Sjúkraflutningar

Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna
Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær.

Tóku höndum saman og komu sjúkrabíl í gegnum mikla ófærð
Björgunarsveitarmenn frá Þórshöfn, Raufarhöfn, Húsavík auk snjómokstursmanna allt frá Þórshöfn til Akureyrar tóku á honum stóra sínum í gær þegar þeir komu sjúklingi frá Þórshöfn til Akureyri í mjög vondu veðri og mikilli ófærð.

Hlutfall forgangsflutninga í hærri kantinum
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti alls 82 sjúkraflutningum á síðasta sólarhring. Þar af voru 28 svokallaðir forgangsflutningar, sem er heldur hátt hlutfall.

Álag og samskiptavandi við yfirmenn sögð valda óánægju meðal slökkviliðsmanna
Mikil óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Álag, léleg samskipti við yfirmenn og lítil endurmenntun eru sögð helstu vandamálin.

Ekið á gangandi vegfarendur í Reykjanesbæ
Ekið var á gangandi vegfarendur í Reykjanesbæ laust fyrir hádegi í dag. Tveir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi til aðhlynningar, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum.

Kurr í sjúkraflutningamönnum vegna forgangsröðunar í bólusetningu
Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir kurr í félagsmönnum vegna forgangsröðunar í bólusetningu við kórónuveirunni. Sjúkraflutningamenn eru samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra í fjórða forgangshóp en ættu „í fullkomnum heimi“ að vera í fyrsta eða öðrum, að mati formannsins.

„Heyrir til undantekninga að sjúkraflutningar séu undir 100“
Álag á slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið að aukast og það nú þannig að það heyri til undantekninga að sjúkraflutningar séu undir hundrað á sólarhring.

Fjórir slasaðir eftir umferðarslys á Suðurlandi
Fjórir slösuðust þegar bíll valt og hafnaði utan vegar milli Selfoss og Hellu.

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut
Þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut til móts við Garðahraun á fimmta tímanum í dag.

Síðustu dagar þungir eftir metfjölda sjúkraflutninga
Met voru slegin í tvígang í vikunni þegar kemur að fjölda sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðsstjóri segir að síðustu dagar hafi reynt á mannskapinn.

Þakka fyrir rólegri sólarhring í sjúkraflutningum
Síðasta sólarhring var 81 boðun í sjúkraflutninga hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Metfjöldi sjúkraflutninga annan daginn í röð
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins greinir frá því í Facebook-færslu í morgun að sinna hafi þurft alls 160 sjúkraflutningum í gær og í nótt.

Þung staða í farsóttarhúsinu og bílum til Covid-flutninga fjölgað
Staðan í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg er þung en þar eru nú 56 í einangrun og 32 í sóttkví.

Óvenju erilsamur dagur hjá slökkviliðinu
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sinnt vel yfir 100 sjúkraflutningum í dag sem þykir afar mikið miðað við það sem gengur og gerist.

Mun fleiri Covid-flutningar en undanfarnar nætur
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti níu Covid-tengdum sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn, þar af sjö á næturvaktinni

Sjúkraflutningamenn tóku á móti barni sem flýtti sér í heiminn
Sjúkraflutningarmenn aðstoðuðu í nótt lítinn dreng við að koma í heiminn en móðirin sem býr úti á landi hafði komið sér til Reykjavíkur til að eiga barnið.

Fluttur á slysadeild eftir vinnuslys í Hafnarfirði
Einn var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl eftir vinnuslys í Hafnarfirði á öðrum tímanum í dag.

Breyta um lit á sjúkrabílum
25 nýir sjúkrabílar munu sjást á götum landsins síðar í sumar. Þeir verða ekki eins og Íslendingar eru vanir sjúkrabílum heldur verða þeir gulir og grænir og mun það kallast Battenburg merking.

Segir kröfu um afsökunarbeiðni ófaglega og ummælin eðlilega athugun á störfum Neyðarlínunnar
Neyðarlínan hefur ekki verið sett á sakabekk af mér né borginni. Aðeins hefur verið óskað eftir svörum og skýrum merkjum um að atvikið sé tekið alvarlega og staðfestingu á að ekki sé um kerfisbundið vandamál að ræða heldur einstaka atvik,“ segir borgarfulltrúinn Dóra Björt Guðjónsdóttir um kröfu Neyðarlínunnar um afsökunarbeiðni

Neyðarlínan krefur borgarfulltrúa um afsökunarbeiðni vegna „grófra og meiðandi ásakana“
Neyðarlínan krefur Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, um afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar sem hún lét falla í morgunþætti Rásar 2 í morgun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Neyðarlínunni.