Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Jónas Sen skrifar 16. september 2025 07:02 Kammerkórinn Cantoque Ensemble í Kristskirkju síðastliðinn fimmtudag. Jónas sen Kammerkórinn Cantoque Ensemble flutti átta kórverk eftir Arvo Pärt í Kristskirkju í Landakoti fimmtudaginn 11. september. Skömmu eftir að Alfreð Flóki myndlistarmaður lést langt fyrir aldur fram árið 1987 var haldið um hann minningarkvöld á Kjarvalsstöðum. Einhverjir lásu upp ljóð, aðrir minntust Flóka með því að segja sögur úr lífi hans. Atli Heimir Sveinsson tónskáld, sem samdi vissulega vinsæl lög en var samt á þessum tíma fyrst og fremst þekktur fyrir að semja ómstríða tónlist, spilaði framúrstefnulegt verk eftir sig á píanó. Lítill drengur sat með mömmu sinni á næsta bekk fyrir framan mig. Þegar nokkuð var liðið á leik Atla sagði drengurinn við mömmu sína: „Mikið spilar maðurinn illa!“ Hafnaði framúrstefnunni Mér datt þetta í hug á kórtónleikum í Kristskirkju í Landakoti á fimmtudagskvöldið. Eistneska tónskáldið Arvo Pärt varð níræður þennan dag. Íslenski kammerkórinn Cantoque Ensemble fagnaði afmælinu með því að flytja átta verk „a capella“ – þ.e. án undirleiks. Þetta voru The Deer‘s Cry, Magnificat, Morning Star, Tribute to Caesar, Siluan‘s Song, The Woman With the Alabaster Box, Da Pacem Domine og And I Heard a Voice. Pärt reyndi snemma á ferli sínum að semja flókna tónlist eins og þá sem Atli var þekktur fyrir, en útkoman var svo ámátleg að hann gafst upp og skapaði ekkert í töluverðan tíma. Nokkru síðar datt honum í hug ný tónsmíðaaðferð sem hann kallaði tintinnabuli. Það er latína og merkir í grófum dráttum „litlar bjöllur“. Bænaþrungin andakt Í einfölduðu máli felst aðferðin í að tveimur röddum er teflt saman. Önnur er bara venjuleg laglína. Í hinni röddinni eru eingöngu notaðar nótur úr grunnþríhljómi, eins og bjöllur sem óma saman. Útkoman er hæg, tær og hugleiðslukennd tónlist sem oft er bendluð við svokallaða „heilaga naumhyggju“. Það er óformlegt regnhlífarheiti á kyrrlátri trúartónlist þar sem einfaldir hljómar og endurtekning skapa bænaþrungna andakt og ró. Jónas Sen Gott og slæmt Ég er með góðar fréttir og slæmar. Þær góðu eru að kórinn stóð sig mjög vel. Cantoque Ensemble er atvinnukór sem samanstendur af tíu þrautþjálfuðum söngvurum. Kórsöngurinn var tær og tilfinningaþrunginn, og mismunandi raddir voru í prýðilegu jafnvægi undir nákvæmri stjórn Bernharðs Wilkinson. Sópraninn var að vísu örlítið hvass í byrjun en hann komst í betra jafnvægi er á leið. Ég vildi að ég gæti sagt að túlkun kórsins hafi verið fjölbreytt og margbrotin, full af litum og jafnvel með áhrifamikilli stígandi. En nei, og þá erum við komin að slæmu fréttunum. Tónlistin sjálf var nefnilega ekkert til að hrópa húrra fyrir. Hún var óttalega fyrirsjáanleg; jú, maður fékk þessa venjulegu bjölluhljóma og hægar línur sem svifu eins og reykur frá reykelsi. Þetta var eins og að panta Margherita-pítsu aftur og aftur: einfalt, nærandi, en fljótlega fór maður að velta fyrir sér hvort það væri til pepperóní. Sama gamla trixið Tintinnabuli-stíllinn sem Pärt fann upp á áttunda áratugnum er nefnilega eins og hundur sem lærði einu sinni eitt brelluatriði og sýnir það stoltur í hvert sinn sem gestir koma. Hljómar, þagnir, hæg kyrrð – og allir anda djúpt eins og þeir séu staddir á einhverju ægilegu dularfylleríi. En er það list eða bara nýaldartónlist í messuskrúða? Eiginlega má segja að þetta sé tónlist sem selur andlega upplifun í skrautpappír. Þú sest niður, heyrir bjöllutóna og allt í einu ertu kominn í hugleiðslu án þess að þurfa að leggja nokkuð á þig. Það er eins konar tónlistarlegt „instant kaffi sálarinnar“. Verkin sem hér voru flutt runnu öll saman, ekkert þeirra skar sig úr á einhvern merkingarþrunginn hátt. Það var eins og einhver segði sama brandarann átta sinnum. Þetta var fyrst og fremst sýning á tintinnabuli-formúlunni með öllu þessu venjulega sem hér hefur verið talið upp. Í átta verkum í röð varð það fyrirsjáanlegt og einsleitt þar til allt rann saman í eitt langdregið suð. Þannig enduðu afmælistónleikar Arvo Pärt: með kór sem söng vel, en tónlist sem fór inn um annað eyrað og út um hitt. Eða með öðrum orðum: bjöllurnar hringdu af fullum krafti en enginn virtist svara. Niðurstaða: Kórinn bar kvöldið með fagmennsku og dýpt, en efnisskráin var eins og að heyra sama brandarann aftur og aftur. Í fyrstu brosti maður kurteislega, en þegar á leið fór maður að sakna annars raddsviðs, annarrar áferðar, einhvers sem hefði brotið upp einhæfnina. Enginn vafi er á að Pärt hefur fundið upp hljóðheim sem hefur hrifið marga og á nokkur frábær verk. En á þessum tónleikum var sama bjallan hins vegar slegin oftar en góðu hófi gegndi. Gagnrýni Jónasar Sen Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Skömmu eftir að Alfreð Flóki myndlistarmaður lést langt fyrir aldur fram árið 1987 var haldið um hann minningarkvöld á Kjarvalsstöðum. Einhverjir lásu upp ljóð, aðrir minntust Flóka með því að segja sögur úr lífi hans. Atli Heimir Sveinsson tónskáld, sem samdi vissulega vinsæl lög en var samt á þessum tíma fyrst og fremst þekktur fyrir að semja ómstríða tónlist, spilaði framúrstefnulegt verk eftir sig á píanó. Lítill drengur sat með mömmu sinni á næsta bekk fyrir framan mig. Þegar nokkuð var liðið á leik Atla sagði drengurinn við mömmu sína: „Mikið spilar maðurinn illa!“ Hafnaði framúrstefnunni Mér datt þetta í hug á kórtónleikum í Kristskirkju í Landakoti á fimmtudagskvöldið. Eistneska tónskáldið Arvo Pärt varð níræður þennan dag. Íslenski kammerkórinn Cantoque Ensemble fagnaði afmælinu með því að flytja átta verk „a capella“ – þ.e. án undirleiks. Þetta voru The Deer‘s Cry, Magnificat, Morning Star, Tribute to Caesar, Siluan‘s Song, The Woman With the Alabaster Box, Da Pacem Domine og And I Heard a Voice. Pärt reyndi snemma á ferli sínum að semja flókna tónlist eins og þá sem Atli var þekktur fyrir, en útkoman var svo ámátleg að hann gafst upp og skapaði ekkert í töluverðan tíma. Nokkru síðar datt honum í hug ný tónsmíðaaðferð sem hann kallaði tintinnabuli. Það er latína og merkir í grófum dráttum „litlar bjöllur“. Bænaþrungin andakt Í einfölduðu máli felst aðferðin í að tveimur röddum er teflt saman. Önnur er bara venjuleg laglína. Í hinni röddinni eru eingöngu notaðar nótur úr grunnþríhljómi, eins og bjöllur sem óma saman. Útkoman er hæg, tær og hugleiðslukennd tónlist sem oft er bendluð við svokallaða „heilaga naumhyggju“. Það er óformlegt regnhlífarheiti á kyrrlátri trúartónlist þar sem einfaldir hljómar og endurtekning skapa bænaþrungna andakt og ró. Jónas Sen Gott og slæmt Ég er með góðar fréttir og slæmar. Þær góðu eru að kórinn stóð sig mjög vel. Cantoque Ensemble er atvinnukór sem samanstendur af tíu þrautþjálfuðum söngvurum. Kórsöngurinn var tær og tilfinningaþrunginn, og mismunandi raddir voru í prýðilegu jafnvægi undir nákvæmri stjórn Bernharðs Wilkinson. Sópraninn var að vísu örlítið hvass í byrjun en hann komst í betra jafnvægi er á leið. Ég vildi að ég gæti sagt að túlkun kórsins hafi verið fjölbreytt og margbrotin, full af litum og jafnvel með áhrifamikilli stígandi. En nei, og þá erum við komin að slæmu fréttunum. Tónlistin sjálf var nefnilega ekkert til að hrópa húrra fyrir. Hún var óttalega fyrirsjáanleg; jú, maður fékk þessa venjulegu bjölluhljóma og hægar línur sem svifu eins og reykur frá reykelsi. Þetta var eins og að panta Margherita-pítsu aftur og aftur: einfalt, nærandi, en fljótlega fór maður að velta fyrir sér hvort það væri til pepperóní. Sama gamla trixið Tintinnabuli-stíllinn sem Pärt fann upp á áttunda áratugnum er nefnilega eins og hundur sem lærði einu sinni eitt brelluatriði og sýnir það stoltur í hvert sinn sem gestir koma. Hljómar, þagnir, hæg kyrrð – og allir anda djúpt eins og þeir séu staddir á einhverju ægilegu dularfylleríi. En er það list eða bara nýaldartónlist í messuskrúða? Eiginlega má segja að þetta sé tónlist sem selur andlega upplifun í skrautpappír. Þú sest niður, heyrir bjöllutóna og allt í einu ertu kominn í hugleiðslu án þess að þurfa að leggja nokkuð á þig. Það er eins konar tónlistarlegt „instant kaffi sálarinnar“. Verkin sem hér voru flutt runnu öll saman, ekkert þeirra skar sig úr á einhvern merkingarþrunginn hátt. Það var eins og einhver segði sama brandarann átta sinnum. Þetta var fyrst og fremst sýning á tintinnabuli-formúlunni með öllu þessu venjulega sem hér hefur verið talið upp. Í átta verkum í röð varð það fyrirsjáanlegt og einsleitt þar til allt rann saman í eitt langdregið suð. Þannig enduðu afmælistónleikar Arvo Pärt: með kór sem söng vel, en tónlist sem fór inn um annað eyrað og út um hitt. Eða með öðrum orðum: bjöllurnar hringdu af fullum krafti en enginn virtist svara. Niðurstaða: Kórinn bar kvöldið með fagmennsku og dýpt, en efnisskráin var eins og að heyra sama brandarann aftur og aftur. Í fyrstu brosti maður kurteislega, en þegar á leið fór maður að sakna annars raddsviðs, annarrar áferðar, einhvers sem hefði brotið upp einhæfnina. Enginn vafi er á að Pärt hefur fundið upp hljóðheim sem hefur hrifið marga og á nokkur frábær verk. En á þessum tónleikum var sama bjallan hins vegar slegin oftar en góðu hófi gegndi.
Gagnrýni Jónasar Sen Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira