R-listaflokkana á næsta kjörtímabili, ákvað á fundi í gær að slíta frekari viðræðum og fela flokksfélögunum að taka endanlega ákvörðun um framtíð samstarfsins. Dagur B. Eggertsson ætlar ekki að bjóða sig fram hætti R-listinn við framboð. Innlent 13.10.2005 19:40 Slökkvilið Hveragerðis æfir sig Þeir sem ekið hafa fram hjá Hveragerði síðustu klukkutímana hafa nokkrir haft samband við Vísi og greint frá stórbruna efst í byggðinni, en eldur logar í gamla Garðyrkjuskólanum. Þó er engin hætta á ferð þar sem slökkvilið Hveragerðis er þar að æfingum. Innlent 13.10.2005 19:40 Íslenskir forstjórar í 21. sæti Það eru til forstjórar á Íslandi sem fá fleiri milljónir í laun á mánuði. Sjálfsagt finnst einhverjum það býsna gott. En íslenskir forstjórar eru ekki hálfdrættingar á við kollega sína í öðrum Evrópulöndum; verma 21. sætið yfir launahæstu forstjórana í álfunni. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:40 Tveimur bjargað af hraðfiskibáti Tveimur bátsverjunum af hraðfiskibátnum Eyjólfi Ólafssyni sem siglt var upp í fjöru í Aðalvík á Ströndum í nótt var bjargað yfir í björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði um klukkan sjö í morgun. Ekkert amar að mönnunum. Búið er að koma taug á milli bátanna og verður reynt að draga strandaða bátinn á flot á næsta flóði, en háflóð er á svæðinu um hádegisbil. Innlent 13.10.2005 19:40 Mikið rætt um Strætó í borgarráði Umræður um nýtt leiðakerfi Strætó voru fyrirferðarmiklar á fundi borgarráðs í dag að því er fram kemur í tilkynningu aðstoðarmanni borgarstjóra. Forstjóri Strætós kom á fundinn og gerði grein fyrir innleiðingu nýja kerfisins og svaraði spurningum borgarráðsfulltrúa. Innlent 13.10.2005 19:40 Greiði tíu milljónir vegna árásar Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til greiðslu tæplega 10 milljóna króna í miskabætur fyrir að hafa ráðist ásamt félaga sínum á mann um tvítugt fyrir utan veitingastaðinn Subway í Austurstræti árið 1998. Hin seki sló manninn þá með kreptum hnefa í andlitið með þeim afleiðinugm að hann féll aftur fyrir sig og skall með hnakkann í gagnstétt. Innlent 13.10.2005 19:40 Samið við skattaparadísir Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að hefja samningaviðræður nokkrar "skattaparadísir" um gagnkvæm upplýsingaskipti. Hefja á viðræður við þrjár þeirra á næstu misserum en frumkvæðið að viðræðunum er frá þeim komið. Innlent 13.10.2005 19:40 Vísitala neysluverðs hækkar Vísitala neysluverðs í ágúst hækkaði um 0,21 prósent frá júlímánuði og mælist nú samtals 243,2 stig. Innlent 13.10.2005 19:40 Margföld flutningsgeta farsíma Bæði Síminn og Og Vodafone hyggjast taka upp nýja tækni í farsímakerfum sínum á þessu ári. Og Vodafone segir í Fréttatilkynningu að flutningshraðinn verði á bilinu 120-238 kílóbæt á sekúndu, en núverandi GPRS-kerfi bjóði upp á 52. Innlent 13.10.2005 19:40 Baugsákærur ekki enn birtar Ekkert bólar enn á að ákærur í Baugsmálinu séu birtar og virðist sem það hafi aldrei staðið til að eins og talsmenn sexmenninganna sögðu fyrir mánuði að til stæði að gera. Málið verður þingfest eftir viku. Innlent 13.10.2005 19:40 Úthlutun standist ekki ákvæði Útgerðarmenn huga að því að höfða prófmál á hendur ríkinu í haust vegna sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. Þeir segja slíka úthlutun ekki standast eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og vilja að hætt verði að gefa öðrum það sem þeir hafa keypt háu verði. Innlent 13.10.2005 19:40 Hótar að vísa mótmælendum úr landi Á þriðja tug útlendinga sem staðið hafa í mótmælum á Austurlandi í sumar gæti verið á heimleið. Útlendingastofnun hótar að vísa fólkinu úr landi en það fær viku til að andmæla. Innlent 13.10.2005 19:40 Á leið til Ísafjarðar með fiskibát Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er nú á hægri siglingu inn Djúpið á leið til Ísafjarðar með hraðfiskibátinn Eyjólf Ólafsson GK í togi eftir að hafa dregið hann á flot úr fjörunni í Aðalvík. Innlent 13.10.2005 19:40 « ‹ ›
Gripnir með fíkniefni í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi handtók fjóra menn um tvítugt í nótt eftir að fíkniefni fundust í fórum þeirra. Mennirnir voru stöðvaðir við reglubundið eftirlit en við leit í bíl þeirra fundust um 50 grömm af hassi auk nokkurra e-taflna og annarra kannabisefna. Einn mannanna gekkst við að eiga efnin og viðurkenndi að hafa ætlað að koma þeim í sölu. Mönnunum var öllum sleppt að loknum yfirheyrslum. Innlent 13.10.2005 19:40
Styttist í ákvörðun í Texas "Það mun eitthvað fara gerast fljótlega í þessum málum því skrifstofa ríkisstjóra sagði ákvörðunar að vænta eftir fjórar til sex vikur og nú eru liðnar fjórar vikur," segir Einar S. Einarsson, talsmaður RJF-hópsins, sem vinnur að því að fá Aron Pálma Ágústsson leystan úr haldi í Texas í Bandaríkjunum. Innlent 13.10.2005 19:40
Leita manns á Þingvöllum Þyrla Landhelgisgæslunnar fór af stað rétt fyrir klukkan tvö til að aðstoða lögregluna á Selfossi og björgunarsveitir þar við að leita manns sem ekkert hefur spurst til síðan í gærkvöld. Maðurinn sást síðast á ferli við Þingvelli í gær samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar en lögreglan á Selfossi neitar að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Innlent 13.10.2005 19:40
Neita brotum á vinnulöggjöf "Það var algjörlega farið eftir vinnulöggjöf í þessum efnum, að höfðu samráði við lögfræðinga okkar," segir Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambands Íslands um fram komna stjórnsýslukæru til félagsmálaráðuneytis vegna framkvæmdar talningar atkvæða um kjarasamning sjómanna. Innlent 13.10.2005 19:40
Kamfýlóbakterbarátta vekur athygli Baráttan við kamfýlóbakter hefur tekist svo vel hér á landi að það hefur vakið athygli víða um heim. Innlent 13.10.2005 19:40
Amide fær leyfi fyrir nýju lyfi Actavis Group hefur fengið samþykki bandarísku Matvæla- og lyfjastofnunarinnar fyrir markaðsleyfi á lyfinu Loxapine í gegnum bandarískt dótturfélag sitt, Amide. Loxapine er geðdeyfðarlyf og notað til meðferðar á geðklofa. Í tilkynningu frá Actavis segir að lyfið sé góð viðbót við lyfjaúrval Amide á Bandaríkjamarkaði en þó er ekki búist við því að tekjur af sölu lyfsins muni hafa veruleg áhrif á afkomu félagsins árið 2005. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:40
Með talsvert magn fíkniefna Þrír menn hafa verið ákærðir eftir að í ljós kom að þeir höfðu fíkniefni undir höndum í Kópavogi rétt fyrir miðnætti á miðvikudagskvöld. Fjórir menn voru handteknir í tengslum við málið en einum var leyft að fara án ákæru. Innlent 13.10.2005 19:40
Áfall ef R-listi býður ekki fram "Þegar R-listinn tók við völdum 1994 ríkti ófremdar ástand í boarginni, meðal annars í skóla-, dagsvistar- og atvinnumálum. R-listinn hefur gerbreytt stöðunni," segir Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarmanna í R-listanum. Innlent 13.10.2005 19:40
Færeyingar vilja aðild að EFTA Færeyingar vilja sækja um að aðild að Norðurlandaráði og EFTA en Færeyingar lúta enn yfirráðum Dana og hafa aðeins sjálfsstjórn og utanríkismál landsins eru í höndum Dana. Erlent 13.10.2005 19:40
Guðni svarar dýralæknum Guðni Ágústsson furðar sig á gagnrýni dýralækna á ráðningu forstjóra Landbúnaðarstofnunar og ákvörðun um staðsetningu stofnunarinnar. "Þetta eru ákvarðanir sem ég hef tekið og þær standa," segir Guðni. "Ég er ekki síst undrandi á því að hæfni Jóns Gíslasonar sé dregin í efa." Innlent 13.10.2005 19:40
Mismunun verði afnumin með öllu Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hvetur þingmenn til þess að afnema alla mismunun á grundvelli kynhneigðar í ályktun sem félagið samþykkti í janúar síðastliðnum og ítrekar nú í tilefni umræðu síðustu daga. Í ályktun SUS segir að í lögum um staðfesta samvist og lögum um tæknifrjóvganir séu ákvæði sem fela í sér þessa mismunun og það sé ekki líðandi. Innlent 13.10.2005 19:40
Minni útleiga leiði til betri hags Útvegsmenn, sem þessa dagana þiggja ókeypis byggðakvóta frá stjórnvöldum, leigja margfalt það magn út úr sveitarfélögunum þannig að með því einu að draga úr útleigunni myndi hagur í héraði væntanlega vænkast. Innlent 13.10.2005 19:40
Gríðarlegar breytingar í Sandvík Sandvíkursvæðið, þar sem hluti stórmyndar Clints Eastwood verður myndaður, hefur tekið gífurlegum breytingum á aðeins örfáum dögum. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort hægt verði að skila svæðinu eins og það var áður en tökur hófust. Innlent 13.10.2005 19:40
Fundi lauk án árangurs Öllum á óvörum lauk viðræðunefnd R-listaflokkanna fundi sínum nú fyrir fáeinum mínútum, án nokkurs árangurs. Nefndarmenn geta engu svarað um það hvert framhaldið verður. Þrátt fyrir þessi snautlegu lok segir í sameiginlegri yfirlýsingu að vilji sé fyrir áframhaldandi samstarfi. Innlent 13.10.2005 19:40
Björguðu bát með snarræði Snarræði bátsverja kom í veg fyrir að hraðfiskibáturinn Eyjólfur Ólafsson GK sykki í nótt. Þeir brunuðu beina leið upp í fjöru. Innlent 13.10.2005 19:40
Maður sem leitað var að fundinn Maðurinn sem leitað var að á Þingvöllum er fundinn heill á húfi. Um var að ræða erlendan ferðamann sem var einn á ferð með kajak og hafði fengið sér veiðileyfi í Þingvallavatni í dag, en lögregla hafði verið beðin um að leita hans vegna þess að bíll hans hafði verið yfirgefinn í allnokkurn tíma. Bæði björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út til að leita mannsins um klukkan tvö í dag en hann fannst fljótlega sem fyrr segir. Innlent 13.10.2005 19:40
Endurgreitt ef efi vaknar Það kostar 29.900 krónur að sitja sjö klukkustunda námsstefnu með fyrirlesaranum Brian Tracy í Háskólabíói í október. Innlent 13.10.2005 19:40
R-lista viðræður í strand Nefnd, sem rætt hefur samstarf R-listaflokkana á næsta kjörtímabili, ákvað á fundi í gær að slíta frekari viðræðum og fela flokksfélögunum að taka endanlega ákvörðun um framtíð samstarfsins. Dagur B. Eggertsson ætlar ekki að bjóða sig fram hætti R-listinn við framboð. Innlent 13.10.2005 19:40
Slökkvilið Hveragerðis æfir sig Þeir sem ekið hafa fram hjá Hveragerði síðustu klukkutímana hafa nokkrir haft samband við Vísi og greint frá stórbruna efst í byggðinni, en eldur logar í gamla Garðyrkjuskólanum. Þó er engin hætta á ferð þar sem slökkvilið Hveragerðis er þar að æfingum. Innlent 13.10.2005 19:40
Íslenskir forstjórar í 21. sæti Það eru til forstjórar á Íslandi sem fá fleiri milljónir í laun á mánuði. Sjálfsagt finnst einhverjum það býsna gott. En íslenskir forstjórar eru ekki hálfdrættingar á við kollega sína í öðrum Evrópulöndum; verma 21. sætið yfir launahæstu forstjórana í álfunni. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:40
Tveimur bjargað af hraðfiskibáti Tveimur bátsverjunum af hraðfiskibátnum Eyjólfi Ólafssyni sem siglt var upp í fjöru í Aðalvík á Ströndum í nótt var bjargað yfir í björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði um klukkan sjö í morgun. Ekkert amar að mönnunum. Búið er að koma taug á milli bátanna og verður reynt að draga strandaða bátinn á flot á næsta flóði, en háflóð er á svæðinu um hádegisbil. Innlent 13.10.2005 19:40
Mikið rætt um Strætó í borgarráði Umræður um nýtt leiðakerfi Strætó voru fyrirferðarmiklar á fundi borgarráðs í dag að því er fram kemur í tilkynningu aðstoðarmanni borgarstjóra. Forstjóri Strætós kom á fundinn og gerði grein fyrir innleiðingu nýja kerfisins og svaraði spurningum borgarráðsfulltrúa. Innlent 13.10.2005 19:40
Greiði tíu milljónir vegna árásar Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til greiðslu tæplega 10 milljóna króna í miskabætur fyrir að hafa ráðist ásamt félaga sínum á mann um tvítugt fyrir utan veitingastaðinn Subway í Austurstræti árið 1998. Hin seki sló manninn þá með kreptum hnefa í andlitið með þeim afleiðinugm að hann féll aftur fyrir sig og skall með hnakkann í gagnstétt. Innlent 13.10.2005 19:40
Samið við skattaparadísir Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að hefja samningaviðræður nokkrar "skattaparadísir" um gagnkvæm upplýsingaskipti. Hefja á viðræður við þrjár þeirra á næstu misserum en frumkvæðið að viðræðunum er frá þeim komið. Innlent 13.10.2005 19:40
Vísitala neysluverðs hækkar Vísitala neysluverðs í ágúst hækkaði um 0,21 prósent frá júlímánuði og mælist nú samtals 243,2 stig. Innlent 13.10.2005 19:40
Margföld flutningsgeta farsíma Bæði Síminn og Og Vodafone hyggjast taka upp nýja tækni í farsímakerfum sínum á þessu ári. Og Vodafone segir í Fréttatilkynningu að flutningshraðinn verði á bilinu 120-238 kílóbæt á sekúndu, en núverandi GPRS-kerfi bjóði upp á 52. Innlent 13.10.2005 19:40
Baugsákærur ekki enn birtar Ekkert bólar enn á að ákærur í Baugsmálinu séu birtar og virðist sem það hafi aldrei staðið til að eins og talsmenn sexmenninganna sögðu fyrir mánuði að til stæði að gera. Málið verður þingfest eftir viku. Innlent 13.10.2005 19:40
Úthlutun standist ekki ákvæði Útgerðarmenn huga að því að höfða prófmál á hendur ríkinu í haust vegna sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. Þeir segja slíka úthlutun ekki standast eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og vilja að hætt verði að gefa öðrum það sem þeir hafa keypt háu verði. Innlent 13.10.2005 19:40
Hótar að vísa mótmælendum úr landi Á þriðja tug útlendinga sem staðið hafa í mótmælum á Austurlandi í sumar gæti verið á heimleið. Útlendingastofnun hótar að vísa fólkinu úr landi en það fær viku til að andmæla. Innlent 13.10.2005 19:40
Á leið til Ísafjarðar með fiskibát Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er nú á hægri siglingu inn Djúpið á leið til Ísafjarðar með hraðfiskibátinn Eyjólf Ólafsson GK í togi eftir að hafa dregið hann á flot úr fjörunni í Aðalvík. Innlent 13.10.2005 19:40
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent