Lög og regla

Fréttamynd

Smyglaði fíkniefnum átta sinnum í fangelsið

Fangavörðurinn sem handtekinn var fyrir að smygla fíkniefnum inn í fangelsið á Litla-Hrauni hefur játað að hafa, gegn peningagreiðslu, í alls átta skipti, frá því hann hóf störf við sumarafleysingar s.l. vor, flutt fíkniefni inn í fangelsið. Hald hefur verið lagt á peninga á bankareikningi fangavarðarins. Þá hafa 5 menn játað að hafa afhent fangaverðinum fíkniefni til að flytja inn í fangelsið. Þrír þeirra eru fyrrverandi fangar á Litla-Hrauni.

Innlent
Fréttamynd

Fíkniefni fundust við tollaeftirlit í Norrænu

Fíkniefni fundust við hefðbundið tollaeftirlit í Norrænu á Seyðisfirði í gær. Fram kemur a vef lögreglunnar að kveðnir hafi verið upp úrskurðir í málinu um gæsluvarðhald í fjórar vikur í Héraðsdómi Austurlands.

Innlent
Fréttamynd

Gistu fangageymslur vegna ölvunar

Nokkrir gistu í fangageymslu lögreglunnar í Reykjavík vegna ölvunar í gær og nótt. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að tveir piltar hafi verið handteknir við skemmtistað þar sem annar braut þar rúðu til að komast inn en hinn var með ólæti en báðir voru þeir verulega ölvaðir.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla minnir á breyttan útivistartíma barna

Lögreglan í Reykjavík minnir foreldra á að útivistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. september. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20 en 13 til 16 ára unglingar til klukkan 22. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í Hampiðjuhúsinu í tvígang

Slökkviliðið fór í tvígang að húsi Hampiðjunnar við Brautarholt í Reykjavík þar sem kveikt hafði verið í. Eldurinn var ekki mikill en reykur töluverður og þurfti því tvívegis að reykræsta húsið í gærdag. Hampiðjuhúsið hýsti síðast galleríið og listasmiðjuna Klink og bank en er nú vatns- og rafmagnslaust þar sem til stendur að rífa það.

Innlent
Fréttamynd

Öldruð kona lést eftir að hafa orðið fyrir bíl

Kona á áttræðisaldri lést í gær eftir að hafa orðið fyrir bíl í Keflavík í gærdag. Eftir slysið var hún flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en vegna þess hve alvarleg meiðsl hennar voru var hún flutt á slysadeild Landspítalans þar sem hún var síðan úrskurðuð látin. Þetta er sjöunda banaslysið í umferðinni í ágústmánuði og það átjánda á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Erill hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt

Nokkur erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í gærkvöld og nótt vegna mikillar ölvunar í miðbænum. Þurftu þónokkrir að leita á slysadeild vegna áverka eftir slagsmál en enginn þeirra var þó alvarlega slasaður.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla í eftirför á Kjalvegi í gær

Lögreglan á Blönduósi lenti í háskalegri eftirför á hálendinu í gær þar sem hún var við eftirlit. Í frétt frá lögreglunni kemur fram við Áfangafell, sem er við Blöndulón, hafi hún komið auga á jeppabifreið sem ekið var á miklum hraða suður Kjalveg.

Innlent
Fréttamynd

Flugvél BA hélt áfram ferð sinni í gærkvöld

Flugvélin frá British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á sjöunda tímanum í gærkvöld vegna reyks í farþegarými hélt áfram ferð sinni í gærkvöld eftir að búið var að rannsaka vélina. Farþegar fóru aldrei frá borði.

Innlent
Fréttamynd

Slapp lifandi eftir að hafa verið hrint fyrir lest

Það þykir ganga nærri kraftaverki að tuttugu og sex ára gamalla heimilislaus Íslendingur hafi sloppið lifandi þegar honum var hrint fyrir lest á Nörreport-stöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Fram kemur á fréttavef Politiken hann það hafi orðið honum til happs að hann lenti á milli járnbrautateina og því keyrði lest sem kom aðvífandi ekki beint á hann.

Innlent
Fréttamynd

Slasaður sjómaður í togara úti fyrir Ingólfshöfða

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, lent fyrir stundu með slasaðan sjómann á Landspítalanum í Fossvogi. Maðurinn mun hafa fallið ofan í lest togara sem staddur var úti fyrir Ingólfshöfða og var þyrlan send af stað laust fyrir klukkan sjö í morgun. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan mannsins eða um hvað skip er að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Berst fyrir lífi sínu í brasilísku fangelsi

Tuttugu og þriggja ára Íslendingur, Hlynur Smári Sigurðarson, hefur setið í fangelsi í Brasilíu í tæpa þrjá mánuði fyrir fíkniefnasmygl. Síðan þá hefur hann þurft að verjast nokkrum morðtilraunum. Aðbúnaður í fangelsinu er hræðilegur.

Innlent
Fréttamynd

Sekt fyrir að keyra of hægt

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í gær ökumann á Vesturlandsvegi en sá var með hjólhýsi í eftirdragi. Viðkomandi ók töluvert undir 50 km hraða og á eftir honum myndaðist löng röð bíla. Við þetta skapaðist hættuástand að mati lögreglunnar. Aksturslag sem þetta getur kostað viðkomandi ökumann tíu þúsund krónur í sekt og tvo punkta í ökuferilsskrá.

Innlent
Fréttamynd

Styrkir Alcoa til samfélagsverkefna á Austurlandi 150 milljónir

Upplýsingafulltrúi Alcoa telur hugsanlegt að þakka megi Alcoa aukinn árangur lögreglunnar á Austfjörðum í fíkniefnamálum, vegna styrks sem fyrirtækið veitti tveimur lögreglumönnum þaðan til að sækja námskeið hjá lögreglunni á Flórída í Bandaríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Lýðheilsustofnun lætur lögfræðinga kanna lögmætið

Lýðheilsustöð hefur ákveðið að láta lögfræðinga sína skoða lögmæti þess að gefa sígarettur í beinni útsendinu. Útvarpsstöðin XFM hefur í allan dag verið að gefa forsýningarmiða á myndina "Takk fyrir að reykja" (Thank You For Smoking) sem verður frumsýnd á föstudag í Smárabíói og Regnboganum. Boðsmiðarnir sem gefnir hafa verið gilda á sérstaka forsýningu á fimmtudag í Smárabíói en útvarpsstöðin lét sígarettu fylgja hverjum miða.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla lýsir eftir vitnum

Lögreglan í Keflavík óskar eftir að komast í samband við unga stúlku sem var ein af fyrstu vegfarendum sem komu að umferðarslysinu skammt utan við Sandgerði á miðvikudagskvöld, þar sem tveir menn létust. Einnig óskar lögreglan eftir að ná tali af fólki sem hugsanlega varð vitni að slysinu eða var komið á vettvang þess áður en lögregla og björgunarlið komu á slysstað. Fólk getur haft samband við lögregluna í Keflavík í síma 420 2400 eða fengið samband í gegnum Neyðarlínuna í síma 112.

Innlent
Fréttamynd

Gert upp á staðnum

Lögreglan í Árnessýslu býður fólki upp á að ganga frá sektum sínum á fljótlegan og einfaldan hátt. Svo virðist sem ökumenn, sem teknir eru fyrir hin ýmsu umferðarlagabrot á þjóðvegum landssins, fagni því að geta gengið frá málinu á staðnum og greitt sektina með debet- eða kreditkorti.

Innlent
Fréttamynd

Gætu þurft að fresta afplánun einhverra dóma

Fangelsi landsins eru yfirfull og ef fram heldur sem horfir þurfa fangelsisyfirvöld að fresta afplánun dóma sumra manna vegna plássleysis. Norrænir fangelsisstjórar ræða meðal annars leiðir til að senda erlenda fanga til síns heima til afplánunar og reyna þannig að taka á vandanum.

Innlent
Fréttamynd

Á 116 kílómetra hraða á Sæbraut

Lögregla stöðvaði vélhjólamann á Sæbraut í Reykjavík um miðnætti, eftir að hann hafði mælst á 116 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetar. Hann var auk þess með farþega á hjólinu. Fjögurra kílómetra hraða vantaði upp á að hann væri á tvöföldum hámarkshraða, en þá hefði hann misst ökuréttindin.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvuðu vinnu á byggingarsvæði álvers

Hópur fólk sem er andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar stöðvaði í morgun vinnu á byggingarsvæði Bechtel og Alcoa á Reyðarfirði til þess að láta í ljós andstöðu sína við virkjuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum.

Innlent
Fréttamynd

Gripinn eftir tvö innbrot í apótek

Lögreglan í Reykjavík handtók í nótt mann sem brotist hafði inn í tvö apótek í Breiðholti, fyrst við Álfabakka og síðan við Iðufell þar sem hann var handtekinn. Ekki fanst mikið af lyfjum á honum en lögregla telur að hann hafi allt eins falið eitthvað utandyra og gistir þjófurinn fangageymslur.

Innlent
Fréttamynd

Slasaðist í veltu á Fljótsdalsheiði

Ökumaður var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hann missti stjórn á bíl sínum á Fljótsdalsheiði í gær með þeim afleiðingum að bíllinn valt og er gerónýtur.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að aka niður lögregluþjóna

Ökumaður á aflmiklum bíl gerði tilraun til að aka niður tvo lögrelgumenn á Neshaga í Reykjavík í nótt. Þeir köstuðu sér frá á síðustu stundu en bíllinn lenti utan í öðrum lögreglumanninum,sem slapp ómeiddur, en við það brotnaði baksýnisspegill af bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Varð ekki meint af eiturgufum

Mennirnir tveir sem fluttir voru á slysadeild eftir að hafa andað að sér eiturgufum í nýbyggingu IKEA í Garðabæ í morgun hafa verið útskrifaðir. Gufurnar mynduðust í slysi þar sem akrílgrunnur sem notaður er á gólf blandaðist við herði í röngum hlutföllum.

Innlent
Fréttamynd

Gekk of langt segir yfirlögregluþjónn

Arna Scram, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að félaginu hafi ekki borist neinar kvartanir vegna samstuðs myndatökumanns og lögreglu á Egilsstöðum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Þétt umferð heim í gærkvöldi

All nokkur umferð var um þjóðvegi landsins í gærkvöld og í nótt þegar fyrstu ferðalangarnir tóku að snúa heim af skemmtunum Verslunarmannahelgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Veittist að Árna Johnsen

Þjóðhátíðargestur veittist að Árna Johnsen í brekkusöngnum í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og hrifsaði af honum hljóðnemann. Litlu mátti muna að illa færi þegar flugeldur fór í tjald þar sem inni voru þrjú börn auk annarra.

Innlent