Innlent

Fréttamynd

Skutu á vegfarendur með loftbyssu

Lögreglunni á Akureyri barst á laugardagskvöldið tilkynning um að tveir unglingspiltar væru að ógna fólki með skotvopni í miðbænum. Piltarnir voru farþegar í bíl og gerðu sér það að leik að skjóta á fólk út um gluggann. Lögregla hafði hendur í hári piltanna og lagði hald á vopnið sem reyndist vera loftskammbyssa. Engin meiðsl urðu á fólki en piltarnir, sem eru 14 og 16 ára, verða kærðir fyrir brot á vopnalögum.</font />

Innlent
Fréttamynd

Bruni á veitingastaðnum KFC

Eldur kom upp á veitinastaðnum KFC í Faxafeni aðfararnótt sunnudags. Tilkynnt var um brunann um klukkan þrjú og var allt tiltækt lið slökkviliðsins kallað á staðinn. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins sem var staðbundinn í eldhúsi en töluverðar skemmdir urðu á húsinu vegna elds, hita og reyks.

Innlent
Fréttamynd

Vilja öðruvísi skattalækkanir

Hætta á við áform um skattalækkanir og huga að því hvort taka beri upp evru sem gjaldmiðil. Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. á opnum fundi í Reykjavík í gær.

Innlent
Fréttamynd

Lítið atvinnuleysi sparar ríki fé

Atvinnuleysi er lægra en það hefur verið í fjögur ár og ríkissjóður græðir á því. Útlit er fyrir að útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs verði hálfum milljarði króna lægri en gert var ráð fyrir þegar fjárlög voru samþykkt fyrir tæpu ári síðan.

Innlent
Fréttamynd

Fáir vinir einkabílsins

Einkabíllinn á sér enga vini. Þá ályktun má í það minnsta draga af mætingu á stofnfund vinafélags einkabílsins, sem haldinn var í dag. Fimmtán sátu fundinn, sem stóð í kortér.

Innlent
Fréttamynd

Fæstir vildu sameiningu

Áform um sameiningu sveitarfélaga biðu afhroð í kosningum í gær. Af sextán sameiningartillögum voru fimmtán felldar.

Innlent
Fréttamynd

Fjöltefli í ráðhúsinu

Skákfélagið Hrókurinn og Vin, athvarf Rauða krossins fyrir geðfatlaða, efndu til skákhátíðar í ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Tilefnið var alþjóða geðheilbrigðisdagurinn sem haldinn er hátíðlegur dagana 4. til 10. október.

Innlent
Fréttamynd

Ósammála um breytingar í Óshlíð

Bolvíkingar eru klofnir í afstöðu sinni um hvernig bæta eigi veginn til bæjarins. Meirihluti bæjarstjórnar fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hefja rannsóknarvinnu vegna jarðganga um Óshlíð, en minnihlutinn telur slík göng vera plástursleið. </font />

Innlent
Fréttamynd

Efast um hæfi Þorsteins

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lýsir miklum efasemdum um hæfi Þorsteins Pálssonar, sendiherra og fyrrverandi forsætisráðherra, til að rita sögu þingræðis á Íslandi. </font />

Innlent
Fréttamynd

Vilja lækka matarskatt

Matarskatturinn gæti lækkað á næstunni, ef marka má nýjustu yfirlýsingar. Formaður Samfylkingarinnar leggur til lækkun og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir hugmyndina þeirra. Miðað við það ætti að vera meirihluti fyrir lækkun virðisaukaskatts á matvæli á þingi. </font />

Innlent
Fréttamynd

Sendir forsetum samúðarkveðjur

Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur sent Pervez Musharraf, forseta Pakistans, Abdul Kalam, forseta Indlands, og Hamid Karzai, forseta Afganistans, samúðarkveðjur sínar og íslensku þjóðarinnar vegna jarðskjálftanna sem hafa kostað minnst 19.400 manns lífið.

Innlent
Fréttamynd

Efast um hæfi Þorsteins

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lýsir miklum efasemdum um hæfi Þorsteins Pálssonar, sendiherra og fyrrum forsætisráðherra, til að rita sögu þingræðis á Íslandi. Fráfarandi forsætisnefnd Alþingis réði Þorstein til starfsins en sú ákvörðun hefur verið gagnrýnt hvort tveggja af Sagnfræðingafélagi Íslands og Hagþenki.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtán tillögur af sextán felldar

Fimmtán sameiningartillögur af sextán voru felldar í kosningnum um sameiningu sveitarfélaga í gær. Kjörsókn á landinu öllu var aðeins þrjátíu og tvö prósent. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra segir niðurstöðuna skýra. Hann segir lagasetningu um lágmarksíbúafjölda ekki koma til greina í bráð.

Innlent
Fréttamynd

Beindu byssu að vegfarendum

Tveir menn sem beindu skotvopni að vegfarendum út um glugga á bifreið á Akureyri í gærkvöldi voru handteknir eftir að lögreglunni bárust tilkynningar um athæfi þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Betri forvarnir eru lykilatriði

Jarðskjálftinn í gær var gríðarlega öflugur, sjö komma sjö á Richter. Þarna hafa þó orðið sterkari skjálftar í gegnum tíðina, enda er Kasmírhérað á flekamótum tveggja jarðskorpufleka sem rekast saman. Til að minnka tjón og mannfall er lykilatriði að byggja betri hús og þróa betra forvarnarkerfi, segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur.

Erlent
Fréttamynd

Minni sveitarfélög sögðu nei

Íbúar stærri sveitarfélaga virðast láta sig litlu skipta sameiningu við þau smærri, en samþykktu hana gjarnan. Á sama tíma flykktust víða íbúar smærri staða á kjörstað til að hafna sameiningu.

Innlent
Fréttamynd

Sameining felld í Eyjafirði

<font size="1"><strong> </strong></font><font size="3">Sameining sveitarfélaga í Eyjafirði var felld á Akureyri á laugardaginn. </font>>

Innlent
Fréttamynd

Skutu á vegfarendur með loftbyssu

Lögreglunni á Akureyri barst á laugardagskvöldið tilkynning um að tveir unglingspiltar væru að ógna fólki með skotvopni í miðbænum. Piltarnir voru farþegar í bíl og gerðu sér það að leik að skjóta á fólk út um gluggann. Lögregla hafði hendur í hári piltanna og lagði hald á vopnið sem reyndist vera loftskammbyssa. Engin meiðsl urðu á fólki en piltarnir, sem eru 14 og 16 ára, verða kærðir fyrir brot á vopnalögum.</font />

Innlent
Fréttamynd

Eldur hjá KFC

Töluvert tjón varð á veitingastaðnum Kentucky Fried Chicken í Faxafeni í nótt þegar eldur kom upp við djúpsteikingapott í eldhúsi og var allt tiltækt slökkvilið sent á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Trúfélög fá 40 milljónir aukalega

Þjóðkirkjan og önnur trúfélög fá fjörutíu og einni milljón króna meira í sóknargjöld frá ríkinu í ár en gert var ráð fyrir á fjárlögum ársins. Þar var gert ráð fyrir að sóknargjöld næmu sextán hundruð og þrjátíu milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hjálparsveit til Pakistan

Rauði Kross Íslands mun að öllum líkindum ekki senda hjálparsveitir til Pakistans. Þetta er vegna þess að pakistönsk stjórnvöld hafa ákveðið að þiggja hjálp frá þeim þjóðum sem hafa bein stjórnmálatengsl við landið. Hjálparsveitir fara frá Bretland, Japan og Þýskalandi til Pakistan í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Sameiningarkosningar í dag

Þriðjungi kosningabærra manna í landinu gefst færi á að kjósa um sameiningu sveitarfélaga í dag. Kosið er um 16 sameiningartillögur í 61 sveitarfélagi í öllum landshlutum.

Innlent
Fréttamynd

Fellt í Vestur-Barðastrandarsýslu

Ekkert verður af sameiningu Tálknafjarðar og Vesturbyggðar í eitt sveitarfélag. Þetta er ljóst eftir að íbúar beggja sveitarfélaga höfnuðu sameiningartillögunni. 72 prósent kjósenda í Tálknafirði höfnuðu sameiningu og 58 prósent kjósenda í Vesturbyggð.

Innlent
Fréttamynd

Misstu mótorinn í sjóinn

Neyðarkall barst frá litlum báti sem staddur var um þrjá kílómetra suður af Gróttu laust eftir hádegið í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fólk með lífsskrá gefur líffæri

Milli fimmtíu og sextíu manns hafa nú lagt inn undirritaða lífsskrá hjá landlæknisembættinu þar sem þeir lýsa yfir hinsta vilja sínum. Flestir þeirra vilja gefa líffæri sín að sér gengnum.

Innlent
Fréttamynd

Hóta verkfalli

Sjúkraliðar hóta verkfalli á elli- og hjúkrunarheimilum. Á fundi sjúkraliða sem starfa hjá Samtökum fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu í gær var lýst megnri óánægju með hve lengi hafi dregist að ganga frá kjarasamningum.

Innlent
Fréttamynd

Vill fimm milljónir

Jónína Benediktsdóttir hefur stefnt Fréttablaðinu fyrir að birta upplýsingar upp úr einkatölvupósti sem Fréttablaðið hafði undir höndum.

Innlent
Fréttamynd

Fáir hafa kosið í Reykjanesbæ

Kjörsókn vegna sameiningarkosninganna á Suðurnesjum hefur verið afar dræm í Reykjanesbæ. Klukkan þrjú höfðu 5,4 prósent íbúa kosið að sögn Ottós Jörgensens, formanns kjörstjórnar. Þá voru sex klukkutímar liðnir síðan kjörstaðir opnuðu. Rétt fyrir fjögur hafði hins vegar rúmur fjórðungur atkvæðabærra manna í Garðinum kosið.

Innlent
Fréttamynd

Ofstopafullar atlögur stjórnar

Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segist í grein á vef Bæjarins besta ekki geta orða bundist vegna yfirlýsingar stjórnar Félags framhaldsskólakennara sem hún kallar „ákæruskjal" gegn sér.

Innlent