Erlent Heimsmarkaðsverð á áli hækkar ört Álverð á heimsmarkaði hækkar nú ört og hefur þegar hækkað um rúm sex prósent frá áramótum, eða á hálfum mánuði. Síðustu sex mánuði nýliðins árs hækkaði það um rösk 30 próent og samkvæmt Reuters fréttastofunni er það nú komið upp í 2388 dollara tonnið, sem er hæsta heimsmarkaðsverð í 17 ár. Landsvirkjun hagnast væntanlega á þessu því raforkuverð til álveranna hér á landi tekur ákveðið mið af heimsmarkaðsverði á áli. Erlent 16.1.2006 07:35 Talibanar hóta frekari árásum Talíbanar hóta frekari árásum á hermenn en kanadamaður og tveir Afganir féllu í sjálfsmorðstilræði í Suður-Afganistan í gær. Þá særðust 13 manns til viðbótar en alls hafa 25 sjálfsmorðssprengjuárásir verið gerðar í landinu á síðustu fjórum mánuðum. Kanadamaðurinn sem lést var starfsmaður endurreisnarsveitar alþjóðlegur friðargæslunnar í Afganistan. Alls hafa því níu Kanadamenn fallið í landinu frá árinu 2002. Erlent 16.1.2006 07:31 Sirleaf tekur við sem forseti Líberíu Ellen Johnson-Sirleaf sver í dag embættiseið sem forseti Líberíu, en hún er fyrst afrískra kvenna til að gegna leiðtogahlutverki í landi sínu. Búist við fjölmörgum háttsettum gestum frá öðrum Afríkuríkjum og ríkjum víða um heim á embættistökuna í höfuðborginni Monróvíu en mikill viðbúnaður er vegna hennar. Erlent 16.1.2006 07:26 Mikið snjóað í Pakistan Mikið hefur snjóað í Pakistan yfir helgina og gert þeim tug þúsundum sem búa upp til fjalla enn erfiðara fyrir. Talið er að yfir þrjár milljónir manna séu heimilislausir eftir jarðskjálftann þar í landi sem varð í október á síðasta ári. Áframhaldandi snjókomu er spáð næstu daga og óttast yfirvöld að hundruð manna muni farast vegna mikilla vetrarkulda. Talið er að um 90 þúsund manns hafi farist í jarðskjálftanum og segja Sameinuðu þjóðirnar ekki ólíklegt að jafn margir ef ekki fleiri farist í kuldunum á næstu vikum og mánuðum. Erlent 16.1.2006 07:29 Heimsmarkaðsverð á olíu mun hækka Heimsmarkaðsverð á olíu mum hækka ef Íranir verða beittir refsiaðgerðum vegna kjarnorkuáætlana þeirra. Þetta sagði efnahagsmálaráðherra landsins í gær og sagði jafnframt verðhækkanir verða töluvert hærri en ráðamenn á vesturlöndum geri sér grein fyrir. Þá sagði forseti Írans það algjörlega rangt að kjarnorkuáætlun þjóðarinnar miðaði að því að smíða vopn því Íranar hefðu ekkert við kjarnorkuvopn að gera. Ákveðið verður í þessari viku hvort deilunni verði vísað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Erlent 16.1.2006 07:26 Vilja komast að uppruna sólkerfisins Hylki könnunargeimfars sem skotið var á loft fyrir sjö árum lenti í eyðimörk í Utah í Bandaríkjunum í gær, hlaðið geimryki. Vísindamenn vonast til þess að komast að uppruna sólkerfisins með því að rannsaka rykið sem safnað var saman í hylkið. Könnunarflaugin fór um það bil 4,7 miljarða kílómetra á ferð sinni um geiminn en þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1972 sem þeim tekst að safna saman föstu efni utan úr geimnum og senda það til jarðar. Erlent 16.1.2006 07:36 Ellen Johnson-Sirleaf sver í dag embætti forseta Ellen Johnson-Sirleaf sver í dag embættiseið sem forseti Líberíu, en hún er fyrst afrískra kvenna til að gegna leiðtogahlutverki í landi sínu. Búist við fjölmörgum háttsettum gestum frá öðrum Afríkuríkjum og ríkjum víða um heim á embættistökuna í höfuðborginni Monróvíu en mikill viðbúnaður er vegna hennar. Sirleaf hefur sagt það markmið sitt að endurvekja von í landinu, en innviðir samfélagsins í Líberíu eru molum eftir áralanga borgarastyrjöld. Erlent 16.1.2006 08:02 Finnar þurfa að kjósa aftur Aftur þarf að kjósa í forsetakosningunum í Finnlandi þar sem Tarja Halonen, forseti landsins, fékk ekki yfir helming atkvæða í kosningunum í gær eins og hún þurfti. En hún fékk aðeins 46 prósent atkvæða. Sauli Ninistö, fyrrverandi fjármálaráðherra Finnlands og frambjóðandi Hægriflokksins, hlaut 24% og Matti Vanhanen, forsætisráðherra og frambjóðandi Miðflokksins fékk 18,6%. Kosið verður því á milli þeirra Halonens og Ninistös eftir hálfan mánuð en þá þykir víst að Halonen sigri. Erlent 16.1.2006 07:23 Kona næsti forseti Chile Michelle Bachelet, fyrrum varnarmálaráðherra Chile var í gær kjörin forseti landsins, fyrst kvenna. Bachelet fékk rúmlega 53 prósent atkvæða á meðan mótframbjóðandi hennar, kaupsýslumaðurinn Sebastian Pinera fékk tæplega 47 prósent atkvæða. Þetta er í fjórða skiptið sem forsetakosningar fara fram í Chile frá því landið varð lýðveldi árið 1990 eftir 17 ára herforingjastjórn. Málefni frambjóðenda voru svipuð. Bæði hétu þau því að draga úr glæpum í landinu sem og að fjölga atvinnutækifærum en atvinnuleysi hefur farið vaxandi í Chile undanfarin ár. Erlent 16.1.2006 07:11 Nítjan manns hafa greinst með fuglaflensu í Tyrklandi Fimm ára drengur greindist með H5N1 afbrigði fuglaflensunnar í Tyrklandi um helgina. Er það nítjánda manneskjan þar í landi sem greinist með afbrigðið. Systir drengsins lést í gær en var ekki sögð með veiruna í sér. Hún hafði þó komist í snertingu við smitaða fugla líkt og bróðir hennar og segja sérfræðingar mjög líklegt að hún hafi verið ranglega greind. Erlent 16.1.2006 07:07 Sjö létust í bruna í Vladívostok Að minnsta kosti sjö létust og átján særðust þegar eldur kom upp í skrifstofuhúsnæði í Vladívostok á Kyrrahafsströnd Rússalands í morgun. Erlent 16.1.2006 11:48 Geimryk jafngamalt sólinni Hylki sem inniheldur geimryk jafngamalt sólinni lenti heilu og höldnu í eyðimörkinni í Utah í morgun. Vísindamenn vonast til að geimrykið gamla geti varpað ljósi á uppruna sólkerfisins. Erlent 15.1.2006 19:18 40 daga þjóðarsorg í Kúveit vegna andláts þjóðhöfðingja 40 daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Kúveit eftir að þjóðhöfðingi landsins, Jaber Al Ahmed Al Sabah fursti, lést í nótt, 77 ára að aldri. Erlent 15.1.2006 16:48 Grunur um fuglaflensusmit í Istanbúl Tvö börn voru lögð inn á sjúkrahús í Istanbúl, stærstu borg Tyrklands, í dag en óttast er að þau séu smituð af fuglaflensu. Enn á eftir að skera úr um hvort um er að ræða veiru af H5N1-stofni. Erlent 15.1.2006 15:51 Þingmaður fullviss um að Bandaríkjamenn hafi rekið leyniflug í Evrópu Dick Marty, svissneski þingmaðurinn sem stýrir rannsókn Evrópuráðsins á því hvort bandarísk stjórnvöld hafi rekið leynifangelsi í álfunni og stundað umfangsmikla fangaflutninga þeim tengdum, kveðst fullviss um að ásakanirnar eigi við rök að styðjast Erlent 15.1.2006 12:44 Palestínumenn í Austur-Jerúsalem fá að kjósa Palestínumenn sem búsettir eru í Austur-Jerúsalem, fá að greiða atkvæði í þingkosningunum 25. janúar. Erlent 15.1.2006 12:42 Forsetakosningar í Finnlandi og Chile Finnar og Chilemenn ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér forseta. Útlit er fyrir að konur beri sigur úr býtum í báðum löndunum Erlent 15.1.2006 12:37 Aðaldómari í máli Saddams Husseins segir af sér Aðaldómari við réttarhöldin yfir Saddam Hussein hefur látið af embætti. Ástæðan er talin sú gagnrýni sem hann hefur hlotið fyrir að leyfa einræðisherranum fyrrverandi að hleypa dómhaldi upp æ ofan í æ. Erlent 15.1.2006 12:30 Kalt bað í Tokyo Það er víðar kalt en á Íslandi þessa dagana en sumir láta hins vegar kuldabola ekkert á sig fá. Þannig létu tvær tylftir Japana sig ekki muna um að bregða sér í bað í þriggja gráðu kaldri laug við sjintó-hof í Tokyo í dag. Erlent 14.1.2006 18:52 Íransforseti þegir þjóð sína ekki þurfa kjarnorkuvopn Íransforseti situr fast við sinn keip og segir þjóð sína ekki þurfa á kjarnorkuvopnum að halda. Einungis þær þjóðir sem leysa vilja deilur með átökum þarfnist slíkra vopna að hans mati. Erlent 14.1.2006 18:48 Ekki víst hvort hægri hönd bin Ladens hafi fallið í loftárás í Pakistan 18 liggja í valnum eftir eldflaugaárás á þorp í Pakistan þar sem liðsmenn al-Qaida samtakanna voru sagðir hafast við. Íbúar þorpsins sverja af sér öll slík tengsl og segja konur og börn hafa farist í árásinni. Erlent 14.1.2006 18:37 Forseti Írans segir þjóð sína ekki þurfa kjarnorkuvopn Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sagði á blaðamannafundi í dag að þjóð sín þyrfti ekki á kjarnorkuvopnum að halda. Einungis þær þjóðir sem leysa vildu deilur með átökum þörfnuðust slíkra vopna. Erlent 14.1.2006 14:03 Svissneskur þingmaður fullviss um að Bandaríkjamenn hafi rekið leynifangelsi í Evrópu Dick Marty, svissneski þingmaðurinn sem stýrir rannsókn Evrópuráðsins á hvort bandarísk stjórnvöld hafi rekið leynifangelsi í álfunni og stundað umfangsmikla fangaflutninga þeim tengdum, kveðst fullviss um að ásakanirnar eigi við rök að styðjast. Erlent 14.1.2006 13:48 Átján féllu í eldflaugaárás í Pakistan Átján féllu í eldflaugaárás sem gerð var á pakistanskt þorp í morgun en þar var talið að liðsmenn al-Kaída hefðust við. Erlent 14.1.2006 12:41 Dómari í máli Saddams Hussein ætlar ekki að hætta Dómari við dómstólinn sem réttar yfir Saddam Hussein, fyrrverandi einræðisherra í Írak, segir fullyrðingar yfirdómara í málinu um að hann ætli að hætta staðlausa stafi. Erlent 14.1.2006 10:13 Fimm námamenn létust í sprengingu Fimm rúmenskir námamenn fórust og tveir slösuðust þegar sprenging varð í kolanámu í vesturhluta landsins. Tveggja er enn saknað. Erlent 14.1.2006 10:10 Gaus fimm sinnum Eldfjallið Augustine í Alaska gaus að minnsta kosti fimm sinnum í gær. Aflýsa varð flugi og loka skólum vegna gossins og voru um 16.000 íbúar í nágrenni fjallsins varaðir við öskufalli. Erlent 14.1.2006 10:04 Svín með græn líffæri Vísindamenn við ríkisháskóla í Taívan hafa náð að rækta græn svín, sem glóa í myrkri. Þótt fyrst og fremst séu það trýnið og klaufirnar sem eru græn að lit, er kannski enn sérstakara að öll líffærin í svínunum eru græn. Erlent 13.1.2006 22:31 Dómari í máli Saddams hættir Dómstjórinn í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein hyggst láta af embætti sínu og mun greina frá ákvörðun sinni þess efnis næst þegar réttað verður í málinu, 24. janúar. Erlent 13.1.2006 21:20 Svíakóngur í umdeildum viðskiptum Karl Gústaf Svíakóngur lætur sér ekki nægja að ríkja yfir þegnum sínum. Hann er líka umfangsmikill kaupsýslumaður og það þykir vera á gráu svæði. Erlent 13.1.2006 20:31 « ‹ ›
Heimsmarkaðsverð á áli hækkar ört Álverð á heimsmarkaði hækkar nú ört og hefur þegar hækkað um rúm sex prósent frá áramótum, eða á hálfum mánuði. Síðustu sex mánuði nýliðins árs hækkaði það um rösk 30 próent og samkvæmt Reuters fréttastofunni er það nú komið upp í 2388 dollara tonnið, sem er hæsta heimsmarkaðsverð í 17 ár. Landsvirkjun hagnast væntanlega á þessu því raforkuverð til álveranna hér á landi tekur ákveðið mið af heimsmarkaðsverði á áli. Erlent 16.1.2006 07:35
Talibanar hóta frekari árásum Talíbanar hóta frekari árásum á hermenn en kanadamaður og tveir Afganir féllu í sjálfsmorðstilræði í Suður-Afganistan í gær. Þá særðust 13 manns til viðbótar en alls hafa 25 sjálfsmorðssprengjuárásir verið gerðar í landinu á síðustu fjórum mánuðum. Kanadamaðurinn sem lést var starfsmaður endurreisnarsveitar alþjóðlegur friðargæslunnar í Afganistan. Alls hafa því níu Kanadamenn fallið í landinu frá árinu 2002. Erlent 16.1.2006 07:31
Sirleaf tekur við sem forseti Líberíu Ellen Johnson-Sirleaf sver í dag embættiseið sem forseti Líberíu, en hún er fyrst afrískra kvenna til að gegna leiðtogahlutverki í landi sínu. Búist við fjölmörgum háttsettum gestum frá öðrum Afríkuríkjum og ríkjum víða um heim á embættistökuna í höfuðborginni Monróvíu en mikill viðbúnaður er vegna hennar. Erlent 16.1.2006 07:26
Mikið snjóað í Pakistan Mikið hefur snjóað í Pakistan yfir helgina og gert þeim tug þúsundum sem búa upp til fjalla enn erfiðara fyrir. Talið er að yfir þrjár milljónir manna séu heimilislausir eftir jarðskjálftann þar í landi sem varð í október á síðasta ári. Áframhaldandi snjókomu er spáð næstu daga og óttast yfirvöld að hundruð manna muni farast vegna mikilla vetrarkulda. Talið er að um 90 þúsund manns hafi farist í jarðskjálftanum og segja Sameinuðu þjóðirnar ekki ólíklegt að jafn margir ef ekki fleiri farist í kuldunum á næstu vikum og mánuðum. Erlent 16.1.2006 07:29
Heimsmarkaðsverð á olíu mun hækka Heimsmarkaðsverð á olíu mum hækka ef Íranir verða beittir refsiaðgerðum vegna kjarnorkuáætlana þeirra. Þetta sagði efnahagsmálaráðherra landsins í gær og sagði jafnframt verðhækkanir verða töluvert hærri en ráðamenn á vesturlöndum geri sér grein fyrir. Þá sagði forseti Írans það algjörlega rangt að kjarnorkuáætlun þjóðarinnar miðaði að því að smíða vopn því Íranar hefðu ekkert við kjarnorkuvopn að gera. Ákveðið verður í þessari viku hvort deilunni verði vísað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Erlent 16.1.2006 07:26
Vilja komast að uppruna sólkerfisins Hylki könnunargeimfars sem skotið var á loft fyrir sjö árum lenti í eyðimörk í Utah í Bandaríkjunum í gær, hlaðið geimryki. Vísindamenn vonast til þess að komast að uppruna sólkerfisins með því að rannsaka rykið sem safnað var saman í hylkið. Könnunarflaugin fór um það bil 4,7 miljarða kílómetra á ferð sinni um geiminn en þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1972 sem þeim tekst að safna saman föstu efni utan úr geimnum og senda það til jarðar. Erlent 16.1.2006 07:36
Ellen Johnson-Sirleaf sver í dag embætti forseta Ellen Johnson-Sirleaf sver í dag embættiseið sem forseti Líberíu, en hún er fyrst afrískra kvenna til að gegna leiðtogahlutverki í landi sínu. Búist við fjölmörgum háttsettum gestum frá öðrum Afríkuríkjum og ríkjum víða um heim á embættistökuna í höfuðborginni Monróvíu en mikill viðbúnaður er vegna hennar. Sirleaf hefur sagt það markmið sitt að endurvekja von í landinu, en innviðir samfélagsins í Líberíu eru molum eftir áralanga borgarastyrjöld. Erlent 16.1.2006 08:02
Finnar þurfa að kjósa aftur Aftur þarf að kjósa í forsetakosningunum í Finnlandi þar sem Tarja Halonen, forseti landsins, fékk ekki yfir helming atkvæða í kosningunum í gær eins og hún þurfti. En hún fékk aðeins 46 prósent atkvæða. Sauli Ninistö, fyrrverandi fjármálaráðherra Finnlands og frambjóðandi Hægriflokksins, hlaut 24% og Matti Vanhanen, forsætisráðherra og frambjóðandi Miðflokksins fékk 18,6%. Kosið verður því á milli þeirra Halonens og Ninistös eftir hálfan mánuð en þá þykir víst að Halonen sigri. Erlent 16.1.2006 07:23
Kona næsti forseti Chile Michelle Bachelet, fyrrum varnarmálaráðherra Chile var í gær kjörin forseti landsins, fyrst kvenna. Bachelet fékk rúmlega 53 prósent atkvæða á meðan mótframbjóðandi hennar, kaupsýslumaðurinn Sebastian Pinera fékk tæplega 47 prósent atkvæða. Þetta er í fjórða skiptið sem forsetakosningar fara fram í Chile frá því landið varð lýðveldi árið 1990 eftir 17 ára herforingjastjórn. Málefni frambjóðenda voru svipuð. Bæði hétu þau því að draga úr glæpum í landinu sem og að fjölga atvinnutækifærum en atvinnuleysi hefur farið vaxandi í Chile undanfarin ár. Erlent 16.1.2006 07:11
Nítjan manns hafa greinst með fuglaflensu í Tyrklandi Fimm ára drengur greindist með H5N1 afbrigði fuglaflensunnar í Tyrklandi um helgina. Er það nítjánda manneskjan þar í landi sem greinist með afbrigðið. Systir drengsins lést í gær en var ekki sögð með veiruna í sér. Hún hafði þó komist í snertingu við smitaða fugla líkt og bróðir hennar og segja sérfræðingar mjög líklegt að hún hafi verið ranglega greind. Erlent 16.1.2006 07:07
Sjö létust í bruna í Vladívostok Að minnsta kosti sjö létust og átján særðust þegar eldur kom upp í skrifstofuhúsnæði í Vladívostok á Kyrrahafsströnd Rússalands í morgun. Erlent 16.1.2006 11:48
Geimryk jafngamalt sólinni Hylki sem inniheldur geimryk jafngamalt sólinni lenti heilu og höldnu í eyðimörkinni í Utah í morgun. Vísindamenn vonast til að geimrykið gamla geti varpað ljósi á uppruna sólkerfisins. Erlent 15.1.2006 19:18
40 daga þjóðarsorg í Kúveit vegna andláts þjóðhöfðingja 40 daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Kúveit eftir að þjóðhöfðingi landsins, Jaber Al Ahmed Al Sabah fursti, lést í nótt, 77 ára að aldri. Erlent 15.1.2006 16:48
Grunur um fuglaflensusmit í Istanbúl Tvö börn voru lögð inn á sjúkrahús í Istanbúl, stærstu borg Tyrklands, í dag en óttast er að þau séu smituð af fuglaflensu. Enn á eftir að skera úr um hvort um er að ræða veiru af H5N1-stofni. Erlent 15.1.2006 15:51
Þingmaður fullviss um að Bandaríkjamenn hafi rekið leyniflug í Evrópu Dick Marty, svissneski þingmaðurinn sem stýrir rannsókn Evrópuráðsins á því hvort bandarísk stjórnvöld hafi rekið leynifangelsi í álfunni og stundað umfangsmikla fangaflutninga þeim tengdum, kveðst fullviss um að ásakanirnar eigi við rök að styðjast Erlent 15.1.2006 12:44
Palestínumenn í Austur-Jerúsalem fá að kjósa Palestínumenn sem búsettir eru í Austur-Jerúsalem, fá að greiða atkvæði í þingkosningunum 25. janúar. Erlent 15.1.2006 12:42
Forsetakosningar í Finnlandi og Chile Finnar og Chilemenn ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér forseta. Útlit er fyrir að konur beri sigur úr býtum í báðum löndunum Erlent 15.1.2006 12:37
Aðaldómari í máli Saddams Husseins segir af sér Aðaldómari við réttarhöldin yfir Saddam Hussein hefur látið af embætti. Ástæðan er talin sú gagnrýni sem hann hefur hlotið fyrir að leyfa einræðisherranum fyrrverandi að hleypa dómhaldi upp æ ofan í æ. Erlent 15.1.2006 12:30
Kalt bað í Tokyo Það er víðar kalt en á Íslandi þessa dagana en sumir láta hins vegar kuldabola ekkert á sig fá. Þannig létu tvær tylftir Japana sig ekki muna um að bregða sér í bað í þriggja gráðu kaldri laug við sjintó-hof í Tokyo í dag. Erlent 14.1.2006 18:52
Íransforseti þegir þjóð sína ekki þurfa kjarnorkuvopn Íransforseti situr fast við sinn keip og segir þjóð sína ekki þurfa á kjarnorkuvopnum að halda. Einungis þær þjóðir sem leysa vilja deilur með átökum þarfnist slíkra vopna að hans mati. Erlent 14.1.2006 18:48
Ekki víst hvort hægri hönd bin Ladens hafi fallið í loftárás í Pakistan 18 liggja í valnum eftir eldflaugaárás á þorp í Pakistan þar sem liðsmenn al-Qaida samtakanna voru sagðir hafast við. Íbúar þorpsins sverja af sér öll slík tengsl og segja konur og börn hafa farist í árásinni. Erlent 14.1.2006 18:37
Forseti Írans segir þjóð sína ekki þurfa kjarnorkuvopn Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sagði á blaðamannafundi í dag að þjóð sín þyrfti ekki á kjarnorkuvopnum að halda. Einungis þær þjóðir sem leysa vildu deilur með átökum þörfnuðust slíkra vopna. Erlent 14.1.2006 14:03
Svissneskur þingmaður fullviss um að Bandaríkjamenn hafi rekið leynifangelsi í Evrópu Dick Marty, svissneski þingmaðurinn sem stýrir rannsókn Evrópuráðsins á hvort bandarísk stjórnvöld hafi rekið leynifangelsi í álfunni og stundað umfangsmikla fangaflutninga þeim tengdum, kveðst fullviss um að ásakanirnar eigi við rök að styðjast. Erlent 14.1.2006 13:48
Átján féllu í eldflaugaárás í Pakistan Átján féllu í eldflaugaárás sem gerð var á pakistanskt þorp í morgun en þar var talið að liðsmenn al-Kaída hefðust við. Erlent 14.1.2006 12:41
Dómari í máli Saddams Hussein ætlar ekki að hætta Dómari við dómstólinn sem réttar yfir Saddam Hussein, fyrrverandi einræðisherra í Írak, segir fullyrðingar yfirdómara í málinu um að hann ætli að hætta staðlausa stafi. Erlent 14.1.2006 10:13
Fimm námamenn létust í sprengingu Fimm rúmenskir námamenn fórust og tveir slösuðust þegar sprenging varð í kolanámu í vesturhluta landsins. Tveggja er enn saknað. Erlent 14.1.2006 10:10
Gaus fimm sinnum Eldfjallið Augustine í Alaska gaus að minnsta kosti fimm sinnum í gær. Aflýsa varð flugi og loka skólum vegna gossins og voru um 16.000 íbúar í nágrenni fjallsins varaðir við öskufalli. Erlent 14.1.2006 10:04
Svín með græn líffæri Vísindamenn við ríkisháskóla í Taívan hafa náð að rækta græn svín, sem glóa í myrkri. Þótt fyrst og fremst séu það trýnið og klaufirnar sem eru græn að lit, er kannski enn sérstakara að öll líffærin í svínunum eru græn. Erlent 13.1.2006 22:31
Dómari í máli Saddams hættir Dómstjórinn í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein hyggst láta af embætti sínu og mun greina frá ákvörðun sinni þess efnis næst þegar réttað verður í málinu, 24. janúar. Erlent 13.1.2006 21:20
Svíakóngur í umdeildum viðskiptum Karl Gústaf Svíakóngur lætur sér ekki nægja að ríkja yfir þegnum sínum. Hann er líka umfangsmikill kaupsýslumaður og það þykir vera á gráu svæði. Erlent 13.1.2006 20:31