Innlent

Fréttamynd

Aðeins helmingur þingmanna mætti til Eyja

Ekki voru nema fimmtíu prósent heimtur í heimsókn Suðurkjördæmisþingmanna til Vestmannaeyja því aðeins fimm þingmenn mættu, að því er fram kemur á vef Eyjafrétta. Þeir sem komu eru Kjartan Ólafsson, Hjálmar Árnason, Magnús Þór Hafsteinsson, Lúðvík Bergvinsson og Guðjón Hjörleifsson.

Innlent
Fréttamynd

Nýr samningur um sjúkraflug á Akureyri

Á morgun mun Jón Kristjánsson ráðherra undirrita samning um sjúkraflutninga á svæði Heilsugæslunnar á Akureyri milli Slökkviliðs Akureyrar og Heilbrigðisráðuneytisins. Í samningnum er gert ráð fyrir aukinni þjónustu vegna sjúkraflutninga á svæði Heilsugæslunnar á Akureyri þ.e tveir mannaðir sjúkrabílar allan sólarhringinn.

Innlent
Fréttamynd

Langbesta afkoma FL-Group til þessa

Hagnaður FL Group fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins var rúmir 8 milljarðar króna, samanborið við 3,4 milljarða króna hagnað á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Að teknu tilliti til skatta var hagnaður tímabilsins tæpir 6,6 milljarðar króna, samanborið við 2,8 milljarða króna fyrir sama tímabil í fyrra. Afkoman er í samræmi við tilkynningu félagsins frá 23. október síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Mannréttindaskrifstofa vill rannsókn á fangaflugi

Mannréttindaskrifstofa Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af fréttum um að flugvélar sem notaðar eru til leynilegra fangaflutninga hafi farið um íslenska lofthelgi og haft Ísland sem viðkomustað á leið sinni til landa þar sem pyndingum er beitt við yfirheyrslur. Hið algera bann við pyndingum og illri meðferð í þjóðarétti felur einnig í sér algert bann við að flytja fanga til ríkis þar sem hætta er á að hann verði pyndaður eða látinn sæta grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð.

Innlent
Fréttamynd

Alfreð hættur í stjórnmálum

Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn í áratugi og núverandi formaður Orkuveitu Reykjavíkur, hefur ákveðið að hætta í stjórnmálum næsta vor. Það verða því leiðtogaskipti hjá flokknum í borginni í borgarstjórnarkosningunum næsta vor.

Innlent
Fréttamynd

Segja mismunun felast í eingreiðslu

Sambandsstjórnarfundur Samiðnar lýsir yfir megnustu óánægju sinni með samkomulag forsendunefndar ASÍ og SA um útdeilingu á sérstakri eingreiðslu. Þetta kemur fram í ályktun sem Samiðn hefur sent frá sér. Fundarmenn telja að sú mismunun sem í eingreiðslunni felist vera einsdæmi í sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvarstjóri ráðinn fyrir Kárahnjúkavirkjun

Georg Þór Pálsson rafmagnstæknifræðingur hefur verið ráðinn stöðvarstjóri Kárahnjúkavirkjunar. Hann vinnur nú sem aðstoðarstöðvarstjóri á Þjórsársvæði en hefur starfað hjá Landsvirkjun undanfarin fjögur ár. Gert er ráð fyrir að Georg hefji störf fyrir austan í lok ágústmánaðar á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Félagsmenn ánægðir með starfsemi SÍB

Viðhorfskönnun SÍB, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, sýnir að lang flestir félagsmenn eru ánægðir með starfsemi samtakanna, starfsumhverfi félagsmanna er gott, en vinnuálag er mikið. Félagsmenn telja sig einnig þurfa meiri tíma til að uppfæra menntun sína. Bæði bankarnir og sambandið standa sig vel í að kynna námsframboð en starfsmenn fjármálafyrirtækja hafa minni tækifæri en æskilegt er til að auka persónulega hæfni sína. Starfsmenn eru almennt ánægðir með yfirmenn og samband sitt við samstarfsmenn

Innlent
Fréttamynd

Fræðimenn heiðraðir

Tveir íslenskir fræðimenn, Jónas Kristjánsson og Svavar Sigmundsson, voru nýlega heiðraðir með veglegum verðlaunum frá Kungliga Gustav Adolfs Akademien í Uppsölum. Jónas hlaut verðlaun úr sjóði sem kenndur er við Nils Ahnlund, Svavar úr sjóði Torsten Janckes. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á árshátíð akademíunnar í hinni fornu konungshöll í Uppsölum 6. nóvember s.l. Á myndinni sem fylgir hér með sjást fræðimennirnir, Svavar og Jónas, að athöfn lokinni.

Innlent
Fréttamynd

Heilbrigðisráðherra skipar framkvæmdanefnd

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur skipað framkvæmdanefnd um byggingu nýs Landspítala sem á að hafa yfirumsjón með undirbúningi framkvæmda og mannvirkjagerð á lóð spítalans. Þetta var ákveðið eftir að ríkisstjórnin tilkynnti að 18 milljörðum af söluandvirði Símans yrði varið til byggingar nýs spítala.

Innlent
Fréttamynd

ÖBÍ fagnar samþykkt ríkisstjórnar um eingreiðslu

Öryrkjabandalag Íslands fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að öryrkjar, ellilífeyrisþegar og fólk á atvinnuleysisskrá fái eingreiðslu í samræmi við það sem um var samið á almennum vinnumarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Innlent
Fréttamynd

Raforkurverð breytist líklega lítið

Raforkuverð mun líklega breytast lítið þegar ný raforkulög taka gildi um áramótin. Söluhluti raforkunnar er aðeins fimm til átta prósent af verðinu, að sögn talsmanns Orkuveitu Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan á hraðri uppleið

Úrvalsvísitalan er á hraðri uppleið í Kauphöllinni og vísitalan hefur hækkað um hátt í fimmtíu prósent í ár, meira en nokkru sinni fyrr. Hún hefur aldrei verið jafn há og engin lækkun er fyrirsjáanleg, að sögn forstjóra Kauphallarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Flughált á Hrafnseyrarheiði og Klettshálsi

Flughált er á Hrafnseyrarheiði og Klettshálsi. Hálkublettir eru á Vesturlandi og Vestfjörðum en háka á fjallvegum. Hálka og hálkublettir eru á Norður-, Norðaustur- og Austurlandi. Hálkublettir eru frá Breiðdalsvík að Kvískerjum. Greiðfært er um Suðurland.

Innlent
Fréttamynd

Eingreiðsla einnig til öryrkja og ellilífeyrisþega

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að öryrkjar, ellilífeyrisþegar og aðilar á atvinnuleysisskrá muni fá eingreiðslu þá sem aðilar vinnumarkaðarins sömdu um sín í milli fyrr í vikunni. Eingreiðslan reiknast sem álag á tekjutryggingu. Miðað er við að greiðslan komi til útborgunar 1. desember næst komandi.

Innlent
Fréttamynd

370 milljóna viðsnúningur hjá Reykjanesbæ

Hagnaður Reykjanesbæjar á þessu ári verður um hundrað og sextíu milljónir króna, samkvæmt nýendurskoðaðri fjárhagsáætlun bæjarins. Það er viðsnúningur upp á þrjú hundruð og sjötíu milljónir króna frá síðasta ári þegar tap bæjarins var rúmar tvö hundrað milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla yfirbugaði mann með hníf

Snarráðir lögreglumenn yfurbuguðu vopnaðann mann í annarlegu ástandi í nótt og afvopnuðu hann. Þeir höfðu verið kallaðir að húsi í austurborginni vegna hávaða úr hljómtækjum eins íbúans.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á hreindýr

Ekið var á hreindýr í Lóni á Hornafirði í vikunni en engin meiðsl urðu á fólki. Ekki er óalgengt að tugir eða hundruðir hreindýra haldi sig saman í hópum. Þegar jörð tekur að frjósa á hálendinu þá minnkar æti þeirra og þau færa sig niður á láglendi.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir vopnað rán

Hilmar Ragnarsson, sem ásamt öðrum manni framdi vopnað rán í SPRON í Hátúni fyrir tæpum tveimur árum, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi. Vitorðsmaður hans er ófundinn.

Innlent
Fréttamynd

Hundar bíta bréfbera

Borið hefur á því að heimilishundar bíti bréfbera Íslandspósts. Af því tilefni sendi fyrirtækið frá sér auglýsingu með yfirskriftinni "Bítur hundurinn þinn?" og hvatti landsmenn til að tjóðra hundana sína utandyra og halda þeim frá bréfalúgum.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað börn slösuðust við fall úr kerru

100 börn slösuðust á síðasta ári við fall úr innkaupakerrum í matvöruverslunum og sum þeirra alvarlega. Lýðheilsustöðin, Árvekni og Slysavarnafélagið Landsbjörg blása nú til herferðar til að fækka slíkum slysum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja réttinn til vatns í stjórnarskrána

Vatn er mannréttindi en ekki verslunarvara segir í yfirlýsingu tólf samtaka sem vilja fá ákvæði í stjórnarskrá sem tryggi rétt fólks til vatns og komi í veg fyrir að það verði bundið eignarrétti einstaklinga.

Innlent
Fréttamynd

Kirkjan hefur ekki gert upp hug sinn

Biskup Íslands segir þjóðkirkjuna ekki hafa myndað sér skoðun á því hvort hún vilji gefa saman samkynhneigð pör. En séra Bjarni Karlsson segist ekki þurfa annað en leyfi Alþingis, kirkjan sé ekki her sem bíði eftir skipunum herforingja.

Innlent
Fréttamynd

Slasaðist á höfði í bílveltu

Karlmaður fékk höfuðáverka þegar vikurflutningabíll sem hann var á valt við Þorlákshöfn um klukkan fimm í dag. Hann er nú til eftirlits á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi en mun spjara sig vel að sögn læknis á vakt.

Innlent
Fréttamynd

Fjórar vélar Devon hingað

CIA-vélin, Casa 235 vél í eigu Devon Holding and Leasing, er ein fjögurra véla þess fyrirtækis sem lent hafa hér á landi í það minnsta níu sinnum.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta skip af fjórum afhent

Svartfoss er nýjasta kaupskip íslenska flotans. Skipið er afar sérhæft og fyrsta nýsmíðin af þessu tagi í heiminum í tæpa tvo áratugi.

Innlent
Fréttamynd

Ekki allir ASÍ félagar fá eingreiðslu í desember

Þeir ASÍ félagar sem skipt hafa um vinnu á árinu fá aðeins hluta af tuttugu og sex þúsund króna eingreiðslu sem kveður á um í samkomulagi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins. Hagfræðingur ASÍ segir að í samkomulaginu felist hlutir sem til framtíðar séð geti gefið félagsmönnum mikið.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú ár fyrir nauðgun

Karlmaður var í dag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar í Hæstarétti fyrir að nauðga fyrrum sambýliskonu sinni á heimili hennar auk umferðarlaga- og fíkniefnabrota.

Innlent
Fréttamynd

Góð rekstrarafkoma Hafnarfjarðarbæjar

Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í morgun, fimmtudaginn 17. nóvember, var lagt fram 9 mánaða uppgjör Hafnarfjarðarbæjar. Niðurstöðurnar eru jákvæðar fyrir bæjarfélagið og gefa fyrirheit um góða afkomu bæjarins.

Innlent