Sæstrengslausnin Sighvatur Björgvinsson skrifar 7. mars 2014 07:00 Nú eru liðin tuttugu ár frá því fyrst var hugað að lagningu sæstrengs frá Íslandi til Bretlands til sölu á raforku. Þá – eins og nú – sagðist breskur ævintýramaður vera reiðubúinn að afla fjármuna til þess að greiða kostnaðinn við lagningu sæstrengsins auk þess að segjast hafa tilbúinn markað fyrir orkuna. Við skoðun á málinu kom m.a. eftirfarandi í ljós:1. Þar sem leggja þurfti sæstrenginn bæði um alþjóðlegt hafsvæði sem og um landgrunn í lögsögu annara ríkja voru fjölmörg og flókin úrlausnarefnin bæði í tengslum við lögfræðileg og umhverfisleg álitaefni. Sjálfsagt má leysa þau en þá með ærnum undirbúningi og umtalsverðum kostnaði.2. Bresk stjórnvöld færðu m.a. fram það álit sitt að bæði þar sem umræddur sæstrengur færi frá landi og kæmi á land skapaðist mikið segulsvið sem myndi m.a. hafa neikvæð áhrif á strandgæsluþarfir Breta. Nauðsynlegt væri að þeirra áliti að leggja tvo sæstrengi nánast hlið við hlið til þess að eyða seguláhrifunum. Þær framfarir hafa sennilega orðið á strandgæslu sjóveldisins, að þess væri líklega ekki lengur þörf. Þó er aldrei að vita.3. Nú er eftir óvirkjuð álíka mikil orka á Íslandi og þegar er búið að virkja – þó svo hafi ekki verið fyrir 20 árum, þ.e. áður en ráðist var í virkjun á Kárahnjúkum. Öll sú óvirkjaða orka dugar ekki til að fullnægja nema sem svarar orkuþörf Glasgow-borgar. Í Evrópu eru þær margar, Glasgowborgirnar. Hvernig sú firra hefur komist inn í hausinn á Íslendingum að íslensk orka muni nánast leysa öll grænorkuvandamál Evrópu er mér hulin ráðgáta.4. Verði lagður sæstrengur þyrfti að virkja öll enn óvirkjuð svæði á Íslandi til þess að framkvæmdin skilaði arði. Orkuvandamál Evrópu yrðu engu að síður þau hin sömu eftir sem áður. Þó Íslendingar séu öllum þjóðum meiri og merkari getur íslenska orkan samt ekki bjargað heiminum. Ekkert fremur en hin íslenska afburðaþekking á rekstri banka og fjármálastofnana gat orkað meiru en að setja íslensku þjóðina sjálfa á hausinn og draga velviljaða útlenda lánardrottna með í fallinu.5. Verði sæstrengslausnin valin yrði innan fárra ára engar virkjanlegar en óvirkjaðar orkulindir eftir á Íslandi. Búið verður þá að ráðstafa því öllu til sölu á erlendum markaði um sæstreng og enginn varaforði eftir til framtíðar. Útlendingar myndu líklega segja að slíkt væri í fullu samræmi við þá áráttu Íslendinga að geta aldrei hugsað í öðru en skammtímalausnum. Aldrei séð neina framtíð fyrir sér. En auðvitað hafa útlendingar alltaf rangt fyrir sér.6. Hingað til hefur þjóðin haft áhuga á að nýta sér virkjanlega íslenska orku í landinu sjálfu þannig að virðisaukinn af nýtingu hennar verði eftir í landinu. Verði sæstrengslausnin valin er orkan flutt „óunnin“ út og nýting hennar á erlendri grundu myndi þá skapa erlendu vinnuafli tekjur og erlendum stjórnvöldum skatttekjur. Er það auðvitað í fullu samræmi við einlægan áhuga íslensku þjóðarinnar á að Evrópusambandið og þegnar þess hafi sem allra mestan ávinning af nýtingu íslenskra auðlinda. Án efa mun núverandi ríkisstjórn vera uppfull af áhuga á að stuðla að slíkum lausnum, ekki hvað síst þau Sigmundur Davíð, Vigdís Hauksdóttir og Ásmundur Einar.7. Með beintengingu orkusölunnar við Evrópu myndi hér – eins og í Noregi – hinn íslenski orkusölumarkaður þurfa að laga sig að markaðinum á meginlandi Evrópu. Orkuverðið á Íslandi myndi því verða að hækka til samræmis við það. Formælendur sæstrengjalausnarinnar segjast sjá einfalt ráð við því. Íslenska ríkið eigi þá bara að niðurgreiða orkuna til íslenskra notenda. M.ö.o. íslenskir skattborgarar – sem eru þeir hinir sömu og þurfa að borga til muna hærra orkuverð – eiga þá með hækkandi sköttum að borga sjálfum sér aftur til baka kostnaðinn af sæstrengjalausninni. Þetta myndum við Ísfirðingarnir nefna Münchausen-lausnina – þ.e. að maður eigi að draga sjálfan sig og reiðskjótann með upp úr keldunni á eigin hári. Sæstrengjalausninni var vikið út af borðinu fyrir tuttugu árum – með glotti. Vonandi er eitthvað af slíkum húmor enn eftir í landinu. Þrátt fyrir hrunið – eða e.t.v. einmitt vegna þess. Vegna þess er þörfin meiri nú en fyrir tuttugu árum. Þörfin meiri bæði fyrir hugsun – og húmor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru liðin tuttugu ár frá því fyrst var hugað að lagningu sæstrengs frá Íslandi til Bretlands til sölu á raforku. Þá – eins og nú – sagðist breskur ævintýramaður vera reiðubúinn að afla fjármuna til þess að greiða kostnaðinn við lagningu sæstrengsins auk þess að segjast hafa tilbúinn markað fyrir orkuna. Við skoðun á málinu kom m.a. eftirfarandi í ljós:1. Þar sem leggja þurfti sæstrenginn bæði um alþjóðlegt hafsvæði sem og um landgrunn í lögsögu annara ríkja voru fjölmörg og flókin úrlausnarefnin bæði í tengslum við lögfræðileg og umhverfisleg álitaefni. Sjálfsagt má leysa þau en þá með ærnum undirbúningi og umtalsverðum kostnaði.2. Bresk stjórnvöld færðu m.a. fram það álit sitt að bæði þar sem umræddur sæstrengur færi frá landi og kæmi á land skapaðist mikið segulsvið sem myndi m.a. hafa neikvæð áhrif á strandgæsluþarfir Breta. Nauðsynlegt væri að þeirra áliti að leggja tvo sæstrengi nánast hlið við hlið til þess að eyða seguláhrifunum. Þær framfarir hafa sennilega orðið á strandgæslu sjóveldisins, að þess væri líklega ekki lengur þörf. Þó er aldrei að vita.3. Nú er eftir óvirkjuð álíka mikil orka á Íslandi og þegar er búið að virkja – þó svo hafi ekki verið fyrir 20 árum, þ.e. áður en ráðist var í virkjun á Kárahnjúkum. Öll sú óvirkjaða orka dugar ekki til að fullnægja nema sem svarar orkuþörf Glasgow-borgar. Í Evrópu eru þær margar, Glasgowborgirnar. Hvernig sú firra hefur komist inn í hausinn á Íslendingum að íslensk orka muni nánast leysa öll grænorkuvandamál Evrópu er mér hulin ráðgáta.4. Verði lagður sæstrengur þyrfti að virkja öll enn óvirkjuð svæði á Íslandi til þess að framkvæmdin skilaði arði. Orkuvandamál Evrópu yrðu engu að síður þau hin sömu eftir sem áður. Þó Íslendingar séu öllum þjóðum meiri og merkari getur íslenska orkan samt ekki bjargað heiminum. Ekkert fremur en hin íslenska afburðaþekking á rekstri banka og fjármálastofnana gat orkað meiru en að setja íslensku þjóðina sjálfa á hausinn og draga velviljaða útlenda lánardrottna með í fallinu.5. Verði sæstrengslausnin valin yrði innan fárra ára engar virkjanlegar en óvirkjaðar orkulindir eftir á Íslandi. Búið verður þá að ráðstafa því öllu til sölu á erlendum markaði um sæstreng og enginn varaforði eftir til framtíðar. Útlendingar myndu líklega segja að slíkt væri í fullu samræmi við þá áráttu Íslendinga að geta aldrei hugsað í öðru en skammtímalausnum. Aldrei séð neina framtíð fyrir sér. En auðvitað hafa útlendingar alltaf rangt fyrir sér.6. Hingað til hefur þjóðin haft áhuga á að nýta sér virkjanlega íslenska orku í landinu sjálfu þannig að virðisaukinn af nýtingu hennar verði eftir í landinu. Verði sæstrengslausnin valin er orkan flutt „óunnin“ út og nýting hennar á erlendri grundu myndi þá skapa erlendu vinnuafli tekjur og erlendum stjórnvöldum skatttekjur. Er það auðvitað í fullu samræmi við einlægan áhuga íslensku þjóðarinnar á að Evrópusambandið og þegnar þess hafi sem allra mestan ávinning af nýtingu íslenskra auðlinda. Án efa mun núverandi ríkisstjórn vera uppfull af áhuga á að stuðla að slíkum lausnum, ekki hvað síst þau Sigmundur Davíð, Vigdís Hauksdóttir og Ásmundur Einar.7. Með beintengingu orkusölunnar við Evrópu myndi hér – eins og í Noregi – hinn íslenski orkusölumarkaður þurfa að laga sig að markaðinum á meginlandi Evrópu. Orkuverðið á Íslandi myndi því verða að hækka til samræmis við það. Formælendur sæstrengjalausnarinnar segjast sjá einfalt ráð við því. Íslenska ríkið eigi þá bara að niðurgreiða orkuna til íslenskra notenda. M.ö.o. íslenskir skattborgarar – sem eru þeir hinir sömu og þurfa að borga til muna hærra orkuverð – eiga þá með hækkandi sköttum að borga sjálfum sér aftur til baka kostnaðinn af sæstrengjalausninni. Þetta myndum við Ísfirðingarnir nefna Münchausen-lausnina – þ.e. að maður eigi að draga sjálfan sig og reiðskjótann með upp úr keldunni á eigin hári. Sæstrengjalausninni var vikið út af borðinu fyrir tuttugu árum – með glotti. Vonandi er eitthvað af slíkum húmor enn eftir í landinu. Þrátt fyrir hrunið – eða e.t.v. einmitt vegna þess. Vegna þess er þörfin meiri nú en fyrir tuttugu árum. Þörfin meiri bæði fyrir hugsun – og húmor.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun