Innlent

Íslendingar svartsýnni

Væntingavísitala Gallup mælist nú 112,3 stig. Hæst mældist vísitalan 134,2 stig í ágúst í sumar og er þetta lægsta gildi hennar á árinu en næstlægst á árinu mældist hún í júní þegar hún var 116,3 stig. Vísitalan mælir tiltrú neytenda á efnahagslífið hér á landi en meirihluti neytenda telur núverandi efnhagsástand vera gott enda þótt heldur hafi þeim fjölgað sem telja það slæmt. Lægsta gildi væntingavísitölunnar frá upphafi mældist í nóvember 2001 þegar hún var 61,8 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×