Innlent

Fréttamynd

Formaður Lögmannafélagsins: „Hreinlega orða vant að lesa þessi ummæli“

Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, segir samfélagið þjást af skorti á skilningi á störfum lögmanna. Berglind var viðmælandi Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni þar sem hún ræddi störf lögmanna í kjölfar umræðu um mál sem snýr að ummælum um Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann í Facebook-hópnum "Karlar gera merkilega hluti.“

Innlent
Fréttamynd

Formenn stjórnarflokkanna funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um fiskeldismál

Formenn stjórnarflokka ríkisstjórnarinnar funduðu í gær með bæjarstjóra Vesturbyggðar og oddvita Tálknafjarðarbæjar. Tilefni fundarins var að ræða stöðuna sem nú er uppi hjá fiskeldisfyrirtækjum í sveitarfélögunum tveimur en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti fyrr í vikunni rekstrarleyfi fyrirtækjanna til fiskeldis á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn sveitarfélaganna sátu einnig fundinn.

Innlent
Fréttamynd

Mosfellsheiði opnuð á ný

Bílvelta varð á Mosfellsheiði á fimmta tímanum í dag þar sem bifreið með fjórum farþegum hafnaði á hvolfi utan vegar.

Innlent
Fréttamynd

Nábrókin dregur til sín fé og seldist fljótt

Málverk af Bjarna Benediktssyni að klæða sig í nábrók, sem þjóðsagan segir að geti aflað mönnum fjár, átti ekki upp á pallborðið hjá húsráðendum í Hannesarholti þar sem myndlistarmaðurinn Þrándur Þórarinsson opnar sýningu á morgun. Myndin er hins vegar vinsæl og hefur nú þegar verið seld.

Innlent
Fréttamynd

Einar Sæmundsen ráðinn í stöðu þjóðgarðsvarðar

Einar Á. E. Sæmundsen var í dag ráðinn í stöðu þjóðgarðsvarðar. Það var samþykkt á fundi Þingvallanefndar fyrr í dag. Einar hefur gegnt stöðu þjóðgarðsvarðar síðastliðið ár en Ólafur Örn Haraldsson, forveri hans í starfi, lét af störfum sökum aldurs.

Innlent
Fréttamynd

Ný breiðfylking að myndast innan verkalýðshreyfingarinnar

Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm

Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Dyraverðir vilja fá betri búnað til að bregðast við ofbeldi

Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur vilja njóta aukins frelsis og aukinna réttinda í starfi sínu. Meðal þess sem þeir vilja er víkkun á starfssvæði þeirra og heimild til þess að notast við handjárn við störf sín, sem fela oft í sér að yfirbuga eða taka niður þá gesti skemmtistaða sem þykja sýna af sér óæskilega eða ógnandi hegðun.

Innlent