Innlent

Börnunum haldið innandyra af ótta

Eins og sjá má er um stóran og djúpan grunn að ræða. Hér sést leikskólinn Vallasel á hægri hönd.
Eins og sjá má er um stóran og djúpan grunn að ræða. Hér sést leikskólinn Vallasel á hægri hönd.

Við Vallabraut á Akranesi er stór húsgrunnur óvarinn með öllu. Grunnurinn er í nágrenni við leikskólann Vallasel. "Það eru bara nokkrar keilur þarna með gulum borða. Þetta er stórhættulegt. Við vorum með barnaafmæli í fyrradag og þorðum hreinlega ekki að sleppa börnunum út," segir Hulda Ólöf Einarsdóttir, leikskólaleiðbeinandi á Akranesi.

"Menn fá engan frest með að kippa þessu í liðinn," segir Skúli Lýðsson, byggingarfulltrúi hjá Akraneskaupstað. Hann segir leikskólann Vallasel vera vel girtan af en það breyti ekki því að þarna eigi börn leið um og grunnurinn sé hættusvæði.

Það er fyrirtækið Búmenn stendur að verkinu en verktakafyrirtækið Skóflan er undirverktaki og sér um gröftinn. Guðmundur Guðjónsson hjá Skóflunni segir að fyrirtækið sé undirverktaki og komi ekki að umsjón verksins í sjálfu sér. Framkvæmdir hafa legið niðri að undanförnu vegna veðurs.

Veldur það foreldrum og bæjaryfirvöldum á Skaganum nokkrum áhyggjum að ekki skuli vera girðing um grunninn. "Maður veit aldrei hvað getur gerst ef barn dettur þarna ofan í," segir Hulda Ólöf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×