Innlent

Fréttamynd

Formaður VG vill skýr svör stjórnvalda um fangaflug

Formaður Vinstri grænna spyr stjórnvöld hvort þeim sé kunnugt um að bandaríska leyniþjónustan hafi haft viðdvöl hér á landi með fanga sem hugsanlega sæti pyndingum. Stjórnvöld telja slíkt ósannað en bíða upplýsinga um málið.

Innlent
Fréttamynd

Mest ánægja með störf Geirs Haarde

Ánægja landsmanna með störf utanríkisráðherra og landbúnaðarráðherra hefur aukist mjög á hálfu ári. Dómsmálaráðherra vermir botninn í könnun Gallup.

Innlent
Fréttamynd

Kári kærir Vilhjálm ritstjóra

Kári Stefánson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur kært Vilhjálm Rafnsson, ritstjóra Læknablaðsins til siðanefndar lækna fyrir að leyfa Jóhanni Tómassyni lækni að birta grein í blaðinu. Sagt var í kvöldfréttatíma Ríkisútvarpsins í gærkvöldi að fimm manna ritnefnd Læknablaðsins hafi sagði af sér.

Innlent
Fréttamynd

Ekki með vitund stjórnvalda

"Íslensk stjórnvöld hafa engar upplýsingar um flutninga Bandaríkjamanna á föngum um íslenska lofthelgi, til eða frá áfangastöðum, þar sem þeir kynnu að hafa verið beittir pyndingum," segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar í fremstu röð

Íslendingar mælast enn í hópi hamingjusömustu þjóða heims samkvæmt nýjum mælingum World Database of Happiness. Danir tróna á toppnum ásamt Svisslendingum og Möltubúum með 8,0 í hamingjueinkunn.

Innlent
Fréttamynd

Braut bjórglas á dyraverði

Kona sem barði dyravörð með glasi á skemmtistaðnum Vél­smiðjunni á Akureyri í haust, með þeim afleiðingum að hann skar­st á enni, var dæmd í tveggja mán­aða fangelsi í Héraðsdómi Norður­lands eystra í gær. Dómurinn var skilorðsbundinn í tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Ragga Gísla heiðruð

Tónlistarmanninum Ragnhildi Gísladóttur voru í gær veitt Íslensku bjartsýnisverðlaunin. Forseti Íslands afhenti henni verðlaunin við athöfn í Íslensku óperunni.

Lífið
Fréttamynd

Launahækkanir frá áramótum gufa upp

Kaupmáttur launa er sá sami og um áramót þótt launavísitalan hafi hækkað um rúm þrjú prósent á sama tímabili. Verðbólgan hefur étið upp þær launahækkanir sem komið hafa í hlut launamanna frá því um áramót.

Innlent
Fréttamynd

Segja ólögmætið staðfest

VÁ vefjum verkalýðsfélaga mátti sums staðar sjá í gær fréttir um að Vinnumálastofnun hafi staðfest að starfsmannaleigan 2B hafi ekki farið að lögum. Vísað var til yfirlýsingar frá Gissuri Péturssyni forstjóra Vinnumálastofnunar um túlkun og framkvæmd laga um atvinnuréttindi útlendinga.

Innlent
Fréttamynd

Félag fasteignasala klofnað

Stofnað hefur verið Landsamband fasteignasala sem sprottið er upp úr óánægju með stjórn Félags fasteignasala. Þeir segja stjórnina hafa farið offari gegn félagsmönnum.

Innlent
Fréttamynd

Borgin borgar 327 þúsund

Reykjavíkurborg hefur verið sýknuð af tæplega 17 milljón króna skaðabótakröfu verktaka sem taldi verksamningi við hann hafa verið rift ólöglega. Héraðsdómur Reykjavíkur kom­st í gær að þeirri niðurstöðu að borgin skuldaði verktakanum tæp­ar 327 þúsund krónur, samkvæmt stöðumati og uppgjöri.

Innlent
Fréttamynd

Hjálpargögn eru góð en vilji til að lifa ræður úrslitum

Enn bíða erfið verk hjálparstarfsmanna á hamfarasvæðunum í Pakistan eftir jarðskjálftan 8. október síðastliðin. Yfirvöld í landinu áætla að 55 þúsund manns hafi týnt lífi, 78 þúsund manns slasast og 3 milljónir misst heimili sín. Sólveig Ólafsdóttir, upplýsingarfulltrúi hjá alþjóðasambandi Rauða krossins er í Norðvestur hluta Pakistan og lýsir þeim vanda sem við mönnum blasir þar.

Innlent
Fréttamynd

Funda aftur um Pólverja í dag

Forsvarsmenn Samiðnar funduðu með Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni starfsmannaleigunnar 2B seinni partinn í gær. Engin niðurstaða var af fundinum, en til stendur að funda aftur í dag. Fimmtán af átján Pólverjum frá starfsmannaleigunni 2B sem áttu að fara heim á mánudag dvelja enn á Kárahnjúkum.

Innlent
Fréttamynd

Bóndinn þarf ekki að borga

Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í máli íslenska ríkisins gegn svínabúinu Sléttusvín þar sem ríkið var dæmt til að endurgreiða svínabúinu kostnað sem hlaust af sýnatökum vegna salmonellusýkingar.

Innlent
Fréttamynd

Báru hver annan sökum

Stjórnarformaður, stjórn­ar­maður og framkvæmda­stjóri hluta­fél­ags­ins Ísvár voru dæmdir í þrigg­ja mánaða fang­elsi fyrir að standa ekki skil á opin­ber­um gjöld­um árið 2002. Dómurinn, sem var upp kveðinn í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, er skilorðsbundinn í tvö ár hjá mönn­unum þremur.

Innlent
Fréttamynd

Hættuástand í hesthúsabyggð

Lögregluyfirvöld í Ólafsfirði, í samráði við Veðurstofu Íslands, lýstu í gær yfir viðbúnaðarástandi vegna snjóflóðahættu í Ósbrekkufjalli gegnt byggðinni í firðinum. Á hættusvæðinu er hesthúsabyggð en Kristinn Hreinsson, bæjarritari á Ólafsfirði, segir ekki hættu á að snjóflóð falli á mannabústaði.

Innlent
Fréttamynd

Segja upp eftir einn mánuð

Sjálfstætt starfandi hjartalæknar tóku þá ákvörðun á fundi í fyrradag að fresta uppsögn samnings við Tryggingastofnun ríkisins fram í desember. Þeir höfðu áður ákveðið að segja upp samningnum nú um mánaðamótin. Ástæða þessa er sú að einingakvóti sá sem samningur Tryggingastofnunar og sjálfstætt starfandi hjartalækna kveður á um, dugir ekki fyrir unnum læknisverkum til mánaðamóta.

Innlent
Fréttamynd

Börnunum haldið innandyra af ótta

Við Vallabraut á Akranesi er stór húsgrunnur óvarinn með öllu. Grunnurinn er í nágrenni við leikskólann Vallasel. "Það eru bara nokkrar keilur þarna með gulum borða. Þetta er stórhættulegt. Við vorum með barnaafmæli í fyrradag og þorðum hreinlega ekki að sleppa börnunum út," segir Hulda Ólöf Einarsdóttir, leikskólaleiðbeinandi á Akranesi.

Innlent
Fréttamynd

Tveir bæjarfulltrúar gefa ekki kost á sér

Prófkjör Samfylkingingarinnar í Hafnarfirði verður haldið nú á laugardag. 21 frambjóðandi er um átta sæti, fjórtán karlar og sjö konur. Nú hefur Samfylking sex bæjarfulltrúa af ellefu og er því líklegt að harðast verði barist um sex efstu sætin.

Innlent
Fréttamynd

Vildu ekki funda með 2B

Á vef Verkalýðs­félags Akraness kemur fram að á mánudagskvöld hafi verið fundað með pólsku starfsmönnunum sem starfa á vegum starfsmennaleigunnar 2B ehf. hjá Ístaki og Fagsmíði við stækkun Norðuráls að Grundartanga. Fundurinn var haldinn á kjalarnesi þar sem verkamennirnir gista og að ósk verkamannanna sjálfra, að því er segir á vefnum.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri grænir auka við fylgi

Samkvæmt skoðanakönnun Gallup hefur Sjálfstæðisflokkurinn mest fylgi, rúmlega 41 prósent ef kosið væri til Alþingis í dag og fengi 2,6 prósentustigum minna fylgi en í skoðanakönnun Gallup sem gerð var í september. Samfylking fengi tæplega 28 prósent, Vinstri grænir tæplega 17 prósent, 2,5 prósentustigum meira en í síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn fengi rúmlega 10 prósent en Frjálslyndi flokkurinn fengi minnst fylgi, eða tæp fjögur prósent.

Innlent
Fréttamynd

Skipulagsmálin vanrækt

Samgöngumál í Reykjavík eru ofarlega í hugum þeirra fjögurra sem sækjast eftir þriðja og fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokks fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Örn Sigurðsson telur að margt muni batna í borginni ef hægt verður að þétta byggðina. Málefni aldraðra ber einnig á góma hjá frambjóðendum.

Innlent
Fréttamynd

Flugöryggi ógnað vegna niðurskurðar

Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir flugöryggi á Keflavíkurflugvelli ógnað vegna niðurskurðar varnarliðsins. Flugvallarstjóri er því ósammála. Ráðherrar vissu um niðurskurðinn í september.

Innlent
Fréttamynd

Með netvafra fyrir flugvélar

Norska vafra­fyrir­tækið Opera kynnti í gær sam­starf við raftækja­fram­leið­andann Thales um að Opera vafrinn verði hluti af TopSeries skemmtikerfi Thales fyrir flugvélar. Þannig eiga flugfarþegar véla sem nota TopSeries innan tíðar að geta vafrað um Internetið á ferðum sínum, en kerfið er sagt passa í flestar gerðir Boeing og Airbus farþegavéla.

Innlent
Fréttamynd

Fólk komst loks á leiðarenda

Fólk sem var veðurteppt vegna veðurhamsins á Norð­vestur­landi frá því á sunnudagskvöld komst í gær á leiðarenda. Tólf manns gistu aðra nótt á vegum Rauða krossins, að sögn Guðrúnar Á. Matthías­dóttur, for­manns Rauðakross­deildar­inn­ar á Hvammstanga. "En þau eru að búa sig af stað," sagði hún snemma í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar svartsýnni

Væntingavísitala Gallup mælist nú 112,3 stig. Hæst mældist vísitalan 134,2 stig í ágúst í sumar og er þetta lægsta gildi hennar á árinu en næstlægst á árinu mældist hún í júní þegar hún var 116,3 stig. Vísitalan mælir tiltrú neytenda á efnahagslífið hér á landi en meirihluti neytenda telur núverandi efnhagsástand vera gott enda þótt heldur hafi þeim fjölgað sem telja það slæmt. Lægsta gildi væntingavísitölunnar frá upphafi mældist í nóvember 2001 þegar hún var 61,8 stig.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á rolluhóp í tvígang

Ekið var á fjórar kindur og skömmu síðar á að minnsta kosti átta til viðbótar við bæinn Eyjanes í Hrútafirði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að níu rollur drápust og aflífa þurfti þrjár.

Innlent
Fréttamynd

Þrír teknir vegna hraðaaksturs

Á meðan að lögregluembætti um allt land hafa sinnt útköllum vegna árekstra sem rekja má til hálku hefur lögreglan á Höfn haft í allt öðru að snúast síðustu daga. Þar hafa á síðustu tveimur dögunum þrír verið teknir fyrir hraðaakstur.

Innlent
Fréttamynd

Einn fluttur á slysadeild

Einn var fluttur á slysadeild til skoðunar eftir áreksturs vörubíls á fólksbíls á gatnamótum Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar um hálf átta leytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var smá hálka á brautinni.

Innlent