Innlent 800 milljónum varið í hestinn Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur varið nær 800 milljónum króna í verkefni tengd íslenska hestinum í ráðherratíð sinni. Það þýðir að árlega, frá árinu 2000, hafi um 130 milljónum af opinberu fé verið veitt í íslenska hestinn. Til viðbótar við þessar 800 milljónir er fjárveiting frá samgönguráðuneytinu vegna reiðvegagerðar. Stærstu upphæðirnar fóru í hrossabraut Hólaskóla og ráðunaut, sem sér meðal annars um skýrsluhald, eða rúmar 270 milljónir í hvort. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. Innlent 4.11.2005 22:11 Skapar tíu til fimmtán störf Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ákveðið að innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar, vegna landsins í heild, verði komið upp á Blönduósi á næsta ári. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri Blönduósbæjar, segir að við það skapist á bilinu 10 til 15 ný störf í bæjarfélaginu og hluti þeirra verði líklega sérhæfð störf eins og lögfræði- og stjórnunarstörf. Innlent 4.11.2005 22:11 Línumönnum sagt upp Síminn hefur sagt sex starfsmönnum upp á Suðurlandi í hagræðingarskyni. Að sögn Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins, verður fækkað um tvo starfsmenn á Selfossi, þrjá á Hvolsvelli og einn í Vík í Mýrdal. Innlent 4.11.2005 22:11 Maður laus úr gæsluvarðhaldi Manni sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á fíkniefnasmygli um pósthús í Reykjavík var sleppt á fimmtudag. Gæsluvarðhaldið hefði annars átt að renna út í gær. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, hafa ekki aðrir verið handteknir vegna málsins enn sem komið er, en rannsókn þess heldur áfram. Innlent 4.11.2005 22:14 3 á slysadeild eftir harðan árekstur Tvö börn og ólétt kona voru flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir harðan árekstur tveggja bíla á Þorlákshafnarvegi í gærkvöld. Annar bíllinn var á leið norður eftir veginum í átt upp að þrengslavegi, þegar bíll sem ók vestur eftir veginum ók yfir stöðvunarskyldu og í veg fyrir hann. Innlent 4.11.2005 21:04 Engar fangaflugsheimildir eru í gildi Forsætisráðherra segir út í hött að yfirlýsing stjórnvalda frá 2003 um afnot Bandaríkjamanna af Keflavíkurflugvelli og flug í íslenskri lofthelgi í tengslum við Íraksstríðið gildi enn. Ekki augljóst mál segir Össur Skarphéðinsson. Innlent 4.11.2005 22:13 Fjögur þúsund búin að kjósa Tæplega 4.000 manns höfðu kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík klukkan níu í gærkvöldi. Að sögn Ágústs A. Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, er kjörsókn heldur meiri en fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Innlent 4.11.2005 22:13 Ísland er ekki bananalýðveldi Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums - Burðaráss, segist vera áhyggjufullur yfir þeim pólitíska stimpli sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur gefið málaferlum á hendur Baugi. Það hafi leitt af sér vonda athygli. Hann telur að þáttur stjórnmálanna í framvindu málsins sé minni en gefið sé í skyn. Þetta kemur fram í langri grein sem birt var á vefsíðu breska blaðsins Financial Times í gær. Innlent 4.11.2005 22:11 Fær ekki að hitta dóttur sína Innlent 4.11.2005 22:11 Ekki hróflað við bensínstyrk Svonefndur bensínstyrkur öryrkja og aldraðra verður ekki afnuminn eins og gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra lýsti þessu yfir í utandagskrárumræðum á alþingi í gær um fjölgun og stöðu öryrkja. Innlent 4.11.2005 22:11 Sjúklingar uggandi Sjúklingar í lífsnauðsynlegri blóðskilun á nýrnadeild LSH eru uggandi vegna uppsagna sérhæfðra hjúkrunarfræðinga. Deila er risin vegna nýs vaktafyrirkomulags. Heilt ár tekur að þjálfa nýtt fólk í starfið. Innlent 4.11.2005 22:11 Brotajárn varnarliðsins Kafbátaleitarflugvél af gerðinni P-3 Orion var rifin í brotajárn á varnarstöðinni í Keflavík í fyrradag. Vélin hefur staðið þar um árabil sem minnismerki en nú liggur leið hennar til Hringrásar þaðan sem hún verður send til endurvinnslu. Innlent 4.11.2005 22:14 Tuttugu milljörðum meiri sala Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara var 302 milljarðar á síðasta ári, sem er 20 milljörðum króna meira en árið áður og sjö prósenta aukning frá ári til árs, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Innlent 4.11.2005 22:11 Hægt að refsa hér á landi Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur sent Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra bréf þar sem farið er fram á að hann fyrirskipi opinbera rannsókn á meintum flutningum fanga um íslenska lofthelgi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar. Innlent 4.11.2005 22:11 Alvarlega slösuð eftir reiðtúr TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gær vegna konu sem dottið hafði af hestbaki. Hún var um hádegisbil flutt á slysadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss. Læknir í Laugarási hafði á tólfta tímanum samband við stjórnstöð Gæslunnar og óskaði eftir þyrlunni, en konan hafði verið á hestbaki við Syðra-Langholt í Hrunamannahreppi. Innlent 4.11.2005 22:14 Staðan verri nú en við síðustu samninga Samtök atvinnulífsins segja að ef gengið yrði til kjarasamninga nú myndu atvinnurekendur aldrei fallast á þær hækkanir sem samið var um í síðustu samningum, staða atvinnulífsins sé svo miklu lakari nú en þá vegna gengisþróunar. Innlent 4.11.2005 22:11 Samningar 100 þúsund manns í hættu Nái forsendunefnd kjarasamninga ekki saman fyrir 15. nóvember er hætta á að samningar hátt í 100 þúsund manns verði í uppnámi og fallið verði frá umsömdum launahækkunum sem taka áttu gildi næstu áramót. Innlent 4.11.2005 22:11 Undirbýr útibú hér á landi Hollenska starfsmannaleigan Inter-Galaxy hefur hafið undirbúning að stofnun útibús hér á landi. Forstjóri fyrirtækisins, Charles Ezedi, staðfestir þetta. Hann segist vita af þeim vanda sem starfsmannaleigur hafa valdið stjórnvöldum hér og segist tilbúinn að hjálpa til við að vinna úr þeim vanda. Innlent 4.11.2005 22:11 Þrjú verðlaunuð fyrir starfsmenntastarf Landsvirkjun, Efling og Ingibjörg Hafstað hlutu í dag starfsmenntaverðlaun Menntar og Starfsmenntaráðs. Ólafur Ragnar Grímsson forseti afhenti verðlaunin. Innlent 4.11.2005 19:56 Dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot Rúmlega tvítugur Reykvíkingur var í dag dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fíkniefnabrot. Við húsleit á heimili hans fundust 97 grömm af hassi, sautján grömm af maríjúana, tæp tólf grömm af amfetamíni og 68 MDMA-töflur. Innlent 4.11.2005 19:00 Útlit fyrir gjöfula skíðavertíð í Hlíðarfjalli Meiri snjór er nú í Hlíðarfjalli en mörg undanfarin ár og útlit fyrir að Akureyringar fái langa og gjöfula skíðavertíð. Starfsmenn Skíðastaða eru búnir að troða brekkurnar og í dag var unnið að lokafrágangi á skíðalyftunum. Framkvæmdir við uppsetningu á búnaði til snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli hófust 11. ágúst í sumar. Innlent 4.11.2005 18:59 Um 4.000 greitt atkvæði hjá Sjálfstæðismönnum Tæplega fjögur þúsund sjálfstæðismenn höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar kjörfundi lauk klukkan níu í kvöld. Þar af höfðu um 1.200 greitt atkvæði utan kjörfundar. Innlent 4.11.2005 20:56 Sérstakt ökunám vegna pallbíla Þeir sem tóku bílpróf eftir 1. júní 1993 og keyra nú um á þungum, bandarískum pallbílum eða húsbílum, eru réttindalausir í umferðinni. Umferðarstofa hefur brugðist við aukinni útbreiðslu bíla þessarar gerðar með því að bjóða upp á sérstakt ökunám sem gefur réttindi á þessa millistærð af bílum. Innlent 4.11.2005 18:56 Prófkjör hjá Samfylkingu í Hafnarfirði Samfylkingarmenn í Hafnarfirði ganga til prófkjörs á morgun. Kjörfundur hefst klukkan tíu og eru rúmlega tvö þúsund félagar á kjörskrá. Úrslitin verða tilkynnt um ellefu leytið annað kvöld. Innlent 4.11.2005 20:42 Stór skjálfti um kvöldmatarleytið Skjálftahrina hófst austur af Grímsey á þriðja tímanum í dag og stendur enn. Stór skjálfti, 3,3 á richter, mældist um hálfátta-leytið í kvöld. Innlent 4.11.2005 20:12 Úttekt á MÍ birt í næstu viku Skýrsla Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um úttekt á stjórnunarháttum og samskiptum innan Menntaskólans á Ísafirði verður birt í næstu viku. Innlent 4.11.2005 20:04 Böðvar að hætta hjá Medcare Böðvar Þórisson, framkvæmdastjóri Alþjóðasölu og Markaðssviðs Medcare, hefur sagt starfi sínu lausu. Innlent 4.11.2005 20:02 Segir kaupmátt í sögulegu hámarki Sérstök forsendunefnd Alþýðusambandsins og atvinnurekenda hefur ellefu daga til að úrskurða hvort grundvöllur kjarasamninga sé brostinn - vegna meiri verðbólgu en ráð var fyrir gert. Uppsögn kjarasamninga nú hefði skelfilegar afleiðingar fyrir allan vinnumarkaðinn, segir Ari Edwald og bendir á að kaupmáttur sé í sögulegu hámarki. Innlent 4.11.2005 18:46 Örykjum hafi fjölgað um þrjá hvern virkan dag frá áramótum Bílastyrkur til hreyfihamlaðra og aldraðra verður ekki afnuminn. Þetta tilkynnti Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag þegar hann svaraði spurningum Helga Hjörvars við utandagskrárumræðu um fjölgun öryrkja og kjör þeirra. Ráðherra sagðist aldrei hafa haldið því fram að fólk færi á örorkubætur að gamni sínu, en benti á að öryrkjum hafi fjölgað um þrjá hvern virkan dag frá áramótum til 1. október og við því yrði að bregðast með einhverjum hætti. Innlent 4.11.2005 19:58 Telja kynslóð sem er við völd hafa afskrifað gamla fólkið Eldri hjón, sem fréttastofa Stöðvar 2 hitti í dag, segjast kvíða því að lenda á hjúkrunarheimili og hugsanlega þurfa að skiljast að. Þau segjast hafa það á tilfinningunni að kynslóðin sem nú er við völd hafi afskrifað gamla fólkið. Innlent 4.11.2005 18:42 « ‹ ›
800 milljónum varið í hestinn Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur varið nær 800 milljónum króna í verkefni tengd íslenska hestinum í ráðherratíð sinni. Það þýðir að árlega, frá árinu 2000, hafi um 130 milljónum af opinberu fé verið veitt í íslenska hestinn. Til viðbótar við þessar 800 milljónir er fjárveiting frá samgönguráðuneytinu vegna reiðvegagerðar. Stærstu upphæðirnar fóru í hrossabraut Hólaskóla og ráðunaut, sem sér meðal annars um skýrsluhald, eða rúmar 270 milljónir í hvort. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. Innlent 4.11.2005 22:11
Skapar tíu til fimmtán störf Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ákveðið að innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar, vegna landsins í heild, verði komið upp á Blönduósi á næsta ári. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri Blönduósbæjar, segir að við það skapist á bilinu 10 til 15 ný störf í bæjarfélaginu og hluti þeirra verði líklega sérhæfð störf eins og lögfræði- og stjórnunarstörf. Innlent 4.11.2005 22:11
Línumönnum sagt upp Síminn hefur sagt sex starfsmönnum upp á Suðurlandi í hagræðingarskyni. Að sögn Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins, verður fækkað um tvo starfsmenn á Selfossi, þrjá á Hvolsvelli og einn í Vík í Mýrdal. Innlent 4.11.2005 22:11
Maður laus úr gæsluvarðhaldi Manni sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á fíkniefnasmygli um pósthús í Reykjavík var sleppt á fimmtudag. Gæsluvarðhaldið hefði annars átt að renna út í gær. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, hafa ekki aðrir verið handteknir vegna málsins enn sem komið er, en rannsókn þess heldur áfram. Innlent 4.11.2005 22:14
3 á slysadeild eftir harðan árekstur Tvö börn og ólétt kona voru flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir harðan árekstur tveggja bíla á Þorlákshafnarvegi í gærkvöld. Annar bíllinn var á leið norður eftir veginum í átt upp að þrengslavegi, þegar bíll sem ók vestur eftir veginum ók yfir stöðvunarskyldu og í veg fyrir hann. Innlent 4.11.2005 21:04
Engar fangaflugsheimildir eru í gildi Forsætisráðherra segir út í hött að yfirlýsing stjórnvalda frá 2003 um afnot Bandaríkjamanna af Keflavíkurflugvelli og flug í íslenskri lofthelgi í tengslum við Íraksstríðið gildi enn. Ekki augljóst mál segir Össur Skarphéðinsson. Innlent 4.11.2005 22:13
Fjögur þúsund búin að kjósa Tæplega 4.000 manns höfðu kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík klukkan níu í gærkvöldi. Að sögn Ágústs A. Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, er kjörsókn heldur meiri en fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Innlent 4.11.2005 22:13
Ísland er ekki bananalýðveldi Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums - Burðaráss, segist vera áhyggjufullur yfir þeim pólitíska stimpli sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur gefið málaferlum á hendur Baugi. Það hafi leitt af sér vonda athygli. Hann telur að þáttur stjórnmálanna í framvindu málsins sé minni en gefið sé í skyn. Þetta kemur fram í langri grein sem birt var á vefsíðu breska blaðsins Financial Times í gær. Innlent 4.11.2005 22:11
Ekki hróflað við bensínstyrk Svonefndur bensínstyrkur öryrkja og aldraðra verður ekki afnuminn eins og gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra lýsti þessu yfir í utandagskrárumræðum á alþingi í gær um fjölgun og stöðu öryrkja. Innlent 4.11.2005 22:11
Sjúklingar uggandi Sjúklingar í lífsnauðsynlegri blóðskilun á nýrnadeild LSH eru uggandi vegna uppsagna sérhæfðra hjúkrunarfræðinga. Deila er risin vegna nýs vaktafyrirkomulags. Heilt ár tekur að þjálfa nýtt fólk í starfið. Innlent 4.11.2005 22:11
Brotajárn varnarliðsins Kafbátaleitarflugvél af gerðinni P-3 Orion var rifin í brotajárn á varnarstöðinni í Keflavík í fyrradag. Vélin hefur staðið þar um árabil sem minnismerki en nú liggur leið hennar til Hringrásar þaðan sem hún verður send til endurvinnslu. Innlent 4.11.2005 22:14
Tuttugu milljörðum meiri sala Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara var 302 milljarðar á síðasta ári, sem er 20 milljörðum króna meira en árið áður og sjö prósenta aukning frá ári til árs, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Innlent 4.11.2005 22:11
Hægt að refsa hér á landi Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur sent Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra bréf þar sem farið er fram á að hann fyrirskipi opinbera rannsókn á meintum flutningum fanga um íslenska lofthelgi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar. Innlent 4.11.2005 22:11
Alvarlega slösuð eftir reiðtúr TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gær vegna konu sem dottið hafði af hestbaki. Hún var um hádegisbil flutt á slysadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss. Læknir í Laugarási hafði á tólfta tímanum samband við stjórnstöð Gæslunnar og óskaði eftir þyrlunni, en konan hafði verið á hestbaki við Syðra-Langholt í Hrunamannahreppi. Innlent 4.11.2005 22:14
Staðan verri nú en við síðustu samninga Samtök atvinnulífsins segja að ef gengið yrði til kjarasamninga nú myndu atvinnurekendur aldrei fallast á þær hækkanir sem samið var um í síðustu samningum, staða atvinnulífsins sé svo miklu lakari nú en þá vegna gengisþróunar. Innlent 4.11.2005 22:11
Samningar 100 þúsund manns í hættu Nái forsendunefnd kjarasamninga ekki saman fyrir 15. nóvember er hætta á að samningar hátt í 100 þúsund manns verði í uppnámi og fallið verði frá umsömdum launahækkunum sem taka áttu gildi næstu áramót. Innlent 4.11.2005 22:11
Undirbýr útibú hér á landi Hollenska starfsmannaleigan Inter-Galaxy hefur hafið undirbúning að stofnun útibús hér á landi. Forstjóri fyrirtækisins, Charles Ezedi, staðfestir þetta. Hann segist vita af þeim vanda sem starfsmannaleigur hafa valdið stjórnvöldum hér og segist tilbúinn að hjálpa til við að vinna úr þeim vanda. Innlent 4.11.2005 22:11
Þrjú verðlaunuð fyrir starfsmenntastarf Landsvirkjun, Efling og Ingibjörg Hafstað hlutu í dag starfsmenntaverðlaun Menntar og Starfsmenntaráðs. Ólafur Ragnar Grímsson forseti afhenti verðlaunin. Innlent 4.11.2005 19:56
Dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot Rúmlega tvítugur Reykvíkingur var í dag dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fíkniefnabrot. Við húsleit á heimili hans fundust 97 grömm af hassi, sautján grömm af maríjúana, tæp tólf grömm af amfetamíni og 68 MDMA-töflur. Innlent 4.11.2005 19:00
Útlit fyrir gjöfula skíðavertíð í Hlíðarfjalli Meiri snjór er nú í Hlíðarfjalli en mörg undanfarin ár og útlit fyrir að Akureyringar fái langa og gjöfula skíðavertíð. Starfsmenn Skíðastaða eru búnir að troða brekkurnar og í dag var unnið að lokafrágangi á skíðalyftunum. Framkvæmdir við uppsetningu á búnaði til snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli hófust 11. ágúst í sumar. Innlent 4.11.2005 18:59
Um 4.000 greitt atkvæði hjá Sjálfstæðismönnum Tæplega fjögur þúsund sjálfstæðismenn höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar kjörfundi lauk klukkan níu í kvöld. Þar af höfðu um 1.200 greitt atkvæði utan kjörfundar. Innlent 4.11.2005 20:56
Sérstakt ökunám vegna pallbíla Þeir sem tóku bílpróf eftir 1. júní 1993 og keyra nú um á þungum, bandarískum pallbílum eða húsbílum, eru réttindalausir í umferðinni. Umferðarstofa hefur brugðist við aukinni útbreiðslu bíla þessarar gerðar með því að bjóða upp á sérstakt ökunám sem gefur réttindi á þessa millistærð af bílum. Innlent 4.11.2005 18:56
Prófkjör hjá Samfylkingu í Hafnarfirði Samfylkingarmenn í Hafnarfirði ganga til prófkjörs á morgun. Kjörfundur hefst klukkan tíu og eru rúmlega tvö þúsund félagar á kjörskrá. Úrslitin verða tilkynnt um ellefu leytið annað kvöld. Innlent 4.11.2005 20:42
Stór skjálfti um kvöldmatarleytið Skjálftahrina hófst austur af Grímsey á þriðja tímanum í dag og stendur enn. Stór skjálfti, 3,3 á richter, mældist um hálfátta-leytið í kvöld. Innlent 4.11.2005 20:12
Úttekt á MÍ birt í næstu viku Skýrsla Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um úttekt á stjórnunarháttum og samskiptum innan Menntaskólans á Ísafirði verður birt í næstu viku. Innlent 4.11.2005 20:04
Böðvar að hætta hjá Medcare Böðvar Þórisson, framkvæmdastjóri Alþjóðasölu og Markaðssviðs Medcare, hefur sagt starfi sínu lausu. Innlent 4.11.2005 20:02
Segir kaupmátt í sögulegu hámarki Sérstök forsendunefnd Alþýðusambandsins og atvinnurekenda hefur ellefu daga til að úrskurða hvort grundvöllur kjarasamninga sé brostinn - vegna meiri verðbólgu en ráð var fyrir gert. Uppsögn kjarasamninga nú hefði skelfilegar afleiðingar fyrir allan vinnumarkaðinn, segir Ari Edwald og bendir á að kaupmáttur sé í sögulegu hámarki. Innlent 4.11.2005 18:46
Örykjum hafi fjölgað um þrjá hvern virkan dag frá áramótum Bílastyrkur til hreyfihamlaðra og aldraðra verður ekki afnuminn. Þetta tilkynnti Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag þegar hann svaraði spurningum Helga Hjörvars við utandagskrárumræðu um fjölgun öryrkja og kjör þeirra. Ráðherra sagðist aldrei hafa haldið því fram að fólk færi á örorkubætur að gamni sínu, en benti á að öryrkjum hafi fjölgað um þrjá hvern virkan dag frá áramótum til 1. október og við því yrði að bregðast með einhverjum hætti. Innlent 4.11.2005 19:58
Telja kynslóð sem er við völd hafa afskrifað gamla fólkið Eldri hjón, sem fréttastofa Stöðvar 2 hitti í dag, segjast kvíða því að lenda á hjúkrunarheimili og hugsanlega þurfa að skiljast að. Þau segjast hafa það á tilfinningunni að kynslóðin sem nú er við völd hafi afskrifað gamla fólkið. Innlent 4.11.2005 18:42