„Það er svo gott að búa í Kópavogi“ Sighvatur Björgvinsson skrifar 3. júlí 2014 07:00 „Það er svo gott að búa í Kópavogi.“ Svo mælti þáverandi æðstráðandi á staðnum, Gunnar Birgisson, þegar hann tjáði sig um búsetuúrræði á suðvesturhorni Íslands. „Það er svo gott að búa á Akureyri,“ sagði forsætisráðherra landsins í ræðu sinni norður þar. Að minnsta kosti miklu betra en að búa í Hafnarfirði, ef marka má ráðherrann og flokksbræður hans í ríkisstjórn Íslands. Rétt er það. Gott er að búa á Akureyri – enda bjó ég þar að eigin vali í fjóra vetur sem nemandi og undi dvölinni vel. Einmitt vegna þess hversu gott það er stendur nú til að flytja 40 til 60 fjölskyldur nauðungarflutningum frá Hafnarfirði til Akureyrar bara af velvild við viðkomandi. Það er svo gott að búa þar – það er ekki í Hafnarfirði.Ný höfuðborg fyrir „hæstráðanda“ Um leið er sagt að fleiri flutningar standi til. Nú er það svo að höfuðborg eins lands ræðst ekki af fjölda íbúa á staðnum heldur af því hvar stjórnkerfi landsins kýs sér aðsetur. Fjölmörg dæmi eru um að höfuðborgir viðkomandi landa séu ekki fjölmennustu borgirnar. Þannig er til dæmis Washington höfuðborg Bandaríkjanna þótt íbúar séu fleiri í New York og Brasilía er höfuðborg Brasilíu þótt íbúar séu fleiri í Rio de Janeiro. Höfuðborgin er einfaldlega sá staður þar sem stjórnkerfið kýs að hafa sinn samastað. Þar sem „hæstráðandi til lands og sjávar“ vill hafa höfuðborgina.Þar sem „alveg er hægt að gista“ Nú er ljóst orðið að „hæstráðandi til lands og sjávar á Íslandi“ vill flytja stjórnsýslustofnanir frá höfuðborgarsvæðinu og norður á Akureyri. Hann vill hafa þær ekki of langt frá jarðarskikanum að Hrafnabjörgum III þar sem forsætisráðherrann hefur nú skráð lögheimili ásamt fjölskyldu sinni og þar sem „alveg er hægt að gista“, eins og haft er eftir Jóni Guðmundssyni, bónda á bænum þeim þar sem ráðherrann þiggur búsetustyrk frá Alþingi. Ekki verður þá of langt fyrir hann að fara frá stjórnsýslunni og heim.Hvernig flytja má höfuðborgir Nú má margt læra af Brasilíumönnum annað en það hvernig halda á heimsmeistarakeppni í fótbolta – eða hvernig ekki á að halda heimsmeistarakeppni í fótbolta. Eitt af því sem læra má af Brasilíumönnum er hvernig flytja má höfuðborgir. „Hæstráðandi til lands og sjávar“ í því landi tók þá gagnmerku ákvörðun að flytja bara höfuðborgina þangað sem hann vildi hafa hana. Arkitektinn Oscar Niemayer var ráðinn til þess að hanna nýja höfuðborg og hún reis á árunum 1956-1960 og nefnist Brasilía. Þangað var svo stjórnkerfið flutt. Þar er nú höfuðborgin. Hin brasilíska Reykjavík ber ekki þann titil lengur.Mbl. sér um það Ekki ýkja langt frá Hrafnabjörgum III er jörðin Hrifla. Hún er vel þekkt úr sögunni. Væri ekki tilvalið að byggja þar nýja höfuðborg í stað Reykjavíkur? Fá skipulagsfræðing eins og þann sem nú situr í forsætisráðuneytinu til þess að taka að sér verkefni Oscars Niemayers. Skipuleggja nýja höfuðborg á Hriflu. Ekki á Laugarvatni – heldur á Hriflu. Hversu miklu betra yrði ekki að búa í höfuðborginni Hriflu en í Hafnarfirði? Ekki spurning. Ekki heldur fyrir íhaldið? Það fylgir bara með – svona aukreitis. Þegir – og þakkar. Mbl. sér um það. Málgagn „hæstráðanda til lands og sjávar“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Gömlu gildin Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Þjóðarsöfn: Menningarleg stjórnarskrá Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Borg fyrir bíla Fastir pennar Ákvörðun Þórólfs Fastir pennar Sameinaður Eyjafjörður Davíð Stefánsson Skoðun Láttu mig vera Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Hvarf litla mannsins Fastir pennar Gleðilegt siðbótarár Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fjármálalæsi Lóu Eyþór Arnalds Skoðun Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
„Það er svo gott að búa í Kópavogi.“ Svo mælti þáverandi æðstráðandi á staðnum, Gunnar Birgisson, þegar hann tjáði sig um búsetuúrræði á suðvesturhorni Íslands. „Það er svo gott að búa á Akureyri,“ sagði forsætisráðherra landsins í ræðu sinni norður þar. Að minnsta kosti miklu betra en að búa í Hafnarfirði, ef marka má ráðherrann og flokksbræður hans í ríkisstjórn Íslands. Rétt er það. Gott er að búa á Akureyri – enda bjó ég þar að eigin vali í fjóra vetur sem nemandi og undi dvölinni vel. Einmitt vegna þess hversu gott það er stendur nú til að flytja 40 til 60 fjölskyldur nauðungarflutningum frá Hafnarfirði til Akureyrar bara af velvild við viðkomandi. Það er svo gott að búa þar – það er ekki í Hafnarfirði.Ný höfuðborg fyrir „hæstráðanda“ Um leið er sagt að fleiri flutningar standi til. Nú er það svo að höfuðborg eins lands ræðst ekki af fjölda íbúa á staðnum heldur af því hvar stjórnkerfi landsins kýs sér aðsetur. Fjölmörg dæmi eru um að höfuðborgir viðkomandi landa séu ekki fjölmennustu borgirnar. Þannig er til dæmis Washington höfuðborg Bandaríkjanna þótt íbúar séu fleiri í New York og Brasilía er höfuðborg Brasilíu þótt íbúar séu fleiri í Rio de Janeiro. Höfuðborgin er einfaldlega sá staður þar sem stjórnkerfið kýs að hafa sinn samastað. Þar sem „hæstráðandi til lands og sjávar“ vill hafa höfuðborgina.Þar sem „alveg er hægt að gista“ Nú er ljóst orðið að „hæstráðandi til lands og sjávar á Íslandi“ vill flytja stjórnsýslustofnanir frá höfuðborgarsvæðinu og norður á Akureyri. Hann vill hafa þær ekki of langt frá jarðarskikanum að Hrafnabjörgum III þar sem forsætisráðherrann hefur nú skráð lögheimili ásamt fjölskyldu sinni og þar sem „alveg er hægt að gista“, eins og haft er eftir Jóni Guðmundssyni, bónda á bænum þeim þar sem ráðherrann þiggur búsetustyrk frá Alþingi. Ekki verður þá of langt fyrir hann að fara frá stjórnsýslunni og heim.Hvernig flytja má höfuðborgir Nú má margt læra af Brasilíumönnum annað en það hvernig halda á heimsmeistarakeppni í fótbolta – eða hvernig ekki á að halda heimsmeistarakeppni í fótbolta. Eitt af því sem læra má af Brasilíumönnum er hvernig flytja má höfuðborgir. „Hæstráðandi til lands og sjávar“ í því landi tók þá gagnmerku ákvörðun að flytja bara höfuðborgina þangað sem hann vildi hafa hana. Arkitektinn Oscar Niemayer var ráðinn til þess að hanna nýja höfuðborg og hún reis á árunum 1956-1960 og nefnist Brasilía. Þangað var svo stjórnkerfið flutt. Þar er nú höfuðborgin. Hin brasilíska Reykjavík ber ekki þann titil lengur.Mbl. sér um það Ekki ýkja langt frá Hrafnabjörgum III er jörðin Hrifla. Hún er vel þekkt úr sögunni. Væri ekki tilvalið að byggja þar nýja höfuðborg í stað Reykjavíkur? Fá skipulagsfræðing eins og þann sem nú situr í forsætisráðuneytinu til þess að taka að sér verkefni Oscars Niemayers. Skipuleggja nýja höfuðborg á Hriflu. Ekki á Laugarvatni – heldur á Hriflu. Hversu miklu betra yrði ekki að búa í höfuðborginni Hriflu en í Hafnarfirði? Ekki spurning. Ekki heldur fyrir íhaldið? Það fylgir bara með – svona aukreitis. Þegir – og þakkar. Mbl. sér um það. Málgagn „hæstráðanda til lands og sjávar“.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar