Áhrifavaldar og áhugafjárfestar Baldur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2021 07:31 Margir fagfjárfestar súpa hveljur yfir atburðarás síðustu vikna, þar sem hlutabréf einstakra fyrirtækja, sem vogunarsjóðir höfðu að sögn tekið miklar skortstöður í, voru keypt af áhugafjárfestum í svo miklum mæli að verð þeirra hækkaði jafnvel um þúsundir prósenta. Söguskýringin er nokkuð einföld: Bjánar á internetinu kaupa hlutabréf til þess eins að klekkja á vondum vogunarsjóðum. Þegar betur er að gáð er málið flóknara – og áhugaverðara – en svo. Óhefluð framkoma áhugafjárfestanna, hvort sem það er á spjallsíðum eða í viðtölum, hefur dregið athygli fólks frá þeirri staðreynd að í grunninn til byggja þessi viðskipti á nokkuð ítarlegum greiningum netverja, hvað sem fólki kann að finnast um viðskiptahættina eða áhrifin sem þetta hefur haft. Aðrir hafa sagt sína skoðun á þessum málum og viðeigandi yfirvöld munu væntanlega fara ofan í saumana á atburðarrásinni. Ég ætla því að láta það vera. Það sem mér finnst sjálfum spennandi í þessu eru öflin sem búa þarna að baki og möguleikarnir sem felast í samtakamætti fjöldans, ef honum er beitt með réttum hætti. Áhugafjárfestar hafa til þessa verið tiltölulega áhrifalausir. Fagfjárfestar hafa leitt og hinir hafa elt. Jafnvel í hópfjármögnun hlutabréfa (e. equity crowdfunding), sem gengur í grunninn til út á sniðganga hefðbundnar fjármögnunarleiðir og ná til áhugafjárfesta, hefur yfirleitt verið talin þörf á fagfjárfestum til að leiða fjármögnunina og trekkja að fjöldann. Aðgerðir síðustu vikna eru því algjör nýjung. Þegar þetta er skrifað hafa hækkanir á hlutabréfaverði flestra áðurnefndra fyrirtækja gengið að töluverðu leyti til baka.“. Einhverjir áhugafjárfestar hafa setið eftir með sárt ennið á meðan aðrir hafa malað gull. Sömu sögu má segja á fagfjárfestahliðinni. Fólk hrasar oft við að feta ótroðnar slóðir, en af flestum mistökum má draga lærdóm. Við ættum ekki vanmeta þá þekkingu og greiningargetu sem leynist í fjöldanum. Margir sjá þessa atburði sem enn aðra birtingarmynd þess að óyfirstíganleg gjá hefur myndast milli elítunnar og almúgans, Wall Street og Main Street, 1% og 99%. Ég sé þetta sem tækifæri til að brúa þetta bil og efla fjármálamarkaðina til góðs. Við sem störfum á markaðnum þurfum fyrst og fremst að reyna að skilja þessa hreyfingu, í stað þess að líta niður á hana og fordæma. Munum við sjá fjöldahreyfingar eins og þær sem leiddu áðurnefnda atburðarrás vera í leiðandi hlutverki í fjármögnun spennandi fyrirtækja í framtíðinni? Eða beita sér fyrir auknum áherslum fyrirtækja á umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS, eða ESG á ensku)? Það verður í öllu falli áhugavert að fylgjast með því hvernig þessi hreyfing mun þróast. Ef við ætlum að beisla krafta fjöldans til góðs þurfum við aukið samtal og meiri fræðslu. Við erum meira en til í það. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Markaðir Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Margir fagfjárfestar súpa hveljur yfir atburðarás síðustu vikna, þar sem hlutabréf einstakra fyrirtækja, sem vogunarsjóðir höfðu að sögn tekið miklar skortstöður í, voru keypt af áhugafjárfestum í svo miklum mæli að verð þeirra hækkaði jafnvel um þúsundir prósenta. Söguskýringin er nokkuð einföld: Bjánar á internetinu kaupa hlutabréf til þess eins að klekkja á vondum vogunarsjóðum. Þegar betur er að gáð er málið flóknara – og áhugaverðara – en svo. Óhefluð framkoma áhugafjárfestanna, hvort sem það er á spjallsíðum eða í viðtölum, hefur dregið athygli fólks frá þeirri staðreynd að í grunninn til byggja þessi viðskipti á nokkuð ítarlegum greiningum netverja, hvað sem fólki kann að finnast um viðskiptahættina eða áhrifin sem þetta hefur haft. Aðrir hafa sagt sína skoðun á þessum málum og viðeigandi yfirvöld munu væntanlega fara ofan í saumana á atburðarrásinni. Ég ætla því að láta það vera. Það sem mér finnst sjálfum spennandi í þessu eru öflin sem búa þarna að baki og möguleikarnir sem felast í samtakamætti fjöldans, ef honum er beitt með réttum hætti. Áhugafjárfestar hafa til þessa verið tiltölulega áhrifalausir. Fagfjárfestar hafa leitt og hinir hafa elt. Jafnvel í hópfjármögnun hlutabréfa (e. equity crowdfunding), sem gengur í grunninn til út á sniðganga hefðbundnar fjármögnunarleiðir og ná til áhugafjárfesta, hefur yfirleitt verið talin þörf á fagfjárfestum til að leiða fjármögnunina og trekkja að fjöldann. Aðgerðir síðustu vikna eru því algjör nýjung. Þegar þetta er skrifað hafa hækkanir á hlutabréfaverði flestra áðurnefndra fyrirtækja gengið að töluverðu leyti til baka.“. Einhverjir áhugafjárfestar hafa setið eftir með sárt ennið á meðan aðrir hafa malað gull. Sömu sögu má segja á fagfjárfestahliðinni. Fólk hrasar oft við að feta ótroðnar slóðir, en af flestum mistökum má draga lærdóm. Við ættum ekki vanmeta þá þekkingu og greiningargetu sem leynist í fjöldanum. Margir sjá þessa atburði sem enn aðra birtingarmynd þess að óyfirstíganleg gjá hefur myndast milli elítunnar og almúgans, Wall Street og Main Street, 1% og 99%. Ég sé þetta sem tækifæri til að brúa þetta bil og efla fjármálamarkaðina til góðs. Við sem störfum á markaðnum þurfum fyrst og fremst að reyna að skilja þessa hreyfingu, í stað þess að líta niður á hana og fordæma. Munum við sjá fjöldahreyfingar eins og þær sem leiddu áðurnefnda atburðarrás vera í leiðandi hlutverki í fjármögnun spennandi fyrirtækja í framtíðinni? Eða beita sér fyrir auknum áherslum fyrirtækja á umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS, eða ESG á ensku)? Það verður í öllu falli áhugavert að fylgjast með því hvernig þessi hreyfing mun þróast. Ef við ætlum að beisla krafta fjöldans til góðs þurfum við aukið samtal og meiri fræðslu. Við erum meira en til í það. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar