Sighvatur Björgvinsson

Við græðum á því
Íslendingar eru eina Evrópuþjóðin, sem hagnaðist fjárhagslega á hörmungum síðari heimsstyrjaldarinnar.

Rétt skal vera rétt
Í grein sem ég fékk birta í Fréttablaðinu fimmtudaginn 3. júlí tók ég þannig til orða, að forsætisráðherra þægi byggðastyrk frá Alþingi fyrir að hafa skráð lögheimili sitt að Hrafnabjörgum III í núverandi kjördæmi sínu.

„Það er svo gott að búa í Kópavogi“
"Það er svo gott að búa í Kópavogi.“ Svo mælti þáverandi æðstráðandi á staðnum, Gunnar Birgisson, þegar hann tjáði sig um búsetuúrræði á suðvesturhorni Íslands. "Það er svo gott að búa á Akureyri,“ sagði forsætisráðherra landsins í ræðu sinni norður þar.

Hin hliðin á þjóðrembunni
Mikið veður hefur verið gert út af ummælum oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík um meinta andúð á múslimum. Öfugt við marga aðra kenningasmiði held ég ekki að þarna sé um að ræða úthugsað samsæri um að snúa Framsóknarflokknum til öfgastefnu fasista til þess að afla atkvæða í gruggugum polli þegar allt annað var þrotið. Ég held að málið sé miklu einfaldara.

Fórn af frjálsum vilja
Áunnin lífeyrisréttindi eru eina eign íslenskra heimila, sem er til fulls varin gegn kröfum lánardrottna. Sama máli gegnir um innistæður séreignarlífeyris. Þó illa fari í fjármálum heimilisins og kröfuhafar hirði allar eignir fjölskyldunnar eru lífeyrisréttindin og séreignarlífeyririnn sú eina eign heimilisins sem kröfuhafar geta ekki snert.

Er þjóðin föl fyrir fé?
Er íslenska þjóðin föl fyrir fé? Þessi spurning hefur sótt á huga minn. Eftir að hafa lesið skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um hrunið – sem 99% Íslendinga hafa ekki nennt að lesa.

Bara gumpurinn upp úr?
Þorsteinn Pálsson, Benedikt Jóhannesson, Ólafur Stephensen og allir þið hinir rúmlega fimmtíu og tvö þúsund Íslendingar, sem skrifað hafið undir eindregin tilmæli um að þjóðaratkvæði verði látið ganga um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verður fram haldið eða ekki – nú vitið þið það.

Sæstrengslausnin
Nú eru liðin tuttugu ár frá því fyrst var hugað að lagningu sæstrengs frá Íslandi til Bretlands til sölu á raforku. Þá – eins og nú – sagðist breskur ævintýramaður vera reiðubúinn að afla fjármuna til þess að greiða kostnaðinn við lagningu sæstrengsins auk þess að segjast hafa tilbúinn markað fyrir orkuna. Við skoðun á málinu kom

Hinir eitruðu kokkteilar
Nefnd forsætisráðherra um afnám verðtryggingar á fjárskuldbindingum hefur skilað áliti. Í áliti sínu kemst nefndin svo að orði – í endursögn fjölmiðla – að innleiðing 40 ára verðtryggðra húsnæðislána hafi verið "eitraður kokkteill“.

Um lýðskrumara
Samningsrétturinn er í höndum sérhvers stéttarfélags. Verkalýðsfélagið á Akranesi, félögin í Vestmannaeyjum og í Þingeyjarsýslum – svo nokkur dæmi séu nefnd – fara alfarið sjálf með þennan rétt fyrir hönd félagsmanna sinna.

Útvarpsstjóri kvaddur
Lengi má deila um hvort réttu fólki eða röngu var sagt upp störfum. Hvort þessi útvarpsdagskrá eða hin var aflögð. Sjálfur er ég ekki ýkja sáttur við val útvarpsstjóra. Hefði gjarna viljað að Evróvisjón – eitt allra dýrasta dagskrárefni RUV – víki.

Allt í lagi, Guðni!
Ég man eftir því frá því ég var ungur drengur – fyrir meira en 60 árum – að þegar amma mín og síðan mamma gerðu sér sérstakt far um að vanda matseldina þá var einstök áhersla lögð á að nota bæri ÍS-lenskt smjör – með þungri áherslu á fyrsta atkvæðið.

„Mainstream“
Ég sé á Eyjunni í dag, mánudag, að þau Hannes Hólmsteinn og Eva Hauksdóttir eru að deila um hvort þeirra sé "mainstream“ og hvort þeirra utangarðsfólk. Sannfærður er ég um hvort er hvað.

Fyrirsjáanleg framtíð
Svo lengi sem ég man hefur fyrirtækjum á Íslandi verið skipt í þrjá misgóða flokka. Í efsta flokknum – þeim besta – hafa verið fyrirtæki, sem selt geta framleiðslu sína fyrir gjaldgenga mynt.

Leynibréfið – eða þannig sko
Leynt hefur farið bréf sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kom á framfæri við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.

Gerum allt fyrir aumingja
Gerum allt fyrir aumingja! Við lækkuðum veiðigjöldin á útgerðina. Þessa vesalinga sem m.a. þurfa að standa undir hallarekstri Morgunblaðsins og gera upp í gjaldmiðli sem við hinir Íslendingarnir fáum ekki að nota!

Einfeldni, ekki heimska
Þorsteinn Pálsson, Benedikt Jóhannesson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason – og þið öll hin. Hvernig dettur ykkur þetta í hug? Þið eruð ekki heimsk, eða hvað?

Sterkasti stjórnarandstæðingurinn
Nýútkomin skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er áhugaverð lesning – svo ekki sé meira sagt. Ekki aðeins fyrir þá sök hvað í henni stendur heldur ekki síður það svar, sem gefið er í skýrslunni við hefðbundnum viðbárum Íslendinga við umsögnum erlendra sérfræðinga um efnahagsstöðu og horfur á Íslandi, þ.e. að þar tali þeir, sem enga þekkingu hafi á Íslandi og því sem íslenskt er.

Hrunið og heimskan
Hrunið olli öllum Íslendingum miklum skaða. Það varð "forsendubrestur“ hjá allri þjóðinni. Sumir misstu atvinnuna – og eru atvinnulausir enn. Aðrir urðu fyrir stórfelldu eignatapi.

2007 í augsýn!
Krafan um að skuldugu fólki verði bætt áföllin sem urðu vegna afleiðinga hrunsins – vegna "forsendubrestsins” svonefnda – er einfaldlega krafa um að staða skuldsettra heimila verði gerð sú hin sama og hún var fyrir hrun.