Hefnd busanna Baldur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2022 07:00 Titill greinarinnar vísar til hinnar stórgóðu kvikmyndar Revenge of the Nerds (þýtt sem Hefnd busanna, höldum okkur við þá hugtakanotkun hér), sem kom út á níunda áratug síðustu aldar. Myndin fjallar í mjög stuttu máli um upprisu busa (e. nerds) í bandarískum háskóla og baráttu þeirra við hóp andstyggilegra íþróttatöffara (e. jocks). Ég biðst velvirðingar á því að spilla fyrir endanum, en busarnir stóðu uppi sem sigurvegarar. Einstaklingar hafa lengi verið hálfgerðir busar á verðbréfamarkaði. Undanskildir, litið niður á þá og ekki boðið í nein partý. Stundum var talað um fjárfestingar einstaklinga sem „dumb money“. Ég ætla að þýða það sem kjánakrónur. En þetta hefur heldur betur verið að breytast. Víða um heim hafa einstaklingar verið að láta til sín taka í verðbréfaviðskiptum. Yfirleitt er það með nokkuð hófstilltum hætti, þar sem fólk er einfaldlega að ráðstafa sparifé sínu og fjárfesta til langs tíma. Á Íslandi höfum við séð þátttöku einstaklinga í hlutabréfaviðskiptum stóraukast, fjöldi einstaklinga sem átti hlutabréf hefur hækkað frá rúmlega 8 þúsund manns árið 2009 í yfir 29 þúsund manns í lok árs 2021. Í ýktustu dæmunum erlendis hafa aftur á móti stórir hópar einstaklinga tekið sig saman og t.d. keypt umfangsmikinn hlut í tilteknum fyrirtækjum sem vogunarsjóðir höfðu tekið stórar skortstöður í. Svo sem í tilfelli GameStop og fleiri fyrirtækja – eins og ég skrifaði um fyrir ári síðan. Þar var ekki um að ræða kjánakrónur heldur þaulskipulagða og nokkuð vel ígrundaða fjárfestingu hóps einstaklinga sem notaði spjallþræði og samfélagsmiðla til að samræma aðgerðir sínar. Og það virkaði (a.m.k. að einhverju leyti). Kokhraustir vogunarsjóðsstjórar hrökkluðust til baka með skottið á milli lappanna. Rétt eins og íþróttatöffararnir í Hefnd busanna. Caitlin McCabe, blaðakona The Wall Street Journal, fjallaði um þessa þróun í nýlegum pistli sínum, „Day Traders as ‘Dumb Money’? The Pros Are Now Paying Attention“, þar sem hún rekur hvernig afstaða sjóðsstjóra til einstaklingsfjárfesta hefur breyst á undanförnu ári. Þeir tala ekki lengur um kjánakrónur heldur fylgjast 85% vogunarsjóða og 42% eignastýringaraðila grannt með samfélagsmiðlum til að greina hvað hjörðin gerir næst, skv. nýlegri könnun Bloomberg Intelligence. Margir velta því fyrir sér hvort einstaklingsfjárfestar muni hverfa á braut um leið og markaðsaðstæður versna. McCabe bendir aftur á móti á að rannsóknir sýni að einstaklingar hafi til þessa sýnt talsverða seiglu á erfiðum dögum á markaðnum og í reynd hjálpað til við að draga úr sveiflum og auka seljanleika við slíkar aðstæður. Það veit auðvitað enginn hvað koma skal í þeim efnum, en eins og málin standa eru einstaklingsfjárfestar sem heild farnir að jafnast á við allra stærstu fagfjárfestana – og stundum gott betur. Einstaklingar hafa t.a.m. verið í lykilhlutverki í hlutafjárútboðum hér á landi sl. tvö ár. Busarnir eru komnir með sæti við borðið og verða ekki hundsaðir í bráð. Þetta kallar á nýja nálgun í fjármögnun og fjárfestatengslum, þar sem enn meiri áhersla er lögð á gagnsæi og jafnræði. Og því ber að fanga. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Titill greinarinnar vísar til hinnar stórgóðu kvikmyndar Revenge of the Nerds (þýtt sem Hefnd busanna, höldum okkur við þá hugtakanotkun hér), sem kom út á níunda áratug síðustu aldar. Myndin fjallar í mjög stuttu máli um upprisu busa (e. nerds) í bandarískum háskóla og baráttu þeirra við hóp andstyggilegra íþróttatöffara (e. jocks). Ég biðst velvirðingar á því að spilla fyrir endanum, en busarnir stóðu uppi sem sigurvegarar. Einstaklingar hafa lengi verið hálfgerðir busar á verðbréfamarkaði. Undanskildir, litið niður á þá og ekki boðið í nein partý. Stundum var talað um fjárfestingar einstaklinga sem „dumb money“. Ég ætla að þýða það sem kjánakrónur. En þetta hefur heldur betur verið að breytast. Víða um heim hafa einstaklingar verið að láta til sín taka í verðbréfaviðskiptum. Yfirleitt er það með nokkuð hófstilltum hætti, þar sem fólk er einfaldlega að ráðstafa sparifé sínu og fjárfesta til langs tíma. Á Íslandi höfum við séð þátttöku einstaklinga í hlutabréfaviðskiptum stóraukast, fjöldi einstaklinga sem átti hlutabréf hefur hækkað frá rúmlega 8 þúsund manns árið 2009 í yfir 29 þúsund manns í lok árs 2021. Í ýktustu dæmunum erlendis hafa aftur á móti stórir hópar einstaklinga tekið sig saman og t.d. keypt umfangsmikinn hlut í tilteknum fyrirtækjum sem vogunarsjóðir höfðu tekið stórar skortstöður í. Svo sem í tilfelli GameStop og fleiri fyrirtækja – eins og ég skrifaði um fyrir ári síðan. Þar var ekki um að ræða kjánakrónur heldur þaulskipulagða og nokkuð vel ígrundaða fjárfestingu hóps einstaklinga sem notaði spjallþræði og samfélagsmiðla til að samræma aðgerðir sínar. Og það virkaði (a.m.k. að einhverju leyti). Kokhraustir vogunarsjóðsstjórar hrökkluðust til baka með skottið á milli lappanna. Rétt eins og íþróttatöffararnir í Hefnd busanna. Caitlin McCabe, blaðakona The Wall Street Journal, fjallaði um þessa þróun í nýlegum pistli sínum, „Day Traders as ‘Dumb Money’? The Pros Are Now Paying Attention“, þar sem hún rekur hvernig afstaða sjóðsstjóra til einstaklingsfjárfesta hefur breyst á undanförnu ári. Þeir tala ekki lengur um kjánakrónur heldur fylgjast 85% vogunarsjóða og 42% eignastýringaraðila grannt með samfélagsmiðlum til að greina hvað hjörðin gerir næst, skv. nýlegri könnun Bloomberg Intelligence. Margir velta því fyrir sér hvort einstaklingsfjárfestar muni hverfa á braut um leið og markaðsaðstæður versna. McCabe bendir aftur á móti á að rannsóknir sýni að einstaklingar hafi til þessa sýnt talsverða seiglu á erfiðum dögum á markaðnum og í reynd hjálpað til við að draga úr sveiflum og auka seljanleika við slíkar aðstæður. Það veit auðvitað enginn hvað koma skal í þeim efnum, en eins og málin standa eru einstaklingsfjárfestar sem heild farnir að jafnast á við allra stærstu fagfjárfestana – og stundum gott betur. Einstaklingar hafa t.a.m. verið í lykilhlutverki í hlutafjárútboðum hér á landi sl. tvö ár. Busarnir eru komnir með sæti við borðið og verða ekki hundsaðir í bráð. Þetta kallar á nýja nálgun í fjármögnun og fjárfestatengslum, þar sem enn meiri áhersla er lögð á gagnsæi og jafnræði. Og því ber að fanga. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun