Geiturnar þrjár og tröllið ógurlega Baldur Thorlacius skrifar 6. október 2020 13:00 Ég les reglulega söguna um geiturnar þrjár fyrir tveggja ára son minn. Söguna þekkjum við flest. Þrjár geitur – geitapabbi, geitamamma og litla kiða-kið – búa á frekar hrjóstrugu svæði og horfa í hyllingum á grösugu brekkurnar hinu megin við ána. Til að komast þangað þurfa þau að fara yfir brú. Undir brúnni býr ógurlegt tröll, sem fær mígreni og hungurverki við hljóðið í klaufum að skella á brúnni hans. Einn daginn fær litla kiða-kið nóg og ákveður að fara yfir brúna. Foreldrar hennar virðast, undarlegt nokk, vera nokkuð sátt með þessa ákvörðun: „Við komum á eftir þér, ef þú verður ekki étin“. Kiða-kið sleppur yfir með því að gera samning við tröllið um að éta frekar móður sína. Geitamamma sleppur með því að svíkja geitapabba með sama hætti. Geitapabbi þarf aftur á móti engar áhyggjur að hafa, hann fer létt með að stanga tröllið ofan í ánna. Með réttu hefði hann átt að fara fyrstur, en ákvað frekar að senda dóttur sína og konu út í rauðan dauðann. Svo lifa þau hamingjusöm til æviloka – væntanlega fyrir utan þá staðreynd að þau geta augljóslega ekki treyst hvoru öðru. Ég hef verið mjög hugsi yfir þessari sögu. Hver er boðskapurinn? Allt reddast ef allir svíkja alla? Varla. Það hefur því runnið upp fyrir mér að mögulega er tröllið söguhetjan. Sem hefur lagt mikla vinnu, blóð, svita og tár við að byggja brú yfir hættulega á og sér nú fram á að uppskera ávöxt erfiðis síns. Á það að sætta sig við hóflega ávöxtun, með því að borða litlu kiða-kið, fá enn betri ávöxtun með því að borða geitamömmu eða reyna við stóra vinninginn og borða geitapabba. Aukinni ávöxtun fylgir yfirleitt meiri áhætta. Þetta lærði tröllið ógurlega „the hard way“. Það varð gráðugt, vildi hvorki sætta sig við kiða-kið né geitamömmu og sat eftir allslaust, marið og blautt ofan í á. Með smá heppni hefði það mögulega náð að yfirbuga geitapabba. Það hefði þá verið talið afar klókt. En það er auðvelt að vera vitur eftir á. Fólk sem fjárfestir á hlutabréfamarkaði stendur oftar en ekki frammi fyrir sambærilegum ákvörðunum. Kaupa strax eða bíða eftir að hlutabréfaverð lækki? Selja strax eða bíða eftir að hlutabréfaverð hækki? Taka meiri áhættu í von um betri ávöxtun eða fara öruggu leiðina og sætta sig við hóflega ávöxtun? Setja öll eggin í eina körfu eða dreifa áhættunni? Það getur verið gott fyrir fjárfesta að taka einhverja áhættu og jafnframt nauðsynlegt fyrir atvinnulífið. Án áhættufjármagns verður enginn vöxtur. En það er að sama skapi mikilvægt að stilla áhættunni í hóf. Fjárfestar þurfa fyrst og fremst að vera meðvitaðir um þá áhættu sem þeir eru að taka og hafa burði til að takast á við verstu mögulegu niðurstöðu. Gagnsæi skiptir þar lykilmáli. Það munu alltaf koma upp tilvik þar sem fólk gæti freistast til að taka of mikla áhættu í fjárfestingum. Þá er ágætt að muna eftir sögunni um tröllið og svikulu geiturnar. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Baldur Thorlacius Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég les reglulega söguna um geiturnar þrjár fyrir tveggja ára son minn. Söguna þekkjum við flest. Þrjár geitur – geitapabbi, geitamamma og litla kiða-kið – búa á frekar hrjóstrugu svæði og horfa í hyllingum á grösugu brekkurnar hinu megin við ána. Til að komast þangað þurfa þau að fara yfir brú. Undir brúnni býr ógurlegt tröll, sem fær mígreni og hungurverki við hljóðið í klaufum að skella á brúnni hans. Einn daginn fær litla kiða-kið nóg og ákveður að fara yfir brúna. Foreldrar hennar virðast, undarlegt nokk, vera nokkuð sátt með þessa ákvörðun: „Við komum á eftir þér, ef þú verður ekki étin“. Kiða-kið sleppur yfir með því að gera samning við tröllið um að éta frekar móður sína. Geitamamma sleppur með því að svíkja geitapabba með sama hætti. Geitapabbi þarf aftur á móti engar áhyggjur að hafa, hann fer létt með að stanga tröllið ofan í ánna. Með réttu hefði hann átt að fara fyrstur, en ákvað frekar að senda dóttur sína og konu út í rauðan dauðann. Svo lifa þau hamingjusöm til æviloka – væntanlega fyrir utan þá staðreynd að þau geta augljóslega ekki treyst hvoru öðru. Ég hef verið mjög hugsi yfir þessari sögu. Hver er boðskapurinn? Allt reddast ef allir svíkja alla? Varla. Það hefur því runnið upp fyrir mér að mögulega er tröllið söguhetjan. Sem hefur lagt mikla vinnu, blóð, svita og tár við að byggja brú yfir hættulega á og sér nú fram á að uppskera ávöxt erfiðis síns. Á það að sætta sig við hóflega ávöxtun, með því að borða litlu kiða-kið, fá enn betri ávöxtun með því að borða geitamömmu eða reyna við stóra vinninginn og borða geitapabba. Aukinni ávöxtun fylgir yfirleitt meiri áhætta. Þetta lærði tröllið ógurlega „the hard way“. Það varð gráðugt, vildi hvorki sætta sig við kiða-kið né geitamömmu og sat eftir allslaust, marið og blautt ofan í á. Með smá heppni hefði það mögulega náð að yfirbuga geitapabba. Það hefði þá verið talið afar klókt. En það er auðvelt að vera vitur eftir á. Fólk sem fjárfestir á hlutabréfamarkaði stendur oftar en ekki frammi fyrir sambærilegum ákvörðunum. Kaupa strax eða bíða eftir að hlutabréfaverð lækki? Selja strax eða bíða eftir að hlutabréfaverð hækki? Taka meiri áhættu í von um betri ávöxtun eða fara öruggu leiðina og sætta sig við hóflega ávöxtun? Setja öll eggin í eina körfu eða dreifa áhættunni? Það getur verið gott fyrir fjárfesta að taka einhverja áhættu og jafnframt nauðsynlegt fyrir atvinnulífið. Án áhættufjármagns verður enginn vöxtur. En það er að sama skapi mikilvægt að stilla áhættunni í hóf. Fjárfestar þurfa fyrst og fremst að vera meðvitaðir um þá áhættu sem þeir eru að taka og hafa burði til að takast á við verstu mögulegu niðurstöðu. Gagnsæi skiptir þar lykilmáli. Það munu alltaf koma upp tilvik þar sem fólk gæti freistast til að taka of mikla áhættu í fjárfestingum. Þá er ágætt að muna eftir sögunni um tröllið og svikulu geiturnar. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Nasdaq Iceland.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar