Bandaríski fótboltinn

Fréttamynd

Strákurinn gapandi eftir tilþrif mömmu sinnar

Bandaríska knattspyrnukonan Sydney Leroux skoraði stórglæsilegt mark fyrir Angel City FC í lokaumferð NWSL-deildarinnar í fotbolta. Hún var auðvitað ánægð með markið en strákurinn hennar trúði varla sínum eigin augum.

Fótbolti
Fréttamynd

Roon­ey hættur hjá DC United

Knattspyrnustjórinn Wayne Rooney hefur sagt starfi sínu lausu hjá bandaríska liðinu DC United. Liðið endaði í 9. sæti austursins í MLS-deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi sagði ungum leik­manni Inter að ganga meira

Lionel Messi er án alls efa einn albesti knattspyrnumaður sögunnar og mögulega einn besti íþróttamaður sögunnar sömuleiðis. Það kom því verulega á óvart þegar David Beckham opinberaði hvaða ráð Messi gaf ungum leikmönnum Inter Miami á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Modrić næstur á blaði hjá Beck­ham og Messi

David Beckham horfir áfram hýru auga til bestu leikmanna Spánar undanfarinn áratug þegar kemur að því að sækja leikmenn til Inter Miami. Næstur á blaði er Króatinn Luka Modrić ef marka má orðróma vestanhafs.

Fótbolti
Fréttamynd

Insigne rífst við aðdáendur

Lorenzo Insigne, ítalskur leikmaður Toronto FC í MLS deildinni, náðist á myndbandi kalla blótsyrðum að stuðningsmönnum liðsins eftir 3-2 tap gegn Cincinnatti FC. 

Fótbolti
Fréttamynd

Segir Messi ekki segja rétt frá

Nasser Al-Khelaifi, stjórnarmaður Paris Saint-Germain, segir Lionel Messi sé ekki að segja rétt frá þegar sá argentínski talar um það að Messi hafi verið sá eini sem fékk ekki viðurkenningu frá félaginu sínu fyrir að verða heimsmeistari í Katar í fyrra.

Fótbolti
Fréttamynd

Rakar inn seðlum eftir að hafa fært sig úr MLS yfir í NFL

Brandon Aubrey lagði hart að sér til að þess að verða atvinnumaður í fótbolta. Hann var valinn í nýliðavali MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum áður en hann ákvað að breyta til. Hann skipti yfir í NFL þar sem spilaður er amerískur fótbolti og er í dag leikmaður Dallas Cowboys.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir af sér eftir ó­við­eig­andi tals­máta

Hinn 71 árs gamli Bruce Arenas hefur sagt af sér sem þjálfari og yfirmaður íþróttamála hjá New England Revolution í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann var settur til hliðar í ágúst síðastliðnum vegna rannsóknar deildarinnar á óviðeigandi talsmáta þjálfarans.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo segir ríginn við Messi vera horfinn

Cristiano Ronaldo segir allan ríg horfinn milli sín og Lionels Messi. Þeir hafi breytt fótboltasögunni og séu báðir vel virtir um allan heim. Ronaldo var ekki tilnefndur til Ballon d'or verðlaunanna í gær, í fyrsta skipti síðan árið 2003. 

Fótbolti
Fréttamynd

Dagur og félagar unnu gegn toppliðinu | Óvænt tap Nökkva og félaga

Bandaríska MLS-deildinn í knattspyrnu hélt áfram í nótt og komu tveir Íslendingar við sögu í leikjum næturinnar. Dagur Dan Þórhallsson og félagar hans í Orlando City unnu góðan 0-1 útisigur gegn FC Cincinnati, en Nökkvi Þeyr Þórisson og félagar í St. Louis City máttu þola 2-1 tap gegn Sporting Kansas City.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham hitti Modric í Króatíu

David Beckham hefur verið duglegur að fá stórstjörnur til Inter Miami og einn besti leikmaður sinnar kynslóðar gæti nú verið á leið til Flórída.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi lyfti Inter af botninum

Lionel Messi heldur áfram að gera það gott hjá Inter Miami en liðið vann í nótt sinn fyrsta deildarleik í háa herrans tíð og lyfti sér af botni deildarinnar. Messi innsiglaði sigur liðsins með laglegu marki undir lok leiks.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi út­skýrir fögn sín

Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi hefur byrjað af krafti með Inter Miami og skorað 9 mörk í aðeins sex leikjum. Hann hefur fagnað þónokkuð af mörkunum á einstakan hátt og var spurður út í það.

Fótbolti