Innlent Fær minna fé en erlendir skólar Nýbirt úttekt sérfræðinga innan Samtaka evrópskra háskóla sem falið var að gera almenna úttekt á starfi Háskóla Íslands leiðir í ljós að Háskólinn á talsvert í land með að njóta sömu fjárveitinga og sambærilegir erlendir skólar og það stendur starfi hans fyrir þrifum. Innlent 14.11.2005 22:15 Skuldir lækka um milljarð Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt í gær. Stefnt er að lækkun skulda og töluverður afgangur verður af rekstrinum. Innlent 14.11.2005 22:15 Samningar í hættu semjist ekki í kvöld Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að góður gangur sé í viðræðum forsendunefndarinnar. Nefndin þarf að ná niðurstöðu fyrir miðnætti í kvöld ef ekki á að koma til uppsagna kjarasamninga og hugsanlega verkfalla. Innlent 14.11.2005 22:15 Brotist inn í íbúð í austurborginni Brotist var inn í íbúð í austurborginni í um sexleytið í kvöld. Innbrotsþjófurinn eða -þjófarnir spenntu upp glugga og höfðu á brott með sér tölvu og heimilissíma. Ekki er vitað hver þar að verki en lögregla leitar þjófanna. Innlent 14.11.2005 22:49 Birtir til í viðræðum Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, er bjartsýnn eftir fund forsendunefndar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins í kvöld. Hann telur góðar líkur á að samkomulag náist á milli aðila áður en frestur forsendunefndar rennur út annað kvöld. Forsendunefndin mun funda áfram á morgun og fulltrúar ASÍ funda einnig með ráðherrum ríkisstjórnarinnar á morgun. Innlent 14.11.2005 22:04 Þriðji ársfjórðungur sá besti í sögu Actavis Hagnaður lyfjafyrirtækisins Actavis nam 1,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi og er sá besti í sögu fyrirtækisins eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá því. Hagnaðurinn jókst um nær tvo þriðju miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður félagsins fyrstu níu mánuði ársins, fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, nam rúmum 6,9 milljörðum króna miðað við 6,2 milljarða á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 14.11.2005 21:26 Segir eftirlitsnefnd FF ekki taka of vægt á afbrotum Eftirlitsnefnd Félags fasteignasala hefur áminnt tvo fasteignasala á því rúma ári sem hún hefur starfað, en enginn hefur verið sviptur löggildingu. Formaðurinn telur nefndina alls ekki taka of vægt á þeim sem brjóta af sér og segir rangt að fimmtíu mál bíði afgreiðslu. Innlent 14.11.2005 18:40 Hyggjast lækka fasteignaskatta og holræsagjöld Fasteignaskattur og holræsagjöld í Reykjavík verða lækkuð samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Hreinar skuldir borgarsjóðs eiga samt að lækka um fimmtung og rekstrarafgangur að verða 1,4 milljarðar króna. Innlent 14.11.2005 18:31 Vilja láta úrskurða um hæfi ráðherra til að skipa saksóknara Verjendur sakborninga í Baugsmálinu krefjast þess að héraðsdómur úrskurði um hæfi dómsmálaráðherra til að skipa sérstakan saksóknara í málinu. Þeir eru sannfærðir um að orðið verði við kröfum þeirra. Innlent 14.11.2005 18:26 Er herinn að fara? Hvaða skilaboð fólust í orðum forsætisráðherra um varnarsamstarfið fyrir helgi? Er verið að búa þjóðina undir að samningar um varnir landsins takist ekki? Formaður Samfylkingarinnar vildi fá svör við þessum spurningum á Alþingi í dag. Innlent 14.11.2005 20:16 Innflytjendaráð sett á laggirnar Innflytjendaráð sem tryggja á að innflytjendur aðlagist íslensku samfélagi sem best verður sett á laggirnar í vikunni. Innlent 14.11.2005 20:08 Allt kapp lagt á að bjarga kjarasamningum Allt kapp er nú lagt á að bjarga kjarasamningum á vinnumarkaði áður en ögurstund rennur upp á morgun. Fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins stefna á kvöldfund og ríkisstjórnin er tilbúin að funda með aðilum. Innlent 14.11.2005 20:01 Svartur flekkur á himnum Daglega laust fyrir klukkan fimm má sjá stóran, svartan flekk á himninum við Fossvog, en þar eru starrar á ferð á leiðinni í náttstað. Innlent 14.11.2005 19:52 Vestmannaeyjar og Reykjanesbær verst stöddu bæjarfélögin Vestmannaeyjar og Reykjanesbær eru verst stöddu bæjarfélög landsins, en Bessastaðahreppur og Akranes þau best stöddu. Þetta sést þegar rýnt er í ársreikninga sveitarfélaganna. Innlent 14.11.2005 18:40 Banaslys í álverinu í Straumsvík Banaslys varð í álverinu í Straumsvík í dag þegar tæplega fertugur karlmaður féll átján metra ofan af þaki kerskála. Talið er að hann hafi látist samstundis. Maðurinn starfaði hjá vertakafyrirtæki sem sá um viðgerðir á þakklæðingu á kerskálanum. Innlent 14.11.2005 18:21 Landsbankinn kaupir evrópskt verðbréfafyrirtæki Landsbankinn hefur fengið leyfi til að kaupa evrópska verðbréfafyrirtækið Kepler Equities, en það hét áður Julius Bår Brokerage. Landsbankinn gerði tilboð í fyrirtækið í semptember og voru kaupin háð skilyrðum um samþykki eftirlitsaðila í Frakklandi, Sviss og á Íslandi. Innlent 14.11.2005 17:03 Bílgreinasambandið 35 ára Bílgreinasambandið var með dagskrá í dag vegna þrjátíu og fimm ára afmælis félagsins. Dagskráin fór fram á Hótel Nordica. Þar voru kynntar helstu nýjungar á vef félagsins www.bgs.is jafnframt því sem opnaður var sérstakur bílavefur Morgunblaðsins og bílaumboðanna. Innlent 14.11.2005 17:31 Skuldir borgarsjóðs lækka sem og þjónustugjöld Hreinar skuldir borgarsjóðs Reykjavíkur munu lækka um 1,1 milljarð króna og heildarskuldir borgarsjóðs um 8,2 milljarða á næsta ári, samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2006 sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri mælir fyrir á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur á morgun. Innlent 14.11.2005 16:32 Vinnuslys við álverið í Straumsvík Alvarlegt vinnuslys varð upp úr hálf þrjú í dag í Álverinu í Straumsvík. Verktaki sem vann að viðgerðum á þakklæðningu álvesins, féll ofan af þaki verksmiðjunnar. Maðurinn var fluttur samstundis á slysadeild. Lögregla og Vinnueftirlitið rannsaka nú tildrög slyssins. Innlent 14.11.2005 16:24 Atvinnuleysi ekki verið minna síðan 2001 Í októbermánuði síðastliðnum voru skráðir fjörutíu og sex þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu. Það jafngildir því að ríflega tvö þúsund manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í einstökum mánuði síðan í október 2001. Innlent 14.11.2005 15:57 Afskipti ríkisins orsakavaldurinn Stjórn Vefmiðlunar ehf., sem rekur nokkur af stærri vefsvæðum landsins, segir afskipti ríkisins af fjármögnun og rekstri Farice-sæstrengsins hafa haft ráðandi áhrif á þann vandræðagangs fyrirtækisins sem orðið hefur í Skotlandi undanfarið. Innlent 14.11.2005 14:07 Atvinnuleysi í október með því minnsta í fjögur ár Atvinnuleysi var alls 1,4% í október. Ekki hefur mælst svo lítið atvinnuleysi í stökum mánuði í fjögur ár eða síðan í október árið 2001. Innlent 14.11.2005 13:37 Tvö útköll hjá Landsbjörgu um helgina Tvö útköll voru hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu um helgina. Á föstudagsmorgun var björgunarskipið Húnabjörg kallað út frá Skagaströnd vegna togbáts sem staddur var norðaustan undir Óðinsboða við Reykjafjörð. Innlent 14.11.2005 13:09 Efast um óhlutdrægni ráðherra vegna skrifa hans Aðalverjandi í Baugsmálinu segir að sakborningar hafi ástæðu til að efast um óhlutdrægni dómsmálaráðherra í málinu í ljósi skrifa hans um Baug og þá sem verið hafa í forsvari fyrir félagið á undanförnum árum. Verjendur krefjast þess að Héraðsdómur úrskurði að þeir fái aðgang að tölvugögnum málsins. Innlent 14.11.2005 13:04 Iceland Express bætir við sig vélum Iceland Express hefur gert samning við svissneskt flugfélag um leigu á vélum og áhöfnum frá mars á næsta ári. Þrjár vélar af gerðinni MD-90 verða í ferðum fyrir Iceland Express en vélarnar og áhafnir þeirra koma frá flugfélaginu Hello sem hóf rekstur fyrir rétt rúmu ári. Innlent 14.11.2005 12:11 Íslendingar greiði viðbótarkostnað Bandaríska sendiráðið hér á landi segist ekki hafa upplýsingar um það að svo stöddu hvort bandaríska varnarmálaráðuneytið vilji að Íslendingar standi straum af öllum viðbótarkostnaði vegna veru varnarliðsins hér á landi. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í gær að hún hefði heimildir fyrir því að Bandaríkjamenn færu fram á að Íslendingar greiddu allan umframkostnað sem hlytist sérstaklega af vörnum þeirra hér. Innlent 14.11.2005 12:00 Voksne mennesker kom, sá og sigraði Dagur Kári sópaði að sér Edduverðlaunum í gærkvöldi þegar kvikmynd hans, Voksne Mennesker fékk Edduna sem mynd ársins, fyrir bestu leikstjórn, besta handritið og bestu tónlistina. Innlent 14.11.2005 10:49 Ungliðar Vinstri- grænna á Akureyri gagnrýna menntamálaráðherra Ungliðar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði á Akureyri skora á menntamálaráðherra að taka þátt í málefnalegri og samfélagslegri umræðu um skerðingu náms til stúdentsprófs og samræmd stúdentspróf. Þetta var samþykkt á fundi ungliðahreyfingarinnar í síðustu viku. Innlent 14.11.2005 10:19 Metár í útgáfu atvinnuleyfa Aldrei áður í sögunni hafa verið gefin út jafnmörg atvinnuleyfi hér á landi og það sem af er þessu ári. Morgunblaðið greinir frá því í dag að útgefin atvinnuleyfi séu nú orðinn rúmlega 4800 á þessu ári, en til samanburðar voru gefin út rúmlega 3700 atvinnuleyfi allt árið í fyrra. Innlent 14.11.2005 08:10 Aðalmeðferð í Baugsmálinu ákveðin í dag Taka á fyrir þau átta ákæruatriði sem eftir standa í Baugsmálinu í dag og verður aðalmeðferð í málinu væntanlega ákveðin í dag. Fyrirtakan nú er sú fyrsta frá því hæstiréttur ákvað að vísa 32 af 40 ákæruliðum á hendur forsvarsmönnum Baugs og endurskoðendum frá dómi í haust. Innlent 14.11.2005 08:07 « ‹ ›
Fær minna fé en erlendir skólar Nýbirt úttekt sérfræðinga innan Samtaka evrópskra háskóla sem falið var að gera almenna úttekt á starfi Háskóla Íslands leiðir í ljós að Háskólinn á talsvert í land með að njóta sömu fjárveitinga og sambærilegir erlendir skólar og það stendur starfi hans fyrir þrifum. Innlent 14.11.2005 22:15
Skuldir lækka um milljarð Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt í gær. Stefnt er að lækkun skulda og töluverður afgangur verður af rekstrinum. Innlent 14.11.2005 22:15
Samningar í hættu semjist ekki í kvöld Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að góður gangur sé í viðræðum forsendunefndarinnar. Nefndin þarf að ná niðurstöðu fyrir miðnætti í kvöld ef ekki á að koma til uppsagna kjarasamninga og hugsanlega verkfalla. Innlent 14.11.2005 22:15
Brotist inn í íbúð í austurborginni Brotist var inn í íbúð í austurborginni í um sexleytið í kvöld. Innbrotsþjófurinn eða -þjófarnir spenntu upp glugga og höfðu á brott með sér tölvu og heimilissíma. Ekki er vitað hver þar að verki en lögregla leitar þjófanna. Innlent 14.11.2005 22:49
Birtir til í viðræðum Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, er bjartsýnn eftir fund forsendunefndar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins í kvöld. Hann telur góðar líkur á að samkomulag náist á milli aðila áður en frestur forsendunefndar rennur út annað kvöld. Forsendunefndin mun funda áfram á morgun og fulltrúar ASÍ funda einnig með ráðherrum ríkisstjórnarinnar á morgun. Innlent 14.11.2005 22:04
Þriðji ársfjórðungur sá besti í sögu Actavis Hagnaður lyfjafyrirtækisins Actavis nam 1,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi og er sá besti í sögu fyrirtækisins eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá því. Hagnaðurinn jókst um nær tvo þriðju miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður félagsins fyrstu níu mánuði ársins, fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, nam rúmum 6,9 milljörðum króna miðað við 6,2 milljarða á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 14.11.2005 21:26
Segir eftirlitsnefnd FF ekki taka of vægt á afbrotum Eftirlitsnefnd Félags fasteignasala hefur áminnt tvo fasteignasala á því rúma ári sem hún hefur starfað, en enginn hefur verið sviptur löggildingu. Formaðurinn telur nefndina alls ekki taka of vægt á þeim sem brjóta af sér og segir rangt að fimmtíu mál bíði afgreiðslu. Innlent 14.11.2005 18:40
Hyggjast lækka fasteignaskatta og holræsagjöld Fasteignaskattur og holræsagjöld í Reykjavík verða lækkuð samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Hreinar skuldir borgarsjóðs eiga samt að lækka um fimmtung og rekstrarafgangur að verða 1,4 milljarðar króna. Innlent 14.11.2005 18:31
Vilja láta úrskurða um hæfi ráðherra til að skipa saksóknara Verjendur sakborninga í Baugsmálinu krefjast þess að héraðsdómur úrskurði um hæfi dómsmálaráðherra til að skipa sérstakan saksóknara í málinu. Þeir eru sannfærðir um að orðið verði við kröfum þeirra. Innlent 14.11.2005 18:26
Er herinn að fara? Hvaða skilaboð fólust í orðum forsætisráðherra um varnarsamstarfið fyrir helgi? Er verið að búa þjóðina undir að samningar um varnir landsins takist ekki? Formaður Samfylkingarinnar vildi fá svör við þessum spurningum á Alþingi í dag. Innlent 14.11.2005 20:16
Innflytjendaráð sett á laggirnar Innflytjendaráð sem tryggja á að innflytjendur aðlagist íslensku samfélagi sem best verður sett á laggirnar í vikunni. Innlent 14.11.2005 20:08
Allt kapp lagt á að bjarga kjarasamningum Allt kapp er nú lagt á að bjarga kjarasamningum á vinnumarkaði áður en ögurstund rennur upp á morgun. Fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins stefna á kvöldfund og ríkisstjórnin er tilbúin að funda með aðilum. Innlent 14.11.2005 20:01
Svartur flekkur á himnum Daglega laust fyrir klukkan fimm má sjá stóran, svartan flekk á himninum við Fossvog, en þar eru starrar á ferð á leiðinni í náttstað. Innlent 14.11.2005 19:52
Vestmannaeyjar og Reykjanesbær verst stöddu bæjarfélögin Vestmannaeyjar og Reykjanesbær eru verst stöddu bæjarfélög landsins, en Bessastaðahreppur og Akranes þau best stöddu. Þetta sést þegar rýnt er í ársreikninga sveitarfélaganna. Innlent 14.11.2005 18:40
Banaslys í álverinu í Straumsvík Banaslys varð í álverinu í Straumsvík í dag þegar tæplega fertugur karlmaður féll átján metra ofan af þaki kerskála. Talið er að hann hafi látist samstundis. Maðurinn starfaði hjá vertakafyrirtæki sem sá um viðgerðir á þakklæðingu á kerskálanum. Innlent 14.11.2005 18:21
Landsbankinn kaupir evrópskt verðbréfafyrirtæki Landsbankinn hefur fengið leyfi til að kaupa evrópska verðbréfafyrirtækið Kepler Equities, en það hét áður Julius Bår Brokerage. Landsbankinn gerði tilboð í fyrirtækið í semptember og voru kaupin háð skilyrðum um samþykki eftirlitsaðila í Frakklandi, Sviss og á Íslandi. Innlent 14.11.2005 17:03
Bílgreinasambandið 35 ára Bílgreinasambandið var með dagskrá í dag vegna þrjátíu og fimm ára afmælis félagsins. Dagskráin fór fram á Hótel Nordica. Þar voru kynntar helstu nýjungar á vef félagsins www.bgs.is jafnframt því sem opnaður var sérstakur bílavefur Morgunblaðsins og bílaumboðanna. Innlent 14.11.2005 17:31
Skuldir borgarsjóðs lækka sem og þjónustugjöld Hreinar skuldir borgarsjóðs Reykjavíkur munu lækka um 1,1 milljarð króna og heildarskuldir borgarsjóðs um 8,2 milljarða á næsta ári, samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2006 sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri mælir fyrir á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur á morgun. Innlent 14.11.2005 16:32
Vinnuslys við álverið í Straumsvík Alvarlegt vinnuslys varð upp úr hálf þrjú í dag í Álverinu í Straumsvík. Verktaki sem vann að viðgerðum á þakklæðningu álvesins, féll ofan af þaki verksmiðjunnar. Maðurinn var fluttur samstundis á slysadeild. Lögregla og Vinnueftirlitið rannsaka nú tildrög slyssins. Innlent 14.11.2005 16:24
Atvinnuleysi ekki verið minna síðan 2001 Í októbermánuði síðastliðnum voru skráðir fjörutíu og sex þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu. Það jafngildir því að ríflega tvö þúsund manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í einstökum mánuði síðan í október 2001. Innlent 14.11.2005 15:57
Afskipti ríkisins orsakavaldurinn Stjórn Vefmiðlunar ehf., sem rekur nokkur af stærri vefsvæðum landsins, segir afskipti ríkisins af fjármögnun og rekstri Farice-sæstrengsins hafa haft ráðandi áhrif á þann vandræðagangs fyrirtækisins sem orðið hefur í Skotlandi undanfarið. Innlent 14.11.2005 14:07
Atvinnuleysi í október með því minnsta í fjögur ár Atvinnuleysi var alls 1,4% í október. Ekki hefur mælst svo lítið atvinnuleysi í stökum mánuði í fjögur ár eða síðan í október árið 2001. Innlent 14.11.2005 13:37
Tvö útköll hjá Landsbjörgu um helgina Tvö útköll voru hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu um helgina. Á föstudagsmorgun var björgunarskipið Húnabjörg kallað út frá Skagaströnd vegna togbáts sem staddur var norðaustan undir Óðinsboða við Reykjafjörð. Innlent 14.11.2005 13:09
Efast um óhlutdrægni ráðherra vegna skrifa hans Aðalverjandi í Baugsmálinu segir að sakborningar hafi ástæðu til að efast um óhlutdrægni dómsmálaráðherra í málinu í ljósi skrifa hans um Baug og þá sem verið hafa í forsvari fyrir félagið á undanförnum árum. Verjendur krefjast þess að Héraðsdómur úrskurði að þeir fái aðgang að tölvugögnum málsins. Innlent 14.11.2005 13:04
Iceland Express bætir við sig vélum Iceland Express hefur gert samning við svissneskt flugfélag um leigu á vélum og áhöfnum frá mars á næsta ári. Þrjár vélar af gerðinni MD-90 verða í ferðum fyrir Iceland Express en vélarnar og áhafnir þeirra koma frá flugfélaginu Hello sem hóf rekstur fyrir rétt rúmu ári. Innlent 14.11.2005 12:11
Íslendingar greiði viðbótarkostnað Bandaríska sendiráðið hér á landi segist ekki hafa upplýsingar um það að svo stöddu hvort bandaríska varnarmálaráðuneytið vilji að Íslendingar standi straum af öllum viðbótarkostnaði vegna veru varnarliðsins hér á landi. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í gær að hún hefði heimildir fyrir því að Bandaríkjamenn færu fram á að Íslendingar greiddu allan umframkostnað sem hlytist sérstaklega af vörnum þeirra hér. Innlent 14.11.2005 12:00
Voksne mennesker kom, sá og sigraði Dagur Kári sópaði að sér Edduverðlaunum í gærkvöldi þegar kvikmynd hans, Voksne Mennesker fékk Edduna sem mynd ársins, fyrir bestu leikstjórn, besta handritið og bestu tónlistina. Innlent 14.11.2005 10:49
Ungliðar Vinstri- grænna á Akureyri gagnrýna menntamálaráðherra Ungliðar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði á Akureyri skora á menntamálaráðherra að taka þátt í málefnalegri og samfélagslegri umræðu um skerðingu náms til stúdentsprófs og samræmd stúdentspróf. Þetta var samþykkt á fundi ungliðahreyfingarinnar í síðustu viku. Innlent 14.11.2005 10:19
Metár í útgáfu atvinnuleyfa Aldrei áður í sögunni hafa verið gefin út jafnmörg atvinnuleyfi hér á landi og það sem af er þessu ári. Morgunblaðið greinir frá því í dag að útgefin atvinnuleyfi séu nú orðinn rúmlega 4800 á þessu ári, en til samanburðar voru gefin út rúmlega 3700 atvinnuleyfi allt árið í fyrra. Innlent 14.11.2005 08:10
Aðalmeðferð í Baugsmálinu ákveðin í dag Taka á fyrir þau átta ákæruatriði sem eftir standa í Baugsmálinu í dag og verður aðalmeðferð í málinu væntanlega ákveðin í dag. Fyrirtakan nú er sú fyrsta frá því hæstiréttur ákvað að vísa 32 af 40 ákæruliðum á hendur forsvarsmönnum Baugs og endurskoðendum frá dómi í haust. Innlent 14.11.2005 08:07