Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2024 12:00 Það er vel þekkt að lítil og meðalstór fyrirtæki eru einn helsti drifkraftur atvinnusköpunar, hagvaxtar og umbóta. Það er einnig þekkt að þau eiga gjarnan erfiðara með að fjármagna sig en stærri fyrirtæki. Þetta skapar augljósan vanda sem kallar á margþættar lausnir. Ég ætla ekki að fara yfir þær allar hér, en fjármögnun á hlutabréfamarkaði og skráning í kauphöll er lausn sem getur hentað mörgum fyrirtækjum. Hversu vel hún virkar fer m.a. eftir fjárfestahópnum, ekki bara hversu mikið fé leitar inn á markaðinn heldur einnig hversu margir fjárfestarnir eru. Þar kemur almenningur sterkur inn. Heimssamtök kauphalla (e. World Federation of Exchanges) birtu nýlega niðurstöður áhugaverðrar könnunar[1] þar sem staðan á hlutabréfamörkuðum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki var greind. Dæmi um slíka markaði er Nasdaq First North markaðurinn, sem er m.a. rekinn hér á landi. Ein niðurstaðan fangaði sérstaklega athygli mína: Í meirihluta (75%) kauphallanna stóð almenningur að baki yfir 70% allra viðskipta á mörkuðum þeirra fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. M.ö.o. er almenningur langöflugasti fjárfestahópurinn á flestum mörkuðum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þessu er almennt öfugt farið þegar litið er til stærri fyrirtækja, þar sem stóru stofnanafjárfestarnir eru alls ráðandi. Skattalegir hvatar skila sér í framförum og efla sparnað Ef við snúum þessu við má einnig segja að án almennings hefðu slík fyrirtæki átt talsvert minna erindi á markað og hefðu ekki getað fjármagnað sig og vaxið með sama hætti. Mikilvægur hlekkur í fjármögnunarkeðjunni hvílir því á öflugri þátttöku almennings í hlutabréfaviðskiptum. Að sama skapi fær venjulegt fólk ekki að taka þátt í spennandi fjárfestingum ef þessi hlekkur er brotinn. Svíar hafa gert mjög vel í að skapa öflugt umhverfi fyrir fjármögnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja í kauphöll, m.a. með skattalegum hvötum til fjárfestinga almennings. Þetta hefur ekki einungis leitt til þess að Nasdaq First North Stockholm hefur verið virkasti vettvangurinn fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópu á undanförnum árum heldur sýndi rannsókn, sem kollegar mínir í Svíþjóð létu gera á árunum 2014 – 2019, að skráðu félögin sköpuðu tvöfalt fleiri störf en óskráð félög að svipaðri stærð og tekjur þeirra jukust um 200% meira (sjá samantekt í áðurnefndri könnun). Það er því margt unnið með því að bjóða venjulegu fólki skattalega hvata til að taka þátt á hlutabréfamarkaði. Fjárfestingar í hlutabréfum hafa verið talin ein besta leiðin fyrir fólk til að ávaxta sparnað til langs tíma, auk áðurnefndra jákvæðra áhrifa á hagkerfið. Ég hvet því alla stjórnmálamenn, sem sitja nú sveittir að stilla upp áherslum fyrir komandi kosningar, að velta þessum málum vel fyrir sér. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er vel þekkt að lítil og meðalstór fyrirtæki eru einn helsti drifkraftur atvinnusköpunar, hagvaxtar og umbóta. Það er einnig þekkt að þau eiga gjarnan erfiðara með að fjármagna sig en stærri fyrirtæki. Þetta skapar augljósan vanda sem kallar á margþættar lausnir. Ég ætla ekki að fara yfir þær allar hér, en fjármögnun á hlutabréfamarkaði og skráning í kauphöll er lausn sem getur hentað mörgum fyrirtækjum. Hversu vel hún virkar fer m.a. eftir fjárfestahópnum, ekki bara hversu mikið fé leitar inn á markaðinn heldur einnig hversu margir fjárfestarnir eru. Þar kemur almenningur sterkur inn. Heimssamtök kauphalla (e. World Federation of Exchanges) birtu nýlega niðurstöður áhugaverðrar könnunar[1] þar sem staðan á hlutabréfamörkuðum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki var greind. Dæmi um slíka markaði er Nasdaq First North markaðurinn, sem er m.a. rekinn hér á landi. Ein niðurstaðan fangaði sérstaklega athygli mína: Í meirihluta (75%) kauphallanna stóð almenningur að baki yfir 70% allra viðskipta á mörkuðum þeirra fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. M.ö.o. er almenningur langöflugasti fjárfestahópurinn á flestum mörkuðum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þessu er almennt öfugt farið þegar litið er til stærri fyrirtækja, þar sem stóru stofnanafjárfestarnir eru alls ráðandi. Skattalegir hvatar skila sér í framförum og efla sparnað Ef við snúum þessu við má einnig segja að án almennings hefðu slík fyrirtæki átt talsvert minna erindi á markað og hefðu ekki getað fjármagnað sig og vaxið með sama hætti. Mikilvægur hlekkur í fjármögnunarkeðjunni hvílir því á öflugri þátttöku almennings í hlutabréfaviðskiptum. Að sama skapi fær venjulegt fólk ekki að taka þátt í spennandi fjárfestingum ef þessi hlekkur er brotinn. Svíar hafa gert mjög vel í að skapa öflugt umhverfi fyrir fjármögnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja í kauphöll, m.a. með skattalegum hvötum til fjárfestinga almennings. Þetta hefur ekki einungis leitt til þess að Nasdaq First North Stockholm hefur verið virkasti vettvangurinn fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópu á undanförnum árum heldur sýndi rannsókn, sem kollegar mínir í Svíþjóð létu gera á árunum 2014 – 2019, að skráðu félögin sköpuðu tvöfalt fleiri störf en óskráð félög að svipaðri stærð og tekjur þeirra jukust um 200% meira (sjá samantekt í áðurnefndri könnun). Það er því margt unnið með því að bjóða venjulegu fólki skattalega hvata til að taka þátt á hlutabréfamarkaði. Fjárfestingar í hlutabréfum hafa verið talin ein besta leiðin fyrir fólk til að ávaxta sparnað til langs tíma, auk áðurnefndra jákvæðra áhrifa á hagkerfið. Ég hvet því alla stjórnmálamenn, sem sitja nú sveittir að stilla upp áherslum fyrir komandi kosningar, að velta þessum málum vel fyrir sér. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun