Innlent Eðlilegt að dómarar vikju Eðlilegt væri að allir hæstaréttardómarar vékju í kjölfar tengsla þeirra við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara þegar Baugsmálið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Þetta sagði Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns í þættinum Íslandi í dag í gær. Innlent 13.10.2005 19:42 Mótmæla hækkun leikskólagjalda Stúdentar eru ævareiðir vegna komandi hækkunar leikskólagjalda hjá foreldrum þar sem annað er í námi. Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir vel koma til greina að fólk skrái sig úr námi eða úr sambúð vegna þessa. Innlent 13.10.2005 19:41 Menningarnótt um helgina Búist er við sextíu til hundrað þúsund manns á Menningarnótt á laugardag. Ákveðin áherslubreyting hefur orðið hjá aðstandendum menningarnætur sem leggja megináherslu á góða dagskrá og öryggi borgaranna en síður á að fá sem mestan fjölda gesta. Talið er að 104 þúsund manns hafi verið á síðustu Menningarnótt en það er talið við efri mörkin. Innlent 13.10.2005 19:42 Skólagangan kostar sitt Það kostar rúmlega sextíu þúsund krónur að hefja menntaskólanám og eru þá skólagjöldin sjálf undanskilin. Öllu ódýrara er fyrir sex ára nemendur að byrja en skólarnir hefjast í næstu viku. Innlent 13.10.2005 19:42 Afli dregst saman um 50% milli ára Fiskaflinn í júlí 2005 var 87 þúsund tonn en var 172 þúsund tonn í júlí 2004. Aflinn dregst því saman um tæplega 50 prósent milli ára. Í tilkynningu frá Fiskistofu segir að þar muni mest um 58 þúsund tonna samdrátt í kolmunnaafla í júlí 2005 frá sama tíma fyrir ári og að engin loðnuveiði hafi verið í nýliðnum júlí sem teljist óvenjulegt. Innlent 13.10.2005 19:42 Leita Þjóðverja á Hornströndum Björgunarsveitir við Ísafjarðardjúp eru nú á leið á Hornstrandir til að leita að 23 ára gömlum Þjóðverja. Þyrla Landhelgisgæslunnar er einnig á leiðinni vestur með leitarhunda að sunnan. Innlent 13.10.2005 19:41 Björk vill breyta strætó Stjórnarformaður Strætó bs. ætlar að leggja fram tillögur um breytingar á ferðum strætisvagna á stjórnarfundi á föstudag. Meðal annars að ekið verði til miðnættis á öllum leiðum í þágu vaktavinnufólks. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:42 Á að vera mættur til Clint "Ég verð að fara að komast af stað, Dirty Harry er farinn að reka á eftir mér," sagði ræðarinn Kjartan Jakob Hauksson sem var staddur á Stokkseyri í gær. Hann gat þó ekki lagt af stað vegna vonsku veðurs en vonaðist til þess að geta ýtt úr vör í dag. Lífið 13.10.2005 19:42 Ekki svara vert Ásakanir Baugsfeðga um að stjórnvöld standi á bak við rannsókn Ríkislögreglustjóra og ofsæki fyrirtæki þeirra, taka einfaldlega engu tali, segir Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Innlent 13.10.2005 19:42 Æfði köstun björgunarbáta Áhöfn TF-SYN, flugvélar Landhelgisgæslunnar, æfði sig á mánudag í að kasta út björgunarbátum nálægt varðskipinu Óðni í Stakksfirði. Innlent 13.10.2005 19:42 Ásgeir hafnaði þingsæti Ásgeir Friðgeirsson, fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að taka ekki sæti á Alþingi í haust þegar Guðmundur Árni Stefánsson tekur við sendiherraembætti. Innlent 13.10.2005 19:41 Mótmæla brottvísun mótmælenda Brottvísun rúmlega 20 mótmælenda gegn Kárahnjúkavirkjun og álveri Alcoa við Reyðarfjörð var harðlega mótmælt á félagsfundi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem haldinn var í gærkvöldi. Var þess krafist að sérhver einstaklingur, án tillits til skoðana og þjóðernis, nyti þeirra mannréttinda að fá að tjá hug sinn. Þá fordæmdi fundurinn framgöngu dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og Útlendingastofnunar í máli mótmælendanna. Innlent 13.10.2005 19:41 Sérframboð hjá Vinstri - grænum Vinstrihreyfingin - grænt framboð mun bjóða fram lista í eigin nafni fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Það er því ljóst að R-listinn er liðinn undir lok. Á fjölmennum félagsfundi hreyfingarinnar í gærkvöldi hljóðaði tillaga stjórnar upp á að slíta R-listasamstarfinu og var sú tillaga samþykkt með um 70 prósentum atkvæða. Innlent 13.10.2005 19:41 Veiða síðustu hrefnuna í dag Í gær höfðu þrjátíu og átta hrefnur veiðst af þeim þrjátíu og níu sem heimilað var að veiða á þessari vertíð. Bræla var á öllum miðum í gær svo ekki var unnt að klára kvótann en hrefnuveiðibáturinn Halldór Sigurðsson frá Ísafirði lýkur líklega vertíðinni í dag að sögn Gísla Víkingssonar sérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Innlent 13.10.2005 19:42 Berst fyrir fatlaða og íþróttir "Mér hefur alltaf þótt þetta áhugavert og er fullur vilja til að starfa þarna," segir Valdimar Leó Friðriksson sem tekur sæti Guðmundar Árna Stefánssonar á Alþingi í haust þegar sá síðarnefndi heldur til Svíþjóðar sem sendiherra Íslands. Innlent 13.10.2005 19:41 Engar sættir í Landakoti Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst voru engar tilraunir gerðar til sátta í Landakoti eftir að nýr skólastjóri tók til starfa og fleiri starfsmenn hafa hætt störfum þar undanfarið vegna ástandsins. Eitthvað er um að foreldrar hafi tekið börn sín út úr skólanum og fleiri eru enn tvístígandi nú rétt áður en kennsla hefst. Innlent 13.10.2005 19:42 Börn send heim af leikskólum Líkur eru á að senda þurfi börn heim af leikskólum í höfuðborginni strax í næstu viku vegna manneklu. Verst er ástandið í Grafarvogi og hittust leikskólastjórar þar á fundi í gærmorgun til þess að ræða málið. Boðað hefur verið til foreldrafunda í lok vikunnar og byrjun þeirrar næstu í nokkrum leikskólum þar sem ástandið er slæmt. Innlent 13.10.2005 19:42 Frábært fordæmi Frábært fordæmi segir formaður Kjalar, stéttarfélags í almannaþjónustu, um þá starfsmannastefnu að ráða eldra fólk til starfa. Húsasmiðjan hefur stigið það skref að auglýsa eftir starfskröftum úr þeim aldurshópi. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:42 Björgunarbátum kastað út úr TF-SYN Áhöfn TF-SYN æfði sig í gær að kasta út björgunarbátum nálægt varðskipinu Óðni. Eins og kunnugt er fylgir TF-SYN stundum þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar hún fer í löng björgunar- eða sjúkraflug og þá er gott öryggisins vegna að TF-SYN sé þannig úr garði gerð að hægt sé að kasta út úr henni björgunarbátum. Innlent 13.10.2005 19:42 Yfirheyrslur og vettvangsrannsókn Rúmlega tvítugur maður er enn í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið ungri Bandaríkjakonu að bana á herstöðinni á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld. Innlent 13.10.2005 19:42 Talinn hafa berað kynfæri sín Karlmaður um þrítugt var handtekinn í Reykjavík í gærkvöldi grunaður um að hafa berað kynfæri sín fyrir framan tvær níu ára gamlar stúlkur í suðvesturhluta borgarinnar í gær. Ekki er enn ljóst hvort um sama mann hafi verið að ræða en lögreglan rannsakar málið. Innlent 13.10.2005 19:41 Ganga óbundnir til kosninga Línurnar eru að skýrast. R-listaflokkarnir bjóða fram hver sinn lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Vinstri grænir eru harðákveðnir þótt minnihluti flokksmanna mögli eilítið á félagsfundi og telji ótímabært að rétta Sjálfstæðisflokknum vopn í hendur með því að hafna frekara R-listasamstarfi á næsta kjörtímabili.</font /> Innlent 13.10.2005 19:42 HM tölvuforrita í hraðskák í HR Nú rétt upp úr klukkan þrjú hófst heimsmeistarakeppni tölvuforrita í hraðskák í Háskólanum í Reykjavík. Þar keppa 8 af sterkustu skákforritum heims um titilinn en forritin eru keyrð á afar öflugum tölvum og fá 7 mínútur til að knýja fram sigur í hverri skák. Núverandi heimsmeistari, þýska forritið Shredder, freistar þess að verja titil sinn, en búist er við spennandi keppni þar sem öflugustu tölvurnar geta reiknað milljónir leikja á sekúndu. Innlent 13.10.2005 19:42 Björgunarbátur tekur þátt í leit Leit stendur nú yfir að 23 ára Þjóðverja sem varð viðskila við gönguhóp sinn á Hornströndum í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað um eittleytið með 9 manns um borð og fjóra leitarhunda. Björgunarbátur frá Ísafirði er á leiðinni með 25 manns um borð og nú þegar leita björgunarmenn sem og ferðamenn að manninum. Innlent 13.10.2005 19:42 VG fram undir eigin nafni R-listinn er liðinn undir lok en félagsfundur Vinstri Grænna í Reykjavík samþykkti í gær að bjóða fram undir eigin nafni. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri útilokar þó ekki samstarf Framsóknarflokks og Samfylkingar undir merkjum R-listans fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Innlent 13.10.2005 19:42 Vilhelm skilaði mestu aflaverðmæti Vilhelm Þorsteinsson EA skilaði langmestu aflaverðmæti allra íslenskra skipa á árinu 2004 og nam það tæpum 1,35 milljörðum króna. Hákon EA er í öðru sæti með landaðan afla að verðmæti tæplega 1,1 milljarður króna en tvö efstu skipin eru vinnsluskip á uppsjávarveiðum. Innlent 13.10.2005 19:41 Jafna réttindi samkynhneigðra Réttindi samkynhneiðgra til fjölskylduþátttöku verða þau sömu og hjá gagnkynhneigðum miðað við frumvarp sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram í haust. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í dag. Þá munu samkynhneigð pör í staðfestri samvist fá rétt til að frumættleiða börn en í dag er samkynhneigðum einstaklingi í staðfestri samvist aðeins heimilt að stjúpættleiða barn maka sína. Innlent 13.10.2005 19:41 Samkynhneigðir megi ættleiða börn Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hefja undirbúning frumvarps sem meðal annars veitir samkynhneigðum rétt til jafns við gagnkynhneigða til þess að ættleiða börn frá útlöndum og gangast undir tæknifrjóvganir. Stefnt er að því að frumvarpið verði tekið fyrir á haustþingi að sögn Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Innlent 13.10.2005 19:42 Flugstjórinn starfaði á Íslandi Flugstjóri flugvélarinnar sem fórst í Grikklandi á sunnudaginn starfaði hjá flugfélaginu Bláfugli á Keflavíkurflugvelli fyrir um ári. Þórarinn segir Hans Jurgen hafa starfað skamma hríð hjá Bláfugli. Hann hafi komið til starfa í gegnum áhafnaleigu eins og oft þegar flugmenn eru ráðnir í einhvern ákveðin tíma. Innlent 13.10.2005 19:42 Bjóða Eastwood í golf á Akureyri Forsvarsmenn Golfklúbbs Akureyrar hafa boðið Clint Eastwood að koma til Akureyrar og leika golf á nyrsta 18 holu golfvelli í heiminum. Lífið 13.10.2005 19:42 « ‹ ›
Eðlilegt að dómarar vikju Eðlilegt væri að allir hæstaréttardómarar vékju í kjölfar tengsla þeirra við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara þegar Baugsmálið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Þetta sagði Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns í þættinum Íslandi í dag í gær. Innlent 13.10.2005 19:42
Mótmæla hækkun leikskólagjalda Stúdentar eru ævareiðir vegna komandi hækkunar leikskólagjalda hjá foreldrum þar sem annað er í námi. Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir vel koma til greina að fólk skrái sig úr námi eða úr sambúð vegna þessa. Innlent 13.10.2005 19:41
Menningarnótt um helgina Búist er við sextíu til hundrað þúsund manns á Menningarnótt á laugardag. Ákveðin áherslubreyting hefur orðið hjá aðstandendum menningarnætur sem leggja megináherslu á góða dagskrá og öryggi borgaranna en síður á að fá sem mestan fjölda gesta. Talið er að 104 þúsund manns hafi verið á síðustu Menningarnótt en það er talið við efri mörkin. Innlent 13.10.2005 19:42
Skólagangan kostar sitt Það kostar rúmlega sextíu þúsund krónur að hefja menntaskólanám og eru þá skólagjöldin sjálf undanskilin. Öllu ódýrara er fyrir sex ára nemendur að byrja en skólarnir hefjast í næstu viku. Innlent 13.10.2005 19:42
Afli dregst saman um 50% milli ára Fiskaflinn í júlí 2005 var 87 þúsund tonn en var 172 þúsund tonn í júlí 2004. Aflinn dregst því saman um tæplega 50 prósent milli ára. Í tilkynningu frá Fiskistofu segir að þar muni mest um 58 þúsund tonna samdrátt í kolmunnaafla í júlí 2005 frá sama tíma fyrir ári og að engin loðnuveiði hafi verið í nýliðnum júlí sem teljist óvenjulegt. Innlent 13.10.2005 19:42
Leita Þjóðverja á Hornströndum Björgunarsveitir við Ísafjarðardjúp eru nú á leið á Hornstrandir til að leita að 23 ára gömlum Þjóðverja. Þyrla Landhelgisgæslunnar er einnig á leiðinni vestur með leitarhunda að sunnan. Innlent 13.10.2005 19:41
Björk vill breyta strætó Stjórnarformaður Strætó bs. ætlar að leggja fram tillögur um breytingar á ferðum strætisvagna á stjórnarfundi á föstudag. Meðal annars að ekið verði til miðnættis á öllum leiðum í þágu vaktavinnufólks. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:42
Á að vera mættur til Clint "Ég verð að fara að komast af stað, Dirty Harry er farinn að reka á eftir mér," sagði ræðarinn Kjartan Jakob Hauksson sem var staddur á Stokkseyri í gær. Hann gat þó ekki lagt af stað vegna vonsku veðurs en vonaðist til þess að geta ýtt úr vör í dag. Lífið 13.10.2005 19:42
Ekki svara vert Ásakanir Baugsfeðga um að stjórnvöld standi á bak við rannsókn Ríkislögreglustjóra og ofsæki fyrirtæki þeirra, taka einfaldlega engu tali, segir Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Innlent 13.10.2005 19:42
Æfði köstun björgunarbáta Áhöfn TF-SYN, flugvélar Landhelgisgæslunnar, æfði sig á mánudag í að kasta út björgunarbátum nálægt varðskipinu Óðni í Stakksfirði. Innlent 13.10.2005 19:42
Ásgeir hafnaði þingsæti Ásgeir Friðgeirsson, fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að taka ekki sæti á Alþingi í haust þegar Guðmundur Árni Stefánsson tekur við sendiherraembætti. Innlent 13.10.2005 19:41
Mótmæla brottvísun mótmælenda Brottvísun rúmlega 20 mótmælenda gegn Kárahnjúkavirkjun og álveri Alcoa við Reyðarfjörð var harðlega mótmælt á félagsfundi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem haldinn var í gærkvöldi. Var þess krafist að sérhver einstaklingur, án tillits til skoðana og þjóðernis, nyti þeirra mannréttinda að fá að tjá hug sinn. Þá fordæmdi fundurinn framgöngu dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og Útlendingastofnunar í máli mótmælendanna. Innlent 13.10.2005 19:41
Sérframboð hjá Vinstri - grænum Vinstrihreyfingin - grænt framboð mun bjóða fram lista í eigin nafni fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Það er því ljóst að R-listinn er liðinn undir lok. Á fjölmennum félagsfundi hreyfingarinnar í gærkvöldi hljóðaði tillaga stjórnar upp á að slíta R-listasamstarfinu og var sú tillaga samþykkt með um 70 prósentum atkvæða. Innlent 13.10.2005 19:41
Veiða síðustu hrefnuna í dag Í gær höfðu þrjátíu og átta hrefnur veiðst af þeim þrjátíu og níu sem heimilað var að veiða á þessari vertíð. Bræla var á öllum miðum í gær svo ekki var unnt að klára kvótann en hrefnuveiðibáturinn Halldór Sigurðsson frá Ísafirði lýkur líklega vertíðinni í dag að sögn Gísla Víkingssonar sérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Innlent 13.10.2005 19:42
Berst fyrir fatlaða og íþróttir "Mér hefur alltaf þótt þetta áhugavert og er fullur vilja til að starfa þarna," segir Valdimar Leó Friðriksson sem tekur sæti Guðmundar Árna Stefánssonar á Alþingi í haust þegar sá síðarnefndi heldur til Svíþjóðar sem sendiherra Íslands. Innlent 13.10.2005 19:41
Engar sættir í Landakoti Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst voru engar tilraunir gerðar til sátta í Landakoti eftir að nýr skólastjóri tók til starfa og fleiri starfsmenn hafa hætt störfum þar undanfarið vegna ástandsins. Eitthvað er um að foreldrar hafi tekið börn sín út úr skólanum og fleiri eru enn tvístígandi nú rétt áður en kennsla hefst. Innlent 13.10.2005 19:42
Börn send heim af leikskólum Líkur eru á að senda þurfi börn heim af leikskólum í höfuðborginni strax í næstu viku vegna manneklu. Verst er ástandið í Grafarvogi og hittust leikskólastjórar þar á fundi í gærmorgun til þess að ræða málið. Boðað hefur verið til foreldrafunda í lok vikunnar og byrjun þeirrar næstu í nokkrum leikskólum þar sem ástandið er slæmt. Innlent 13.10.2005 19:42
Frábært fordæmi Frábært fordæmi segir formaður Kjalar, stéttarfélags í almannaþjónustu, um þá starfsmannastefnu að ráða eldra fólk til starfa. Húsasmiðjan hefur stigið það skref að auglýsa eftir starfskröftum úr þeim aldurshópi. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:42
Björgunarbátum kastað út úr TF-SYN Áhöfn TF-SYN æfði sig í gær að kasta út björgunarbátum nálægt varðskipinu Óðni. Eins og kunnugt er fylgir TF-SYN stundum þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar hún fer í löng björgunar- eða sjúkraflug og þá er gott öryggisins vegna að TF-SYN sé þannig úr garði gerð að hægt sé að kasta út úr henni björgunarbátum. Innlent 13.10.2005 19:42
Yfirheyrslur og vettvangsrannsókn Rúmlega tvítugur maður er enn í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið ungri Bandaríkjakonu að bana á herstöðinni á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld. Innlent 13.10.2005 19:42
Talinn hafa berað kynfæri sín Karlmaður um þrítugt var handtekinn í Reykjavík í gærkvöldi grunaður um að hafa berað kynfæri sín fyrir framan tvær níu ára gamlar stúlkur í suðvesturhluta borgarinnar í gær. Ekki er enn ljóst hvort um sama mann hafi verið að ræða en lögreglan rannsakar málið. Innlent 13.10.2005 19:41
Ganga óbundnir til kosninga Línurnar eru að skýrast. R-listaflokkarnir bjóða fram hver sinn lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Vinstri grænir eru harðákveðnir þótt minnihluti flokksmanna mögli eilítið á félagsfundi og telji ótímabært að rétta Sjálfstæðisflokknum vopn í hendur með því að hafna frekara R-listasamstarfi á næsta kjörtímabili.</font /> Innlent 13.10.2005 19:42
HM tölvuforrita í hraðskák í HR Nú rétt upp úr klukkan þrjú hófst heimsmeistarakeppni tölvuforrita í hraðskák í Háskólanum í Reykjavík. Þar keppa 8 af sterkustu skákforritum heims um titilinn en forritin eru keyrð á afar öflugum tölvum og fá 7 mínútur til að knýja fram sigur í hverri skák. Núverandi heimsmeistari, þýska forritið Shredder, freistar þess að verja titil sinn, en búist er við spennandi keppni þar sem öflugustu tölvurnar geta reiknað milljónir leikja á sekúndu. Innlent 13.10.2005 19:42
Björgunarbátur tekur þátt í leit Leit stendur nú yfir að 23 ára Þjóðverja sem varð viðskila við gönguhóp sinn á Hornströndum í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað um eittleytið með 9 manns um borð og fjóra leitarhunda. Björgunarbátur frá Ísafirði er á leiðinni með 25 manns um borð og nú þegar leita björgunarmenn sem og ferðamenn að manninum. Innlent 13.10.2005 19:42
VG fram undir eigin nafni R-listinn er liðinn undir lok en félagsfundur Vinstri Grænna í Reykjavík samþykkti í gær að bjóða fram undir eigin nafni. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri útilokar þó ekki samstarf Framsóknarflokks og Samfylkingar undir merkjum R-listans fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Innlent 13.10.2005 19:42
Vilhelm skilaði mestu aflaverðmæti Vilhelm Þorsteinsson EA skilaði langmestu aflaverðmæti allra íslenskra skipa á árinu 2004 og nam það tæpum 1,35 milljörðum króna. Hákon EA er í öðru sæti með landaðan afla að verðmæti tæplega 1,1 milljarður króna en tvö efstu skipin eru vinnsluskip á uppsjávarveiðum. Innlent 13.10.2005 19:41
Jafna réttindi samkynhneigðra Réttindi samkynhneiðgra til fjölskylduþátttöku verða þau sömu og hjá gagnkynhneigðum miðað við frumvarp sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram í haust. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í dag. Þá munu samkynhneigð pör í staðfestri samvist fá rétt til að frumættleiða börn en í dag er samkynhneigðum einstaklingi í staðfestri samvist aðeins heimilt að stjúpættleiða barn maka sína. Innlent 13.10.2005 19:41
Samkynhneigðir megi ættleiða börn Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hefja undirbúning frumvarps sem meðal annars veitir samkynhneigðum rétt til jafns við gagnkynhneigða til þess að ættleiða börn frá útlöndum og gangast undir tæknifrjóvganir. Stefnt er að því að frumvarpið verði tekið fyrir á haustþingi að sögn Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Innlent 13.10.2005 19:42
Flugstjórinn starfaði á Íslandi Flugstjóri flugvélarinnar sem fórst í Grikklandi á sunnudaginn starfaði hjá flugfélaginu Bláfugli á Keflavíkurflugvelli fyrir um ári. Þórarinn segir Hans Jurgen hafa starfað skamma hríð hjá Bláfugli. Hann hafi komið til starfa í gegnum áhafnaleigu eins og oft þegar flugmenn eru ráðnir í einhvern ákveðin tíma. Innlent 13.10.2005 19:42
Bjóða Eastwood í golf á Akureyri Forsvarsmenn Golfklúbbs Akureyrar hafa boðið Clint Eastwood að koma til Akureyrar og leika golf á nyrsta 18 holu golfvelli í heiminum. Lífið 13.10.2005 19:42