Innlent

Bóndinn þarf ekki að borga

Svínabúið sléttusvín vann mál gegn ríkinu í hæstarétti Landbúnaðarráðuneytið hefur ekki skoðað hvort málið hafi fordæmisgildi og hvort fleiri svínabændur muni í kjölfarið krefjast endur­greiðslu á kostnaði vegna sýnatöku.
Svínabúið sléttusvín vann mál gegn ríkinu í hæstarétti Landbúnaðarráðuneytið hefur ekki skoðað hvort málið hafi fordæmisgildi og hvort fleiri svínabændur muni í kjölfarið krefjast endur­greiðslu á kostnaði vegna sýnatöku.

Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í máli íslenska ríkisins gegn svínabúinu Sléttusvín þar sem ríkið var dæmt til að endurgreiða svínabúinu kostnað sem hlaust af sýnatökum vegna salmonellusýkingar.

Fyrir fjórum árum greindist salmonella í saursýnum á svínabúinu og í kjölfarið voru frekari próf gerð með stroksýni af kjöti. Ágreiningur reis milli eigenda svínabúsins og yfirvalda um hver ætti að bera straum af kostnaði vegna prófanna.

Bændur héldu því fram að greiða ætti úr sérstökum sjóði sem sláturleyfishafar greiða í samkvæmt tilskipun frá landbúnaðarráðuneytinu til að standa straum af kostnaði við heilbrigðiseftirlit kjötskoðunarlækna með sláturafurðum.

Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms um að greiða ætti fyrir prófin úr umræddum sjóði.

Guðmundur B. Helgason, ráðu­neytisstjóri landbúnaðarráðuneyt­isins, segist ekki eiga von á eftirmálum vegna dómsins. Aðspurður segir hann hugsanlegt að svínabændur sem greitt hefðu fyrir sýnatöku kynnu að krefjast endurgreiðslna í ljósi dómsins. "Við höfum þó ekki skoðað það sérstaklega," segir Guðmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×