Heilbrigð höf lykill að heilbrigðu mannkyni Heimsljós 8. júní 2021 14:21 GunniSal Dagur hafsins er að þessu sinni haldinn við upphaf áratugar hafrannsókna í þágu sjálfbærrar þróunar. Alþjóðlegur dagur hafsins er haldinn í dag, 8. júní, á vegum Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að auka vitund almennings um hafið og mikilvægi þess fyrir velferð okkar. „Nú þegar við vinnum að því að binda enda á heimsfaraldurinn höfum við einstakt tækifæri – og skyldu – til að leiðrétta samband okkar við náttúruna, þar á meðal höfin,“ segir António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni af Degi hafsins. Í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna segir í tilefni dagsins: „Við sækjum súrefni, næringu og lyf til hafanna og er þá bara fátt eitt talið. Heilbrigð höf eru lykill að heilbrigðu mannkyni. Óstjórn og stjórnleysi á auðæfum sjávar hefur hins vegar verið slíkt að viskterfi hafsins eru að hruni komin. Til þess að sporna við þessari vá og koma á heilbrigðum tengslum á milli manns og sjávar, verður mannkynið að endurskoða núverandi athafnir og lifnaðarhætti.“ Að þessu sinni er Dagur hafsins haldinn við upphaf Áratugar hafrannsókna í þágu sjálfbærrar þróunar. Markmiðið er að efla alþjóðlega samvinnu um rannsóknir og nýsköpun til að bæta ástandið í sjónum um allan heim. Lífið í sjónum Um þessar mundir sýnir sjónvarpsstöðin Hringbraut á miðvikudagskvöldum þætti um fjórtánda heimsmarkmiðið – líf í vatni –undir yfirskriftinni: Lífið í sjónum. Í þessum þáttum deila nokkrir af reyndustu sérfræðingum Sjávarútvegsskólans reynslu af vinnu og rannsóknum í samstarfslöndum skólans og ræða mikilvæg atriði sem snúa að framkvæmd fjórtánda heimsmarkmiðsins. Á síðasta ári stóð til að leggja sérstaka áherslu á hafið í alþjóðastarfi og margir stórir og mikilvægir viðburðir höfðu verið skipulagðir. Vegna heimsfaraldursins frestuðust nær allir alþjóðlegir fundir og ráðstefnur og dæmi um stóra viðburði sem frestuðust eru til dæmis hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna um framfylgd fjórtánda heimsmarkmiðsins, UN Ocean Conference. Hún átti að fara fram í Portúgal í júní á síðasta ári en hefur verið frestað til ársins 2022. Sömuleiðis var samningaviðræðum um gerð nýs framkvæmdasamnings undir hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni í hafinu utan lögsögu ríkja frestað í fyrra en verður fram haldið í ágúst á þessu ári. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sjávarútvegur Fiskur Mest lesið „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Innlent Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Innlent Af hverju er barnið mitt alltaf að segja Skibidi toilet? Innlent Handtekinn eftir hliðarkeyrslu á talsverðum hraða Innlent „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa“ Innlent Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Erlent Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Innlent Fannst hann þvingaður til að afsala sér hundinum Innlent Fagna löngu tímabærri breytingu Innlent Nýr formaður VG, seðlabankastjóri og ástandið á Gaza Innlent
Alþjóðlegur dagur hafsins er haldinn í dag, 8. júní, á vegum Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að auka vitund almennings um hafið og mikilvægi þess fyrir velferð okkar. „Nú þegar við vinnum að því að binda enda á heimsfaraldurinn höfum við einstakt tækifæri – og skyldu – til að leiðrétta samband okkar við náttúruna, þar á meðal höfin,“ segir António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni af Degi hafsins. Í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna segir í tilefni dagsins: „Við sækjum súrefni, næringu og lyf til hafanna og er þá bara fátt eitt talið. Heilbrigð höf eru lykill að heilbrigðu mannkyni. Óstjórn og stjórnleysi á auðæfum sjávar hefur hins vegar verið slíkt að viskterfi hafsins eru að hruni komin. Til þess að sporna við þessari vá og koma á heilbrigðum tengslum á milli manns og sjávar, verður mannkynið að endurskoða núverandi athafnir og lifnaðarhætti.“ Að þessu sinni er Dagur hafsins haldinn við upphaf Áratugar hafrannsókna í þágu sjálfbærrar þróunar. Markmiðið er að efla alþjóðlega samvinnu um rannsóknir og nýsköpun til að bæta ástandið í sjónum um allan heim. Lífið í sjónum Um þessar mundir sýnir sjónvarpsstöðin Hringbraut á miðvikudagskvöldum þætti um fjórtánda heimsmarkmiðið – líf í vatni –undir yfirskriftinni: Lífið í sjónum. Í þessum þáttum deila nokkrir af reyndustu sérfræðingum Sjávarútvegsskólans reynslu af vinnu og rannsóknum í samstarfslöndum skólans og ræða mikilvæg atriði sem snúa að framkvæmd fjórtánda heimsmarkmiðsins. Á síðasta ári stóð til að leggja sérstaka áherslu á hafið í alþjóðastarfi og margir stórir og mikilvægir viðburðir höfðu verið skipulagðir. Vegna heimsfaraldursins frestuðust nær allir alþjóðlegir fundir og ráðstefnur og dæmi um stóra viðburði sem frestuðust eru til dæmis hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna um framfylgd fjórtánda heimsmarkmiðsins, UN Ocean Conference. Hún átti að fara fram í Portúgal í júní á síðasta ári en hefur verið frestað til ársins 2022. Sömuleiðis var samningaviðræðum um gerð nýs framkvæmdasamnings undir hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni í hafinu utan lögsögu ríkja frestað í fyrra en verður fram haldið í ágúst á þessu ári. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sjávarútvegur Fiskur Mest lesið „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Innlent Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Innlent Af hverju er barnið mitt alltaf að segja Skibidi toilet? Innlent Handtekinn eftir hliðarkeyrslu á talsverðum hraða Innlent „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa“ Innlent Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Erlent Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Innlent Fannst hann þvingaður til að afsala sér hundinum Innlent Fagna löngu tímabærri breytingu Innlent Nýr formaður VG, seðlabankastjóri og ástandið á Gaza Innlent