Húnaþing vestra

Fréttamynd

Góð og skemmtileg stemming í Hrútatungurétt

Fyrstu fjárréttir haustsins hófust í dag, meðal annars í Hrútatungurétt í Hrútafirði. Þar voru um fjögur þúsund fjár og bændur voru ánægðir með hvað lömbin komu væn og falleg af fjalli.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfboðaliðar óskast í selatalningu á morgun

Selatalning fer fram á morgun, sunnudaginn 25. júlí á Vatnsnes og Heggstaðanes í Húnaþingi vestra en tilgangur talningarinnar er að að fylgjast með fjölda og útbreiðslu sela á þessum slóðum. Óskað hefur verið eftir sjálfboðaliðum til að koma í talninguna en talið verður á hundrað kílómetra svæði.

Innlent
Fréttamynd

Hand­bendi brúðu­leik­hús hlaut Eyrar­rósina

Handbendi brúðuleikhús á Hvammstanga hlaut Eyrarrósina í ár, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta var í sautjánda sinn sem Eyrarrósin er afhent og í fyrsta sinn sem Eyrarrósin fellur í skaut verkefnis á Norðurlandi vestra.

Menning
Fréttamynd

Riða komin upp í Húnaþingi vestra

Riðuveiki hefur verið staðfest á búi í Húnaþingi vestra í Vatnsneshólfi. Síðast greindist riða í hólfinu árið 2015. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða, að því er fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni.

Innlent
Fréttamynd

Háspennulína þverar hringveginn

Rafmagnslaust er í Fitjardal vegna háspennulínu sem slitnaði og þverar nú hringveginn, þjóðveg 1, milli Miðfjarðar og Víðidals á Norðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Laufabrauðstaco frá Hvammstanga var ljómandi gott

Sumir steikja laufabrauð á hefðbundna mátann og svo eru aðrir sem hugsa út fyrir kassann og úr verður laufabrauðstaco. Andri P. Guðmundsson frá Hvammstanga birti í dag mynd af tilraunastarfsemi sinni í Húnaþingi vestra og ekki stóð á viðbrögðunum.

Matur
Fréttamynd

Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins

Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins við Staðarskála í gærmorgun. Stöðin er samkvæmt fréttatilkynningu frá Tesla sú lang öflugasta á landinu. Hún verður jafnframt sú fyrsta á landinu sem notast við þriðju kynslóðar ofurhleðslutæknina.

Bílar
Fréttamynd

„Að koma heilum skóla í sóttkví er ekki góð tilfinning“

Fyrsti íbúi Húnaþings vestra sem greindist með kórónuveiruna segir það ekki hafa verið góða tilfinningu að senda heilan skóla í sóttkví í síðustu viku. Hún kveðst þó einungis hafa fengið góða strauma og stuðning frá íbúum sveitarfélagsins eftir að í ljós kom að hún var smituð.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtungur íbúa í Húnaþingi vestra í sóttkví

Sveitarstjóri Húnaþings vestra varar við skertri starfsemi stofnana og fyrirtækja eftir að 230 einstaklingar í sveitarfélaginu þurftu í sóttkví vegna kórónuveiru í gær og í dag. Það er um fimmtungur allra íbúa þess.

Innlent