Norðurslóðir

Fréttamynd

Úlfaveiðar leyfðar á ný á Grænlandi

Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila veiðar á úlfum á ný eftir 32 ára veiðibann. Veiðarnar verða þó háðar ströngum takmörkunum og aðeins leyfðar veiðimönnum sem búa á svæðum þar sem úlfarnir halda sig.

Erlent
Fréttamynd

Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands

Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands.

Erlent
Fréttamynd

Allt úr engu: Rauðspretta, gulrætur og rósir

Í þáttunum Allt úr engu fjallar matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. Hann heimsækir áhugavert fólk og eldar með því frábærar máltíðir með því að nýta það sem er til á heimilinu.

Lífið
Fréttamynd

Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi

Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins.

Erlent
Fréttamynd

Þakklátur fyrir að fá að segja sögurnar á bak við augnablikin

Ragnar Axelsson ljósmyndari, betur þekktur sem RAX, segist vera smámunasamur og fer oft margar ferðir á sama staðinn til að ná réttu myndinni. Í nýjum þáttum segir hann frá sínum þekktustu ljósmyndunum og öllu því sem hann lagði á sig til þess að fanga þau augnablik.

Lífið
Fréttamynd

Óttast aldauða hvítabjarna fyrir lok aldarinnar

Hop hafíss á norðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti leitt til þess að hvítabirnir verði nær útdauðir á jörðinni fyrir lok þessarar aldar, að mati vísindamanna. Jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda eigi margir undirstofnar þeirra eftir að verða breytingunum að bráð.

Erlent
Fréttamynd

Viðurkenning á mikilvægi þessa mynda

Ljósmyndarinn Ragnar Axelson hefur gengið til liðs við Vísi. Hann var í dag tilnefndur til Leica ljósmyndaverðlaunanna fyrir verkefnið Arctic Heroes – Where the world is melting

Lífið
Fréttamynd

Norðurlönd í sókn og vörn á viðsjárverðum tímum

Fyrr í þessum mánuði skilaði Björn Bjarnason af sér merkilegri skýrslu með fjórtán tillögum um aukið samstarf norrænu ríkjanna fimm á sviði alþjóða- og öryggismála. Það er til marks um gjörbreytt umhverfi í alþjóðamálum að í skýrslunni leggur Björn mikinn þunga í tillögur um að Norðurlöndin efli með sér samstarf um stafrænar ógnir á sviði lýðræðis, jöfnuðar, tjáningarfrelsis og annarra samnorrænna gilda.

Skoðun
Fréttamynd

Hitamet í Síberíu kyndir undir miklum gróðureldum

Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla.

Erlent
Fréttamynd

Boða byltingu í sjávarútvegi við beinhreinsun þorskfiska

Íslenskt þróunarfyrirtæki á sviði matvælaiðnaðar, Protein Save, er að koma upp vinnslulínu í Grindavík til að beinhreinsa þorskfiska án flökunar, líkt og hægt er með laxfiska. Aðstandendur fullyrða að þetta verði bylting í sjávarútvegi.

Innlent
Fréttamynd

Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn

Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum.

Erlent
Fréttamynd

Grænlandsjökull bráðnar tveimur vikum fyrr en vanalega

Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag.

Erlent
Fréttamynd

Kim Kielsen myndar nýja landsstjórn á Grænlandi

Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, kynnti nýja landsstjórn á fréttamannafundi í Nuuk í gær. Nýr flokkur, Demokraterne, gekk eftir nokkurra vikna viðræður til liðs við minnihlutastjórn Siumut-flokksins og Nunatta Qitornai-flokksins, sem þar með varð meirihlutastjórn.

Erlent
Fréttamynd

Vara við meiriháttar flóðbylgju í Alaska vegna bráðnandi jökuls

Hópur vísindamanna sem fylgist með landhræringum á norðurskautinu óttast að berghlaup úr fjallshlíð geti valdið gríðarlega stórri flóðbylgju á einu þéttbýlasta svæði Alaska á allra næstu áratugum. Aukin hætta er sögð á hamfaraskriðum og flóðbylgjum vegna hnattrænnar hlýnunar á norðurslóðum.

Erlent
Fréttamynd

Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu

Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu.

Innlent
Fréttamynd

Plastmengun vaxandi vandamál á norðurslóðum

Plastagnir finnast nú nær alls staðar í hafinu á norðurslóðum en frekari rannsóknir skortir til að rekja uppruna þeirra. Framleiðsla á plasti hefur aukist gífurlega á síðustu áratugum og útlit er fyrir að hún margfaldist fyrir miðja þessa öld.

Innlent