Bjarni Benediktsson

Fetar í fótspor föðurins og hefur formlega feril í stjórnmálum
Margrét Bjarnadóttir tók í gær sæti í bæjarstjórn Garðabæjar og hóf þar með formlega feril í stjórnmálum. Bjarni Benediktsson, faðir Margrétar, segist einstaklega stoltur af dótturinni.

Frumvarpið „vonbrigði,“ auka þarf svigrúm til fjárfestinga erlendis „hraðar og meira“
Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna, meðal annars tveggja af þremur stærstu sjóðunum, gagnrýna að ekki sé gengið lengra í frumvarpsdrögum Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um auknar heimildir þeirra til fjárfestinga í erlendum gjaldmiðlum.

Þrjár lexíur á liðnu ári
Kaupmáttur hefur aukist þrátt fyrir efnahagsáfallið og hefur aldrei verið meiri, en undanfarin ár hafa ráðstöfunartekjur aukist mest hjá tekjulægri hópum. Þessa stöðu þurfum við að verja af öllum mætti, bæði í komandi kjaraviðræðum og ákvörðunum um útgjöld hins opinbera næstu misseri.

Bjarni segir skaða af sóttvarnaaðgerðum verða bættan
Fjármálaráðherra heitir því að ríkið muni hlaupa undir bagga með fyrirtækjum sem lendi í áframhaldandi rekstrarerfiðleikum vegna kórónuveirufaraldursins. Borgarstjóri gagnrýnir hins vegar að ekki séu gefin skýr skilaboð um aðgerðir til að mæta stöðu fólks og fyrirtækja.

Bjarni segir hvorki þörf á skattahækkunum né niðurskurði á næstu árum
Bjartsýni ríkir í fyrsta fjárlagafrumvarpi og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem reiknar með meiri afkomubata ríkissjóðs en áður var áætlað. Það skili sér til fyrirtækja og heimila því hvorki þurfi að hækka skatta né skera niður til að halda upp góðri opinberri þjónustu. Barnabætur verið auknar og frítekjumark eftirlaunafólks tvöfaldað.

Valið er skýrt
Í dag veljum við hvernig samfélag við ætlum að byggja næstu fjögur árin. Allt frá 2013 hefur það verið verkefni mitt á hverjum degi að vinna að aukinni velferð Íslendinga, greiða niður skuldir ríkissjóðs og viðhalda stöðugleikanum sem öllu skiptir fyrir heimilin og fyrirtækin.

Þrjár spurningar um framtíðina
Þrátt fyrir að tíu flokkar séu í framboði er valið merkilega einfalt. Þú þarft ekki að taka kosningapróf til að vita fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur. Ábyrgð, stöðugleiki og lágir skattar - formúlan að baki þeirri stöðugu aukningu lífsgæða sem við búum nú við.

Kosningarnar snúast um þessi þrjú mál
Það skiptir öllu hvort eftir kosningar taki við sundurlaus samtíningur margra flokka eða öflug ríkisstjórn sem getur tekist á við stór verkefni og hefur burði til að leysa áskoranir til framtíðar. Hér eru þrjú mikilvægustu málin sem ný ríkisstjórn þarf að leysa.

Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal
Háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að Ásmundarsalsmálinu svokallaða á Þorláksmessukvöld í fyrra, er talin ámælisverð og telur nefnd um eftirlit með lögreglu að tilefni sé til að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taki framferði þeirra til skoðunar.

Uppfærum stýrikerfið
Við þekkjum það flest að opna símann okkar og fá meldingu um uppfærslu. Viðvikið kostar nokkra smelli og örlítinn tíma, en þjónustan verður enn betri fyrir okkur notendurna á eftir.

Hringferð fyrir kröftugt atvinnulíf
Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er forsenda hagsældar og velferðar og þar munar ekki síst um lítil og meðalstór fyrirtæki í verslun, þjónustu, framleiðslu og nýsköpun af öllum toga.

Sumu er auðsvarað
Vegna fækkunar ferðamanna og aflabrests í mikilvægum veiðistofni, loðnunni, verður ekki hagvöxtur á þessu ári eins og spáð hafði verið.

Kjölfesta í 90 ár
Hinn 25. maí 1929 ákváðu þingmenn Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins að sameina krafta sína í nýjum flokki: Sjálfstæðisflokknum. Stefnumál hans skyldu annars vegar vera fullt sjálfstæði landsins, og hins vegar að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.

Styrkurinn í breyttu hagkerfi
Við Íslendingar höfum náð framúrskarandi árangri á undanförnum árum.

Að semja um árangur
Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Forum, gefur árlega út skýrslu um samkeppnishæfni ríkja.

Var allt betra hér áður fyrr?
Í aðdraganda þessara kosninga ber á því að allt of margir tala niður þann mikla árangur sem við Íslendingar höfum sameiginlega náð.

Stjórnmálin verða að virka
Með hjálp kjósenda getum við komið aftur röð og reglu á stjórnarfarið. Við eigum að hafna því að stjórnmálin hrökkvi í baklás þegar á móti blæs.

Til hagsbóta fyrir vinnandi fólk
Athugasemdir Alþýðusambands Íslands vegna aðgerða stjórnvalda til að bæta hag heimilanna standast ekki skoðun. Ríkisstjórnin hefur tekið á skuldavandanum, lækkað tekjuskatt og styrkt velferð.

Setjum markið hátt
Þróunaraðstoð hefur óneitanlega sérstöðu meðal þeirra málaflokka sem Alþingi fjallar um. Kemur þar margt til. Þau verkefni sem sinnt er hverju sinni eru í fjarlægum löndum, á svæðum þar sem mannlífið og þjóðfélagsgerðin er mjög frábrugðin því sem við eigum að venjast. Þá er það mikið álitamál með hvaða hætti við eigum að skipta framlögum milli verkefna sem við höfum beina aðkomu að og þeirra sem rekin eru í samstarfi margra þjóða, eins og t.d. undir regnhlíf Sameinuðu þjóðanna. Það er sérstakt fræðasvið hvernig best megi tryggja að fjármunir til þróunaraðstoðar skili tilætluðum árangri.

Skuldasöfnun Jóhönnu Sigurðardóttur
Fyrir skemmstu birtist ríkisreikningur fyrir árið 2011. Samþykkt fjárlög höfðu gert ráð fyrir 46 milljarða halla. Niðurstaðan varð hins vegar 90 milljarðar.