Innlent Svartsýnni á efnahaginn Annan mánuðinn dregur úr tiltrú almennings á efnahagslífið samkvæmt væntingavísitölu Gallup sem var birt í morgun. Flestir eru þó sáttir við efnahagsástandið eins og það er nú en þeim fjölgar sem eru svartsýnir á þróun efnahagsmála næsta hálfa árið. Innlent 25.10.2005 11:38 Ekki hærri í rúm þrjú ár Vextir óverðtryggðra lána eru hærri nú en þeir hafa verið síðan í maí árið 2002. Lægstu vextir eru nú tólf prósent og hafa hækkað um 50 prósent á sextán mánuðum. Innlent 25.10.2005 10:01 Actavis styrkir Blátt áfram Actavis veitti forvarnarverkefni Ungmennafélags Íslands, Blátt áfram, einnar milljónar króna styrk í dag. Verkefninu er ætlað að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi. Innlent 25.10.2005 10:43 Íslenskir karlar eldast og fitna Íslenskir karlar eru að fitna og eldast á sama tíma og konur virðast ráða betur við þyngdina og meðalaldur þeirra hækkar ekki jafn mikið og karla. Aukin velmegun er því ekki eingöngu sýnileg í miklum launamun heldur einnig á heilsu- og holdarfari. Innlent 25.10.2005 10:48 Útiloka ekki samstarf við stjórnarandstöðu Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins segist ekki útiloka að Frjálslyndir myndu ganga til liðs við stjórnarandstöðuflokkana í kosningabandalgi að norskri fyrirmynd fyrir næstu alþingiskosningar. Hann segir það hins vegar skyldu stjórnarandstöðuflokkanna að stefna að ríkisstjórnarsamstarfi, falli ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Innlent 25.10.2005 07:44 Fjölmennt á kvennafrídegi á landsbyggðinni Konur á landsbyggðinni voru mun virkari þátttakendur í kvennafrídeginum en fyrir þrjátíu árum. Á Akureyri fjölmenntu konur í Sjallann. Starfsemi fyrirtækja var víða hálflömuð og öll þjónusta gekk hægar en venjulegt er. Innlent 25.10.2005 07:36 Hlýtur Norrænu textílverðlaunin Norrænu textílverðlaunin renna í ár til Íslensku listakonunnar Hrafnhildar Sigurðardóttur. Þau verða afhent við formmlega athöfn í Boräs í Svíþjóð næstkomandi fimmtudag. Í tilkynningu frá dómnefnd segir að verk Hrafnhildar séu fjölbreytt, frumleg og vönduð þar sem konan og hið kvenlega eru í brennidepli. Innlent 25.10.2005 07:23 Nýr endurvarpi á Hornströndum Nýr endurvarpi fyrir talstöðvarbúnað björgunarsveita var settur upp í friðlandi Hornstranda á Vestfjörðum í fyrradag. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig en þyrlu þurfti til verksins. Innlent 25.10.2005 07:56 Gluggagægir í Þingholtunum Grunur leikur á að gluggagægir hafi verið á ferðinni í Þingholtunum í nótt , en hann fanst ekki þrátt fyrir talsverða leit lögreglunnar. Íbúi í húsi á svæðinu sá manninn á glugga íbúðar sinnar en hann forðaði sér í skyndingu þegar hann sá að íbúinn hafði orðið hans var. Innlent 25.10.2005 07:27 Hvetja til samstöðu Norðurlandanna Nokkur norræn samtök munu í dag, strax að loknum blaðamannafundi fulltrúa Norðurlandaráðs, kynna sameiginlega yfirlýsingu sína í Þjóðleikhúskjallaranum. Í yfirlýsingunni koma fram hugmyndir og tilmæli um það hvernig Norðurlöndunum beri að halda á málum og sýna samstöðu, því að mati samtakanna stendur Evrópusambandið frammi fyrir alvarlegri kreppu. Innlent 25.10.2005 07:27 Akureyringar fá nýjan slökkvibíl Slökkvilið Akureyrar hefur tekið í notkun nýjan slökkviliðsbíl sem er sagður einn sá öflugasti á landinu. Bíllinn er með þrjú þúsund lítra vatntank og dælu sem getur dælt fimm þúsund lítrum á mínútu. Dælan er því svo öflug að hún getur tæmt vatntankinn á þrjátíu og sex sekúndum. Innlent 25.10.2005 07:20 Íslendingar hafa stuðning norrænna ríkja í öryggisráð Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs sagði að loknum fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Þjóðmenningarhúsinu í gær að Íslendingar hafi fullan stuðning hinna norrænu ríkjanna til framboðs í öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna. Erlent 25.10.2005 07:15 Ákærður fyrir að bana landa sínum: Phu Tién Nguyén er ákærður fyrir að hafa orðið Vu Van Phong að bana, en aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Með aðstoð túlks sagði Phu hvernig hann fór ásamt fjölskyldu sinni í fjölmennt matarboð í Kópavogi í lok maí. Við komuna í Kópavoginn sagðist Phu hafa verið með stóran eldhúshníf vafinn inn í dagblöð í jakkavasanum til að nota sem vernd fyrir þriggja mánaða gamlan son sinn, en samkvæmt víetnamskri hefð rekur hnífur undir dýnu í barnarúmi illa anda burt. Innlent 25.10.2005 01:38 Tvö í haldi vegna dópsmygls Karl og kona eru í haldi lögreglu vegna fíkniefnasmygls. Fólkið er grunað um að hafa smyglað fíkniefnum til landsins í þrjú skipti að minnsta kosti. Innlent 25.10.2005 06:55 Ætla að stöðva brotleg fyrirtæki Fulltrúar Samiðnar fóru í gær um og ræddu við erlenda verkamenn á vegum íslensku starfsmannaleigunnar B2 ehf. Félögin segja tíma kominn á aðgerðir gegn fyrirtækjum sem upplýsa ekki um kjör erlendra starfsmanna sinna. Innlent 25.10.2005 01:37 Sá blindi stanslaust í útláni Það var eins gott fyrir gesti að vanda val sitt á bókasafninu sem slegið var upp í Smáralind um helgina því bækurnar voru mennskar. "Lifandi bókasafn" er yfirskrift verkefnis sem þar var kynnt og gengur hugmyndin út á það að fólk geti fengið fólk úr ýmsum minnihlutahópum að láni stundarkorn til að fræðast um hug þess og hagi. Lífið 25.10.2005 01:38 Vinnumálastofnun kannar ávirðingar Yfirmönnum Vinnumálastofnunar hefur verið falið að grennslast fyrir um ávirðingar á hendur starfsmannaleigunni B2 og vísa til lögreglu reynist þær á rökum reistar. Gissur Pétursson, forstjóri stofnunarinnar, segir málið hafa verið rætt á fundi stjórnar í hádeginu í gær. Innlent 25.10.2005 01:37 Sveinatunga jöfnuð við jörðu Gömlu bæjarskrifstofurnar í Garðabæ hafa nú verið jafnaðar við jörðu. Síðastliðinn áratug hafa listhneigðir grunnskælingar í Flataskóla haft aðstöðu í Sveinatungu, eins og húsið var nefnt. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um það hvað byggt verði á Sveinatungulóðinni. Þó eru uppi hugmyndir um nýjan miðbæ í Garðabæ og þar er gert ráð fyrir fjölbýlishúsum á svæðinu. Innlent 25.10.2005 01:34 Fær tennur bættar Þórhalli Ölveri Gunnlaugssyni, sem gengur nú undir nafninu Þór Óliver, voru í gær dæmdar skaða- og þjáningabætur í kjölfar líkamsárásar sem hann varð fyrir á Litla-Hrauni í maí 2002. Innlent 25.10.2005 01:38 Stefnir að lögum fyrir jól "Mér sýnist einsýnt að við förum í einhvers konar lagasetningu en hún þarf að taka mið af okkar alþjóðlegu skuldbindingum, ekki sýst varðandi EES samninginn," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra um starfsemi starfsmannaleiga. Innlent 25.10.2005 01:37 Verðvernd og endurgreiðslur Húsasmiðjan blæs til sóknar á bygginga- og heimilsvörumarkaði með því að bjóða viðskiptavinum sínum ávallt lægsta verð. Það byggist á því að þeir fá vöru keypta hjá Húsasmiðjunni endurgreidda sjáist hún auglýst á lægra verði annars staðar innan fimmtán daga frá kaupum. Innlent 25.10.2005 01:38 Landsbankinn lánar öllum sé trygging til "Ef tryggingar eru í lagi þá fá menn lán hjá Landsbankanum hvort sem þeir eru utan að landi eða úr Reykjavík," segir Ásgeir Friðgeirsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu var írsku stórfyrirtæki hafnað um lán vegna byggingar kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal og sögðu forsvarsmenn þess að ástæðan hafi verið sú að fyrirtækið ætti að rísa á landsbyggðinni. Innlent 25.10.2005 01:37 Tólf takast á um fjögur sæti Framboðsfrestur í lokuðu prófkjöri Samfylkingarinnar á Akureyri, vegna sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári, rann út á föstudag. Alls sækjast tólf flokksmenn eftir fjórum efstu sætum framboðslistans en samkvæmt reglum prófkjörsins skulu þau skipuð tveimur konum og tveimur körlum. Innlent 25.10.2005 01:38 Umræðan á Íslandi hefur áhrif á skoðun Norðmanna Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafði orð fyrir forsætisráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á blaðamannafundi í Reykjavík í gærkvöldi. "Viðræður okkar snérust einkum um samband Norðurlanda og Eystrasaltslandanna við ESB og tengslin milli ESB og Evrópska efnahagssvæðisins. Við ræddum einnig sambandið við Rússland og Úkraínu." Innlent 24.10.2005 20:41 Yfirdýralæknir grípur til ráðstafana Yfirdýralæknir hefur ákveðið að grípa til sérstakra varúðarráðstafana varðandi innflutning hunda. Veira sem veldur inflúensu hjá hestum í Bandaríkjunum hefur breyst og sýkir nú einnig hunda þar í landi. Því sé talið að innflutningur hunda frá Bandaríkjunum geti falið í sér hættu fyrir íslenska hrossastofninn. Innlent 25.10.2005 01:38 Enn hallar á konur Sérrit frá Hagstofu Íslands um stöðu kynjanna á síðustu þremur áratugum sýnir að í nær öllum kimum samfélagsins hallar enn á konur. Þó hefur hlutfall kvenna á ýmsum sviðum aukist jafnt og þétt. Innlent 25.10.2005 01:37 Ætlar að kæra lognar sakir "Lögfræðingur okkar er að vinna í þessum málum," segir Eiður Eiríkur Baldvinsson, framkvæmdastjóri starfsmannaleigunnar B2 ehf. Hann vísar þar til ásakana á hendur honum og fyrirtæki hans. "Þetta verður klárað fyrir dómstólum, en ekki í fjölmiðlum." Innlent 25.10.2005 01:34 Tryggingar kosta hundruð þúsunda Samtök um akstursíþróttir hafa reynt að fá fimmtíu kúbika smábifhjól leyfð hér á landi. Erfitt hefur reynst að skrá hjólin og mörg hundruð þúsund krónur kostar að tryggja þau. Innlent 25.10.2005 01:38 Á þriðja þúsund konur komu saman í Sjallanum Konur á Akureyri héldu baráttuhátíð sína í gær í Sjallanum og var húsið orðið yfirfullt tæpum hálftíma áður en skipulögð dagskrá hófst klukkan 15. Sárafáir karlmenn mættu á hátíðina en að mati Sólveigar Hrafnsdóttur, sem þátt tók í undirbúningnum, voru á milli 2.000 og 2.500 konur í Sjallanum og þurfti hópur kvenna að hlýða á dagskrána utandyra þar sem ekki komust fleiri inn. Innlent 25.10.2005 01:38 76 prósentum meira Verðmæti síldarafla af íslenskum miðum á fyrstu sjö mánuðum ársins er tæpum 76 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra, en munurinn er um 2,5 milljarðar króna. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans í gær. Alls var aflaverðmæti íslenskra skipta 41,8 milljarðar á tímabilinu, samanborið 41,7 milljarða í fyrra, en það er 0,2 prósent aukning. Innlent 25.10.2005 01:38 « ‹ ›
Svartsýnni á efnahaginn Annan mánuðinn dregur úr tiltrú almennings á efnahagslífið samkvæmt væntingavísitölu Gallup sem var birt í morgun. Flestir eru þó sáttir við efnahagsástandið eins og það er nú en þeim fjölgar sem eru svartsýnir á þróun efnahagsmála næsta hálfa árið. Innlent 25.10.2005 11:38
Ekki hærri í rúm þrjú ár Vextir óverðtryggðra lána eru hærri nú en þeir hafa verið síðan í maí árið 2002. Lægstu vextir eru nú tólf prósent og hafa hækkað um 50 prósent á sextán mánuðum. Innlent 25.10.2005 10:01
Actavis styrkir Blátt áfram Actavis veitti forvarnarverkefni Ungmennafélags Íslands, Blátt áfram, einnar milljónar króna styrk í dag. Verkefninu er ætlað að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi. Innlent 25.10.2005 10:43
Íslenskir karlar eldast og fitna Íslenskir karlar eru að fitna og eldast á sama tíma og konur virðast ráða betur við þyngdina og meðalaldur þeirra hækkar ekki jafn mikið og karla. Aukin velmegun er því ekki eingöngu sýnileg í miklum launamun heldur einnig á heilsu- og holdarfari. Innlent 25.10.2005 10:48
Útiloka ekki samstarf við stjórnarandstöðu Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins segist ekki útiloka að Frjálslyndir myndu ganga til liðs við stjórnarandstöðuflokkana í kosningabandalgi að norskri fyrirmynd fyrir næstu alþingiskosningar. Hann segir það hins vegar skyldu stjórnarandstöðuflokkanna að stefna að ríkisstjórnarsamstarfi, falli ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Innlent 25.10.2005 07:44
Fjölmennt á kvennafrídegi á landsbyggðinni Konur á landsbyggðinni voru mun virkari þátttakendur í kvennafrídeginum en fyrir þrjátíu árum. Á Akureyri fjölmenntu konur í Sjallann. Starfsemi fyrirtækja var víða hálflömuð og öll þjónusta gekk hægar en venjulegt er. Innlent 25.10.2005 07:36
Hlýtur Norrænu textílverðlaunin Norrænu textílverðlaunin renna í ár til Íslensku listakonunnar Hrafnhildar Sigurðardóttur. Þau verða afhent við formmlega athöfn í Boräs í Svíþjóð næstkomandi fimmtudag. Í tilkynningu frá dómnefnd segir að verk Hrafnhildar séu fjölbreytt, frumleg og vönduð þar sem konan og hið kvenlega eru í brennidepli. Innlent 25.10.2005 07:23
Nýr endurvarpi á Hornströndum Nýr endurvarpi fyrir talstöðvarbúnað björgunarsveita var settur upp í friðlandi Hornstranda á Vestfjörðum í fyrradag. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig en þyrlu þurfti til verksins. Innlent 25.10.2005 07:56
Gluggagægir í Þingholtunum Grunur leikur á að gluggagægir hafi verið á ferðinni í Þingholtunum í nótt , en hann fanst ekki þrátt fyrir talsverða leit lögreglunnar. Íbúi í húsi á svæðinu sá manninn á glugga íbúðar sinnar en hann forðaði sér í skyndingu þegar hann sá að íbúinn hafði orðið hans var. Innlent 25.10.2005 07:27
Hvetja til samstöðu Norðurlandanna Nokkur norræn samtök munu í dag, strax að loknum blaðamannafundi fulltrúa Norðurlandaráðs, kynna sameiginlega yfirlýsingu sína í Þjóðleikhúskjallaranum. Í yfirlýsingunni koma fram hugmyndir og tilmæli um það hvernig Norðurlöndunum beri að halda á málum og sýna samstöðu, því að mati samtakanna stendur Evrópusambandið frammi fyrir alvarlegri kreppu. Innlent 25.10.2005 07:27
Akureyringar fá nýjan slökkvibíl Slökkvilið Akureyrar hefur tekið í notkun nýjan slökkviliðsbíl sem er sagður einn sá öflugasti á landinu. Bíllinn er með þrjú þúsund lítra vatntank og dælu sem getur dælt fimm þúsund lítrum á mínútu. Dælan er því svo öflug að hún getur tæmt vatntankinn á þrjátíu og sex sekúndum. Innlent 25.10.2005 07:20
Íslendingar hafa stuðning norrænna ríkja í öryggisráð Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs sagði að loknum fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Þjóðmenningarhúsinu í gær að Íslendingar hafi fullan stuðning hinna norrænu ríkjanna til framboðs í öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna. Erlent 25.10.2005 07:15
Ákærður fyrir að bana landa sínum: Phu Tién Nguyén er ákærður fyrir að hafa orðið Vu Van Phong að bana, en aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Með aðstoð túlks sagði Phu hvernig hann fór ásamt fjölskyldu sinni í fjölmennt matarboð í Kópavogi í lok maí. Við komuna í Kópavoginn sagðist Phu hafa verið með stóran eldhúshníf vafinn inn í dagblöð í jakkavasanum til að nota sem vernd fyrir þriggja mánaða gamlan son sinn, en samkvæmt víetnamskri hefð rekur hnífur undir dýnu í barnarúmi illa anda burt. Innlent 25.10.2005 01:38
Tvö í haldi vegna dópsmygls Karl og kona eru í haldi lögreglu vegna fíkniefnasmygls. Fólkið er grunað um að hafa smyglað fíkniefnum til landsins í þrjú skipti að minnsta kosti. Innlent 25.10.2005 06:55
Ætla að stöðva brotleg fyrirtæki Fulltrúar Samiðnar fóru í gær um og ræddu við erlenda verkamenn á vegum íslensku starfsmannaleigunnar B2 ehf. Félögin segja tíma kominn á aðgerðir gegn fyrirtækjum sem upplýsa ekki um kjör erlendra starfsmanna sinna. Innlent 25.10.2005 01:37
Sá blindi stanslaust í útláni Það var eins gott fyrir gesti að vanda val sitt á bókasafninu sem slegið var upp í Smáralind um helgina því bækurnar voru mennskar. "Lifandi bókasafn" er yfirskrift verkefnis sem þar var kynnt og gengur hugmyndin út á það að fólk geti fengið fólk úr ýmsum minnihlutahópum að láni stundarkorn til að fræðast um hug þess og hagi. Lífið 25.10.2005 01:38
Vinnumálastofnun kannar ávirðingar Yfirmönnum Vinnumálastofnunar hefur verið falið að grennslast fyrir um ávirðingar á hendur starfsmannaleigunni B2 og vísa til lögreglu reynist þær á rökum reistar. Gissur Pétursson, forstjóri stofnunarinnar, segir málið hafa verið rætt á fundi stjórnar í hádeginu í gær. Innlent 25.10.2005 01:37
Sveinatunga jöfnuð við jörðu Gömlu bæjarskrifstofurnar í Garðabæ hafa nú verið jafnaðar við jörðu. Síðastliðinn áratug hafa listhneigðir grunnskælingar í Flataskóla haft aðstöðu í Sveinatungu, eins og húsið var nefnt. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um það hvað byggt verði á Sveinatungulóðinni. Þó eru uppi hugmyndir um nýjan miðbæ í Garðabæ og þar er gert ráð fyrir fjölbýlishúsum á svæðinu. Innlent 25.10.2005 01:34
Fær tennur bættar Þórhalli Ölveri Gunnlaugssyni, sem gengur nú undir nafninu Þór Óliver, voru í gær dæmdar skaða- og þjáningabætur í kjölfar líkamsárásar sem hann varð fyrir á Litla-Hrauni í maí 2002. Innlent 25.10.2005 01:38
Stefnir að lögum fyrir jól "Mér sýnist einsýnt að við förum í einhvers konar lagasetningu en hún þarf að taka mið af okkar alþjóðlegu skuldbindingum, ekki sýst varðandi EES samninginn," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra um starfsemi starfsmannaleiga. Innlent 25.10.2005 01:37
Verðvernd og endurgreiðslur Húsasmiðjan blæs til sóknar á bygginga- og heimilsvörumarkaði með því að bjóða viðskiptavinum sínum ávallt lægsta verð. Það byggist á því að þeir fá vöru keypta hjá Húsasmiðjunni endurgreidda sjáist hún auglýst á lægra verði annars staðar innan fimmtán daga frá kaupum. Innlent 25.10.2005 01:38
Landsbankinn lánar öllum sé trygging til "Ef tryggingar eru í lagi þá fá menn lán hjá Landsbankanum hvort sem þeir eru utan að landi eða úr Reykjavík," segir Ásgeir Friðgeirsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu var írsku stórfyrirtæki hafnað um lán vegna byggingar kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal og sögðu forsvarsmenn þess að ástæðan hafi verið sú að fyrirtækið ætti að rísa á landsbyggðinni. Innlent 25.10.2005 01:37
Tólf takast á um fjögur sæti Framboðsfrestur í lokuðu prófkjöri Samfylkingarinnar á Akureyri, vegna sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári, rann út á föstudag. Alls sækjast tólf flokksmenn eftir fjórum efstu sætum framboðslistans en samkvæmt reglum prófkjörsins skulu þau skipuð tveimur konum og tveimur körlum. Innlent 25.10.2005 01:38
Umræðan á Íslandi hefur áhrif á skoðun Norðmanna Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafði orð fyrir forsætisráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á blaðamannafundi í Reykjavík í gærkvöldi. "Viðræður okkar snérust einkum um samband Norðurlanda og Eystrasaltslandanna við ESB og tengslin milli ESB og Evrópska efnahagssvæðisins. Við ræddum einnig sambandið við Rússland og Úkraínu." Innlent 24.10.2005 20:41
Yfirdýralæknir grípur til ráðstafana Yfirdýralæknir hefur ákveðið að grípa til sérstakra varúðarráðstafana varðandi innflutning hunda. Veira sem veldur inflúensu hjá hestum í Bandaríkjunum hefur breyst og sýkir nú einnig hunda þar í landi. Því sé talið að innflutningur hunda frá Bandaríkjunum geti falið í sér hættu fyrir íslenska hrossastofninn. Innlent 25.10.2005 01:38
Enn hallar á konur Sérrit frá Hagstofu Íslands um stöðu kynjanna á síðustu þremur áratugum sýnir að í nær öllum kimum samfélagsins hallar enn á konur. Þó hefur hlutfall kvenna á ýmsum sviðum aukist jafnt og þétt. Innlent 25.10.2005 01:37
Ætlar að kæra lognar sakir "Lögfræðingur okkar er að vinna í þessum málum," segir Eiður Eiríkur Baldvinsson, framkvæmdastjóri starfsmannaleigunnar B2 ehf. Hann vísar þar til ásakana á hendur honum og fyrirtæki hans. "Þetta verður klárað fyrir dómstólum, en ekki í fjölmiðlum." Innlent 25.10.2005 01:34
Tryggingar kosta hundruð þúsunda Samtök um akstursíþróttir hafa reynt að fá fimmtíu kúbika smábifhjól leyfð hér á landi. Erfitt hefur reynst að skrá hjólin og mörg hundruð þúsund krónur kostar að tryggja þau. Innlent 25.10.2005 01:38
Á þriðja þúsund konur komu saman í Sjallanum Konur á Akureyri héldu baráttuhátíð sína í gær í Sjallanum og var húsið orðið yfirfullt tæpum hálftíma áður en skipulögð dagskrá hófst klukkan 15. Sárafáir karlmenn mættu á hátíðina en að mati Sólveigar Hrafnsdóttur, sem þátt tók í undirbúningnum, voru á milli 2.000 og 2.500 konur í Sjallanum og þurfti hópur kvenna að hlýða á dagskrána utandyra þar sem ekki komust fleiri inn. Innlent 25.10.2005 01:38
76 prósentum meira Verðmæti síldarafla af íslenskum miðum á fyrstu sjö mánuðum ársins er tæpum 76 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra, en munurinn er um 2,5 milljarðar króna. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans í gær. Alls var aflaverðmæti íslenskra skipta 41,8 milljarðar á tímabilinu, samanborið 41,7 milljarða í fyrra, en það er 0,2 prósent aukning. Innlent 25.10.2005 01:38