Pólstjörnumálið

Fréttamynd

Rannsóknargögn lögreglu skilin eftir á víðavangi

Öll rannsóknargögn lögreglu í Pólstjörnumálinu og öðrum umfangsmiklum lögreglumálum voru skilin eftir á víðavangi. Á meðal þess sem þar var að finna voru ljósmyndir og aðrar viðkvæmar persónuupplýsingar. Lögmaður, sem stóð í flutningum um helgina, er ábyrgur.

Innlent
Fréttamynd

Lengsti dómur níu og hálft ár

Smyglmálið fyrir austan leiðir hugann að Pólstjörnumálinu svokallaða sem kom upp árið 2007. Sex sakborningar voru dæmdir hér á landi og einn í Færeyjum. Lengsta dóminn hlaut Einar Jökull Einarsson, níu og hálfs árs fangelsi fyrir að skipuleggja innflutninginn.

Innlent
Fréttamynd

Þrír náðaðir á tveimur árum

Samkvæmt upplýsingum úr dóms- og kirkjumálaráðuneytinu þá hafa þrír menn fengið náðun undanfarin tvö ár en það er mjög sjaldgæft að því úrræði sé beitt. Ritari náðunarnefndar, lögfræðingurinn Skúli Þór Gunnsteinsson, segir að í slíkum tilvikum sé nær alltaf um alvarlega veika einstaklinga að ræða sem hafa hlotið vægar refsingar.

Innlent
Fréttamynd

Pólstjörnufangar kröfðu samfanga um verndartolla

Fangar sem afplána dóma á Litla-Hrauni vegna Pólstjörnumálsins hafa verið aðskildir vegna meintrar ofbeldisfullrar hegðunar innan veggja fangelsisins. Þeir hafa krafið samfanga um verndartolla, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þá hafa þeir tvívegis ráðist á og slasað samfanga.

Innlent
Fréttamynd

Pólstjörnukarl dæmdur aftur

Bjarni Hrafnkelsson, sem í febrúar hlaut átján mánaða fangelsisdóm fyrir aðild sína að Pólstjörnumálinu svokallaða, hefur verið dæmdur fyrir brot á lögum um eftirlit með skipum, lögum um vaktstöð siglinga og lögum um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna og áhafnalögum.

Innlent
Fréttamynd

Bíða með ákvörðun um áfrýjun

Ólavur Kristoffersen, verjandi Birgis Marteinssonar, segir að ákvörðun um hvort dómnum yfir Birgi verði áfrýjað verði ekki tekin fyrr en um miðja næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Ný réttarskipan rædd eftir dóm Birgis Páls

Helena Dam á Neystabö, sá ráðherra í ríkisstjórn Færeyja sem fer með dómsmál, telur að Færeyingar þurfi að koma sér upp sinni eigin réttarskipan, í stað þeirrar dönsku sem þar ríkir nú. Þetta sagði hún í samtali við færeyska ríkisútvarpið.

Innlent
Fréttamynd

Ákveðið með áfrýjun eftir fund með saksóknara

Ekki verður ákveðið fyrr en í fyrsta lagi á morgun hvort Birgir Páll Marteinsson áfrýji sjö ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Færeyjum í fyrradag fyrir fíkniefnamisferli. Birgir Páll var sýknaður af ákæru um að hafa undirbúið og skipulagt smygl í Pólstjörnumálinu svo kallaða en sakfelldur fyrir vörslu efna í Færeyjum.

Innlent
Fréttamynd

Birgi mjög brugðið við dóminn í Færeyjum

Birgi Páli Marteinssyni var mjög brugðið í gærkvöldi þegar hann var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir vörslu fíkniefna í Héraðstómi í Færeyjum samkvæmt heimildum færeyska útvarpsins. Færeyska blaðið Dimmalætning hefur eftir Birgi Páli að verst þyki honum að fá ekki að fara aftur til Færeyja - honum finnist hann eiga frekar heima þar en á Íslandi. Í Færeyjum býr afi hans og þar á hann einnig fleiri ættingja.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingur fundinn sekur í Færeyjum

Kviðdómur í Færeyjum úrskurðaði 25 ára Íslending sekan í tveimur ákæruliðum af þremur í Pólstjörnumálinu. Eins og að lenda í hakkavél, segir móðirin.

Innlent
Fréttamynd

Sýkna og sekt fyrir Birgi Pál - Refsing ákveðin í kvöld

Kviðdómur í Færeyjum úrskurðaði í dag að Birgir Páll Marteinsson væri ekki sekur um aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða. Birgir er hins vegar ekki laus allra mála því kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur um vörslu á fíkniefnum.

Innlent
Fréttamynd

Sævari Ciesielski sárna orð þingmanns

Sævar Ciesielski, sem fékk þyngsta dóminn í Geirfinnsmálinu svokallaða, segir að sér sárni ummæli Samúels Arnar Erlingssonar, þingmanns Framsóknarflokksins féllu á þingi í gær. Þar var Samúel að vekja athygli á máli Birgis Marteinssonar, sem sat í einangrun í Færeyjum í 170 daga í tengslum við Pólstjörnumálið.

Innlent
Fréttamynd

Lögregluleit í klefa Guðbjarna

Færeyska lögreglan gerði ítarlega leit í fyrrinótt í fangaklefa sem Guðbjarni Traustason Pólstjörnufangi dvaldi í í Færeyjum, meðan hann bar vitni í máli Íslendingsins sem nú er fyrir dómi vegna sama máls.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.