Innlent

Fréttamynd

Tafir á umferð í Svínadal

Lögreglan í Búðardal segir að töluverðar tafir verði á umferð um Svínadal í Dalasýslu fram eftir degi þar sem verið er að ná upp fjárflutningabíl sem valt þar í gær. Vegfarendum er bent á nota veginn um Fellsströnd í staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Krefur ráðuneytið um upplýsingar

Umboðsmaður Alþingis kannar ekki hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002. Umboðsmaður krefur þó forsætisráðuneytið um upplýsingar um hvaða reglum sé fylgt við einkavæðingu.

Innlent
Fréttamynd

Hreinn vísar ummælum Styrmis á bug

Baugur ætlar að kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gjörðum Styrmis Gunnarssonar, Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds Sullenbergers, Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Kjartans Gunnarssonar. Þá er félagið að meta réttarstöðu sína hvað varðar meiðyrði í þess garð.

Innlent
Fréttamynd

Ágreiningur á Álftanesi

Bæjarstjórn Álftaness greinir á um þá fyrirætlan að leigja undir aðstöðu frá Hjúkrunarheimilinu Eir, en það er nú að fara að byggja öryggisíbúðir og þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara. Innan bæjarfélagsins er í skoðun að það leigi húsnæði sem tengist þessum byggingum af Eir til fjörutíu ára og noti undir stjórnsýslu og bókasafn.

Innlent
Fréttamynd

Varað við hálku og hálkublettum

Vegagerðin varar áfram við hálku og hálkublettum víða um land auk þess sem verið er að moka heiðar á Vestfjörðum. Það eru hálkublettir á heiðum á Vesturlandi og á Vestfjörðum er verið að moka Klettsháls, Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði og Eyrarfjall. Þá er hálka á Gemlufallsheiði og Steingrímsfjarðarheiði.

Innlent
Fréttamynd

Fullbrúklegir hlutir látnir liggja

Það eru ekki bara skósmiðir og fatahreinsanir sem sitja uppi með ósótta fullbrúklega hluti - hjá gullsmiðum og saumastofum svigna fataslár og læstar skúffur undan dýru skarti og klæðum sem eigendur hirða ekki um að sækja.

Innlent
Fréttamynd

Útlit fyrir metár í laxveiði

Flest bendir til þess að laxveiðin í ár nemi um það bil 55 þúsund löxum, sem er rösklega tvö þúsund löxum meira en metárið 1978.

Innlent
Fréttamynd

Þórir ráðinn varafréttastjóri

Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn varafréttastjóri Stöðvar 2. Þórir var meðal fyrstu starfsmanna fréttastofu Stöðvar 2 þegar hún hóf starfsemi fyrir 19 árum. Hann vann fyrir Alþjóða Rauða krossinn í tæp fjögur ár en síðustu sex ár hefur hann verið yfirmaður útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskur langferðabíll verður til

Ari Arnórsson og samstarfsmenn hans eru að leggja lokahönd á smíði 20 manna rútu sem er sérhönnuð fyrir íslenska vegi. Bíllinn nefnist Ísar R2 og er ætlunin að hefja raðsmíði á honum á komandi árum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Baugur borgaði Jóni Gerald

Stjórnarformaður Baugs, segir að fullyrðingar ritstjóra Morgunblaðsins um 120 milljóna króna greiðslur Baugs til Jóns Geralds og einkaspæjaranna, séu óhróður. Aðalatriði málsins sé að áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafi verið að leggja á ráðin um hvernig hrinda mætti lögreglurannsókn af stað. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Kannar hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gjörðum ritstjóra Morgunblaðsins

Baugur mun kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gjörðum Styrmis Gunnarssonar, Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds Sullenberger, Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Kjartans Gunnarssonar. Einnig hvort aðrir tengist þessum hópi, leynt eða ljóst, eftir því sem fram kemur í yfirlýsingu sem Baugur Gruop sendi frá sér í kvöld. Í yfirlýsingunni segir ennfremur að félagið muni meta réttarstöðu sína í sambandi við meiðyrði í þess garð og forsvarsmanna þess, og þá einnig í tengslum við skaðabótamál sem félagið hefur hafið undirbúning að.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnstruflanir á Vesturlandi

Rafmagnslaust er nú í Ólafsvík, á Rifi og Hellissandi eftir að rafmagn fór af Staðarsveitarlínu, Laugagerðislínu og 66 kV línunni Vegamót - Ólafsvík rétt fyrir klukkan níu í morgun. Í tilkynningu frá RARIK á Vesturlandi kemur fram að dísilvélar hafi verið gangstettar í Ólafsvík og þar sem álag er mikið á kerfið er fólk beðið að fara sparlega með rafmagn til þess að ekki þurfi að skammta rafmagn.

Innlent
Fréttamynd

Ný lögreglustöð

Lögreglan í Reykjavík opnar í dag nýja lögreglustöð í Álfabakka 12 í Mjóddinni í stað stöðvarinnar í Völvufelli.

Innlent
Fréttamynd

Guðmundur Páll verður bæjarstjóri

Guðmundur Páll Jónsson, oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn Akraness og forseti bæjarstjórnar, tekur við starfi bæjarstjóra af Gísla Gíslasyni og gegnir því út kjörtímabilið sem rennur út í vor. Skessuhorn segir á heimasíðu sinni að bæjarmálaflokkar Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar, sem mynda meirihluta í bæjarstjórn Akraness, hafi komist að samkomulagi um þetta.

Innlent
Fréttamynd

Kærir vegna tölvupósts

Jónína Benediktsdóttir hefur lagt fram kæru hjá lögreglu vegna þess að efni úr einkatölvupósti hennar hafi birst á síðum Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Man ekki hvort hún sendi bréfið

Jónína Benediktsdóttir hótaði Jóhannesi Jónssyni í Bónus að birta viðkvæmar upplýsingar um hann, léti hann hana ekki hafa tugi milljóna króna og Audi-bifreið. Jónína segist ekki muna hvort hún hafi sent bréfið.

Innlent
Fréttamynd

Biðraðir vegna lóða í Kópavogi

"Það hefur verið mikil umferð hjá okkur bæði í gær og í dag. Raunverulega hefur verið biðröð hér síðan hálf níu í morgun og alveg þangað til fresturinn rann út klukkan þrjú," segir Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Auðvelt að komast í tölvupóst

Umræðan upp á síðkastið hefur öðrum þræði fjallað um hvernig Fréttablaðið komst yfir tölvupóstsamskipti um aðdraganda Baugsmálsins. Hægt er að beita ýmsum aðferðum til að komast yfir tölvupóst annarra og svo virðist sem ekki þurfi neina sérþekkingu til.

Innlent
Fréttamynd

Þvert á vilja bæjarbúa

Aðstandendur verkefnisins Akureyri í öndvegi, sem lýtur að uppbyggingu miðbæjarins á Akureyri, eru því mjög mótfallnir að Samskip verði úthlutað lóð undir vöruskemmu við hlið Eimskips á hafnarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Flutningabíll valt við Rauðavatn

Stór vöruflutningabíll valt á Suðurlandsvegi rétt austan við hirngtorgið við Rauðavatn snemma í morgun, en ökumaðaurinn, sem var einn í bílnum, slapp lítið meiddur. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en nokkrar tafir hafa verið á umferð vegna umfangs aðgerða við að ná bílnum á réttan kjöl.

Innlent
Fréttamynd

Strákarnir fá góða dóma erlendis

Kvikmyndin Strákarnir okkar eftir Róbert Douglas fær góða dóma á vefsíðu kvikmyndatímaritsins Variety. Myndin er sögð kraftmikil og skemmtileg og minna mjög á þýska mynd sem nýlega var frumsýnd og fjallar um samkynhneigðan mann í tilvistarkreppu.

Lífið
Fréttamynd

Hafi borgað sig út úr málaferlum

Forráðamenn Baugs greiddu Jóni Gerald Sullenberger 120 milljónir króna til þess að losna út úr málaferlum sem þeir sjálfir höfðu efnt til í Bandaríkjunum gegn Jóni.

Innlent
Fréttamynd

2 milljarða afgangur á ríkissjóði

Ríkissjóður var rekinn með tveggja milljarða króna afgangi á síðasta ári samkvæmt niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2004 samanborið við 6,1 milljarðs króna halla árið áður. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta skattkrafna er afgangur um 23 milljarðar á meðan halli ársins á undan nam rúmum einum milljarði króna á sama grunni.

Innlent
Fréttamynd

Fagna eindregið

"Við höfum eindregið fagnað þessari framkvæmd og óttumst ekki að þessi nýja ráðstefnuaðstaða komi til með að skerða viðskipti hjá þeim sem nú þegar reka slíka aðstöðu," segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Innlent
Fréttamynd

Óttast um bandaríska skútu

Fokker-vél og stóra þyrla Landhelgisgæslunnar voru rétt í þessu að koma á vettvang bandarískrar skútu með tveimur mönnum um borð sem virðist í nauðum stödd í afleitu veðri um 110 sjómílur út af Vestfjörðum á milli Íslands og Grænlands. Sendingar frá neyðarsendi skútunnar fóru að heyrast upp úr klukkan hálfeitt í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Síðasti ríkisstjórnarfundur Davíðs

Davíð Oddsson lætur af ráðherradómi á ríkisráðsfundi að Bessastöðum í dag. Þetta verður í fyrsta sinn síðan fyrsta stjórn Davíðs tók við völdum 30. apríl 1991 sem hann er ekki ráðherra í ríkisstjórn. Einar K. Guðfinnsson kemur nýr inn í ríkisstjórn og tekur við starfi sjávarútvegsráðherra af Árna Mathiesen sem fer í fjármálaráðuneytið í stað Geirs H. Haarde sem verður utanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Enn óveður á vestanverðu landinu

Enn er varað við óveðri í Staðarsveit og á Fróðárheiði, í Gufudalssveit og á Klettshálsi. Þá er ófært yfir Klettsháls, Hrafnseyrarheiði, Eyrarfjall og Lágheiði. Á Holtavörðuheiði er éljagangur og hálkublettir og hálka er á Steingrímsfjarðarheiði og hálkublettir á Mývatnsöræfum. Annars eru helstu leiðir orðnar auðar.

Innlent
Fréttamynd

Samfylking missir mann

"Þannig var að þegar Gunnar Örlygsson flutti sig til Sjálfstæðisflokksins þá stóðu fjórði maður Samfylkingar og fimmti maður Sjálfstæðisflokks jafnir á hlutföllum innan fjárlaganefndar. Það kom til hlutkestis sem ég tapaði," segir Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Skipsbrotsmanni bjargað

Einum manni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar, en annar er talinn látinn, eftir að bandarísk skúta lenti í hafsnauð í gærnótt.

Innlent