Innlent

Hættuástand í hesthúsabyggð

Lögregluyfirvöld í Ólafsfirði, í samráði við Veðurstofu Íslands, lýstu í gær yfir viðbúnaðarástandi vegna snjóflóðahættu í Ósbrekkufjalli gegnt byggðinni í firðinum. Á hættusvæðinu er hesthúsabyggð en Kristinn Hreinsson, bæjarritari á Ólafsfirði, segir ekki hættu á að snjóflóð falli á mannabústaði.

Talsverður snjór hefur safnast upp í Ósbrekkufjalli síðustu daga. "Hestamenn eru hvattir til að fara með gát um svæðið og helst á enginn að vera þar á ferð nema brýna nauðsyn beri til," segir Kristinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×