Sjúkraflutningar

Fréttamynd

„Hjartað í fyrir­tækinu er farið“

Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri, við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Eigandi fyrirtækisins segir skelfilegt að horfa upp á hjarta fyrirtækisins brenna.

Innlent
Fréttamynd

Segja Isavia skerða félagafrelsi starfsmanna sinna

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segja Isavia skerða félagafrelsti starfsmanna sinna með því að vilja ekki breyta orðalagi í nýjum kjarasamningi en hann var gott sem tilbúinn og aðeins þetta eina atriði sem stóð út af borðinu.

Innlent
Fréttamynd

Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum

Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur.

Innlent
Fréttamynd

Nýbúið að lagfæra veginn þar sem rútan valt

Vegurinn þar sem slysið varð í gærkvöldi, liggur í gegnum þjóðgarðinn. Hann var endurbættur nýverið á um átta kílómetra kafla til austurs, frá þjónustumiðstöðinni. Vegurinn var opnaður aftur fyrir umferð um miðjan september í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri hálkuslys geta orðið frysti aftur í kvöld

Vel á fjórða tug þurft að leita sér aðhlynningar á slysadeild á höfuðborgarsvæðinu vegna hálkuslysa sem hefur orsakaði mikið álag á bráðamóttöku. Viðbúið að fleiri slys verði frysti aftur í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkraflug getur tafist vegna tryggingamála

Mikil umræða er nú á meðal lækna vegna fyrirkomulags trygginga vegna sjúkraflugs eftir að tveggja tíma töf varð á flugi með meðvitundarlausan mann. Ef ótryggður einstaklingur er sendur í flug getur kostnaður upp á eina milljón fallið á heilbrigðisstofnun.

Innlent
Fréttamynd

Starfsánægja mælist lág meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu: "Það er rosalegt álag á okkar fólki“

Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Samið við undanfara á Flúðum vegna neyðarhjálpar

Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum hefur mikilvægu hlutverki að gegna í Uppsveitum Árnessýslu í neyðartilfellum því félagar þar eru undanfarar og hefja aðstoð á vettvangi og veita fyrstu hjálp þar til sérhæfð aðstoð kemur á staðinn.

Innlent