Skoðun

„Mainstream“

Sighvatur Björgvinsson skrifar
Ég sé á Eyjunni í dag, mánudag, að þau Hannes Hólmsteinn og Eva Hauksdóttir eru að deila um hvort þeirra sé „mainstream“ og hvort þeirra utangarðsfólk. Sannfærður er ég um hvort er hvað.

Sá, sem sagði í fyrstu minningu minni um viðkomandi, að ekkert væri athugavert við að selja ömmu sína ef markaður væri fyrir hana – sá er auðvitað „mainstream“.

Sá, sem forsíðumyndin birtist af aleinum að „spæja“ fyrir hornið á Alþingishúsinu þegar alþýða Reykjavíkur safnaðist saman til fundahalda á Austurvelli – sá er auðvitað „mainstream“.

Sá sem skrifaði merkar bækur um Nóbelsskáldið okkar og notaði þar beinar tilvitnanir í texta þess en gleymdi að geta þess – sá er auðvitað „mainstream“.

Sá, sem að sögn aðstoðarmanns forsætisráðherra, hringdi í hann hágrátandi vegna þess að ráðherrann hefði kannski reiðst honum – sá er auðvitað „mainstream“.



Sá, sem boðaði kenninguna um að markaðurinn væri einn til þess hæfur að hafa eftirlit með sjálfum sér og lagfæra það sem lagfæra þyrfti – sá er auðvitað „mainstream“.

Sá, sem telst vera fulltrúi þess hugmyndaheims sem hrundi árið 2008 þegar sá íslenski hugmyndaheimur öðlaðist heimsfrægð fyrir vikið – sá er auðvitað „mainstream“.

Mikið mega þeir vera ánægðir innra með sjálfum sér, sem ekki teljast vera „mainstream“ – heldur bara svona utangarðsfólk. Panta að fá að vera þar.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×