Innlent Gæsluvarðhald framlengt Gæsluvarðhald yfir manni sem sakaður er um alvarlega líkamsárás í Garðabæ aðfaranótt sunnudags, hefur verið framlengt til 2. desember næst komandi. Gæsluvarðhaldsúrkurður yfir honum og tveimur félögum hans rann út í dag og var félögunum tveimur sleppt en krafist lengra gæsluvarðhalds yfir manninum fyrir Héraðsdómi Reykjaness, sem féllst á beiðni lögreglu. Innlent 23.10.2005 15:03 Lækkanir að mestu gengnar til baka Verðlækkanir á matvöru á fyrri hluta ársins hafa að stóru hluta gengið til baka, að því er fram kemur á heimasíðu Alþýðusambands Íslands. Innlent 23.10.2005 15:03 Verðlaunaður fyrir hermennsku Ísfirðingurinn Hjalti Ragnarsson fékk nýverið, ásamt félögum sínum í „Bataljong kompani" danska hersins, sérstaka heiðursorðu fyrir að vera í bestu og harðsnúnustu herdeild sem komið hefur til Kosovo. Hjalti hefur búið í Kaupmannahöfn frá sex ára aldri og meðal annars verið konunglegur lífvörður Margrétar Danadrottningar. Innlent 23.10.2005 15:02 Uppgreiðslugjald áfram heimilt Lánastofnunum verður áfram heimilt að innheimta uppgreiðslugjald þegar lán eru greidd upp, samkvæmt úrskurði Samkeppnisstofnunar. Í september í fyrra sendu Neytendasamtökinn erindi til Samkeppnisstofnunar og kröfðust úrskurðar því Neytendasamtökin og einnig ASÍ héldu því fram að uppgreiðslugjald stæðist ekki lög um neytendalán. Samkeppnisráð komst þá að því að ekkert í ákvæðum laga um neytendalán gerði bönkum óheimilt að krefjast gjaldsins. Innlent 23.10.2005 15:02 S-hópurinn með vænlegasta tilboðið Í skýrslu HSBC um sölu Búnaðarbankans kemur fram að einn helsti kosturinn við tilboð S-hópsins væri aðkoma Societe Generale eða álíka alþjóðlegs fjárfestis. Án hans hefði S-hópurinn samt sem áður þótt álitlegri kostur en Kaldbakur. Innlent 23.10.2005 15:02 Sýknaður af 94 milljóna kröfu Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Atlanta, var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun af skaðabótakröfu upp á 94 milljónir króna. Sækjandi í málinu, sem er norskur athafnamaður, stefndi Arngrími á þeim forsendum að hann hafi skuldbundið sig til að gerast aðili að fyrirtæki stefnanda, Scandinavian Historic Flight, og til að leggja tiltekna fjármuni til félagsins. Innlent 23.10.2005 15:02 Konum fjölgar í sveitarstjórnum Ef sameining verður samþykkt má búast við að konum fjölgi í sveitarstjórnum. Sameiningarkosningarnar á morgun snerta 96 þúsund manns í 61sveitarfélagi. Dæmin sýna að hlutur kvenna í sveitarstjórnum er meiri í stærri og fjölmennari sveitarfélögum en þeim fámennari. Innlent 23.10.2005 15:03 VÍS sýknað Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Vátryggingafélag Íslands af 29 milljóna króna bótakröfu þrítugrar konu í gær. Innlent 23.10.2005 15:03 Sluppu ómeidd úr eldsvoða Eldur kom upp í húsi við Hvanneyrarbraut á Siglufirði laust fyrir klukkan fimm í morgun. Eldurinn kviknaði í kjallara en barst fljótlega upp á hæðina fyrir ofan. Tvennt var í húsinu og bæði komust ómeidd út af sjálfsdáðum. Innlent 23.10.2005 15:02 Trúnaðarmannafundur síðdegis Starfsmannafélag Akraness heldur trúnaðarmannafund eftir hádegi. Þar verður afstaða tekin til áskorunar bæjarráðs Akraness um að starfsmannafélagið fresti boðuðu verkfalli um viku. Innlent 23.10.2005 15:02 Mótmæla ráðningu Þorsteins Stjórn Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, mótmælir þeirri ráðstöfun forsætisnefndar Alþingis að ráða sendiherra og fyrrverandi ráðherra, sem enga reynslu hefur af ritun fræðirita, til að rita sögu þingræðis á Íslandi. Sem kunnugt er hefur nefndin falið Þorsteini Pálssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, ritunina. Innlent 23.10.2005 15:02 Stóru olíufélögin lækka verð Öll stóru olíufélögin hafa lækkað verð á bensíni um eina krónu á lítra í dag. Ástæða lækkunarinnar er lækkandi heimsmarkaðsverð, en verð á hráolíu lækkaði í gær, fimmta daginn í röð, og er nú komið niður í rétt rúmlega sextíu og einn dollara á fatið. Innlent 23.10.2005 15:03 270 milljónir í sendiráðin Sendiráð Íslands fá rúmlega 270 milljóna króna aukaframlag á fjáraukalögum. Á fjárlögum ársins sem samþykkt voru í desember í fyrra var gert ráð fyrir að kostnaður við sendiráðin næmi um 1.700 milljónum króna. Aukningin nú nemur því sextán prósentum af því sem gert var ráð fyrir að rekstur sendiráðanna kostaði. Innlent 23.10.2005 15:03 Hæstiréttur ómerkti sýknudóminn Hæstiréttur ómerkti í gær sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem ákærður var fyrir tilraun til manndráps með því að skera leigubílstjóra á háls í fyrrasumar, og vísaði málinu aftur til Héraðsdóms. Sýknudómurinn vakti undrun á sínum tíma þar sem hann byggðist á því að enginn hafi séð verknaðinn nægilega vel. Innlent 23.10.2005 15:02 Vatnsendaskóli tekinn í notkun Vatnsendaskóli í Kópavogi var formlega tekinn í notkun í dag. Skólastarf er þó þegar hafið og stunda 120 nemendur nám við skólann í fimm bekkjardeildum en búist er við að nemendafjöldi tvöfaldist á næsta skólaári þegar næsta áfanga í byggingu skólans er lokið. Innlent 23.10.2005 15:03 Kosið um sameiningu á morgun Ólíklegt er að Reykjanesbær, Garður og Sandgerði sameinist í eitt bæjarfélag í kosningunum á morgun. Sömu sögu er að segja af Árborg, Hveragerði, Ölfusi, Gaulverjabæjarhreppi, Hraungerðishreppi og Villingaholtshreppi á Suðurlandi - sem og níu sveitarfélögum á Eyjafjarðarsvæðinu. Flestir eru á kjörskrá í Hafnarfirði eða rúmlega fimmtán þúsund manns - en fæstir í Mjóafjarðarhreppi, þar sem aðeins eru 38 á kjörskrá. Innlent 23.10.2005 15:03 Hóta verkfalli ef ekki semst Sjúkraliðar á fimmtán heilbrigðisstofnunum hóta verkfalli ef ekki nást samningar mjög fljótt um kaup þeirra og kjör. Sjúkraliðarnir vinna hjá fyrirtækjum innan raða Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Engir samningar hafa náðst og segja sjúkraliðar að þolinmæði þeirra sé á þrotum. Innlent 23.10.2005 15:03 Jón Ólafsson býður sættir Jón Ólafsson er tilbúinn til að sættast við Hannes Hólmstein Gissurarson ef hann biðst afsökunar á ummælum sínum um að Jón hafi auðgast á fíkniefnainnflutningi. Hannes segist hins vegar aðeins hafa verið að segja sannleikann. Innlent 23.10.2005 15:03 Átti 38 þúsund skrár með barnaklám Lögreglan í Reykjavík fann gríðarlegt magn af barnaklámi í tölvu Reykvíkings á fertugsaldri. Hann hafði tengt sig við barnaklámsvefi í Finnlandi og vistað tugþúsundir ljósmynda og hreyfimyndir sem taka tólf klukkustundir í sýningu. > Innlent 23.10.2005 17:31 Samningar náðust um endurreisn Samningar hafa náðst milli KEA, fjárfestingafélagsins Sjafnar og Sandblásturs og málmhúðunar um að félögin leiti leiða til að endurreisa rekstur Slippstöðvarinnar á Akureyri með samningum við þrotabú og aðra eigendur tækja og húsnæðis. Skiptastjóri búsins segir erfitt að segja til um hvenær samningar náist. Innlent 23.10.2005 15:02 Dæmdur fyrir fjársvik Fimmtíu og níu ára gamall maður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára fyrir fjársvik. Innlent 23.10.2005 15:03 Hans stendur við umsóknina Lögmaður Hans Markúsar Hafsteinssonar, sem nýverið var veitt lausn úr embætti sóknarprests Garðasóknar, segir að Hans muni una niðurstöðu úrskurðarnefndar sem lagði til að hann yrði færður til í starfi. Hans mun samt standa við umsókn sína um sitt gamla embætti í Garðasókn. Innlent 23.10.2005 15:02 Hluthöfum lofað skjótfengnum gróða Svo virðist sem hluthöfum í Skúlason Limited hafi verið lofað skjótfengnum gróða, fjárfestu þeir í fyrirtækinu. Grunur leikur á að fleiri íslensk fyrirtæki en Skúlason Limited tengist rannsókn á umfangsmiklu peningaþvætti. Innlent 23.10.2005 15:03 Tillögur um viðbrögð samþykktar Mikilvægt er að bráðabirgðarniðurstöður á endurskoðaðrar viðbúnaðaráætlunar, vegna hugsanlegs heimsfaraldurs fuglaflensu, liggi fyrir sem fyrst. Ríkisstjórn Íslands samþykkti í dag tillögur um viðbrögð og aðgerðir ef fuglaflensufaraldur fer á stað. Innlent 23.10.2005 16:58 Einn áfram í haldi lögreglu Lögregla hefur farið fram á að einn þremenninganna, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna alvarlegrar líkamsárásar í Garðabæ aðfaranótt sunnudags þar sem sveðjum var m.a. beitt, verði áfram í gæsluvarðhaldi. Tveimur félögum mannsins var sleppt úr gæsluvarðahaldi í dag. Innlent 23.10.2005 15:02 Írak: Hefði haft aðra afstöðu Halldór Ásgrímssson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í viðtali í Blaðinu í dag að hefði hann vitað að enginn gereyðingarvopn væru í Írak hefði hann haft aðra afstöðu til innrásar í landið. Þetta er í fyrsta sinn sem forystumaður í ríkisstjórn síðustu ára opnar á þann möguleika að innrásin hafi hugsanlega verið mistök. Innlent 23.10.2005 15:02 Bóluefni bylting í krabbalækningum Bóluefni gegn algengustu tegundum leghálskrabbameins er bylting í krabbameinslækningum. Bóluefnið er væntanlegt á markað á næstu mánuðum. Stærsta rannóknarstöð þróunarverkefnisins er hér á landi. Innlent 23.10.2005 15:03 Ákærður fyrir nauðgun í Bretlandi Íslenskur karlmaður á fertugsaldri bíður nú dóms í Englandi vegna nauðgunarákæru. Maðurinn mun, samkvæmt frétt vefmiðilsins Surrey Online, hafa átt kynmök við 15 ára stúlku en heldur því fram að hann hafi hvort tveggja talið hana eldri, auk þess sem hann haldi því fram að hún hafi veitt fullt samþykki fyrir kynmökunum og því hafi ekki verið um eiginlega nauðgun að ræða. Innlent 23.10.2005 15:02 Lyf við fuglaflensu til fyrir 1/3 Sóttvarnalæknir segir að til sé lyf gegn fuglaflensunni fyrir þriðjung þjóðarinnar. Ekki er útilokað að loka þurfi landshlutum og banna samkomur berist flensan hingað til lands. Í dag var tilkynnt um fyrsta tilfelli fuglaflensu í Evrópu eftir að þrír fuglar greindust með veiruna við ósa Dónár í Rúmeníu. Innlent 23.10.2005 15:03 Varnir í sjávarútvegi að bresta Varnir í sjávarútvegi eru að bresta vegna hás gengis krónunnar og enginn á að leyfa sér að líta fram hjá því. Þetta sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra í ræðu sinni á fundi samtaka fiskvinnslustöðva í dag. Innlent 23.10.2005 15:03 « ‹ ›
Gæsluvarðhald framlengt Gæsluvarðhald yfir manni sem sakaður er um alvarlega líkamsárás í Garðabæ aðfaranótt sunnudags, hefur verið framlengt til 2. desember næst komandi. Gæsluvarðhaldsúrkurður yfir honum og tveimur félögum hans rann út í dag og var félögunum tveimur sleppt en krafist lengra gæsluvarðhalds yfir manninum fyrir Héraðsdómi Reykjaness, sem féllst á beiðni lögreglu. Innlent 23.10.2005 15:03
Lækkanir að mestu gengnar til baka Verðlækkanir á matvöru á fyrri hluta ársins hafa að stóru hluta gengið til baka, að því er fram kemur á heimasíðu Alþýðusambands Íslands. Innlent 23.10.2005 15:03
Verðlaunaður fyrir hermennsku Ísfirðingurinn Hjalti Ragnarsson fékk nýverið, ásamt félögum sínum í „Bataljong kompani" danska hersins, sérstaka heiðursorðu fyrir að vera í bestu og harðsnúnustu herdeild sem komið hefur til Kosovo. Hjalti hefur búið í Kaupmannahöfn frá sex ára aldri og meðal annars verið konunglegur lífvörður Margrétar Danadrottningar. Innlent 23.10.2005 15:02
Uppgreiðslugjald áfram heimilt Lánastofnunum verður áfram heimilt að innheimta uppgreiðslugjald þegar lán eru greidd upp, samkvæmt úrskurði Samkeppnisstofnunar. Í september í fyrra sendu Neytendasamtökinn erindi til Samkeppnisstofnunar og kröfðust úrskurðar því Neytendasamtökin og einnig ASÍ héldu því fram að uppgreiðslugjald stæðist ekki lög um neytendalán. Samkeppnisráð komst þá að því að ekkert í ákvæðum laga um neytendalán gerði bönkum óheimilt að krefjast gjaldsins. Innlent 23.10.2005 15:02
S-hópurinn með vænlegasta tilboðið Í skýrslu HSBC um sölu Búnaðarbankans kemur fram að einn helsti kosturinn við tilboð S-hópsins væri aðkoma Societe Generale eða álíka alþjóðlegs fjárfestis. Án hans hefði S-hópurinn samt sem áður þótt álitlegri kostur en Kaldbakur. Innlent 23.10.2005 15:02
Sýknaður af 94 milljóna kröfu Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Atlanta, var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun af skaðabótakröfu upp á 94 milljónir króna. Sækjandi í málinu, sem er norskur athafnamaður, stefndi Arngrími á þeim forsendum að hann hafi skuldbundið sig til að gerast aðili að fyrirtæki stefnanda, Scandinavian Historic Flight, og til að leggja tiltekna fjármuni til félagsins. Innlent 23.10.2005 15:02
Konum fjölgar í sveitarstjórnum Ef sameining verður samþykkt má búast við að konum fjölgi í sveitarstjórnum. Sameiningarkosningarnar á morgun snerta 96 þúsund manns í 61sveitarfélagi. Dæmin sýna að hlutur kvenna í sveitarstjórnum er meiri í stærri og fjölmennari sveitarfélögum en þeim fámennari. Innlent 23.10.2005 15:03
VÍS sýknað Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Vátryggingafélag Íslands af 29 milljóna króna bótakröfu þrítugrar konu í gær. Innlent 23.10.2005 15:03
Sluppu ómeidd úr eldsvoða Eldur kom upp í húsi við Hvanneyrarbraut á Siglufirði laust fyrir klukkan fimm í morgun. Eldurinn kviknaði í kjallara en barst fljótlega upp á hæðina fyrir ofan. Tvennt var í húsinu og bæði komust ómeidd út af sjálfsdáðum. Innlent 23.10.2005 15:02
Trúnaðarmannafundur síðdegis Starfsmannafélag Akraness heldur trúnaðarmannafund eftir hádegi. Þar verður afstaða tekin til áskorunar bæjarráðs Akraness um að starfsmannafélagið fresti boðuðu verkfalli um viku. Innlent 23.10.2005 15:02
Mótmæla ráðningu Þorsteins Stjórn Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, mótmælir þeirri ráðstöfun forsætisnefndar Alþingis að ráða sendiherra og fyrrverandi ráðherra, sem enga reynslu hefur af ritun fræðirita, til að rita sögu þingræðis á Íslandi. Sem kunnugt er hefur nefndin falið Þorsteini Pálssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, ritunina. Innlent 23.10.2005 15:02
Stóru olíufélögin lækka verð Öll stóru olíufélögin hafa lækkað verð á bensíni um eina krónu á lítra í dag. Ástæða lækkunarinnar er lækkandi heimsmarkaðsverð, en verð á hráolíu lækkaði í gær, fimmta daginn í röð, og er nú komið niður í rétt rúmlega sextíu og einn dollara á fatið. Innlent 23.10.2005 15:03
270 milljónir í sendiráðin Sendiráð Íslands fá rúmlega 270 milljóna króna aukaframlag á fjáraukalögum. Á fjárlögum ársins sem samþykkt voru í desember í fyrra var gert ráð fyrir að kostnaður við sendiráðin næmi um 1.700 milljónum króna. Aukningin nú nemur því sextán prósentum af því sem gert var ráð fyrir að rekstur sendiráðanna kostaði. Innlent 23.10.2005 15:03
Hæstiréttur ómerkti sýknudóminn Hæstiréttur ómerkti í gær sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem ákærður var fyrir tilraun til manndráps með því að skera leigubílstjóra á háls í fyrrasumar, og vísaði málinu aftur til Héraðsdóms. Sýknudómurinn vakti undrun á sínum tíma þar sem hann byggðist á því að enginn hafi séð verknaðinn nægilega vel. Innlent 23.10.2005 15:02
Vatnsendaskóli tekinn í notkun Vatnsendaskóli í Kópavogi var formlega tekinn í notkun í dag. Skólastarf er þó þegar hafið og stunda 120 nemendur nám við skólann í fimm bekkjardeildum en búist er við að nemendafjöldi tvöfaldist á næsta skólaári þegar næsta áfanga í byggingu skólans er lokið. Innlent 23.10.2005 15:03
Kosið um sameiningu á morgun Ólíklegt er að Reykjanesbær, Garður og Sandgerði sameinist í eitt bæjarfélag í kosningunum á morgun. Sömu sögu er að segja af Árborg, Hveragerði, Ölfusi, Gaulverjabæjarhreppi, Hraungerðishreppi og Villingaholtshreppi á Suðurlandi - sem og níu sveitarfélögum á Eyjafjarðarsvæðinu. Flestir eru á kjörskrá í Hafnarfirði eða rúmlega fimmtán þúsund manns - en fæstir í Mjóafjarðarhreppi, þar sem aðeins eru 38 á kjörskrá. Innlent 23.10.2005 15:03
Hóta verkfalli ef ekki semst Sjúkraliðar á fimmtán heilbrigðisstofnunum hóta verkfalli ef ekki nást samningar mjög fljótt um kaup þeirra og kjör. Sjúkraliðarnir vinna hjá fyrirtækjum innan raða Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Engir samningar hafa náðst og segja sjúkraliðar að þolinmæði þeirra sé á þrotum. Innlent 23.10.2005 15:03
Jón Ólafsson býður sættir Jón Ólafsson er tilbúinn til að sættast við Hannes Hólmstein Gissurarson ef hann biðst afsökunar á ummælum sínum um að Jón hafi auðgast á fíkniefnainnflutningi. Hannes segist hins vegar aðeins hafa verið að segja sannleikann. Innlent 23.10.2005 15:03
Átti 38 þúsund skrár með barnaklám Lögreglan í Reykjavík fann gríðarlegt magn af barnaklámi í tölvu Reykvíkings á fertugsaldri. Hann hafði tengt sig við barnaklámsvefi í Finnlandi og vistað tugþúsundir ljósmynda og hreyfimyndir sem taka tólf klukkustundir í sýningu. > Innlent 23.10.2005 17:31
Samningar náðust um endurreisn Samningar hafa náðst milli KEA, fjárfestingafélagsins Sjafnar og Sandblásturs og málmhúðunar um að félögin leiti leiða til að endurreisa rekstur Slippstöðvarinnar á Akureyri með samningum við þrotabú og aðra eigendur tækja og húsnæðis. Skiptastjóri búsins segir erfitt að segja til um hvenær samningar náist. Innlent 23.10.2005 15:02
Dæmdur fyrir fjársvik Fimmtíu og níu ára gamall maður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára fyrir fjársvik. Innlent 23.10.2005 15:03
Hans stendur við umsóknina Lögmaður Hans Markúsar Hafsteinssonar, sem nýverið var veitt lausn úr embætti sóknarprests Garðasóknar, segir að Hans muni una niðurstöðu úrskurðarnefndar sem lagði til að hann yrði færður til í starfi. Hans mun samt standa við umsókn sína um sitt gamla embætti í Garðasókn. Innlent 23.10.2005 15:02
Hluthöfum lofað skjótfengnum gróða Svo virðist sem hluthöfum í Skúlason Limited hafi verið lofað skjótfengnum gróða, fjárfestu þeir í fyrirtækinu. Grunur leikur á að fleiri íslensk fyrirtæki en Skúlason Limited tengist rannsókn á umfangsmiklu peningaþvætti. Innlent 23.10.2005 15:03
Tillögur um viðbrögð samþykktar Mikilvægt er að bráðabirgðarniðurstöður á endurskoðaðrar viðbúnaðaráætlunar, vegna hugsanlegs heimsfaraldurs fuglaflensu, liggi fyrir sem fyrst. Ríkisstjórn Íslands samþykkti í dag tillögur um viðbrögð og aðgerðir ef fuglaflensufaraldur fer á stað. Innlent 23.10.2005 16:58
Einn áfram í haldi lögreglu Lögregla hefur farið fram á að einn þremenninganna, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna alvarlegrar líkamsárásar í Garðabæ aðfaranótt sunnudags þar sem sveðjum var m.a. beitt, verði áfram í gæsluvarðhaldi. Tveimur félögum mannsins var sleppt úr gæsluvarðahaldi í dag. Innlent 23.10.2005 15:02
Írak: Hefði haft aðra afstöðu Halldór Ásgrímssson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í viðtali í Blaðinu í dag að hefði hann vitað að enginn gereyðingarvopn væru í Írak hefði hann haft aðra afstöðu til innrásar í landið. Þetta er í fyrsta sinn sem forystumaður í ríkisstjórn síðustu ára opnar á þann möguleika að innrásin hafi hugsanlega verið mistök. Innlent 23.10.2005 15:02
Bóluefni bylting í krabbalækningum Bóluefni gegn algengustu tegundum leghálskrabbameins er bylting í krabbameinslækningum. Bóluefnið er væntanlegt á markað á næstu mánuðum. Stærsta rannóknarstöð þróunarverkefnisins er hér á landi. Innlent 23.10.2005 15:03
Ákærður fyrir nauðgun í Bretlandi Íslenskur karlmaður á fertugsaldri bíður nú dóms í Englandi vegna nauðgunarákæru. Maðurinn mun, samkvæmt frétt vefmiðilsins Surrey Online, hafa átt kynmök við 15 ára stúlku en heldur því fram að hann hafi hvort tveggja talið hana eldri, auk þess sem hann haldi því fram að hún hafi veitt fullt samþykki fyrir kynmökunum og því hafi ekki verið um eiginlega nauðgun að ræða. Innlent 23.10.2005 15:02
Lyf við fuglaflensu til fyrir 1/3 Sóttvarnalæknir segir að til sé lyf gegn fuglaflensunni fyrir þriðjung þjóðarinnar. Ekki er útilokað að loka þurfi landshlutum og banna samkomur berist flensan hingað til lands. Í dag var tilkynnt um fyrsta tilfelli fuglaflensu í Evrópu eftir að þrír fuglar greindust með veiruna við ósa Dónár í Rúmeníu. Innlent 23.10.2005 15:03
Varnir í sjávarútvegi að bresta Varnir í sjávarútvegi eru að bresta vegna hás gengis krónunnar og enginn á að leyfa sér að líta fram hjá því. Þetta sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra í ræðu sinni á fundi samtaka fiskvinnslustöðva í dag. Innlent 23.10.2005 15:03