Innlent

Fær minna fé en erlendir skólar

Háskólarektor Kristín Ingólfsdóttir segir þessa þriðju úttekt á Háskóla Íslands á tæpum tveimur árum vera gott tæki til að bæta innra starf skólans.
Háskólarektor Kristín Ingólfsdóttir segir þessa þriðju úttekt á Háskóla Íslands á tæpum tveimur árum vera gott tæki til að bæta innra starf skólans.

Nýbirt úttekt sérfræðinga innan Samtaka evrópskra háskóla sem falið var að gera almenna úttekt á starfi Háskóla Íslands leiðir í ljós að Háskólinn á talsvert í land með að njóta sömu fjárveitinga og sambærilegir erlendir skólar og það stendur starfi hans fyrir þrifum.

Er þetta þriðja úttektin á Háskóla Íslands á tveimur árum og segir Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor að þær sýni allar að skólinn sé þrátt fyrir allt á góðri leið og þegar sé hafið starf innan skólans við að koma á þeim umbótum sem mælt er með í úttektunum þremur. "Þarna koma fram ábendingar um hvað betur megi fara í innra starfi skólans og við því höfum við þegar brugðist og munum halda því áfram."

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ítrekaði að úttektin sýndi að staða Háskóla Íslands væri þrátt fyrir allt sterk. "Það er vilji ríkisstjórnarinnar að styðja dyggilega við þann stórhug sem stjórnendur skólans hafa um að koma honum á næstu árum í fremstu röð háskóla í heiminum og við höfum verið að auka það fjármagn sem hann fær á síðustu árum. Það sést á þeim fjárlögum sem nú liggja fyrir og í framtíðinni er ætlunin að halda þeim stuðningi áfram."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×