

Í nýju myndbandi um gerð kvikmyndarinnar Heart of Stone má sjá atriði sem tekin voru við Hallgrímskirkju, Hörpu og í íslenskri náttúru.
Bólusetningarátak í Laugardalshöll hefst á morgun þar sem einstaklingum sextíu ára og eldri verður boðið fjórða skammt bóluefnis gegn Covid og inflúensubólusetningu samhliða því. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á von á allt að þrjú til fjögur þúsund manns á dag í höllina en sambærilegt átak er að fara af stað víðar á landinu.
Maður sem ferðast um á rafhlaupahjóli í vinnuna segir það ákveðna þórðargleði að bruna fram hjá buguðum ökumönnum sem sitja fastir í morgun- og síðdegisumferðinni. Einn þessara buguðu ökumanna eyðir um einum og hálfum klukkutíma í umferðarteppu á dag og segist slæmu vanur.
Bólusetningar með fjórða skammt bóluefnis gegn Covid-19 hefjast í Laugardalshöll á morgun fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri. Boðið verður upp á inflúensubólusetningu samhliða. Stefnt er á að bjóða yngri einstaklingum örvunarskammt eftir að átakinu lýkur.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann á öðrum tímanum í nótt en sá hafði mælst á 164 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut í Kópavogi, þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Að því er kemur fram í dagbók lögreglu fór ökumaðurinn ekki strax að fyrirmælum lögreglu og var kominn í Garðabæ þegar hann stöðvaði loksins.
Annar blaðamannafundur verður haldinn í vikunni vegna rannsóknar lögreglu á skipulagningu hryðjuverks og vopnaframleiðslu. Blaðamannafundur var haldinn vegna málsins á fimmtudag en rannsókn málsins er í fullum gangi.
Tilkynnt var um líkamsárás við veitingastað í miðbænum í nótt. Þar er dyravörður grunaður um að hafa kýlt mann ítrekað í höfuðið.
Einn mannanna sem grunaður er um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á landi komst í kast við sérsveit ríkislögreglustjóra fyrir þrettán árum. Hann var þá tólf ára gamall og hafði verið að leik þegar sérsveit var kölluð til vegna hans.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt, á meðal þeirra verkefna sem embættið sinnti var tilkynning um líkamsárás við Norðlingaskóla þar sem 17 ára piltur var fluttur á bráðadeild með áverka á höfði.
Landsréttur hefur staðfest átján mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem sakfelldur var fyrir að hafa ruðst í heimildarleysi inn á heimili konu og nauðgað henni þar sem hún lá sofandi í sofa íbúðarinnar.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að til skoðunar sé að auka viðbúnað hjá lögreglu. Bregðast þurfi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi.
Formaður Landssambands lögreglumanna segir það vera skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Hann segir skipulagninguna vera árás á þjóðfélagsgerð Íslendinga.
Margrét Erla Guðmundsdóttir, móðir listamannanna Egils Ólafssonar, Hinriks og Ragnheiðar er orðin 90 ára. Hún er eldhress og býr í flottri þakíbúð með útsýni út á sjóinn í Vesturbænum.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo menn vegna líkamsárásar á veitingahúsi í hverfi 108 í Reykjavík.
„Hönnunarslys“, jafnvel „ómanneskjuleg hönnun“ segja bíllausir um nýja Orkuhúsið í Urðarhvarfi. Þeir kvarta yfir hörmulegu aðgengi fyrir gangandi og hjólandi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu.
Hús bindindissamtakanna I.O.G.T. sem hýsti vinabæ í Skipholtinu var selt snemma á þessu ári. Í húsnæðinu mun nú opna bruggstofa og bjórbúð RVK bruggfélags.
Ekki er á dagskrá Reykjavíkurborgar að útvega eigendum hjól- og fellihýsa sérstakt geymslupláss fyrir farartækin yfir sumartímann.
Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar hefur verið ráðin nýr sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Eiríkur Björn Björgvinsson, fyrrverandi bæjarstjóri Akureyrar, hefur verið ráðinn í stöðu sviðsstjóra nýs sameinaðs sviðs menningar, íþrótta- og tómstunda.
Ákæruvaldið fer fram á hámarksfangelsisdóm yfir þeim sem ákærðir eru fyrir innflutning á fíkniefnum í saltdreifara og umfangsmikla kannabisræktum. Farið er fram á tveggja ára fangelsi á einn mann sem sá um fræðilega hlið ræktunarinnar.
Starfsfólk verslunar í Kópavogi hringdi í lögreglu klukkan rétt rúmlega sex í gærkvöldi eftir að maður hafði stolið úr búðinni. Starfsfólkið hafði elt manninn en lögreglan hafði síðar afskipti af honum og vettvangsskýrsla rituð.
Stúdentakjallarinn, skemmti-, lærdóms og griðastaður fyrir háskólasamfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld. Þar kemur fram að starfsfólk hafi lent í hrottalegum dónaskap og ógnandi hegðun frá fótboltaáhugamönnum sem heimsæki staðinn. Haldi þessi hegðun áfram sé hætta á því að kjallarinn hætti að sýna fótboltaleiki.
Notuð dömubindi, blautþurrkur og smokkar eru á meðal þess sem finna má í fjörunni í Vesturbæ nú þegar óhreinsað skólp hefur flætt þar um. Sérfræðingur hjá Veitum segir að draga þurfi úr blautþurrkunotkun með reglugerð. Fréttastofa kannaði hvað ratar úr klósettinu í fjöruna.
Lögreglumenn lýstu því fyrir dómi í gær hvernig þeir notuðu gögn frá Europol til að tengja tvo íslenska menn við huldumenn á netinu sem skipulögðu einn umfangsmesta fíkniefnainnflutning Íslandssögunnar.
Fyrstu greinilegu merki um kólnun á fasteignamarkaði sjást nú. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,4% á milli júlí og ágúst en slík lækkun hefur ekki átt sér stað síðan árið 2019. Forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans segir hin kælandi áhrif vera kærkomin en þau urðu meðal annars til þess að verðbólguspá hagfræðideildarinnar gerir nú ráð fyrir enn meiri hjöðnun verðbólgu.
Hjóli leikarans Gísla Arnar Garðarssonar var stolið fyrir utan Borgarleikhúsið í laugardagskvöld á meðan Gísli var að sýna sýninguna Ég hleyp. Það tók þjófinn aðeins örfáar sekúndur að nappa hjólinu.
Um síðustu helgi var haldið áhugavert málþing um tréskipasmíði og bátavarðveislu. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að varðveita handverkið í trébátasmíðinni, meðal annars vegna þess að súðbyrðingurinn er komin á heimsminjaskrá UNESCO. Sú staðreynd ein og sér leggur brýna skyldu á stjórnvöld að leggja rækt við hann.
Félagið Elliði í Árbæ, varalið Fylkis sem leikur í 3. deild karla í fótbolta, safnaði yfir tveimur og hálfri milljón króna í styrktarsjóð fyrir formann félagins sem missti eiginkonu sína langt um aldur fram á dögunum.
Tófan sem sást á flakki um Breiðholtið fyrr í vikunni hefur sést bæði í Árbænum og Grafarholti síðan þá. Dýraþjónusta Reykjavíkur segir enga ástæðu til að óttast tófuna en varar fólk þó við að reyna að klappa henni.
Kristinn Ingvar Jónsson, fyrrum formaður Knattspyrnufélags Reykjavíkur, er látinn. Hann lést á Landsspítalanum á mánudag, 19. september, 81 árs að aldri.
Klukkan hálf tíu í gær barst lögreglu tilkynning um yfirstandandi innbrot á heimili í Grafarholti. Lögreglan mætti á svæðið en þá kom í ljós að innbrotsþjófurinn var í raun húsráðandi og hafði læst sig úti.