Innlent Vill greiðslur til að brúa bil Björn Ingi Hrafnsson, formaður fjölskyldunefndar ríkisstjórnarinnar, vill láta greiða foreldrum barna á aldrinum níu til átján mánaða svo að þau geti til dæmis og ef þeir kjósa greitt öfum og ömmum laun fyrir að passa börnin. Innlent 13.10.2005 19:46 Vitar verði nýttir í ferðaþjónustu Margir Norðmenn kjósa að verja sumarleyfisdögunum í vita og njóta norskir eyðivitar og auð vitavarðahús vaxandi vinsælda meðal ferðamanna. Formaður Íslenska vitafélagsins vill að vitar Íslands verði einnig nýttir í þágu íslenskrar strandmenningar. Innlent 13.10.2005 19:46 Fjöldi króatískra stuðningsmanna Stuðningsmenn króatíska liðsins í knattspyrnu fjölmenntu til landsins vegna leiks Íslendinga og Króata. Einn þeirra segir þá glaða og drekka mikinn bjór en fæstir séu þeir fótboltabullur. Innlent 13.10.2005 19:46 Gísli Marteinn starfar fyrir RÚV "Ég er að störfum fyrir Ríkisútvarpið í ýmsum sérverkefnum. Þar á meðal er ég að vinna að undirbúningi fyrir afmælishátíð Ríkissjónvarpsins vegna fjörutíu ára afmælis þess auk þess að ýmsum málum vegna sjónvarpdagskrár vetrarins og þar á meðal evróvisíón keppninnar," segir Gísli Marteinn Baldursson. Innlent 13.10.2005 19:46 Ekkert spurst til íslenskrar konu Ekkert hefur spurst til íslenskrar konu sem er saknað í Mississippi eftir að fellibylurinn gekk þar yfir. Utanríkisráðuneytið leitar allra leiða til að hafa uppi á henni. Erlent 13.10.2005 19:46 Kjartan lýkur ferðalagi sínu Kjartan Jakob Hauksson ræðari kom til Reykjavíkur á árabát sínum nú á þriðja tímanum. Nokkur fjöldi fólks beið hans við Ægisgarð og fagnaði honum vel þegar hann steig á land. 92 dagar eru liðnir frá því hann lagði af stað úr Bolungarvík 4. júní sl og alls 109 dagar ef reiknaður er með sá tími sem tók hann að róa á Rödd hjartans frá Reykjavík í Rekavík bak Látur fyrir tveimur árum. Innlent 13.10.2005 19:46 Fíknefni í bílhurð Lögreglan í Borgarnesi handtók aðafaranótt laugardags par sem hafði í fórum sér fimm til tíu grömm af kannabisefnum. Leitað var bæði í húsi og bifreið hinna grunuðu. Efnin fundust með hjálp fíkniefnahunds og voru falin inni í bílhurð. Innlent 13.10.2005 19:46 Pysjudauði vegna ætisskorts Dauðar pysjur hafa fundist á að minnsta kosti tveimur stöðum í Vestmannaeyjum. Ætisskortur og norðanáhlaup í vikunni sem leið er meðal þess sem hrakið hefur lundann úr Eyjum. Pysjurnar sitja eftir ófullburða og talsvert færri en vanalega. Innlent 13.10.2005 19:46 Barn frá Skorradal varð að víkja Barni frá Skorradal var sagt upp á leikskólanum Andabæ á Hvanneyri um í síðustu viku þar sem börnum fjölgar á Hvanneyri en leikskólapláss eru ekki næg. "Þetta eru engar hefndaraðgerðir fyrir það að hafa ekki samþykkt sameininguna í vor það eru einfaldlega reglur í gangi sem kveða á um forgang þeirra sem búa í sveitarfélaginu og við verðum að fara eftir þeim," segir Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti í Borgarfjarðarsveit. Innlent 13.10.2005 19:46 Fékk hest ofan á sig Maður slasaðist þegar hann lenti undir hesti sínum í Þverárdal, við Skíðadal, síðdegis í gær. Björgunarsveitin á Dalvík og Björgunarsveitin Tindur frá Ólafsfirði voru kallaðar út til aðstoðar þar sem flytja þurfti manninn nokkra leið niður á veg. Innlent 13.10.2005 19:46 Sendi þingforseta samúðarskeyti Halldór Blöndal, forseti Alþingis, hefur sent forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, John Dennis Hastert, samúðarorðsendingu vegna þeirra hörmunga sem orðið hafa af völdum fellibylsins Katrínar í suðurhluta Bandaríkjanna. Í orðsendingunni segir m.a. að íslenska þjóðin sé harmi slegin vegna þess fjölda sem látist hafi í þessum miklu náttúruhamförum og þeirrar eyðileggingar sem fellibylurinn hafi skilið eftir sig. Erlent 13.10.2005 19:46 Eldur í blokk við Kleppsveg Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að fjölbýlishúsi við Kleppsveg í nótt og þegar að var komið logaði eldur í djúpsteikingarpotti. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Húsráðandi, sem var ölvaður, var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Innlent 13.10.2005 19:46 Var nýkominn úr síbrotagæslu Fimm karlmenn eru í haldi lögreglunnar grunaðir um mannrán á Seltjarnarnesi í gær. Höfuðpaur ránsins hafði nýverið verið sleppt úr síbrotagæslu vegna þjófnaðarmála. Innlent 13.10.2005 19:46 Handteknir fyrir mannrán Fimm karlmenn voru handteknir í gær fyrir að ræna starfsmanni í verslun Bónuss á Seltjarnarnesi. Meintur höfuðpaur í ráninu var leystur úr gæsluvarðhaldi nokkrum klukkustundum fyrir ránið. Mennirnir neyddu manninn með sér út í bíl, settu hann þar í farangursgeymslu og fóru með hann að hraðbanka þar sem hann var neyddur til að taka út 30 þúsund krónur af reikningi sínum. Innlent 13.10.2005 19:46 Þjónustumiðstöð opnuð í borginni Reykvíkingar eiga að fá tækifæri til að hafa meiri áhrif á mótun og uppbyggingu borgarinnar með nýjum þjónustumiðstöðvum. Sú fyrsta var opnuð í dag, við Skúlagötu, en meginverkefni hennar er að veita upplýsingar um þjónustu í borginni, afgreiða umsóknir, veita félagslega ráðgjöf, skóla- og sérfræðiþjónustu og stuðning á heimilum. Innlent 13.10.2005 19:46 Ungir góðgerðarmenn Þau Nanna Lilja Aðils og Úlfar Snær Guðmundsson láta ekki sitt eftir liggja í góðgerðarmálunum en þau voru með tombólu til styrkatar Rauða kross Íslands í Lágmúlanum í gær. Innlent 13.10.2005 19:46 Um 25 þúsund á Ljósanótt Um 25 þúsund manns sóttu Ljósanótt sem haldin var í sjötta sinn í Reykjanesbæ í gær. Er það mat Steinþórs Jónssonar formanns Ljósanæturnefndar. Innlent 13.10.2005 19:46 Borgun fyrir að vera heima Björn Ingi Hrafnsson, formaður fjölskyldunefndar ríkisstjórnarinnar, segir í pistli á heimasíðu sinni í gær að hann muni reyna að vinna þeirri tillögu fylgi að foreldrar barna á aldrinum níu til átján mánuða fái greitt fyrir að vera heima með þau. Innlent 13.10.2005 19:46 Leita Íslendings á hamfarasvæðum Íslenskrar konu er saknað eftir fellibylinn Katrínu og hefur hennar verið leitað árangurslaust, frá fyrsta degi eftir hamfarirnar. Íslensk stjórnvöld hafa leitað eftir aðstoð hinna bandarísku við að finna konuna, en ekki er búist við miklu þaðan, eins og glundroðinn er á flóðasvæðunum. Erlent 13.10.2005 19:46 Kjartan að koma til Reykjavíkur Kjartan Jakob Hauksson ræðari á stutt eftir til Reykjavíkur. Búist er við að hann rói inn við Ægisgarð á árabát sínum um tvöleytið. Þá verða 92 dagar liðnir frá því hann lagði af stað úr Bolungarvík 4. júní s.l og alls 109 dagar ef reiknaður er með sá tími sem tók hann að róa á Rödd hjartans frá Reykjavík í Rekavík bak Látur fyrir tveimur árum. Innlent 13.10.2005 19:46 Höfuðpaur nýsloppinn úr varðhaldi Fimm ungir piltar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag fyrir mannrán á Seltjarnarnesi í gær. Meintur höfuðpaur losnaði úr gæsluvarðhaldi vegna annarra mála í gær. Innlent 13.10.2005 19:46 Guðmundur Kjærnested látinn Guðmundur Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn, 82 ára að aldri. Guðmundur átti að baki áratuga starf hjá Gæslunni og var yfirskipherra í síðasta þorskastríðinu. Óhætt er að segja að hann hafi þá orðið sönn þjóðhetja í augum landa sinna. Guðmundur lætur eftir sig eiginkonu, Margréti Önnu Símonardóttir Kjærnested, og fjögur börn. Innlent 13.10.2005 19:46 Óttast Atlantshafsferðina Ein þeirra sem tóku á móti Kjartani ræðara í gær var Líf dóttir hans en hún fór með litlu tíkina sína, hana Skvísu, um borð í björgunarbátinn Ásgrím S. Björnsson og sigldi á móti föður sínum þegar hann kom róandi að Reykjavíkurhöfn. Innlent 13.10.2005 19:46 Ræðarinn lokaði hringnum Kjartan Jakob Hauksson kom róandi til Reykjavíkurhafnar rétt rúmlega tvö í gær og lauk þar með hringferð sinni umhverfis landið. Fjölmenni var á hafnarbakkanum og fagnaði honum við komuna. "Þessi síðasti áfangi var nú hálfgerð hvíld miðað við það sem á undan er gengið," sagði Kjartan. Innlent 13.10.2005 19:46 Persónulegri þjónusta Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri opnaði fyrstu þjónustumiðstöð Reykjavíkur í gær. Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða er fyrsta þjónustumiðstöðin af sex sem verða opnaðar á næstu vikum. Innlent 13.10.2005 19:46 Skjálftahrina úti fyrir Tjörnesi Sjö skjálftar mældust 30 kílómetra úti fyrir Tjörnes í á milli klukkan hálffimm og sjö í morgun. Stærst skjálftinn var um klukkan fimm og mældist hann 2,9 á Richter en samkvæmt eftirlitsdeild Veðurstofu Íslands eru skjálftarnir ekki taldir fyrirboði neins sérstaks. Innlent 13.10.2005 19:46 Grænmetisuppskera góð í ár Grænmetisuppskera hjá garðyrkjubændum í Reykholtsdal hefur verið mjög góð í sumar. Þeir kvarta þó undan lélegu verði og óttast aukið framboð. Innlent 13.10.2005 19:46 Vikugæsluvarðhald vegna mannráns Fimm karlmenn sem handteknir voru, grunaðir um mannrán á Seltjarnarnesi í gær, voru allir úrskurðaðir í vikugæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fimmeningarnir komu að verslun Bónuss á Seltjarnarnesi og neyddu starfsmann verslunarinnar með sér út í bíl, settu hann í farangursgeymsluna og óku á brott. Innlent 13.10.2005 19:46 Skemmdarverk unnin á Rimaskóla Veruleg skemmdarverk voru unnin á Rimaskóla í Grafarvogi í nótt. Stórum grjóthnullungum og járnstöngum var kastað í rúður og voru þrettán brotnar. Lögreglan segist hafa grun um hverjir þarna voru að verki. Innlent 13.10.2005 19:46 Afþökkuðu aðstoð Íslendinga Að minnsta kosti 44 ríki hafa boðið Bandaríkjamönnum aðstoð við björgunarstörf og neyðaraðstoð, þar sem fellibylurinn Katrín reið yfir, Ísland þeirra á meðal. Alþjóðlega rústabjörgunarsveitin var sett í viðbragðsstöðu í gær en aðstoð hennar var afþökkuð í dag. Erlent 13.10.2005 19:46 « ‹ ›
Vill greiðslur til að brúa bil Björn Ingi Hrafnsson, formaður fjölskyldunefndar ríkisstjórnarinnar, vill láta greiða foreldrum barna á aldrinum níu til átján mánaða svo að þau geti til dæmis og ef þeir kjósa greitt öfum og ömmum laun fyrir að passa börnin. Innlent 13.10.2005 19:46
Vitar verði nýttir í ferðaþjónustu Margir Norðmenn kjósa að verja sumarleyfisdögunum í vita og njóta norskir eyðivitar og auð vitavarðahús vaxandi vinsælda meðal ferðamanna. Formaður Íslenska vitafélagsins vill að vitar Íslands verði einnig nýttir í þágu íslenskrar strandmenningar. Innlent 13.10.2005 19:46
Fjöldi króatískra stuðningsmanna Stuðningsmenn króatíska liðsins í knattspyrnu fjölmenntu til landsins vegna leiks Íslendinga og Króata. Einn þeirra segir þá glaða og drekka mikinn bjór en fæstir séu þeir fótboltabullur. Innlent 13.10.2005 19:46
Gísli Marteinn starfar fyrir RÚV "Ég er að störfum fyrir Ríkisútvarpið í ýmsum sérverkefnum. Þar á meðal er ég að vinna að undirbúningi fyrir afmælishátíð Ríkissjónvarpsins vegna fjörutíu ára afmælis þess auk þess að ýmsum málum vegna sjónvarpdagskrár vetrarins og þar á meðal evróvisíón keppninnar," segir Gísli Marteinn Baldursson. Innlent 13.10.2005 19:46
Ekkert spurst til íslenskrar konu Ekkert hefur spurst til íslenskrar konu sem er saknað í Mississippi eftir að fellibylurinn gekk þar yfir. Utanríkisráðuneytið leitar allra leiða til að hafa uppi á henni. Erlent 13.10.2005 19:46
Kjartan lýkur ferðalagi sínu Kjartan Jakob Hauksson ræðari kom til Reykjavíkur á árabát sínum nú á þriðja tímanum. Nokkur fjöldi fólks beið hans við Ægisgarð og fagnaði honum vel þegar hann steig á land. 92 dagar eru liðnir frá því hann lagði af stað úr Bolungarvík 4. júní sl og alls 109 dagar ef reiknaður er með sá tími sem tók hann að róa á Rödd hjartans frá Reykjavík í Rekavík bak Látur fyrir tveimur árum. Innlent 13.10.2005 19:46
Fíknefni í bílhurð Lögreglan í Borgarnesi handtók aðafaranótt laugardags par sem hafði í fórum sér fimm til tíu grömm af kannabisefnum. Leitað var bæði í húsi og bifreið hinna grunuðu. Efnin fundust með hjálp fíkniefnahunds og voru falin inni í bílhurð. Innlent 13.10.2005 19:46
Pysjudauði vegna ætisskorts Dauðar pysjur hafa fundist á að minnsta kosti tveimur stöðum í Vestmannaeyjum. Ætisskortur og norðanáhlaup í vikunni sem leið er meðal þess sem hrakið hefur lundann úr Eyjum. Pysjurnar sitja eftir ófullburða og talsvert færri en vanalega. Innlent 13.10.2005 19:46
Barn frá Skorradal varð að víkja Barni frá Skorradal var sagt upp á leikskólanum Andabæ á Hvanneyri um í síðustu viku þar sem börnum fjölgar á Hvanneyri en leikskólapláss eru ekki næg. "Þetta eru engar hefndaraðgerðir fyrir það að hafa ekki samþykkt sameininguna í vor það eru einfaldlega reglur í gangi sem kveða á um forgang þeirra sem búa í sveitarfélaginu og við verðum að fara eftir þeim," segir Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti í Borgarfjarðarsveit. Innlent 13.10.2005 19:46
Fékk hest ofan á sig Maður slasaðist þegar hann lenti undir hesti sínum í Þverárdal, við Skíðadal, síðdegis í gær. Björgunarsveitin á Dalvík og Björgunarsveitin Tindur frá Ólafsfirði voru kallaðar út til aðstoðar þar sem flytja þurfti manninn nokkra leið niður á veg. Innlent 13.10.2005 19:46
Sendi þingforseta samúðarskeyti Halldór Blöndal, forseti Alþingis, hefur sent forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, John Dennis Hastert, samúðarorðsendingu vegna þeirra hörmunga sem orðið hafa af völdum fellibylsins Katrínar í suðurhluta Bandaríkjanna. Í orðsendingunni segir m.a. að íslenska þjóðin sé harmi slegin vegna þess fjölda sem látist hafi í þessum miklu náttúruhamförum og þeirrar eyðileggingar sem fellibylurinn hafi skilið eftir sig. Erlent 13.10.2005 19:46
Eldur í blokk við Kleppsveg Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að fjölbýlishúsi við Kleppsveg í nótt og þegar að var komið logaði eldur í djúpsteikingarpotti. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Húsráðandi, sem var ölvaður, var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Innlent 13.10.2005 19:46
Var nýkominn úr síbrotagæslu Fimm karlmenn eru í haldi lögreglunnar grunaðir um mannrán á Seltjarnarnesi í gær. Höfuðpaur ránsins hafði nýverið verið sleppt úr síbrotagæslu vegna þjófnaðarmála. Innlent 13.10.2005 19:46
Handteknir fyrir mannrán Fimm karlmenn voru handteknir í gær fyrir að ræna starfsmanni í verslun Bónuss á Seltjarnarnesi. Meintur höfuðpaur í ráninu var leystur úr gæsluvarðhaldi nokkrum klukkustundum fyrir ránið. Mennirnir neyddu manninn með sér út í bíl, settu hann þar í farangursgeymslu og fóru með hann að hraðbanka þar sem hann var neyddur til að taka út 30 þúsund krónur af reikningi sínum. Innlent 13.10.2005 19:46
Þjónustumiðstöð opnuð í borginni Reykvíkingar eiga að fá tækifæri til að hafa meiri áhrif á mótun og uppbyggingu borgarinnar með nýjum þjónustumiðstöðvum. Sú fyrsta var opnuð í dag, við Skúlagötu, en meginverkefni hennar er að veita upplýsingar um þjónustu í borginni, afgreiða umsóknir, veita félagslega ráðgjöf, skóla- og sérfræðiþjónustu og stuðning á heimilum. Innlent 13.10.2005 19:46
Ungir góðgerðarmenn Þau Nanna Lilja Aðils og Úlfar Snær Guðmundsson láta ekki sitt eftir liggja í góðgerðarmálunum en þau voru með tombólu til styrkatar Rauða kross Íslands í Lágmúlanum í gær. Innlent 13.10.2005 19:46
Um 25 þúsund á Ljósanótt Um 25 þúsund manns sóttu Ljósanótt sem haldin var í sjötta sinn í Reykjanesbæ í gær. Er það mat Steinþórs Jónssonar formanns Ljósanæturnefndar. Innlent 13.10.2005 19:46
Borgun fyrir að vera heima Björn Ingi Hrafnsson, formaður fjölskyldunefndar ríkisstjórnarinnar, segir í pistli á heimasíðu sinni í gær að hann muni reyna að vinna þeirri tillögu fylgi að foreldrar barna á aldrinum níu til átján mánuða fái greitt fyrir að vera heima með þau. Innlent 13.10.2005 19:46
Leita Íslendings á hamfarasvæðum Íslenskrar konu er saknað eftir fellibylinn Katrínu og hefur hennar verið leitað árangurslaust, frá fyrsta degi eftir hamfarirnar. Íslensk stjórnvöld hafa leitað eftir aðstoð hinna bandarísku við að finna konuna, en ekki er búist við miklu þaðan, eins og glundroðinn er á flóðasvæðunum. Erlent 13.10.2005 19:46
Kjartan að koma til Reykjavíkur Kjartan Jakob Hauksson ræðari á stutt eftir til Reykjavíkur. Búist er við að hann rói inn við Ægisgarð á árabát sínum um tvöleytið. Þá verða 92 dagar liðnir frá því hann lagði af stað úr Bolungarvík 4. júní s.l og alls 109 dagar ef reiknaður er með sá tími sem tók hann að róa á Rödd hjartans frá Reykjavík í Rekavík bak Látur fyrir tveimur árum. Innlent 13.10.2005 19:46
Höfuðpaur nýsloppinn úr varðhaldi Fimm ungir piltar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag fyrir mannrán á Seltjarnarnesi í gær. Meintur höfuðpaur losnaði úr gæsluvarðhaldi vegna annarra mála í gær. Innlent 13.10.2005 19:46
Guðmundur Kjærnested látinn Guðmundur Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn, 82 ára að aldri. Guðmundur átti að baki áratuga starf hjá Gæslunni og var yfirskipherra í síðasta þorskastríðinu. Óhætt er að segja að hann hafi þá orðið sönn þjóðhetja í augum landa sinna. Guðmundur lætur eftir sig eiginkonu, Margréti Önnu Símonardóttir Kjærnested, og fjögur börn. Innlent 13.10.2005 19:46
Óttast Atlantshafsferðina Ein þeirra sem tóku á móti Kjartani ræðara í gær var Líf dóttir hans en hún fór með litlu tíkina sína, hana Skvísu, um borð í björgunarbátinn Ásgrím S. Björnsson og sigldi á móti föður sínum þegar hann kom róandi að Reykjavíkurhöfn. Innlent 13.10.2005 19:46
Ræðarinn lokaði hringnum Kjartan Jakob Hauksson kom róandi til Reykjavíkurhafnar rétt rúmlega tvö í gær og lauk þar með hringferð sinni umhverfis landið. Fjölmenni var á hafnarbakkanum og fagnaði honum við komuna. "Þessi síðasti áfangi var nú hálfgerð hvíld miðað við það sem á undan er gengið," sagði Kjartan. Innlent 13.10.2005 19:46
Persónulegri þjónusta Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri opnaði fyrstu þjónustumiðstöð Reykjavíkur í gær. Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða er fyrsta þjónustumiðstöðin af sex sem verða opnaðar á næstu vikum. Innlent 13.10.2005 19:46
Skjálftahrina úti fyrir Tjörnesi Sjö skjálftar mældust 30 kílómetra úti fyrir Tjörnes í á milli klukkan hálffimm og sjö í morgun. Stærst skjálftinn var um klukkan fimm og mældist hann 2,9 á Richter en samkvæmt eftirlitsdeild Veðurstofu Íslands eru skjálftarnir ekki taldir fyrirboði neins sérstaks. Innlent 13.10.2005 19:46
Grænmetisuppskera góð í ár Grænmetisuppskera hjá garðyrkjubændum í Reykholtsdal hefur verið mjög góð í sumar. Þeir kvarta þó undan lélegu verði og óttast aukið framboð. Innlent 13.10.2005 19:46
Vikugæsluvarðhald vegna mannráns Fimm karlmenn sem handteknir voru, grunaðir um mannrán á Seltjarnarnesi í gær, voru allir úrskurðaðir í vikugæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fimmeningarnir komu að verslun Bónuss á Seltjarnarnesi og neyddu starfsmann verslunarinnar með sér út í bíl, settu hann í farangursgeymsluna og óku á brott. Innlent 13.10.2005 19:46
Skemmdarverk unnin á Rimaskóla Veruleg skemmdarverk voru unnin á Rimaskóla í Grafarvogi í nótt. Stórum grjóthnullungum og járnstöngum var kastað í rúður og voru þrettán brotnar. Lögreglan segist hafa grun um hverjir þarna voru að verki. Innlent 13.10.2005 19:46
Afþökkuðu aðstoð Íslendinga Að minnsta kosti 44 ríki hafa boðið Bandaríkjamönnum aðstoð við björgunarstörf og neyðaraðstoð, þar sem fellibylurinn Katrín reið yfir, Ísland þeirra á meðal. Alþjóðlega rústabjörgunarsveitin var sett í viðbragðsstöðu í gær en aðstoð hennar var afþökkuð í dag. Erlent 13.10.2005 19:46