Baldur Thorlacius

Fréttamynd

Áunnin andúð á á-orðinu

Haustið 2008 bættist nýtt orð á lista bannorða á íslenskum fjármálamarkaði. Orð sem þótti frá og með þeim tíma svo hræðilegt og dónalegt að það mátti varla segja það upphátt. Orð sem varð að hálfgerðum Voldemort fjármálageirans. Orðið er áhætta.

Skoðun
Fréttamynd

Markaður fyrir köngu­lær

Ég hef lengi haft þá tilgátu að köngulær borði eitt og eitt skordýr til þess eins að koma í veg fyrir að við útrýmum þeim. 

Skoðun
Fréttamynd

Eigendastefna ríkisins

Bent hefur verið á að það væri æskilegt að uppfæra eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki áður en sú vegferð er hafin að selja hlut ríkisins í bönkunum.

Skoðun
Fréttamynd

Lögleiðing hópfjármögnunar með sölu hlutabréfa

Fyrir um tveimur árum var gerð afar mikilvæg breyting á reglum um sölu verðbréfa til almennings, svokölluð almenn útboð, sem fáir hafa nýtt sér og furðu lítið hefur farið fyrir. Kalla mætti almenn útboð eins konar hópfjármögnun með sölu verðbréfa.

Skoðun
Fréttamynd

Gleymdi hóp­fjár­mögnunar­vett­vangurinn

Á síðastliðnum árum hafa svokallaðir hópfjármögnunarvettvangar rutt sér til rúms, hér á landi sem og erlendis, við góðan orðstír. Í krafti fjöldans hafa mörg fyrirtæki, og jafnvel einstaklingar, náð að stíga sín fyrstu skref í framleiðslu eða listrænni sköpun fyrir tilstuðlan slíkra vettvanga og virðist ekkert lát vera á.

Skoðun
Fréttamynd

Um meintar rangfærslur

Í Fréttablaðinu 25. ágúst sl. birtist grein eftir Helga Sigurðsson (Rangfærslur), þar sem hann brást við grein eftir undirritaða sem birt var deginum áður í sama miðli. Umtalsefnið var dómur Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans og afstaða Kauphallarinnar til þeirra viðskipta sem dómurinn fjallaði um, en umbjóðandi Helga hlaut dóm í því máli.

Skoðun
Fréttamynd

Litið í eigin barm

Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. júlí sl. (Að líta í eigin barm) gerði Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður að umtalsefni gagnrýni Kauphallarinnar á viðskiptahætti á hlutabréfamarkaði í aðdraganda hrunsins. Finnst honum sem Kauphöllin gagnrýni nú viðskiptahætti sem hún áður viðurkenndi sem góða og gilda.

Skoðun
Fréttamynd

Hlutabréfaútboð – hvert skal stefna?

Endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar hefur að flestu leyti gengið mjög vel, en frá og með árinu 2009 hafa 12 félög verið skráð í Kauphöllina og alls hafa um 90 milljarðar króna safnast í hlutafjárútboðum í aðdraganda skráninga.

Skoðun
Fréttamynd

Óopinber gögn

Þessi grein er ekki opinber. Í það minnsta ekki í skilningi laga um verðbréfaviðskipti og reglugerðar um upplýsingagjöf og tilkynningarskyldu sem sett er á grundvelli sömu laga.

Skoðun
Fréttamynd

„Wall Street“ og kauphallirnar

Wall Street er nafn á götu í fjármálahverfi New York borgar og er yfirleitt notað sem samheiti yfir fjármálageirann í Bandaríkjunum. Að nota orðið kauphöll yfir alla starfsemi sem fer fram innan Wall Street er aftur á móti ekki góð hugtakanotkun og á í reynd sérstaklega illa við þegar fjallað er um tildrög og orsakir fjármálakrísunnar í Bandaríkjunum.

Skoðun
Fréttamynd

Um stöðvun viðskipta

Á síðustu vikum hefur Kauphöllin í tvígang gripið til þess ráðs að stöðva viðskipti með skuldabréf Íbúðalánasjóðs. Í seinna skiptið var það gert í kjölfar viðtals við þingmann í erlendum fjölmiðli, þar sem fram kom að ríkið þyrfti að endursemja um skilmála skuldabréfanna. Ummælin voru birt á sama tíma og ríkisstjórnin fundaði um fjárhagsstöðu og málefni Íbúðalánasjóðs. Fjárhagsstaðan var öllum ljós fyrir fundinn, en markaðsaðilar biðu með mikilli eftirvæntingu eftir fregnum af því hvort ríkisstjórnin hygðist grípa til aðgerða til þess að draga úr skuldbindingu ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs.

Skoðun
Fréttamynd

Hluthafasjálfsvörn

"Most shareholders are galvanized into action only when their rights have been trampled upon, and they would better to be more proactive in the first place" – IR Magazine, júní 2009.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.