Húnaþing vestra

Fréttamynd

Færa sig frá Reykjum að Laugum í Sælings­dal

Fráfarandi rekstaraðilar skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði hafa samið við Dalabyggð um að taka ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal á kaupleigu. Þar ætla þeir að reka ferðaþjónustu frekar en skólabúðir.

Innlent
Fréttamynd

Loksins lax á land í Blöndu

Eftir fréttir eða öllu heldur fréttaleysi af bökkum Blöndu er vonandi loksins að lifna yfir veiði í þessari mögnuðu á.

Veiði
Fréttamynd

Fermingar­gjöfin sem ól af sér fyrsta at­vinnu­mann Hvamms­tanga

Þær eru ófáar bílferðirnar, ofan á allar æfingarnar og meðfædda hæfileika, sem liggja að baki því að Hvammstangi eignaðist fulltrúa í ítölsku A-deildinni í fótbolta um helgina þegar Hilmir Rafn Mikaelsson steig þar sín fyrstu skref. Fermingargjöfin frá mömmu og pabba hjálpaði líka til.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkur og Fram­sókn bættu við sig eftir endur­talningu

Endurtalningu atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Húnaþingi vestra er lokið. Ráðist var í endurtalningu þar sem aðeins munaði tveimur atkvæðum á því að N-listi Nýs afls í Húnaþingi vestra hefði náð inn þriðja manni í sveitarstjórn, á kostnað þriðja manns B-lista Framsóknarflokks og annarra framfarasinna.

Innlent
Fréttamynd

Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum

„Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir.

Innlent
Fréttamynd

Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða

Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn.

Innlent
Fréttamynd

Sauðfjárbændur að kikna undan verðhækkunum á áburði og olíu

Sauðfjárbændur um land allt hafa miklar áhyggjur af afkomunni eftir tvöföldun áburðarverðs og olíuverðshækkanir. Talsmaður greinarinnar óttast að ásettu fé geti fækkað um allt að fjórðung í haust. Bændur í Hrútafirði hafa þó svartan húmor og gera grín að afleitri stöðu.

Innlent
Fréttamynd

Löng bílaröð eftir slys á Holtavörðuheiði

Umferð um Holtavörðuheiði var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna umferðarslyss. Enn er lokað fyrir umferð nú tveimur klukkustundum síðar en reiknað er með að takist að opna fyrir umferð á allra næstu mínútum.

Innlent
Fréttamynd

„Það kom smá babb í bátinn“

Eigendur North West Hotel & Restaurant við Þjóðveginn í Húnaþingi vestra láta sig dreyma um að geta opnað veitingastaðinn á morgun klukkan 17 eftir að stormurinn í nótt gerði þeim grikk. Til stóð að opna í dag en snjósprengja snemma í morgun seinkaði þeim áformum.

Innlent
Fréttamynd

Kaflar að Fjaðrárglúfri og Hvítserk fá bundið slitlag

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í endurbyggingu tveggja kílómetra vegarkafla og lagningu bundins slitlags milli Hunkubakka og Fjaðrárgljúfurs í Skaftárhreppi. Áður var búið að klæða eins kílómetra kafla frá þjóðvegi eitt að Hunkubökkum. Þegar verkinu lýkur munu vegafarendur á hringveginum því geta komist á malbiki alla leið að þessum vinsæla ferðamannastað, sem er um tíu kílómetra vestan Kirkjubæjarklausturs.

Innlent
Fréttamynd

Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg

Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda

Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna.

Innlent
Fréttamynd

Það er alltaf gott veður í Hrútafirði - Nema þegar það er ekki

Þeir sem búa eða hafa búið í Hrútafirði vita að þar er meira og minna alltaf logn, sól og rjómablíða. Nema þegar það er ekki. Þetta segja forsvarsmenn Facebook-hópsins Hrútfirðingar, sem efndu til ljósmyndasamkeppni í sumar til að minna á góða veðrið í heimabyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Skólabörnum boðið upp á hrikalegan veg í skólabílum

„Okkur finnst ástandið algjörlega óþolandi og við viljum fá skýr svör um endurbætur. Ástandið getur ekki verið svona lengur og sinnuleysi gagnvart svörum er komið að algjörum þolmörkum hjá okkur, það verður eitthvað að gerast í málinu,“ segir Guðrún Óska Steinbjörnsdóttir, bóndi á bænum Sauðadalsá í Húnaþingi vestra, en á bænum eru fimm börn á leik-og grunnskólaaldri.

Innlent
Fréttamynd

Hentu upp hlaðborði í einum grænum fyrir farþega í rútuslysi

Um sjötíu bandarískir ferðamenn sitja nú í vellystingum á Hótel Laugarbakka eftir að hafa tekið hressilega til matar síns á hlaðborði sem skellt var upp fyrir hópinn. Önnur af tveimur rútum hópsins fór út af veginum suður af Laugarbakka á bökkum Miðfjarðarár í hádeginu.

Innlent