Innlent

Vinstri grænir auka við fylgi

Samkvæmt skoðanakönnun Gallup hefur Sjálfstæðisflokkurinn mest fylgi, rúmlega 41 prósent ef kosið væri til Alþingis í dag og fengi 2,6 prósentustigum minna fylgi en í skoðanakönnun Gallup sem gerð var í september. Samfylking fengi tæplega 28 prósent, Vinstri grænir tæplega 17 prósent, 2,5 prósentustigum meira en í síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn fengi rúmlega 10 prósent en Frjálslyndi flokkurinn fengi minnst fylgi, eða tæp fjögur prósent.

Rúmlega 19 prósent tóku ekki afstöðu og tæplega sex prósent sögðust ekki myndu kjósa eða skila auðu. Könnunin var gerð 27. september til 26. október, úrtakið var 4.316 manns. Svarhlutfall var um 63 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×