Frumútboð og framhjáhöld Baldur Thorlacius skrifar 16. september 2024 12:03 Eins og margir aðrir Íslendingar sat ég límdur við skjáinn að horfa á nýju Netflix þættina um Ashley Madison. Málið þarfnast líklega ekki mikillar upprifjunar, en Ashley Madison er einhverskonar stefnumótasíða fyrir fólk í samböndum til að stunda skipulagt framhjáhald. Árið 2015 láku upplýsingar um notendur síðunnar og rekstur fyrirtækisins, með tilheyrandi fjaðrafoki. Allt er þetta rakið í áðurnefndum þáttum. Það voru ekki framhjáhöldin sjálf eða framtíð sambands myndbandsbloggaranna sem fjallað er um í þáttunum sem fönguðu athygli mína, heldur það sem fram kom um fyrirætlanir félagsins um frumútboð („IPO“). Með frumútboði yrði Ashley Madison skráð í kauphöll, þyrfti að „opna bækurnar“ og birta ítarlegar upplýsingar um reksturinn. Í kjölfar þess yrði almenningi og öðrum fjárfestum gert kleift að kaupa og selja hlutabréf í félaginu. Það er fróðleg æfing að velta því fyrir sér hvort frumútboð og skráning Ashley Madison hefði í reynd gengið í gegn, ef ekki hefði komið til lekans. Í fyrsta lagi hefði félagið þurft að finna viljuga fjárfesta. Af samtímaheimildum að dæma var það hægara sagt en gert. Félagið stefndi á frumútboð í Toronto árið 2010 en náði ekki að heilla fjárfesta, sem voru að sögn hræddir um orðspor sitt. Þegar lekinn átti sér stað, fimm árum síðar, hafði stefnan verið tekin á frumútboð í London. Erfitt er að segja hvort breskir fjárfestar hefðu reynst frjálslyndari en þeir kanadísku eða hvort mikill vöxtur frá árinu 2010 hefði dugað til að fá þá til að líta fram hjá öllu framhjáhaldinu. Orðsporsáhætta útilokar ekki endilega fjárfestingu ef vænt arðsemi er nógu góð. Í öðru lagi hefði félagið þurft að fá fjárfestana til að kaupa hlutabréf. Ekki bara einn heldur marga, helst mjög marga. Það er ákveðin samtrygging í fjöldanum, þegar margir fjárfestar og greiningaraðilar eru að sparka í dekkin aukast líkurnar á því að upp komist um skringilegheit í rekstri fyrirtækis. Og nóg virðist hafa verið um slíkt hjá Ashley Madison, ef eitthvað er að marka þættina. Í þriðja lagi hefði viðkomandi fjármálaeftirlit þurft að staðfesta lýsingu (e. prospectus) Ashley Madison, sem er afar ítarlegt plagg með öllum helstu upplýsingum fyrir fjárfesta, og félagið hefði þurft að standast skráningarskilyrði viðkomandi kauphallar. Þá hefði fjöldi ráðgjafa komið að verkefninu, sem allir hefðu viljað vanda til verka. Eins og starfsemi og ferlum Ashley Madison var lýst í Netflix þáttunum verður því að teljast ólíklegt að félagið hefði komist í gegnum frumútboð og skráningu í kauphöll, með öllu sem það hefði þurft að yfirstíga, en ekki ómögulegt. Það er ástæða fyrir því að skráningu á markað fylgir ákveðinn gæðastimpill, allir ferlar þurfa að vera í topp standi svo fjárfestar fái skýra mynd af rekstrinum. Loks má velta því fyrir sér hvort stjórnendur Ashley Madison hafi í reynd verið að stefna í kauphöll. Fyrirhugað frumútboð er yfirleitt til marks um metnað og traust á eigin fyrirtæki. Af sömu ástæðu eru alltaf einhverjir stjórnendur sem vilja skreyta sig með stolnum fjöðrum, gefa út að þeir stefni á frumútboð til að fegra ásýnd sína. Láta líta út eins og reksturinn sé blómlegur og allir ferlar í topp standi. En í þessu tilfelli stóð keisarinn nakinn, inni hjá eiginkonu nágrannans. Ári eftir lekann sendi stjórn frá sér tilkynningu um að öllum steinum hefði verið velt við og úrbætur gerðar á ferlum og starfsháttum. Það verður því fróðlegt að sjá hvort félagið láti reyna á frumútboð í framtíðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Bíó og sjónvarp Mest lesið Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er að hlusta? Ólafur Þ. Stephensen Fastir pennar Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Eins og margir aðrir Íslendingar sat ég límdur við skjáinn að horfa á nýju Netflix þættina um Ashley Madison. Málið þarfnast líklega ekki mikillar upprifjunar, en Ashley Madison er einhverskonar stefnumótasíða fyrir fólk í samböndum til að stunda skipulagt framhjáhald. Árið 2015 láku upplýsingar um notendur síðunnar og rekstur fyrirtækisins, með tilheyrandi fjaðrafoki. Allt er þetta rakið í áðurnefndum þáttum. Það voru ekki framhjáhöldin sjálf eða framtíð sambands myndbandsbloggaranna sem fjallað er um í þáttunum sem fönguðu athygli mína, heldur það sem fram kom um fyrirætlanir félagsins um frumútboð („IPO“). Með frumútboði yrði Ashley Madison skráð í kauphöll, þyrfti að „opna bækurnar“ og birta ítarlegar upplýsingar um reksturinn. Í kjölfar þess yrði almenningi og öðrum fjárfestum gert kleift að kaupa og selja hlutabréf í félaginu. Það er fróðleg æfing að velta því fyrir sér hvort frumútboð og skráning Ashley Madison hefði í reynd gengið í gegn, ef ekki hefði komið til lekans. Í fyrsta lagi hefði félagið þurft að finna viljuga fjárfesta. Af samtímaheimildum að dæma var það hægara sagt en gert. Félagið stefndi á frumútboð í Toronto árið 2010 en náði ekki að heilla fjárfesta, sem voru að sögn hræddir um orðspor sitt. Þegar lekinn átti sér stað, fimm árum síðar, hafði stefnan verið tekin á frumútboð í London. Erfitt er að segja hvort breskir fjárfestar hefðu reynst frjálslyndari en þeir kanadísku eða hvort mikill vöxtur frá árinu 2010 hefði dugað til að fá þá til að líta fram hjá öllu framhjáhaldinu. Orðsporsáhætta útilokar ekki endilega fjárfestingu ef vænt arðsemi er nógu góð. Í öðru lagi hefði félagið þurft að fá fjárfestana til að kaupa hlutabréf. Ekki bara einn heldur marga, helst mjög marga. Það er ákveðin samtrygging í fjöldanum, þegar margir fjárfestar og greiningaraðilar eru að sparka í dekkin aukast líkurnar á því að upp komist um skringilegheit í rekstri fyrirtækis. Og nóg virðist hafa verið um slíkt hjá Ashley Madison, ef eitthvað er að marka þættina. Í þriðja lagi hefði viðkomandi fjármálaeftirlit þurft að staðfesta lýsingu (e. prospectus) Ashley Madison, sem er afar ítarlegt plagg með öllum helstu upplýsingum fyrir fjárfesta, og félagið hefði þurft að standast skráningarskilyrði viðkomandi kauphallar. Þá hefði fjöldi ráðgjafa komið að verkefninu, sem allir hefðu viljað vanda til verka. Eins og starfsemi og ferlum Ashley Madison var lýst í Netflix þáttunum verður því að teljast ólíklegt að félagið hefði komist í gegnum frumútboð og skráningu í kauphöll, með öllu sem það hefði þurft að yfirstíga, en ekki ómögulegt. Það er ástæða fyrir því að skráningu á markað fylgir ákveðinn gæðastimpill, allir ferlar þurfa að vera í topp standi svo fjárfestar fái skýra mynd af rekstrinum. Loks má velta því fyrir sér hvort stjórnendur Ashley Madison hafi í reynd verið að stefna í kauphöll. Fyrirhugað frumútboð er yfirleitt til marks um metnað og traust á eigin fyrirtæki. Af sömu ástæðu eru alltaf einhverjir stjórnendur sem vilja skreyta sig með stolnum fjöðrum, gefa út að þeir stefni á frumútboð til að fegra ásýnd sína. Láta líta út eins og reksturinn sé blómlegur og allir ferlar í topp standi. En í þessu tilfelli stóð keisarinn nakinn, inni hjá eiginkonu nágrannans. Ári eftir lekann sendi stjórn frá sér tilkynningu um að öllum steinum hefði verið velt við og úrbætur gerðar á ferlum og starfsháttum. Það verður því fróðlegt að sjá hvort félagið láti reyna á frumútboð í framtíðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland.
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar