Danski boltinn

Fréttamynd

AGF vann Íslendingaslaginn gegn Lyngby

Það var boðið upp á Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar AGF tók á móti Lyngby. Stöðva þurfti leikinn í rúmar 20 mínútur þegar 88:30 voru komnar á klukkuna vegna þrumuveðurs.

Fótbolti
Fréttamynd

Segja Gylfa vera kominn til Danmerkur

Gylfi Sigurðsson flaug til Danmerkur í morgun samkvæmt heimildum Fótbolti.net. Gylfi hefur verið orðaður við Lyngby síðustu vikur og gæti verið að færast nær því að semja við félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Lyng­by í efri hlutanum eftir góðan sigur

Íslendingalið Lyngby vann 1-0 heimasigur á Randers í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er sem stendur í efri hluta deildarinnar. Virðist sem lærisveinar Freys Alexanderssonar ætli sér ekki að endurtaka leik síðasta tímabils og vera í fallbaráttu allt til lokadags.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísak Bergmann ekki í hóp hjá FCK

Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er ekki í leikmannahópi danska meistaraliðsins FCK sem mætir Sparta Prag í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Lyngby kaupir efnilegan leikmann frá FH

Danska knattspyrnuliðið, Lyngby, hefur fengið til sín Þorra Stefán Þorbjarnarson frá FH. Þorri er hugsaður til langstíma og mun byrja hjá U19 ára liði Lyngby.

Sport
Fréttamynd

Alfreð Finnbogason skoraði og lagði upp fyrir Lyngby í jafntefli

Þrír íslenskir leikmenn byrjuðu fyrir Lyngby þegar liðið gerði jafntefli við Viborg 2-2 á útivelli í annarri umferð efstu deildar Danmerkur í dag. Alfreð Finnbogason skoraði annað mark liðsins en ásamt honum byrjuðu þeir Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Finnsson einnig leikinn. Þetta var fyrsta stigið sem Lyngby nær í þetta tímabilið.

Fótbolti
Fréttamynd

„Elska hann en við verðum ó­vinir í 90 mínútur, því miður“

Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar, segist ekki sérstaklega hrifinn af því að vera mótherji föður síns, Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks. Hann vonast þó til að fá að spila í leiknum. Liðin tvö mætast í forkeppni Meistaradeildarinnar í Kópavogi í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Haf á milli okkar og við sjáumst allt­of sjaldan“

Óskar Hrafn Þorvaldsson segir FC Kaupmannahöfn vera sterkasta andstæðing sem hann hefur mætt sem þjálfari Breiðabliks. Blikar þurfi að vera sjálfum sér trúir í einvíginu og megi ekki líta á verkefnið sem ákveðna biðstofu fyrir næsta einvígi sem þeir eiga bókað falli þeir úr keppni. Það sé þá sérkennilegt að mæta syni sínum, Orra Steini Óskarssyni, sem er leikmaður FCK.

Fótbolti