Umboðsmaður Alþingis

Kerfinu geta fylgt "verulegir ókostir“
Bankaráð Seðlabankans segir illa fara á því að sömu einstaklingar beri ábyrgð á eftirliti annars vegar og hins vegar þeirri kjarnastarfsemi að móta peningastefnu. Það sýni reynslan.

Ríkið endurgreiði sektir
Seðlabankinn telur eðlilegt að endurskoða strax allar sektarákvarðanir og sættir vegna brota á fjármagnshöftum í gildistíð tiltekinna eldri reglna um gjaldeyrismál, þar til reglurnar voru lögfestar síðla árs 2011, og fara þess á leit að ríkissjóður endurgreiði sektir vegna brota á reglunum.

Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum
Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar.

Telur að svar Seðlabankans til Samherja hafi ekki verið í samræmi við lög
Umboðsmaður Alþingis telur að svar Seðlabanka Íslands til Samherja, í tengslum við erindi fyrirtækisins um að bankinn myndi afturkalla ákvörðun sína um stjórnvaldssekt frá árinu 2016, hafi ekki verið í samræmi við lög.

Gagnrýna að ekki eigi að leiðrétta skerðingar að fullu
Þingmenn Pírata og Flokks fólksins gagnrýndu harðlega á Alþingi í morgun að Tryggingastofnun ætlaði einungis að leiðrétta skerðingar á bótum vegna búsetu örorkulífeyrisþega fjögur ár aftur í tímann en ekki öll þau tíu ár sem ólöglegar skerðingar áttu sér stað.

Um 60 prósentum mála lokið á innan við mánuði
Afgreiðslu tæplega 84 prósenta kvartana sem bárust umboðsmanni Alþingis á síðasta ári var lokið fyrir áramót. Liðlega 60 prósentum lokið á innan við mánuði.

Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár
Lögmaður Öryrkjabandalagsins segir að bandalagið hafi bent stofnuninni margoft á skerðinguna.

Alvarlega andlega veikum föngum haldið lengur í fangelsi vegna skorts á úrræðum
Alvarlega andlega veikum föngum sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, er haldið lengur inni í fangelsi en en þörf er á þar sem engin úrræði eru til staðar fyrir þá. Fangelsismálastjóri segir þetta mannréttindabrot og vill að brugðist verði við strax.

Umboðsmaður Alþingis segir Kópavogsbæ hafa brotið lög
Umboðsmaður hefur úrskurðað í stórfurðulegu deilumáli í Kópavogi hjónunum Lilju Katrínu og Guðmundi R Einarssyni í vil.

Umboðsmaður kominn með nóg af starfshópum og nefndum
Umboðsmaður hefur beðið viðbragða stjórnvalda við alvarlegri stöðu þeirra mála í tæp sex ár og átt í ítrekuðum bréfaskiptum við ráðuneyti.

Boða til aukafundar: "Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“
Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11.