Innlent Þvert á vilja bæjarbúa Aðstandendur verkefnisins Akureyri í öndvegi, sem lýtur að uppbyggingu miðbæjarins á Akureyri, eru því mjög mótfallnir að Samskip verði úthlutað lóð undir vöruskemmu við hlið Eimskips á hafnarsvæðinu. Innlent 23.10.2005 15:00 Flutningabíll valt við Rauðavatn Stór vöruflutningabíll valt á Suðurlandsvegi rétt austan við hirngtorgið við Rauðavatn snemma í morgun, en ökumaðaurinn, sem var einn í bílnum, slapp lítið meiddur. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en nokkrar tafir hafa verið á umferð vegna umfangs aðgerða við að ná bílnum á réttan kjöl. Innlent 23.10.2005 14:59 Strákarnir fá góða dóma erlendis Kvikmyndin Strákarnir okkar eftir Róbert Douglas fær góða dóma á vefsíðu kvikmyndatímaritsins Variety. Myndin er sögð kraftmikil og skemmtileg og minna mjög á þýska mynd sem nýlega var frumsýnd og fjallar um samkynhneigðan mann í tilvistarkreppu. Lífið 23.10.2005 15:00 Hafi borgað sig út úr málaferlum Forráðamenn Baugs greiddu Jóni Gerald Sullenberger 120 milljónir króna til þess að losna út úr málaferlum sem þeir sjálfir höfðu efnt til í Bandaríkjunum gegn Jóni. Innlent 23.10.2005 14:59 Frækileg björgun Landhelgisgæslan bjargaði í morgun manni í sjávarháska af skútu á milli Íslands og Grænlands. Félagi mannsins féll útbyrðis og er talinn af. Innlent 23.10.2005 15:00 Einn talinn af eftir sjóslys Áhöfn stóru þyrlu Landhelgisgæslunnar tókst með harðfylgi í morgun að bjarga Bandaríkjamanni úr skútu sem var í sjávarháska á milli Íslands og Grænlands í miklu hvassviðri og haugasjó. Félagi hans, sem var skoskur, féll fyrir borð um miðnætti og er talinn af. Þyrlan er á leið til Rifs, þar sem hún tekur eldsneyti og er væntanleg með Bandaríkjamanninn til Reykjavíkur klukkan ellefu. Innlent 23.10.2005 14:59 Braut rúður í átta bílum Rúmlega þrítugur maður var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðbundið í tvö ár, í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun vikunnar. Innlent 23.10.2005 15:00 Hótaði að birta gögn um Baug Jónína Benediktsdóttir krafðist þess að Jóhannes Jónsson í Bónus keypti líkamsræktarstöðina Planet Pulse af sér ella myndi hún birta gögn sem hún hefði í sínum fórum um Baug. Þetta kemur fram í <em>Fréttablaðinu</em> í dag. Innlent 23.10.2005 14:59 Álver í Helguvík fyrir 2015 Gangi allt eftir, verður nýtt tvöhundruð og fimmtíu þúsund tonna álver reist í Helguvík í Reykjanesbæ. Framleiðsla gæti hafist eftir fimm til tíu ár. Innlent 23.10.2005 15:00 Sigríður Dúna verður sendiherra Davíð Oddsson lét það verða sitt síðasta verk sem utanríkisráðherra að skipa Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur sendiherra frá og með 1. júní 2006. Mun hún þá flytjast til Pretoriu og taka við embætti sendiherra í Suður-Afríku. Innlent 23.10.2005 15:00 Sigríður Dúna til Afríku Davíð Oddsson lét það verða sitt síðasta embættisverk að skipa tvo nýja sendiherra í gær. Í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að Kristján Andri Stefánsson hafi verið skipaður sendiherra frá 1. október. Innlent 23.10.2005 15:00 Hafi greitt Jóni 120 milljónir Forráðamenn Baugs greiddu Jóni Gerald Sullenberger 120 milljónir króna til þess að losna út úr málaferlum sem þeir sjálfir höfðu efnt til í Bandaríkjunum gegn Jóni að því er Styrmir Gunnarsson, ritstjóri <em>Morgunblaðsins</em>, upplýsir í grein um málið i blaðinu í dag. Innlent 23.10.2005 14:59 Mótmælir aðkomu ríkis og borgar Frjálshyggjufélagið mótmælir aðkomu opinberra aðila að aðstöðuuppbyggingu Knattspyrnusambands Íslands. Eins og greint var frá á dögunum hyggst ríki og borg leggja 600 milljónir króna í uppbygginu og endurbætur á Laugardalsvellinum sem áætlað er að muni mosta ríflega einn milljarð. Innlent 23.10.2005 15:00 Gísli Gíslason ráðinn hafnarstjóri Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, hefur verið ráðinn í starf hafnarstjóra Faxaflóahafna frá og með 1. nóvember næstkomandi. Faxaflóahafnir eiga og reka Reykjavíkurhöfn, Grundartangahöfn, Akraneshöfn og Borgarneshöfn. Innlent 23.10.2005 15:00 Stúlka sem leitað var að fundin Sautján ára stúlka, sem Lögreglan í Reykjavík lýsti eftir í gær, eftir að hafa verið saknað í rúman hálfan mánuð, fannst í heimahúsi í borginni í gær. Ástæða þess að ekki var lýst eftir henni fyrr er að vitað var að hún vildi fara huldu höfði. Hún hefur nú verið vistuð á viðeigandi stofnun. Innlent 23.10.2005 14:59 Logi Bergmann ráðinn til 365 Logi Bergmann Eiðsson hefur verið ráðinn til 365 ljósvakamiðla. Logi Bergmann verður einn af aðallesurum kvöldfrétta 365 ásamt Sigmundi Erni Rúnarssyni og Eddu Andrésdóttur. Hann mun einnig byggja upp og stjórna nýjum þáttum hjá 365. Það eru því litlar líkur á að Logi muni stýra Opnu húsi, nýjum dægurmálaþætti hjá Ríkissjónvarpinu, sem hefur göngu sína í næsta mánuði. Innlent 23.10.2005 15:00 Aksturskilyrði slæm víða um land Stór fjárflutningabíll fauk út af veginum og valt á hliðina í Svínadal í Dölum í morgun og ekki vildi betur til en svo að lögreglubíll, sem kom á vettvang, fauk líka út af veginum. Vegagerðin og veðurstofan vara við viðsjárverðum akstursskilyrðum víða um land í dag. Innlent 23.10.2005 14:59 Kært í þriðjungi nauðgunarmála Mikill munur er á fjölda niðurfellinga í kynferðisbrotamálum annars vegar og líkamsárásum hins vegar. Saksóknari ákærir í ríflega 90 prósent líkamsárásamála en aðeins 29,9 prósent kynferðisbrotamála. Innlent 23.10.2005 15:00 Undrandi og hneykslaður "Ég er bæði undrandi og hneykslaður á mörgu því sem hefur komið fram síðustu daga," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um framvindu Baugsmálsins og fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga. Innlent 23.10.2005 15:00 Snjór farinn á láglendi á Akureyri Grenjandi rigning hefur verið á Akureyri í nótt og er snjór nú horfinn á láglendi en er enn í fjallshlíðum, meðal annars í Hlíðarfjalli. Þar hefur snjórinn valdið töfum á uppsetningu snjóframleiðslutækja, sem eiga að tryggja að nægilegur skíðasnjór verði í fjallinu þegar það verður opnað skíðafólki 3. desember. Innlent 23.10.2005 14:59 Logi til Stöðvar 2 "Já, ég er hættur," segir Logi Bergmann Eiðsson. Logi segist ekki vita hvenar hann hefur störf á Stöð 2, en það verði á næstunni. Innlent 23.10.2005 15:00 Foreldrar skiptast á að gæta barna Foreldrar í Grafarvogi segja ófremdarástand ríkja í leikskólamálum. Deildum á leikskólum er lokað dag og dag í senn, og dæmi eru um að foreldrar sem eiga fleiri en eitt barn á sama leikskóla missi tvo eða fleiri daga í viku hverri úr vinnu. Innlent 23.10.2005 15:00 Bíða eigenda sinna árum saman Allsnægtasamfélagið Ísland tekur á sig ýmsar myndir og ekki allar jafnfagrar. Skuggahliðarnar er meðal annars að finna í fatahreinsunum og hjá skósmiðum. Innlent 23.10.2005 15:00 Jákvæðar niðurstöður í könnun Niðurstöður könnunar á skilyrðum fyrir álver í Helguvík hafa reynst jákvæðar eftir því sem fram kemur í sameiginlegri tilkynningu frá Norðuráli, Reykjanesbæ og Hitaveitu Suðurnesja. Fulltrúar þessara aðila undirrituðu í maí síðastliðnum samkomulag um að kanna möguleika á rekstri álvers í Helguvík í landi Reykjanesbæjar. Innlent 23.10.2005 14:59 Björguðu manni af skútu í háska Áhöfn stóru þyrlu Landhelgisgæslunnar tókst í morgun með harðfylgi, að bjarga manni af skútu í sjávarháska á milli Íslands og Grænlands, en félagi hans fannst ekki og er talinn af. Innlent 23.10.2005 14:59 Efni og vog gerð upptæk Við húsleit á heimili 22 ára gamals manns í Grafarholti í Reykjavík í vor fann lögregla nokkurt magn fíkniefna sem að hluta til voru talin ætluð til sölu. Mál mannsins var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Innlent 23.10.2005 15:00 2 milljarða afgangur á ríkissjóði Ríkissjóður var rekinn með tveggja milljarða króna afgangi á síðasta ári samkvæmt niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2004 samanborið við 6,1 milljarðs króna halla árið áður. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta skattkrafna er afgangur um 23 milljarðar á meðan halli ársins á undan nam rúmum einum milljarði króna á sama grunni. Innlent 23.10.2005 16:58 Fagna eindregið "Við höfum eindregið fagnað þessari framkvæmd og óttumst ekki að þessi nýja ráðstefnuaðstaða komi til með að skerða viðskipti hjá þeim sem nú þegar reka slíka aðstöðu," segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Innlent 23.10.2005 15:00 Óttast um bandaríska skútu Fokker-vél og stóra þyrla Landhelgisgæslunnar voru rétt í þessu að koma á vettvang bandarískrar skútu með tveimur mönnum um borð sem virðist í nauðum stödd í afleitu veðri um 110 sjómílur út af Vestfjörðum á milli Íslands og Grænlands. Sendingar frá neyðarsendi skútunnar fóru að heyrast upp úr klukkan hálfeitt í nótt. Innlent 23.10.2005 14:59 Síðasti ríkisstjórnarfundur Davíðs Davíð Oddsson lætur af ráðherradómi á ríkisráðsfundi að Bessastöðum í dag. Þetta verður í fyrsta sinn síðan fyrsta stjórn Davíðs tók við völdum 30. apríl 1991 sem hann er ekki ráðherra í ríkisstjórn. Einar K. Guðfinnsson kemur nýr inn í ríkisstjórn og tekur við starfi sjávarútvegsráðherra af Árna Mathiesen sem fer í fjármálaráðuneytið í stað Geirs H. Haarde sem verður utanríkisráðherra. Innlent 23.10.2005 14:59 « ‹ ›
Þvert á vilja bæjarbúa Aðstandendur verkefnisins Akureyri í öndvegi, sem lýtur að uppbyggingu miðbæjarins á Akureyri, eru því mjög mótfallnir að Samskip verði úthlutað lóð undir vöruskemmu við hlið Eimskips á hafnarsvæðinu. Innlent 23.10.2005 15:00
Flutningabíll valt við Rauðavatn Stór vöruflutningabíll valt á Suðurlandsvegi rétt austan við hirngtorgið við Rauðavatn snemma í morgun, en ökumaðaurinn, sem var einn í bílnum, slapp lítið meiddur. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en nokkrar tafir hafa verið á umferð vegna umfangs aðgerða við að ná bílnum á réttan kjöl. Innlent 23.10.2005 14:59
Strákarnir fá góða dóma erlendis Kvikmyndin Strákarnir okkar eftir Róbert Douglas fær góða dóma á vefsíðu kvikmyndatímaritsins Variety. Myndin er sögð kraftmikil og skemmtileg og minna mjög á þýska mynd sem nýlega var frumsýnd og fjallar um samkynhneigðan mann í tilvistarkreppu. Lífið 23.10.2005 15:00
Hafi borgað sig út úr málaferlum Forráðamenn Baugs greiddu Jóni Gerald Sullenberger 120 milljónir króna til þess að losna út úr málaferlum sem þeir sjálfir höfðu efnt til í Bandaríkjunum gegn Jóni. Innlent 23.10.2005 14:59
Frækileg björgun Landhelgisgæslan bjargaði í morgun manni í sjávarháska af skútu á milli Íslands og Grænlands. Félagi mannsins féll útbyrðis og er talinn af. Innlent 23.10.2005 15:00
Einn talinn af eftir sjóslys Áhöfn stóru þyrlu Landhelgisgæslunnar tókst með harðfylgi í morgun að bjarga Bandaríkjamanni úr skútu sem var í sjávarháska á milli Íslands og Grænlands í miklu hvassviðri og haugasjó. Félagi hans, sem var skoskur, féll fyrir borð um miðnætti og er talinn af. Þyrlan er á leið til Rifs, þar sem hún tekur eldsneyti og er væntanleg með Bandaríkjamanninn til Reykjavíkur klukkan ellefu. Innlent 23.10.2005 14:59
Braut rúður í átta bílum Rúmlega þrítugur maður var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðbundið í tvö ár, í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun vikunnar. Innlent 23.10.2005 15:00
Hótaði að birta gögn um Baug Jónína Benediktsdóttir krafðist þess að Jóhannes Jónsson í Bónus keypti líkamsræktarstöðina Planet Pulse af sér ella myndi hún birta gögn sem hún hefði í sínum fórum um Baug. Þetta kemur fram í <em>Fréttablaðinu</em> í dag. Innlent 23.10.2005 14:59
Álver í Helguvík fyrir 2015 Gangi allt eftir, verður nýtt tvöhundruð og fimmtíu þúsund tonna álver reist í Helguvík í Reykjanesbæ. Framleiðsla gæti hafist eftir fimm til tíu ár. Innlent 23.10.2005 15:00
Sigríður Dúna verður sendiherra Davíð Oddsson lét það verða sitt síðasta verk sem utanríkisráðherra að skipa Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur sendiherra frá og með 1. júní 2006. Mun hún þá flytjast til Pretoriu og taka við embætti sendiherra í Suður-Afríku. Innlent 23.10.2005 15:00
Sigríður Dúna til Afríku Davíð Oddsson lét það verða sitt síðasta embættisverk að skipa tvo nýja sendiherra í gær. Í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að Kristján Andri Stefánsson hafi verið skipaður sendiherra frá 1. október. Innlent 23.10.2005 15:00
Hafi greitt Jóni 120 milljónir Forráðamenn Baugs greiddu Jóni Gerald Sullenberger 120 milljónir króna til þess að losna út úr málaferlum sem þeir sjálfir höfðu efnt til í Bandaríkjunum gegn Jóni að því er Styrmir Gunnarsson, ritstjóri <em>Morgunblaðsins</em>, upplýsir í grein um málið i blaðinu í dag. Innlent 23.10.2005 14:59
Mótmælir aðkomu ríkis og borgar Frjálshyggjufélagið mótmælir aðkomu opinberra aðila að aðstöðuuppbyggingu Knattspyrnusambands Íslands. Eins og greint var frá á dögunum hyggst ríki og borg leggja 600 milljónir króna í uppbygginu og endurbætur á Laugardalsvellinum sem áætlað er að muni mosta ríflega einn milljarð. Innlent 23.10.2005 15:00
Gísli Gíslason ráðinn hafnarstjóri Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, hefur verið ráðinn í starf hafnarstjóra Faxaflóahafna frá og með 1. nóvember næstkomandi. Faxaflóahafnir eiga og reka Reykjavíkurhöfn, Grundartangahöfn, Akraneshöfn og Borgarneshöfn. Innlent 23.10.2005 15:00
Stúlka sem leitað var að fundin Sautján ára stúlka, sem Lögreglan í Reykjavík lýsti eftir í gær, eftir að hafa verið saknað í rúman hálfan mánuð, fannst í heimahúsi í borginni í gær. Ástæða þess að ekki var lýst eftir henni fyrr er að vitað var að hún vildi fara huldu höfði. Hún hefur nú verið vistuð á viðeigandi stofnun. Innlent 23.10.2005 14:59
Logi Bergmann ráðinn til 365 Logi Bergmann Eiðsson hefur verið ráðinn til 365 ljósvakamiðla. Logi Bergmann verður einn af aðallesurum kvöldfrétta 365 ásamt Sigmundi Erni Rúnarssyni og Eddu Andrésdóttur. Hann mun einnig byggja upp og stjórna nýjum þáttum hjá 365. Það eru því litlar líkur á að Logi muni stýra Opnu húsi, nýjum dægurmálaþætti hjá Ríkissjónvarpinu, sem hefur göngu sína í næsta mánuði. Innlent 23.10.2005 15:00
Aksturskilyrði slæm víða um land Stór fjárflutningabíll fauk út af veginum og valt á hliðina í Svínadal í Dölum í morgun og ekki vildi betur til en svo að lögreglubíll, sem kom á vettvang, fauk líka út af veginum. Vegagerðin og veðurstofan vara við viðsjárverðum akstursskilyrðum víða um land í dag. Innlent 23.10.2005 14:59
Kært í þriðjungi nauðgunarmála Mikill munur er á fjölda niðurfellinga í kynferðisbrotamálum annars vegar og líkamsárásum hins vegar. Saksóknari ákærir í ríflega 90 prósent líkamsárásamála en aðeins 29,9 prósent kynferðisbrotamála. Innlent 23.10.2005 15:00
Undrandi og hneykslaður "Ég er bæði undrandi og hneykslaður á mörgu því sem hefur komið fram síðustu daga," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um framvindu Baugsmálsins og fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga. Innlent 23.10.2005 15:00
Snjór farinn á láglendi á Akureyri Grenjandi rigning hefur verið á Akureyri í nótt og er snjór nú horfinn á láglendi en er enn í fjallshlíðum, meðal annars í Hlíðarfjalli. Þar hefur snjórinn valdið töfum á uppsetningu snjóframleiðslutækja, sem eiga að tryggja að nægilegur skíðasnjór verði í fjallinu þegar það verður opnað skíðafólki 3. desember. Innlent 23.10.2005 14:59
Logi til Stöðvar 2 "Já, ég er hættur," segir Logi Bergmann Eiðsson. Logi segist ekki vita hvenar hann hefur störf á Stöð 2, en það verði á næstunni. Innlent 23.10.2005 15:00
Foreldrar skiptast á að gæta barna Foreldrar í Grafarvogi segja ófremdarástand ríkja í leikskólamálum. Deildum á leikskólum er lokað dag og dag í senn, og dæmi eru um að foreldrar sem eiga fleiri en eitt barn á sama leikskóla missi tvo eða fleiri daga í viku hverri úr vinnu. Innlent 23.10.2005 15:00
Bíða eigenda sinna árum saman Allsnægtasamfélagið Ísland tekur á sig ýmsar myndir og ekki allar jafnfagrar. Skuggahliðarnar er meðal annars að finna í fatahreinsunum og hjá skósmiðum. Innlent 23.10.2005 15:00
Jákvæðar niðurstöður í könnun Niðurstöður könnunar á skilyrðum fyrir álver í Helguvík hafa reynst jákvæðar eftir því sem fram kemur í sameiginlegri tilkynningu frá Norðuráli, Reykjanesbæ og Hitaveitu Suðurnesja. Fulltrúar þessara aðila undirrituðu í maí síðastliðnum samkomulag um að kanna möguleika á rekstri álvers í Helguvík í landi Reykjanesbæjar. Innlent 23.10.2005 14:59
Björguðu manni af skútu í háska Áhöfn stóru þyrlu Landhelgisgæslunnar tókst í morgun með harðfylgi, að bjarga manni af skútu í sjávarháska á milli Íslands og Grænlands, en félagi hans fannst ekki og er talinn af. Innlent 23.10.2005 14:59
Efni og vog gerð upptæk Við húsleit á heimili 22 ára gamals manns í Grafarholti í Reykjavík í vor fann lögregla nokkurt magn fíkniefna sem að hluta til voru talin ætluð til sölu. Mál mannsins var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Innlent 23.10.2005 15:00
2 milljarða afgangur á ríkissjóði Ríkissjóður var rekinn með tveggja milljarða króna afgangi á síðasta ári samkvæmt niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2004 samanborið við 6,1 milljarðs króna halla árið áður. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta skattkrafna er afgangur um 23 milljarðar á meðan halli ársins á undan nam rúmum einum milljarði króna á sama grunni. Innlent 23.10.2005 16:58
Fagna eindregið "Við höfum eindregið fagnað þessari framkvæmd og óttumst ekki að þessi nýja ráðstefnuaðstaða komi til með að skerða viðskipti hjá þeim sem nú þegar reka slíka aðstöðu," segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Innlent 23.10.2005 15:00
Óttast um bandaríska skútu Fokker-vél og stóra þyrla Landhelgisgæslunnar voru rétt í þessu að koma á vettvang bandarískrar skútu með tveimur mönnum um borð sem virðist í nauðum stödd í afleitu veðri um 110 sjómílur út af Vestfjörðum á milli Íslands og Grænlands. Sendingar frá neyðarsendi skútunnar fóru að heyrast upp úr klukkan hálfeitt í nótt. Innlent 23.10.2005 14:59
Síðasti ríkisstjórnarfundur Davíðs Davíð Oddsson lætur af ráðherradómi á ríkisráðsfundi að Bessastöðum í dag. Þetta verður í fyrsta sinn síðan fyrsta stjórn Davíðs tók við völdum 30. apríl 1991 sem hann er ekki ráðherra í ríkisstjórn. Einar K. Guðfinnsson kemur nýr inn í ríkisstjórn og tekur við starfi sjávarútvegsráðherra af Árna Mathiesen sem fer í fjármálaráðuneytið í stað Geirs H. Haarde sem verður utanríkisráðherra. Innlent 23.10.2005 14:59