Innlent Segir Seðlabankann taka mið af rangri vísitölu Í nýlegri greiningu norska bankans Skagen Fondene er vaxtastefna Seðlabanka Íslands gagnrýnd og sögð ýta undir ójafnvægi á fjármálamörkuðum. Óeðlilegt sé að taka mið af verðbólgu með húsnæðisverði. Seðlabankinn, sem í dag birtir ákvörðun um stýrivexti, segir gagnrýnina óréttmæta. Viðskipti innlent 29.3.2006 16:30 Ísland fjórða tæknivæddasta ríki heims Ísland er í fjórða sæti af 115 yfir tæknivæddustu ríki heims samkvæmt lista sem Alþjóða efnahagsráðið (WEF) tók saman, og lækkar um tvö sæti milli ára. Viðskipti innlent 29.3.2006 16:29 Sparisjóður Skagafjarðar selur stofnfé Sparisjóður Skagafjarðar, sem áður nefndist Sparisjóður Hólahrepps, tapaði þrettán milljónum króna á síðasta ári samanborið við sex milljóna króna tap árið áður. Eigið fé sparisjóðsins nam um 42 milljónum í árslok og voru heildareignir 652 milljónir. Viðskipti innlent 29.3.2006 16:29 Mikið um sinuelda af mannavöldum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fjórum sinnum í kvöld vegna sinuelda sem kviknað höfðu af manna völdum. Sinueldarnir, sem kveiktir voru í Hafnarfirði og Breiðholti, voru allir smáeldar sem greiðlega gekk að slökkva. Innlent 29.3.2006 22:56 Eldur á veitingastaðnum Strikinu Slökkvilið Akureyrar var kallað út á níunda tímanum í kvöld vegna reyks sem lagði úr vegg í eldhúsi veitingastaðarins Strikið á Akureyri. Veitingastaðurinn var rýmdur sökum þessa en ekki reynist vera um mikinn eld að ræða og var engum hætta búin. Járnplötur voru rifnar frá veggnum og reyndust vera smávægilegar skemmdir í veggnum þar sem eldurinn hafði kviknað. Innlent 29.3.2006 22:49 Munur á ævilengd karla og kvenna minnkar enn Munur á ævilengd karla og kvenna hér á landi minnkar enn. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þá er Ísland með lægstu tíðni yfir ungbarnadauða í heiminum. Innlent 29.3.2006 22:33 Óánægja með frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur ekki samþykkt frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Óánægja er innan flokksins með hvernig staðið var að kynningu frumvarpsins en málið var rætt á þingflokksfundi nú undir kvöldið. Innlent 29.3.2006 22:20 Mikill áhugi fyrir listdansi hér á landi Það vantar ekki listdansáhugann hjá nemendum Stúdentadansflokksins sem samhliða dansnáminu stunda allir krefjandi háskólanám. Stúdentadansflokkurinn var stofnaður formlega 1. febrúar síðastliðinn en það er Margrét Anna Einarsdóttir sem á veg og vanda að stofnun hans. Innlent 29.3.2006 22:09 Aflaheimildir af norsk-íslenskri síld hækka um 35,22% Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að hækka aflaheimildir af norsk-íslenskri síld um 35,22 prósent á þessu ári. Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu segir að í ljósi þess að ekkert bendi til þess að Norðmenn muni endurskoða ákvörðun sína um aflaheimildir í norsk-íslenskri síld árið 2006 hafi þessi ákvörðun verið tekin. Innlent 29.3.2006 20:21 Gögn styðja ekki Vilhjálm segir Ríkisendurskoðun Ríkisendurskoðun telur sig hafa fengið óyggjandi upplýsingar og gögn sem hreki fullyrðingar Vilhjálms Bjarnasonar um að þýski bankinn Hauck og Afhauser hafi ekki getað átt hlut í Búnaðarbankanum í gegnum Eglu. Innlent 29.3.2006 18:50 Landsbjörg í gæslueftirlit Landhelgisgæslan á í viðræðum við björgunarsveitir landsins um þátttöku þeirra í eftirliti á íslensku hafsvæði. Aðmíráll bandarísku strandgæslunnar hafði óvænt viðdvöl hér á landi í gær og ræddi við forstjóra gæslunnar um samstarf. Innlent 29.3.2006 18:45 Annað setuverkfall í næstu viku Einungis grunnþörfum heimilisfólks var sinnt á átta dvalarheimilum aldraðra í dag vegna setuverkfalls ófaglærðra starfsmanna. Annað setuverkfall hefur verið boðað í næstu viku sem standa á í tvo sólarhringa. Innlent 29.3.2006 18:36 Níu ökumenn teknir fyrir hraðakstur Umferðarmál voru stærsti málaflokkur liðinnar viku hjá lögreglunni á Hvolsvelli líkt og endranær. Níu ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðaksturs og tilkynnt var um tvær bílveltur. Ökumenn og farþegar sluppu með minniháttar meiðsl en bílarnir eru mikið skemmdir. Innlent 29.3.2006 18:34 Upplýsingablaða gefið út um Fjarðarbyggð Sveitafélagið Fjarðarbyggð hefur gefið úr sérstakt blað um sveitafélagið í rúmlega 60.000 eintökum. Í blaðinu er sagt frá þeirri uppbyggingu sem á sér stað í sveitafélaginu en í júní í sumar, þegar Mjóafjarðarhreppur, Austurbyggð og Fáskrúðsfjarðarhreppur sameinast undir nafninu Fjarðarbyggð, þá verður sveitafélagið fjölmennasta sveitafélagið á Austurlandi. Innlent 29.3.2006 18:27 Ófært á nokkrum stöðum á landinu Vegagerðin varar við ófærð á nokkrum stöðum á landinu. Ófært er yfir Klettsháls á Vestfjörðum en þar er stórhríð. Þá er komin stórhríð á Steingrímsfjarðarheiði og Eyrarfjalli í Ísafjarðardjúpi. Á Norður- og Austurlandi er víða éljagangur, skafrenningur og hálka en víða er leiðinlegt ferðaveður. Ófært er um Breiðdalsheiði og Öxi á Austurlandi. Innlent 29.3.2006 18:19 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald vegna ráns í Mosfellsbæ Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa framið rán, í félagi við tvo aðra, í bensínafgreiðslustöð í Mosfellsbæ síðastliðið sunnudagskvöld. Maðurinn var einn þegar hann réðst til atlögu en hann er grunaður um að hafa numið á brott með sér á milli 50.000 til 60.000 krónur í reiðufé. Það er mat lögreglu að rannsóknarhagsmunir séu það ríkir á þessu stigi málsins og hinn grunaði geti torveldað rannsókn málsins fái hann að ganga laus á meðan á rannsókn stendur. Hinn grunaði skal því sæta gæsluvarðhaldi fram til 3. apríl næstkomandi. Innlent 29.3.2006 17:45 Fallist á stækkun Hellisheiðarvirkjunnar Skipulagsstofnun hefur fallist á fyrirhugaða stækkun Hellisheiðarvirkjunnar með sjö skilyrðum. Úrskurður stofnunarinnar er samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og má finna í heild sinni á heimasíðu Skipulagsstofnuar; www. skipulag.is. Úrskurðinn má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur fram til 2. maí næstkomandi. Innlent 29.3.2006 17:21 Óskað eftir tilnefningum til jafnréttisverðlauna Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisverðlauna Reykjavíkurborgar sem veitt verða 1. maí næstkomandi en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á því sem vel er gert og vera hvatning þeim sem vinna ötullega að jafnréttismálum. Innlent 29.3.2006 17:13 Komum í Kvennaathvarfið fjölgaði á síðasta ári Komum í Kvennaathvarfið fjölgaði á síðasta ári miðað við fyrri ár. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Samtaka um kvennaathvarf fyrir árið 2005. Þar kemur einnig fram að aukningin gefi til kynna að kynbundið ofbeldis sé enn stórt vandamál í samfélaginu og það fari ekki minnkandi. Innlent 29.3.2006 17:10 Gott að búa í Skagafirði Níu af hverjum tíu íbúum í Skagafirði eru ánægðir með að búa í Skagafirðinum. Þetta kemur fram í könnun sem IMG-Gallup vann fyrir sveitafélagið nýverið og var úrtakið 1200 manns. Íbúar eru almennt mjög ánægðir með þjónustu sveitafélagsins líkt og leik-, grunn- og framhaldsskóla. Innlent 29.3.2006 17:00 Nýr sendiherrabústaður opnaður í Berlín Geir H. Haarde utanríkisráðherra opnaði formlega nýjan sendiherrabústað í Berlín í gær. Það eru arkitektarnir Hjördís Sigurgísladóttir og Dennis Davíð Jóhannesson sem teiknuðu húsið en þau hlutu fyrstu verðlaun fyrir tillögu sína í opinni samkeppni árið 2003. Innlent 29.3.2006 16:56 Hagnaður Eskju 40 milljónir Eskja hf á Eskifirði var rekin með 40 milljón króna hagnaði á síðasta ári. Tekjur félagsins námu 2855 milljónum og lækka nokkuð á milli ára. Rekstrargjöld voru 2152 milljónir og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 703 milljónum sem er um 4% lækkun frá fyrra ári. Viðskipti innlent 29.3.2006 16:33 Upplýsingasíða um fuglaflensu opnuð í dag Upplýsingasíða um fuglaflensu hefur verið opnuð en það er Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sem hefur umsjón með síðunni í umboði borgarstjóra Reykjavíkur og bæjarstjóra sex sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Slóð síðunnar er fugleflensa.is en markmið með síðunni er að auðvelda fólki aðgang að réttum upplýsingum um fuglaflensu, hvað sé verið að gera, hvað beri að varast og hvers megi vænta ef fuglaflensan berst hingað til landsins. Innlent 29.3.2006 15:58 Áfrýja ákvörðun um afnám hámarkstaxta Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra hefur áfrýjað ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um afnám hámarkstaxta leigubifreiða til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Þá hyggst leigubílastöðin Hreyfill sækja um undanþágu til eftirlitsins til að halda áfram að styðjast við samræmda gjaldskrá Innlent 29.3.2006 15:56 Starfshópur gerir tillögur að tryggu netsambandi Samgönguráðherra hefur skipað starfshóp sem gera á tillögu að því hvernig tryggja megi varanetsamband við útlönd í framtíðinni. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, Samfylkingunni, um hvernig tryggja ætti netsamband við útlönd. Innlent 29.3.2006 15:08 Skammvinnt rafmagnsleysi við Elliðavatn Rafmagnslaust varð í byggðum við Elliðavatn um hálftvö eftir að grafið var í háspennustreng í Norðlingaholti. Rafmagnslaust varð í húsum við Hvörf og Vöð enstarfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur voru snöggir að kippa málum í liðinn og var rafmagn aftur komið á um hálfri klukkustund eftir að rafmagnslaust varð. Innlent 29.3.2006 14:03 Óttast að starfsemi Byggðastofnunar verði fyrir bí Þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi óttast að starfsemi Byggðastofnunar verði lögð af með nýju frumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra um sameiningu stofnunarinnar og fleiri stofnana í Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þrátt fyrir að bankarnir hafi aukið lánastarfsemi sína úti á landi séu veik svæði sem stofnun eins og Byggðastofnun verði að sinna. Innlent 29.3.2006 13:51 Háspennubilun í Norðlingaholti Háspennubilun varð í Norðlingaholti fyrir stundu. Rafmagnslaust er í byggðum við Elliðavatn, í Vöðum og Hvörfum. Í tilkynningu frá Orkuveitunni kemur fram að leit að biluninni standi yfir og verði rafmagni komið á eins fljótt og auðið er. Innlent 29.3.2006 13:58 Áhugi á samstarfi tengist brottflutningi Varnarliðsins Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, telur aukinn áhuga yfirmanns bandarísku strandgæslunnar á samstarfi við Landhelgisgæsluna, vera í samhengi við brottflutning Varnarliðsins héðan. Georg var með skömmum fyrirvara boðaður til fundar við yfirmann strangdgæslunnar í gær. Innlent 29.3.2006 12:17 Ekkert nýtt komið fram í gögnum Vilhjálms Ríkisendurskoðun telur ekkert koma fram í gögnum Vilhjálms Bjarnasonar, aðjúnkts við Háskóla Íslands, vegna sölu ríkisins á hlut sínum í Búnaðarbankanum sem styðji þær víðtæku ályktanir sem Vilhjálmur dragi af gögnum. Þetta kemur fram í athugasemdum sem Ríkisendurskoðun hefur sent formanni fjárlaganefndar vegna málsins. Innlent 29.3.2006 12:40 « ‹ ›
Segir Seðlabankann taka mið af rangri vísitölu Í nýlegri greiningu norska bankans Skagen Fondene er vaxtastefna Seðlabanka Íslands gagnrýnd og sögð ýta undir ójafnvægi á fjármálamörkuðum. Óeðlilegt sé að taka mið af verðbólgu með húsnæðisverði. Seðlabankinn, sem í dag birtir ákvörðun um stýrivexti, segir gagnrýnina óréttmæta. Viðskipti innlent 29.3.2006 16:30
Ísland fjórða tæknivæddasta ríki heims Ísland er í fjórða sæti af 115 yfir tæknivæddustu ríki heims samkvæmt lista sem Alþjóða efnahagsráðið (WEF) tók saman, og lækkar um tvö sæti milli ára. Viðskipti innlent 29.3.2006 16:29
Sparisjóður Skagafjarðar selur stofnfé Sparisjóður Skagafjarðar, sem áður nefndist Sparisjóður Hólahrepps, tapaði þrettán milljónum króna á síðasta ári samanborið við sex milljóna króna tap árið áður. Eigið fé sparisjóðsins nam um 42 milljónum í árslok og voru heildareignir 652 milljónir. Viðskipti innlent 29.3.2006 16:29
Mikið um sinuelda af mannavöldum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fjórum sinnum í kvöld vegna sinuelda sem kviknað höfðu af manna völdum. Sinueldarnir, sem kveiktir voru í Hafnarfirði og Breiðholti, voru allir smáeldar sem greiðlega gekk að slökkva. Innlent 29.3.2006 22:56
Eldur á veitingastaðnum Strikinu Slökkvilið Akureyrar var kallað út á níunda tímanum í kvöld vegna reyks sem lagði úr vegg í eldhúsi veitingastaðarins Strikið á Akureyri. Veitingastaðurinn var rýmdur sökum þessa en ekki reynist vera um mikinn eld að ræða og var engum hætta búin. Járnplötur voru rifnar frá veggnum og reyndust vera smávægilegar skemmdir í veggnum þar sem eldurinn hafði kviknað. Innlent 29.3.2006 22:49
Munur á ævilengd karla og kvenna minnkar enn Munur á ævilengd karla og kvenna hér á landi minnkar enn. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þá er Ísland með lægstu tíðni yfir ungbarnadauða í heiminum. Innlent 29.3.2006 22:33
Óánægja með frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur ekki samþykkt frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Óánægja er innan flokksins með hvernig staðið var að kynningu frumvarpsins en málið var rætt á þingflokksfundi nú undir kvöldið. Innlent 29.3.2006 22:20
Mikill áhugi fyrir listdansi hér á landi Það vantar ekki listdansáhugann hjá nemendum Stúdentadansflokksins sem samhliða dansnáminu stunda allir krefjandi háskólanám. Stúdentadansflokkurinn var stofnaður formlega 1. febrúar síðastliðinn en það er Margrét Anna Einarsdóttir sem á veg og vanda að stofnun hans. Innlent 29.3.2006 22:09
Aflaheimildir af norsk-íslenskri síld hækka um 35,22% Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að hækka aflaheimildir af norsk-íslenskri síld um 35,22 prósent á þessu ári. Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu segir að í ljósi þess að ekkert bendi til þess að Norðmenn muni endurskoða ákvörðun sína um aflaheimildir í norsk-íslenskri síld árið 2006 hafi þessi ákvörðun verið tekin. Innlent 29.3.2006 20:21
Gögn styðja ekki Vilhjálm segir Ríkisendurskoðun Ríkisendurskoðun telur sig hafa fengið óyggjandi upplýsingar og gögn sem hreki fullyrðingar Vilhjálms Bjarnasonar um að þýski bankinn Hauck og Afhauser hafi ekki getað átt hlut í Búnaðarbankanum í gegnum Eglu. Innlent 29.3.2006 18:50
Landsbjörg í gæslueftirlit Landhelgisgæslan á í viðræðum við björgunarsveitir landsins um þátttöku þeirra í eftirliti á íslensku hafsvæði. Aðmíráll bandarísku strandgæslunnar hafði óvænt viðdvöl hér á landi í gær og ræddi við forstjóra gæslunnar um samstarf. Innlent 29.3.2006 18:45
Annað setuverkfall í næstu viku Einungis grunnþörfum heimilisfólks var sinnt á átta dvalarheimilum aldraðra í dag vegna setuverkfalls ófaglærðra starfsmanna. Annað setuverkfall hefur verið boðað í næstu viku sem standa á í tvo sólarhringa. Innlent 29.3.2006 18:36
Níu ökumenn teknir fyrir hraðakstur Umferðarmál voru stærsti málaflokkur liðinnar viku hjá lögreglunni á Hvolsvelli líkt og endranær. Níu ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðaksturs og tilkynnt var um tvær bílveltur. Ökumenn og farþegar sluppu með minniháttar meiðsl en bílarnir eru mikið skemmdir. Innlent 29.3.2006 18:34
Upplýsingablaða gefið út um Fjarðarbyggð Sveitafélagið Fjarðarbyggð hefur gefið úr sérstakt blað um sveitafélagið í rúmlega 60.000 eintökum. Í blaðinu er sagt frá þeirri uppbyggingu sem á sér stað í sveitafélaginu en í júní í sumar, þegar Mjóafjarðarhreppur, Austurbyggð og Fáskrúðsfjarðarhreppur sameinast undir nafninu Fjarðarbyggð, þá verður sveitafélagið fjölmennasta sveitafélagið á Austurlandi. Innlent 29.3.2006 18:27
Ófært á nokkrum stöðum á landinu Vegagerðin varar við ófærð á nokkrum stöðum á landinu. Ófært er yfir Klettsháls á Vestfjörðum en þar er stórhríð. Þá er komin stórhríð á Steingrímsfjarðarheiði og Eyrarfjalli í Ísafjarðardjúpi. Á Norður- og Austurlandi er víða éljagangur, skafrenningur og hálka en víða er leiðinlegt ferðaveður. Ófært er um Breiðdalsheiði og Öxi á Austurlandi. Innlent 29.3.2006 18:19
Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald vegna ráns í Mosfellsbæ Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa framið rán, í félagi við tvo aðra, í bensínafgreiðslustöð í Mosfellsbæ síðastliðið sunnudagskvöld. Maðurinn var einn þegar hann réðst til atlögu en hann er grunaður um að hafa numið á brott með sér á milli 50.000 til 60.000 krónur í reiðufé. Það er mat lögreglu að rannsóknarhagsmunir séu það ríkir á þessu stigi málsins og hinn grunaði geti torveldað rannsókn málsins fái hann að ganga laus á meðan á rannsókn stendur. Hinn grunaði skal því sæta gæsluvarðhaldi fram til 3. apríl næstkomandi. Innlent 29.3.2006 17:45
Fallist á stækkun Hellisheiðarvirkjunnar Skipulagsstofnun hefur fallist á fyrirhugaða stækkun Hellisheiðarvirkjunnar með sjö skilyrðum. Úrskurður stofnunarinnar er samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og má finna í heild sinni á heimasíðu Skipulagsstofnuar; www. skipulag.is. Úrskurðinn má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur fram til 2. maí næstkomandi. Innlent 29.3.2006 17:21
Óskað eftir tilnefningum til jafnréttisverðlauna Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisverðlauna Reykjavíkurborgar sem veitt verða 1. maí næstkomandi en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á því sem vel er gert og vera hvatning þeim sem vinna ötullega að jafnréttismálum. Innlent 29.3.2006 17:13
Komum í Kvennaathvarfið fjölgaði á síðasta ári Komum í Kvennaathvarfið fjölgaði á síðasta ári miðað við fyrri ár. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Samtaka um kvennaathvarf fyrir árið 2005. Þar kemur einnig fram að aukningin gefi til kynna að kynbundið ofbeldis sé enn stórt vandamál í samfélaginu og það fari ekki minnkandi. Innlent 29.3.2006 17:10
Gott að búa í Skagafirði Níu af hverjum tíu íbúum í Skagafirði eru ánægðir með að búa í Skagafirðinum. Þetta kemur fram í könnun sem IMG-Gallup vann fyrir sveitafélagið nýverið og var úrtakið 1200 manns. Íbúar eru almennt mjög ánægðir með þjónustu sveitafélagsins líkt og leik-, grunn- og framhaldsskóla. Innlent 29.3.2006 17:00
Nýr sendiherrabústaður opnaður í Berlín Geir H. Haarde utanríkisráðherra opnaði formlega nýjan sendiherrabústað í Berlín í gær. Það eru arkitektarnir Hjördís Sigurgísladóttir og Dennis Davíð Jóhannesson sem teiknuðu húsið en þau hlutu fyrstu verðlaun fyrir tillögu sína í opinni samkeppni árið 2003. Innlent 29.3.2006 16:56
Hagnaður Eskju 40 milljónir Eskja hf á Eskifirði var rekin með 40 milljón króna hagnaði á síðasta ári. Tekjur félagsins námu 2855 milljónum og lækka nokkuð á milli ára. Rekstrargjöld voru 2152 milljónir og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 703 milljónum sem er um 4% lækkun frá fyrra ári. Viðskipti innlent 29.3.2006 16:33
Upplýsingasíða um fuglaflensu opnuð í dag Upplýsingasíða um fuglaflensu hefur verið opnuð en það er Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sem hefur umsjón með síðunni í umboði borgarstjóra Reykjavíkur og bæjarstjóra sex sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Slóð síðunnar er fugleflensa.is en markmið með síðunni er að auðvelda fólki aðgang að réttum upplýsingum um fuglaflensu, hvað sé verið að gera, hvað beri að varast og hvers megi vænta ef fuglaflensan berst hingað til landsins. Innlent 29.3.2006 15:58
Áfrýja ákvörðun um afnám hámarkstaxta Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra hefur áfrýjað ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um afnám hámarkstaxta leigubifreiða til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Þá hyggst leigubílastöðin Hreyfill sækja um undanþágu til eftirlitsins til að halda áfram að styðjast við samræmda gjaldskrá Innlent 29.3.2006 15:56
Starfshópur gerir tillögur að tryggu netsambandi Samgönguráðherra hefur skipað starfshóp sem gera á tillögu að því hvernig tryggja megi varanetsamband við útlönd í framtíðinni. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, Samfylkingunni, um hvernig tryggja ætti netsamband við útlönd. Innlent 29.3.2006 15:08
Skammvinnt rafmagnsleysi við Elliðavatn Rafmagnslaust varð í byggðum við Elliðavatn um hálftvö eftir að grafið var í háspennustreng í Norðlingaholti. Rafmagnslaust varð í húsum við Hvörf og Vöð enstarfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur voru snöggir að kippa málum í liðinn og var rafmagn aftur komið á um hálfri klukkustund eftir að rafmagnslaust varð. Innlent 29.3.2006 14:03
Óttast að starfsemi Byggðastofnunar verði fyrir bí Þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi óttast að starfsemi Byggðastofnunar verði lögð af með nýju frumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra um sameiningu stofnunarinnar og fleiri stofnana í Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þrátt fyrir að bankarnir hafi aukið lánastarfsemi sína úti á landi séu veik svæði sem stofnun eins og Byggðastofnun verði að sinna. Innlent 29.3.2006 13:51
Háspennubilun í Norðlingaholti Háspennubilun varð í Norðlingaholti fyrir stundu. Rafmagnslaust er í byggðum við Elliðavatn, í Vöðum og Hvörfum. Í tilkynningu frá Orkuveitunni kemur fram að leit að biluninni standi yfir og verði rafmagni komið á eins fljótt og auðið er. Innlent 29.3.2006 13:58
Áhugi á samstarfi tengist brottflutningi Varnarliðsins Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, telur aukinn áhuga yfirmanns bandarísku strandgæslunnar á samstarfi við Landhelgisgæsluna, vera í samhengi við brottflutning Varnarliðsins héðan. Georg var með skömmum fyrirvara boðaður til fundar við yfirmann strangdgæslunnar í gær. Innlent 29.3.2006 12:17
Ekkert nýtt komið fram í gögnum Vilhjálms Ríkisendurskoðun telur ekkert koma fram í gögnum Vilhjálms Bjarnasonar, aðjúnkts við Háskóla Íslands, vegna sölu ríkisins á hlut sínum í Búnaðarbankanum sem styðji þær víðtæku ályktanir sem Vilhjálmur dragi af gögnum. Þetta kemur fram í athugasemdum sem Ríkisendurskoðun hefur sent formanni fjárlaganefndar vegna málsins. Innlent 29.3.2006 12:40